Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 5
Suimudagur 3. september 1944. ALt>V0UBLAÐ!Ð 5 Fregn í erlendu útvarpi og nokkur orð a£ tilefni hennar — Heim til Danmerkur og Noregs — Ferðahugurinn fer vaxandi — Sárin, sem þarf að græða — Haturþrung inn ofbeldisáróður styrjaldaráranna — og við EGAR ÉG ER að sitjast við ritvélina mína til að taka saman þennan sunnudagsjpistil heyri ég frétt í útvarjjinu, sem gleður mig mikið. London segir, að í þessu hafi þulur í útvarp- inu í Brussel í Belgíu tilkynnt, að ef til vill yrði þetta í síðasta skifti sem hann talaði í útvarp þaðan, vegna þess hversu mjög Banda- menn nálguðust það landsvæði sem borgin stendur á. ÞETXA ER MYND af því sem er að gerast þessa dagana á meg- ínlandi álfunnar, þar sem borgir ©g lönd hafa verið hersetin og milljónirnar hafa beðið í 4—5 ár eftir frelsun í hungri, myrkri og kiúgun. —- Ég man það, hvernig maður skalf við fréttirnar sumarið 1940, er þýzku nazistarnir flæddu yfir Niðurlönd, yfir Frakkland og Danmörku og Noreg — og maður spurði sjálfan sig: Hvenær birtir aftur til? Hversu lengi mun myrkr ið grúfa yfir heiminum? OG ÞESSA DAGANA er mað- ur að fá svarið við þessum spurn- ingum — og það er eins og fögn- uðurinn, sem nú fyllir brjóst millj- •ónanna á meginlandinu nái einnig hingað, því að maður hittir varla nokkurn mann, sem ekki lætur í ljós hrifni sína og fölskvalausa gleði. HÉR DVELJA MARGIR Danir og hér eru margir Norðmenn. Þeir eru jafnvel farnir að strjúka rykið af ferðatöskunum sínum, farnir að taka til farangurinn sem Iþeir ætla að hafa með sér heim. Þeir ætla sér að fara með fyrsta skipi, þeir vilja verða með þeim fyrstu, sem stíga á dslnska eða norska grund, eftir hina löngu og ströngu útlegð. Með þeim sendum við íslendingar áreiðanlega innilegustu kveðjur og árnaðaróskir til bræðranna og systranna sem heima hafa setið og háð baráttu við hungur og svik, kúgun og njósnir. HÉR LIGGUR MIKIÐ FÉ, sem við íslendingar höfum safnað til hjálpar Norðmönnum. Vonandi tekst Norrænafélaginu að koma því .tafarlaust til Noregs, svo að hægt sé að nota það fyrsta dag- inn, sem tækifæri gefst til þess að byggja eitthvað upp af því sem ógnaröld liðinna ára hefir lagt í rúst. Ég hef áður lagt til að þetta fé yrði notað til þess að byggja upp eitthvert lítið þorp, sem blóð- öldin hefir brennt til ösku — og vænti ég þess að sú tillaga veröi afhuguð. HEIMA í NOREGI bíða þúsund- ir nakinna og hungrandi barna. Hér hefir verið safnað miklu af ágætum fatnaði. Vonandi kemst hann við allra fyrsta tækifæri til norskrar hafnar, svo að hann geti undir eins skýlt einhverjum nökt- um. Sárin eru mörg og djúp, sem þarf að græða eftir þessa blóðöld. Og það er vel, ef okkur íslending- um lánást að taká þátt í því líkn- arstarfi. Það er og skylda okkar við héiminn og okkur sjálf, svo vel hefir okkur liðið meðan aðr- ir hafa stunið í kvölum og kúgun. OG FYRST AÐ ÉG skrifa þetta í sunnudagspistilinn að þessu sinni og af gefnu tilefni fregnarinnar frá Briissel, langar mig til að bæta þessu við: Við íslendingar höfum hlustað á ofstæki og áróður ófrið- aráranna. Þesssu er ekki lokið og við munum fá að heyra enn meira og enn verra, en ég vil segja það, að við skulum vera á verði gegn skefjalausum ofstækisáróðri. Nóg er af staurblindu hatri samt í heim inum þó að við formyrkvumst ekki eínnig af því. Hannés á horninu. Verksmiðjuhús og bílaverkstæði til sölu. Verzlunar- og verksmiðjuhús mitt í Gunnarssundi 2, Hafnarfirði, er til sölu ásamt vélum og verkfærum. Enn- fremur er til sölu bílaverkstæði mitt við Hverfisgötu 27 í Hafnarfirði ásamt vélum, verkfærum og vörubirgðum. Til- boð sendist mér fyrir 10. þessa mánaðar. Kéttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Skðfti Eglss©t?» S@ndisveinit éskasf frá 15. þessa mánaðar Alþýðsiblaðið. — Simi 4900. Myndin sýnir Dieppe við Ermarsund, sem nú er á valdi bandamanna. Dieppe er önnur mesta háfnarborgin, sém bandamenn hafa tekið á norð-vesturströnd Frakklands, næst Cherbourg. | Þaðan voru greiðar samgöngur til Englands áður en ófriðurinn hófst, aðallega til Newhav * en. Það var í Dieppi, sem Bretar gerðu mesta strandhögg sitt í ágústmánuði 1942, er þeir voru að kynna sér varnir Þjóðverja á Ermarsundsströnd. Dieppe. Vopn> sem vel bítur: Þáttur kímninnar í baráttu Dana við Þjóðverja. GREIN SÚ, sem hér fer á eftir, er þýdd úr aðalblaði sænska Alþýðuflokksins, Morgon-Tidningen í Stokk- hólmi, og fjallar um þátt kímninnar