Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 6
6 ftLPTPlf BLftÐ IV Sunnudagur 3. seprtember Frá Stýrimannaskólanum: Námskeið í siglingafræði. fyrir hið minna fiskimannapróf verður að forfallalausu haldið á Akureyri og í Vestmannaeyjum á vetri komanda. Umsóknir sendist fyrir 15. september, fyrir Akureyrarnám- skeið, Aðalsteini Magnússyni, skipstjóra á Akureyri, og fyrir Vestmannaeyjanámskeið, Einari Torfasyni, stýri- manni eða Ársæli Sveinssyni útgerðarmanni, Vestmanna- eyjum. * Skólastjóri Stýrimannaskólans. Bjarni Síefánsson fimmfugur Þáffur kímninnar í barátfu Dana Frh. aí 5. siöu. Rommel, sem kom til Kaup- mannahafnar og bjó á Hótel d’Angleteme. Fólk safnaðist saman úti fyrir hótelinu og stóð þar sem fastast. Hershöfð- ingjanum fannst í fyrstu mikið til um þetta, en þótti síðar nóg um og sendi undirmann sinn út til að mælast til þess við fólk- ið, að það hefði sig brott. ,,Við bíðum,“ var svarað. „Hershöfð- inginn fer ekki framar út í dag,“ útskýrði liðsforinginn. -— „Já, en það er Montgomery, sem við erum að bíða eftir,“ var svarað. „Hann er alltaf vanur að vera á hælunum á Rommel.“ MEÐAN stóð á umferða- banninu eftir 29. ágúst í fyrra, og fólki var óheimilt að vera úti eftir klukkan 21 að kvöldi, án þess að hafa sér- stök skilríki, sem heimilaði það, bar svo til, að borgari í sjálenzkum kaupstað kom heim til sín með kvöldlestinni. Hann hafði ekki heimild til útivistar eftir klukkan 21, en nú var komið fram yfir þann tíma. Þýzkur hermaður gaf sig þegar að honum, og krafðist þess, að fá að sjá skírteini hans. Maðurinn tók þegar upp öku- skírteini sitt, rétti það að her- manninum og sagði mjög á- kveðinn: — Ich habe Fiihrerkarte! — Fuhrerkarte? sagði hermað urinp auðmjúkur, bar hönd- ina upp stálhjálminum og lét manninn fara óáreittan leiðar sinnar. í þessum sama bæ, sem telur 4000 íbúa, var á fáum dögum gefin út meira en 2000 leyfi til að mega vera á ferli eftir hinn tilsetta tíma. Næstum því hver maður hafði allt í einu fengið einhvern sjúkdóm, sem gerði það að verkum, að þeim var nauðsynlegt' að leita sér fræðiniga á öðrum bæjum. — En sjúkdómur var eitt af iþeim skilyrðum, sem nauðsynleg voru til að fá úti- vistarleyfi. Að skömmum tíma liðnum neyddust Þjóðverjar til að afnema umferðabannfð. Það var orðið skrítla. Helmingurinn af íbúum Danmörku hafði leyfi til að vera á férli eftir hinn tilsetta tíma. 29. ágúst komu þýzkir skrið- drekar á sjónarsviðio á götum Kaupmannahafnar. Það átti að kenna fólki að bera virðingu fyrir hinum þýzku vopnum. Við Nörreport steig sendisveinn af hjólinu sínu og lagði það upp að þýzkum skriðdreka. Menn geta getið sér til um það, — hvemig muni hafa farið um virðinguna hjá þeim mörgu, sem horfðu á þennan atburð. Á Ráðhústorgi hafði Ferða- félagið selt happdrættismiða allt sumarið, og fór salan fram í ofurlitlum timburskúr. Kaup- mannahafnarbúi gekk að skrið- dreka, bankaði á rúðuna og spurði hinn undrandi skrið- drekastjóra: Eru seldir happ- drættismiðar hér? Brýningamaður kom á hjól- inu sínu að öðrum skriðdreka, drap einnig á rúðuna og spurði: — Er nokkuð að brýna í dag? Þetta var brosið 29. ágúst. Danir, sem hafa verið í Horseröd fangabúðunum, skýra frá því, að Þjóðverjar hafi verið nærri því að missa allt vald yfir sér, þegar dönsku fangarnir komu til yfirheyrslu með hatt á höfði og vindling milli varanna. Það var brosið. í leyniblöðunum gætir kímn- innar einnig. Það eru að jafn- aði ekki skemmtilegir hlutir, sem þau hafa frá að greina. En þau væru ekki dönsk, ef kímn- in ætti þar ekkert griðland. — Fastur dálkur í einu mest út- breidda blaðinu heitir einmitt „Brosið.