Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 2
2 At,ÞVf>UBLÁf>I0 Sumuidagur 3. septemfcer 1944. Franklin D. Roosevelt og Sveinn Björnsson ræðast við í Hvíta húsinu. Myndin var tekin 24. ágúst, daginn sem forsetinn kom til Washington. Fjölmennur fundur í Lisiamannaskálanum: i Vilja elnnig fá verfefallsrélf eins og allar aðrar sfétfir launþega Laun þeirra Eiafa ekki hækkaS nema um 25- 30fo en annarra Saunþega 42—12%% UNDUR opinberra starfsmanna í Listamannaskálanum í fyrrakvöld var geysifjölmennur. Ræðumenn voru margir og kröfðust allir sem einn bráðra breytinga til batn- aðar á launakjörum opinberra starfsmanna. Þetta er fyrsti opinberi fundurinn, sem Bandalag starfs- manna ríkis og bæja boða til, en þing sambandsins kemur saman 16. b. m. í bandalaginu eru nú 20 félög. Tiilögur rafmagnsstjóra: Hæfekun á verði raf- magns um 50—60 af hundraði! RAFMAGNSSTJÓRI hef- ir lagt tii að hækkað verði verð á rafmagni um 50—60% á flestum gjald- skrárliðum.. Lá .frumvarp rafmagnsstjóra um þetta efni fyrir bæjarráðsfundi í fyrra- dag og verður það til fyrri umræðu á næsta bæjarstjórn arfundi. Lokun brauða- og mjólkursölubúða SSÍÐASTA FUNDI bæjar- stjórnar voru m. a. gerð- ar þær breytingar á samþykkt- inni um lokunartíma sölubúða í Reykjavík, að brauða- og mjólkursölubúðum skuli lokað fyrr en gert hefur verið til þessa. Skal loka þessum búð- um, er breytingin gengur í gild, kl. 6 e. h. á virkum dögum (í stað kl. 7) og kl. 12 á hádegi á sunnudögum (í stað kl. 1 e. h. Jóladag, nýjársdag og páska- dag skal lokað allan daginn. Laugardagslokun ýfir sumar mánuðina, kl. 4 e. h., verður ó- breytt og föstudaga á þvi tíma- bili má hafa opið til kl. 7 e. h. Á bæjarráðsfundi í gær voru lögð fram mótmæli gegn þess- Fafc. á 7. afök Stjórn bandalagsins hefir nú ákveðið að senda stjórnmála- flokkunum, frumvarpið um breytingar á launalögunum svo og aðrar tii'lögur snertandi þessi mál. í vor var snixið sér bréf- lega til flokkanna og leitað stuðnings þeirra við baráttu op- inberra starfsmanna, bárust greið svör frá Alþýðuflokkn- um og Socialistaflokknum, en gngin svör rnunu hafa borist frá hinum flio'kkunuim. Á fundinum í fyrrakvöld var forseti BSRB, Sigurður Thorla cius málshefjandi en auk hans töluðu: Kristján Arinbjarnar héraðslæknir í Hafnarfirði, Kristmundur .Þorleifsson for- maður Stafrsmannafélags Rík- isútvarpsins, Rannveig Þor- steinsdóttir, gjaldkeri Starfs- mannafélags ríkifestofnana, Har aldur S. Norðdal, formaður Toll varðafélags íslands, Ingimar Jó hannesson formaður Sambands íslenzkra barnakennara, Sigríð ur Eiríkisdóttir, formaður Fé- lags íslenzkra hjúkrunarkvenna Lárus Sigurbjörnsson, formað- ur Starfsmannafélags Revkja- víkurbæjar, Ágúst Sæmunds- son, formaður Félags íslcnzkra símamanna og séra Jakob Jóns son, sem á sæti í stjórn Presta félags íslands. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: „Almennur fundur haldinn að tilhlutun B S. R. B. í Lista- miannaskálanum í Reykjavík föstudaginn 1. septemiber 1944 gerir svofellda ályktun um launamál starfsmanna ríkis og bæja: Gildandi launalög í landinu eru úrelt og ófullnægjandi og ósamræmi og óréttlæti í laungreiðslum langt úr hófi. Laun opinberra starfs- manna hafa verið uppbætt með 30% og 25% á sama tíma og grunnkaup verka- fólks og iðnaðarmanna x Reykjavík hefir hækkað um 42% til 120%. Ríkisstarfsmenn hafa dreg ist langt aftur úr, vegna þess einkum að setið er á rétti þeirra í skjóli rnaglátrar laga Frh. á 7. eSSBa. New York Times segir: eiga Ummæli eins stærsta blaðs Bandaríkjamia um Sieimsékn forsetans og orð utanrfkis- málaráðherra