í mótstöðu Dana gegn kiigurum sínum. En Danir eru gamansamir, svo sem al- kunnugt er. Og þeim eiginleika beita þeir óspart — og oft af mikilli harðneskju í baráttu sinni gegn þýzka innrás- arhernum og.hinum dönsku handbendum hans. HIN undirokaða Danmörk berst gegn kúgurum sín- um á margvíslegan hátt; með skemmdarstarfsemi, óvirkri mót stöðu, leyniblöðum og á marg- víslegan annan hátt. Aðeins lítill hluti íbúanna tekur þátt í hinni leynilegu baráttu, en í vissu tilliti er öll þjóðin virk í mótstöðunni. Það er í þeirri baráttu, þar sem kímninni er beitt sem vopni. Það hljómar einkennilega, að tala um kímni í sambandi við iþá baráttu, sem Dan- mörk heyr í dag gegn kúgurum sínum. Ástandið er á engan hátt kímilegt. Handtök- ur, brottnám, morð, aftökur, rán og ofbeldistiltektir er það, sem yfirþjóðin býður fyrir- myndarverndarríki sínu upp á. En einmitt þess vegna er kann- ske enn meiri ástæða til að veita því athygli, að danska þjóðin hefur ekki látið hugfall- ast, og allra sízt hefur hún missf kímnigáfu sína. Danskt skapferli, dönsk kímni er hið meðfædda vopn Dana gegn öll- um ófblíðum tiltektum örlag- anna. Og Þjóðverjum hefur ekki tekizt að vinna bug á þessu skapferli. Að vísu er danska brosið orðið bitrara og danska kímnin harðlegri, og víst hafa þeir dagar komið, að brosið hvarf og kímnin var ekki höfð á hraðbergi. En ekk- ert harðræði frá hendi óvin- anna hefur megnað að buga þetta tvennt til fulls. Og það er einmitt hátíðleiki þessara and- stæðinga, sem umfram allt hef- ur kallað fram bros Dananna. Það hefur aldrei verið unnt að sigra Dani með hátíðleika, strangleika og hörku. Oft á tíð- um hafa Danir rætt sín í mill- um um ,,hið danska bros,“ sem aldrei gæti tekið neitt í alvöru. Og oft hafa virðulegir heiðurs- menn þrumað á móti þessu brosi úr ræðustól og í d'álkum blaðanna. En það hefur aldrei verið unnt að ráða niðurlög- um þess. Brosið er óaðskiljan- lega tengt dönsku lundarfari. Atburðir síðustu ára hafa þjálfað þetta bros, gætt það meiri fyllingu, gert það bitrara. En brosið, kímnin, lifir góðu lífi í Danmörku. Og það er beittasta vopn Dana í yfirstand- andi þrengingum. Sú þjóð heimsins, sem er gersneyddust kímni stendur í Danmörku and- spænis þeirri þjóð heimsins, sem hefur þroskaðasta kímni- gáfu. Og þetta vita Þjóðverjar sjálfir. Þeir skilja ekki, hvernig hægt er að þola allan hugsan- legan mótgang, án þess að hætta að brosa. JAFNVEL í hinni virku mót- stöðu, er nokkur vottur kímni. Það er þessi kímni, sem kom í ljós, þegar skemmdar- verkamennirnir, sem sprengdu ,,Forum“ í loft upp síðastliðið sumar, komu sprengiefninu fyr- ir í ölkassa og' létu ,,ölpósta“ flytja sprengiefnið á staðinn og koma kössunum fyrir í bygg- ingunni. Það er þessi ódrepandi danska kímni, sem birtist í of- urlitlu auglýsingasteíi, er einn góðan veðurdag var fest upp i búðarglugga í borginni: De ringer og kalder; vi kommer og knalder Nörrebros Sabotöribrretning. Þessi sama kímni er á ferð- inni, þegar farþegi í sporvagni stígur á tær nábúans,- lyftir því næst kurteislega hattinum og segir: „Afsakið, nafn mitt er Jensen, skemmdarverkamaður. Að lokum urðu Þjóðverjar að banna í Danmörku þýzka dæg- urlagið „Lilli Marleen,“ sem sungið var í útvarpi Þýzkalands og hernumdu landanna. Danir höfðu ekki fyrr lært lagið en þeir höfðu búið til við það nýj- an teksta, þar sem óspart var hent gaman að helztu valda- mönnum Þýzkalands. Var þetta síðan sungið hvarvetna á heim- ilum og í veitingahúsum með sýnilegri velþóknun. Þetta gekk svo langt, að fólk þurfti ekki annað en heyra þennan söng til þess að það tæki að brosa ánægjulega hvort til annars. Þegar fyrsti þýzki hermaður- inn var myrtur í Kaupmaiina- höfn og borgin var dæmd í 1 milljón króna skaðabætur, var það þegar á orði haft meðal Dana, að nú yrði dr. Best dæmdur fyrir brot á verðlags- rl-.væðunum. Hann hefði krafizt einnar milljónar króna fyrir e , a skepnu. Sögurnar um þýzka valda- menn, sem ganga manna á með- ai í Danmiörku, eru óteljandi, eins og í öðrum hernumdu löndunum. Enginn veit, hvar þær skjóta upp kollinum. En þær gangá mann frá manni og vekja mikla kæti, sem er miklu meiri léttir að en heiftúðugustu formælingum yfir grimmd og 3Tfirtroðslum Þjóðverja. Þegar Danir hittast á heimilum hvor annarra, er verulegur hluti skemmtunarinnar fólginn í því, að skiptast á nýjustu sögunum. Ein hin síðasta þeirra er um Framh. á 6. síðu. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.