“ En stundum er gam- anið grátt. Það á t. d. við um ýmsar þær aðferðir, sem föð- urlandsvinir nota til að skjóta dönskum handbendum 2iazist- anna skelk í bringu. Margir þeirra hafa fengið senda út- fararkransa eða örlitlar eftir- líkingar af líkkistum. Við kist- urnar hangir að jafnaði seðill, sem á er letrað: Pantanir einn- ig afgreiddar eftir máli. Undir þessa tegund gamansemi heyra einnig dánarauglýsingarnar. Mörg handbendi nazistanna hafa orðið viti sínu fjær af ótta, þegar þau lásu feitletrað- ar tilkynningar í dálkum blað- anna um sitt eigið andlát. * H VAR sem væri annars stað- ar, hefði alvarleg hætta stafað af nazistaforingjanum Fritz Clausen, sem vel hefði getað greitt götuna fyrir kvisl- ingastjórn. En aðeins ekki í Danmörku. Danir eru vel þjálf- aðir pólitískt, og Fritz Clausen hafði Æyrir löngu gert sig að pólitísku atíhlægi. Þjóðverjar gátu með engu móti notað hann. Hann hafði leyðilagt þann möguleika löngu fyr- ir 9. apríl. Danska brosið hafði drepið hann pólitískt. Danska brosið er móttur. — Blóðsúthellingar fylgja ekki í kjölfar þess, en það er mjög grimmt. Engin útreið er eins harkaleg og sú, að vera gerður að athlægi. Brosið er máttur, sem er mjög nátengdur sál og anda. Það er máttur, sem ekki er rétt að vanmeta í barátt- unni gegn því illa. IDAG er Bjarni Stefánsson Fjölnisvegi 4, 50 ára. Á þeim tímamótum í lifi hans get ég ekki látið bjá' líða að minnast hans sem félaga og þjóðfélags borgara, þótt ég gangi þess ekki dulinn að ekkert er honum nær skapi, en að algjör þögn sé um hann. Bjarni er einn þeirra manna, sem vinna störf sín í þágu þjóð félagsins og meðbræðra sinna í 'kyrþey, og Mta mdkið og gott af sér leiða. Bjarni er meðal hinna mörgu, sem urðu snortnir af hug sjón jafnaðarsteínunnar og bar áttu verkalýðsins fyrir bætt- um lífskjörum. Um fjölda ára hefir hann verið einn meðal hinna áhugasömustu manna sem varið hafa kröftum sínum og tómstundum í þágu málefna verkalýðsins og þá fyrst og fremst sjómannastéttarinnar hér í bænum. Hann gerðist fé- lagi í Sjómannafálagi Reykja- víkur 1923 og hefir ávallt síð- an*starfað að málefnum stéttar innar. Manni með áhuga og starfshæfni Bjarna eru tíðast faí in imörg stönf. Hann var ritari félagsins í tvö ár. Fulltrúf þess á Sambandsþingum og í Full- trúaráði um fjölda ára. í margs konar nefndum hefir hann starf að innan og utan félagsins. For maður Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík í tvö ár. Fulltrúi félagsins í Sjómanna- dagsráði og gjaldkeri í stjórn þess. Auk þessa hefir hann ver- ið í stjórn Byggingafélags verkamanna frá stofnun þess. Öll þessi störf hefir hann rækt og rækir með mestu prýði og samvizkusemi, svo félagsbræð- ur hans vilja ógjarnan missa hann úr, þeim þótt hann vildi sjálifur losna. Þessi störf eru sem að likum. lætur allt tóm- stundastönf og ékki unnin til launa. Hin mikla félagshyggja hans og hugsjón að verða öðr- um að liði er driffjöður