DAGINN sem borgarstjórinn*' í New York tók á móti forseta íslands og utanríkisráð herra í ráðhúsi borgarinnar, 29. ágúst s. 1. birti New York Tim- es eitt stærsta og voldugasta blað Bandaríkjanna þessa for- ustugrein undir fyrirsögninni „President Björnsson“: „Tekið verður opinberlega á móti herra Sveini Björnssyni forseta íslands í ráðhúsinu í dag. En móttökurnar í þessari borg og þessu landi eru meir en fyrir siðasakir og forms vegna. Hann er þjóðhöfðingi hins nýja lýð- veldis, sem hin þúsund ára gamla þjóð hefir stofnað með sér. ísland, sem áður fyrr átti margt af hetjum og skáldum, er á vorum dögum land bænda og fiskimanna, svipað hinu forna Nýja Englandi, og þar býr frjáls og óháð þjóð. Danmörk réði ís- landi í margar aldir, en landið öðlaðist heimastjórn eftir langa baráttu 1874. 1918 varð landið sérstakt konungsríki, og myndi sambandslagasamningurinn hafa runnið út 1943, en 1941 samþykktu íslendingar einróma skilnað. Hið þýzka hernám Danmerk- ur og gremjan út af því var að- alástæða skilnaðarins. Herra Björnsson hafði verið sendi- herra í Kaupmannahöfn, hann hafði tekið þátt í ráðstefnum þeim, sem Norðurlönd og Finn- land héldu í þeirri von að geta varðveitt hlutleysi sitt. Hann var kjörinn ríkisstjóri og endur kosinn tvívegis. Forseti var hann kjörinn í.júní. Bretar komu í veg fyrir þýzkt hernám með því að hernema ís land. Amerískur her kom í kjöl far þeirra með hervernd. íslend ingar sem fyrir reynslu sakir eru grunsami-r menn, höfðu í fyrstu illar bifur á þessu, en vin átta og skilningur uxu, þegar þeir sannfærðust um að vér höf um eigi landvinninga í huga. ] Samt munu þeir efalaust fagna því, er þeir fá aftur frjáls um ráð yfir landi sínu. Er það eðli legt og virðingarvert. ' íslendingar, sem setzt hafa að í Bandaríkjunum eru þekktir ^ð því aö vera skapfastir menn og heiðarlegir. Vilhjálmur Þór, ut- Forsefi íslands kotn heim í gær Varfagnað vel allsfað ar þar sem hann kom í Bandaríkjunum O ORSETI ÍSLANDS, herra Sveinn Björnsson, utanrík isi-áðherra, Vlhjálmur Þór og förunautar þerra kornu í gær- morgun heim úr Vesturförinni. Frú Georgía Björnsson, frú Rannveig Þór og konur sam- ferðamanna þeirra tóku á móti þeim á flugvellinum. Björn Ol- afsson f jármálaráðherra og Agn ar Kl. Jónsson skrifstofustjóri fögnuðu þeim af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Aulc þess vom Louis Dreyfus sendiherra og frú, Key hershöfðingi og aðrir yfir- menn hers og flughers viðstadd ir. Alþýðublaðið átti í gær sam- tal við Bjarna Guðimundsson, blaðafulltrúa, ,sem var í förinni —. og l'ét hann hið bezta yfir henni. Kvað ihann hina glæsi- ■legu framkomu forseta hafa hrifið alla — og að uimmæli hans á fundum og samkvæmum hefðu vakið geysimikla athygli. Var forseta allstaðar fagnað með kostum og kynjum. —. Um- mæli Vilhjálms Þórs á bláða- mamrafundinum, sem' íslenzk blöð hafa þegar skýrt frá, vöktu og mjög mikla athygli og voru rædd í fjö.lda blaða. anríkisráðherra, sem fylgir Sveini forseta Björnssyni á ferðalaginu, hefir sagt: Vér höfum ríka sjálfstæðis- kennd og vér stofnuðum ekki lýðveldi vort í þeim tilgangi kð verða ófrjálsari en áður. Vér ætlum oss að eiga land vort allt og án erlendrar íhlutunar“. ; Þannig eiga lýðveldismenn að tala. Eykur það virðingu vora fyrir hinum merku og virðulegu gestum.“ Sveinn Björnsson forseti og föruneyti ihans, Villhjálmúr Þór ut- anríkisráðlherra og Pétur Eggerz forsetaritari, stíga út úr flug- vélinni i Waslhington. Bjárni Guðmundsson blaðafulltrúi var fjórði maðurinn í iörinni, en •sést ekki á myndinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.