Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 7
Sumiudagur 3. september 1944. ALt>Y£>UBLAÐlÐ Jarðarför konunnar minnar' og móður okkar, Kristínar Norðmann, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. þ. m. kl. 1.30 e. h. Kransar og blóm afbeðið. Páll ísólfsson og börn. . Frá Stýrimannaskólanum, Nýir nemendur, sem fengið hafa loforð um skólavist á vetri komanda, verða að gefa sig frarrí við undirritaðan, eða tilkynna þátttöku fyrir 15. september. Að öðrum kosti mega þeir búast við að aðrir verði teknir í þeirra stað. Skólastjóri Stýriman.naskólans. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Helgidagsiæknir er Bjarni Bjarna son, Túngötu 5, sími 2829. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast B. S. R., .sími 1720. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 11.00 Messa í dómkirkjunni (sr. Bjarni Jóns- son). 12.10—-13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur): a) Tónverk "eftir Delius. b) 15.00 Marion Anderson syngur lög eftir Bach, Handel og Mendelsohn. c) c) 15.25 Mansöngvar. d) Hellis- svítan eftir Grofé. 19.25 Hljóm- plötur: Preludium, Aria og Finale eftir Cesar Franck. 20.00 Fréttir. 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó: Sónata í g-moll eftir "Grieg (Þórir Jónsson og Fritz Weishappel). 20.35 Erindi: Frá Lundúnum (And- rés Björnsson cand. mag.). 21.00 Hljómplötur: Norðurlandasöngvar- ar. 21.15 Upplestur: Smásaga (Sveinn . V. Stefánsson leikari). 21.35 Hljómplötur: Egypski ball- ettinn eftir Luigini. 21.50 Fréttir. '22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN Næturlæknir er í Læknavarð- .stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—16.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Mið- degisútvarp. 19.25 Þingíréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Þýtt og endursagt (Bárður Jakobsson lögfræðingur). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á Marinett. 21.00 Um daginn og veg inn (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður). 21.20 Útvarpshljóm- sveitin: Ensk þjóðlög. — Einsöng- ur (frú Guðrún Ágústsdóttir): a) „Huldumár eftir Sveinbjörn Svein- 'björnsson. b) ,Miranda“ eftir sama. C) „Komdu, komdu, kiðlingur“ eft :ir Emil Thoroddsen. d) ,Vögguvísa‘ eftir sama. e) „Ave María“ eftir Þórarinn Jónsson. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hið íslenzka prentarafélag heldur fund í Aiþýðuhúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 2 e. (h. Rætt verður um uppkast að nýjum samn ingum, því eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu eru samningar félagsins við prent- smiðjueigendur útrunnir um næstu mánaðamót. Karólína Benediktz kaupkona hefir fært kirkjubygg ingarsjóði Frjálslynda safnaðarins 1000 kr. að gjöf. Walterskeppnin hefst í dag kl. 5 með leik milli Fram og Vals. Hifaveifugjaldið: Forsf|óranum falið að gera ifögur im breyfingar Abæjarstjórnar- FUNDI í fyrt-adag var samþykkt að fela forstjóra hitaveitunnar aS gera tillög- ur um breytingar á hitaveitu töxtunum með fyrir augum að afnema fastagjaldið. Mun gert ráð fyrir að verið verði kr. 1,36 yfir veturinn, en 68 aurar yfir sumartímann. Fimmiugur í dag: Guðmundur Maríeins- son