í þessu starfi. Sjómannafélagið hefir tíðast átt mörgum og góðum starfs- kröftum á að skipa, mönnum, er hafa með gleði starfað fyrir fé- lagið og stétt sína í fremstu víg- línu, og er Bjarni einn af þeim ágætisdrengjum. Bjarni fer ekki dult með skoð Bjarni Stefánsson. anir sinar í þjóðfélags og. um- bótamálum; hefir hann fylgt Alþýðuflokknum að málum frá fyrstu tíð og reynzt ágætur mál svari hans. Hann er prýðisvel máli farinn stefnufastur og rök viss. Eins og Bjarni hefir reynzt sem félags og flokksmaður, hef ir hann einnig reynzt sem starfs maður að hverju sem hann gengur. Trúr og samvizkusam- ur verkamaður. Hann var lengi sjómaður bæði sem fiskimaður hér við land og farmaður með erlendum þjóðum ,og var rúm það v;el skipað, er hann sat. Fyrir nokkrum árum varð hann fyrir miklu slysi sem olli því, að hann taldi sig ekki hlut gengan til allra verka á sjónum og fór því að vinna í landi. Hann er ágætlega verkfær til ýmissa starfa, en hefir síðustu árin stundað trésmíði. Bjarni er Rangvellingur að ætt, kosminn af valin kunnu bændafólki þar eystra, fæddur á Selalæk 3. sept. 1894. Hann stundaði nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þar farmannaprófi 1920. Bjarni er mesti snyrtimaður, prúð- menni í framkomu og reglumað ur hinn mesti. Við félagar hans og kunningj ar óskum honum allra heilla á þessum merku tímamótum í lífi hans, og gleðjum okkur við að fá að njóta áhuga hans og hollustu víð félags- og flokks- málin mörg árin enn. S. Á. Ó. virðulega kona tákni hamingju íslands. Þess skal ég geta í sambandi við drauminn, að hann hafði engin áhrif á at- kvæði mitt; það var áður fast- ákveðið. III. Eg vék að því áður, að arm- að en flokksþrælkun og klíku- skapur væri meiri lífsnauðsyn nú á þessum tíma. Samstarf allra beztu krafta í landinu er lífsnauðsyn — svokölluð „þing ræðisstjórn“ þeirra manna, sem komnir eru inn í þingið fyrir vitlaus kosningalög og dómgreindarleysi kjósenda dug- ir ekkert, því það er deginum. Ijósara, að meðal þeirra eru menn, sem þjóðin fyrir enga muni má treysta. Þeir hafa sumir hverjir lofað öllu fögru, en svikið það jafnóðum. Það þarf samstarf, öflugt og traust þeirra manna, er setja velferð alþjóðar ofar eigin hagsmunum sínum eða einhverra valda- braskara, að ég ekki nefni þá, sem sýnilega vinna markvist að því, að undirbúa jarðvegimx fyrir yfirráð erlendra ríkja yfir hinu unga og veika íslenzka lýðveldi. Það væri óskandi, að öll þjóðin, hver einasti maður, þekkti sinn vitjunartíma, að minnsta kosti við næstu alþing- iskosningar, sem naumast geta verið langt fram undan. Það þarf að hreinsa til í helgidómi þjóðárinnar, alþingi, og koma þaðan einhverju af bví dóti, sem þangað hefur komizt á síðustu árum, einkum við síð- ustu kosningar. Góðir í^lendingar! Sameinist allir um það hreinsunarstarf, sem þjóðinni er lífsnauðsyn nú,, fremúr en nokkru sinni áður. Útrýmið flokkaspillingunni og óþverranum úr stjórnmálum þjóðarinnar. Sameinist um að byggja upp atvinnuvegi hennar til lands og sjávar. Kastið öll- um hiðurrifsöflum og óheilla- fuglum þjóðmálanna út í yztu myrkur fyrirlitningar og; gleymsku. Gætið þess, að það verður ekki e i n h 1 í 11 til verndar og þrifa lýðveldinu, þó hrifning grípi fólkið 17. júní og það gangi með lýðveldismerki í brjóstinu. Það er vitanlega gott og vel viðeigandi hvorttveggja. Það þarf annað og meira. Það þarf sameiningu allra andlega og líkamlega heilbrigðra manna til að vinna og varð- veita hin sönnu verðmæti lífs- ins. Ef sameining allra hinna beztu afla, sem til eru ennþá hjá þjóðinni tekst vel „Þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast, þá mun aft- ur morgna.“ Tvö nf skuldabréfalán Reykjavíkurbæjar Samfals 14,6 miíljónir króna eEYKJAVlKURBÆR hefir í hyggju að tafca tvö ný sku.ldabrSfa'láh samtals að upp hæð 14,5 milljónir króna. Hefir isttjóm Landsibankans skrifað bæjarráði og boðist til. þess að tryggja sölu lá skulda- bréfum ibeggja lánanna. . Annað lánið er 7,1. milljón og -er það tekið til að greiða sænska liánáð frlá 1935. Hitt lán. ið er til ihitaveitunnar og er að upplhæð 7,5 milljónir. Bankinn býðíst il að aka að sér sölu bréf- anna gegn 1% afföilum. Vextir verða 4%. , Sumardvalarbörnin frá Menntaskólaselinu koma til bæjarins á morgun (mánudag) kl. 12 á hádegi. stfórnméi Framhald af 4. síðu. sumt til hins fyrri hér á undan. Eg var staddur í húsi nokkru fremur( björtu og vistlegu, og var þar á liorði allstór bunki af skjölum, og þóttist ég vita, að á þeim voru úrslit atkvæða- greiðslunnar um sambandsslit- in, og þótti mér hún vera um garð gengin, og um úrslit henn- ar var ég ekki í neinum vafa. Við borðið stóð ung og fremur tilgerðarleg stúlka, sem ég taldi víst, að ætti að gæta skjala þessara; ennfremur þótti mér varzla hennar tortryggileg, því mér virtist hún vera að þurrka út úr skjölum með strokleðri, sem hún hafði í hendi. Heyrði ég bá sagt, hárri röddu, einhvers staðar fyrir utan: „Þetta verð- ur allt ónýttýþað verður hleypt vatni yfir það.“ Mér datt strax í hug, að ég hefði heyrt í stríðsfréttum, að vatni væri hleypt með vélakrafti yfir her- deildir og landsvæði, og fór því að líta í kringum mig, og komst út, og margir voru þeir fleiri, sem það gerðu. Sá ég þá vatns- straum allmikinn koma úr austri, og þóttist ég eiga fótum fjör að launa“ er ég, ásamt mörgum öðrum komst út á brú eina, sem bæði var mjó og með lágum handriðum, og fór ég eftir henni með mörgum öðrum yfir óralangan veg, en vatn flóði yfir hana, þó ekki svo, að ég færi í kaf. Eftir langa mæðu komst ég á þurrt land, ör- magna af þreytu, og komst von bráðar að því, að ég væri kom- inn til Rússlands. Þó þrevttur og örmagna væri, gat ég látið í ljós, að þar vildi ég ekki vera, og óskaði að komast burtu hið fyrsta, en þeir, sem nærstadd- ir voru, sýndu mér jafnvel fyr- irlitningu, og var ég þarna eig- inlega ósjálfbjarga með öllu. En þá kom þar kona, rogkin og virðuleg og tók til að aðstoða mig góðlátlega- og þóttist ég fullviss um, að hún myndi bjaíga mér út úr þessu öng- þveiti. Draumurinn var ekki lengri, og læt ég nú lesendur um að ráða hann. Eg sagði vel- þekktum manni, sem ég var samferða út úr kjörstofu okk- ar beggia, 20. maí, drauminn, og þótti honum hann hálfljót- 1 ur, og nokkrum öðrum hef ég sagt hann síðar, og hafa sumir talið hann myndi tákna ein- hverja erfiðleika fyrir fleiri en mig, því margir lentu í vatns- flóðinu og komust út á brúar- ræfilinn — og hafa sumif getið sér þess til, hvaðan þeirra væri að vænta, en ég vona, að hin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.