rafmagnsverk- fræðingur Guðmundur marteins- 1 SON rafmagnsverkfræðing ur í Kjörlundi við Skerjafjörð er fimmtugur á morgun. Guð- mundur er fæddur hér í Reykja vík, sonur hjónanna Marteins Teitssonar skipstjóra og konu hans Guðrúnar Erlendsdóttur. Að loknu námi í Flensborgar- ■ skóla fór Guðmundur til Nor- egs, tók hann þar stúdentspróf við hinn kunna Konungsgaard menntaskóla í Stafangri. Síðan stundaði hann verkfræðinám við Tekniska háskólann í Þránd heimi og útskrifaðist þaðan sem rafmagnserkfræðingur 1922. Var Guðmundur fyrsti íslend- ingurinn, sem lauk prófi við þann skóla. Árið 1923 fór Guðmundur til Ameríku og vann þar að verk- fræðistörfum í 12 ár, kom hing að heim 1935. Gerðist hann þá starfsmaður við Raftækjaeinka sölu ríkisins, fyrst sem fulltrúi og síðar sem framkvæmdastjóri, unz sá rekstur var lagður nið- ur sem kunnugt er. Auk þess sem Guðmundur Marteinsson er öruggur og skrumlaus verkfræðingur, er hann mörgum að góðú kunnur sem músikvinur og skóræktar- maður. Þess vil ég biðja að þeg ar líður á næstu 50 árin verði barrviðirnir í KjÖrlundinum hans suður á Skerjafjarðar- strönd farnir að teigja svo úr sér, að þeir rauli við vorblæ og sunnanvinda um áfanga og frí- stundastörf liðinna ára. Guðmundur er kvæntur Ólaf- íu Hákonardóttur, systur Gríms Hákonarsonar skipstjóra í Boston, sem hefir reynst honum góður starfsfélagi bæði heima og erlendis. A. Bæjarráð ræðir um nýja hitarannsókn með rafvirhjun fpir augum Tlllaga hæjarráðsfulitrúa Álþýðuflokksins fk FUNDI bæjarráðs í & fyrra<jag var rætt um nýjar rannsóknir á heitu vatni og boranir í því sam- bandi með nýjar rafmagns- virkjanir fyrir augum. Fullthúi Ailjþýðúflokksins í ibæjarriá'ði, Jón Axiel Pétursson bar fram iSvohljóðandi tillölgu, sem að loknum umræðum var vísað til umsagnar rannsóknar- ráðis: V,í sambandi við skýrslu raf- magniSiStjóra og tillögur hans um. atlhuganir og virkjanir á til- teknu orkuveitusvæði, sam- þykkir bæjarnáð að leggja til við bæjanstjórn að keyptur verði nýr jarðibor o:f fullkornn- ustu gerð fil gufu- o,g ibeitavatns borana í Hengli eða nærldggj- andi stöðurn, er líklegir teljast til orkugjafar ; sé iþessu flýtt svo sem yerða má mieð það 'fyr- lr augum að rannsótkn og niður- stöður geti legið fyrir hið fyrsta tál samanburðar við aðra þá mögiuleka er til greina geta komið.“ Lengsfa veiðihrofa í sögu sídveiðanna Mikiu meiri síid fil ríkis- verksmiðjanna en í fyrra I ---- Ená fréttaritara Aliþýðúbl. iSiglu.firði d gær. |P IMM síðastliðna sólar- * hringa hafa verið rnikl- ar ógæftir hér og hefir alveg tekið fyrir veiðar. Hafa skip in nú verið losuð við þann afla sem þau- biðu með, en þau voru mjög mörg. í 17 sólanhringa samfleytt um daginn var mokafli og er það einlh-ver ‘lengsta síldveiðihrota. sem menn muna. Voru skipin aðeins nokkra klukkutíma að fylla sig, og var um tiveggja klukkutíma sigling af veiðisvæð inu. Til Sigiufjarðar er nú kom- in ailmiklu imieiri síld en í fyrra. Eiftirtalm skip hafa aflað yfir !0 þúsund .mál og leggja upp hjá Rákisverksmdðjunuim: Bjarki 13482 imíál, iSigurffari 13175, Þor steinn 1298,2, Bris 12.344, Kefl- víkingur 12(172, Ásgeir 11400, Magnús 10893, Anna og Einar 10887, Andey 10881, Már 10761, Fiskaklettur 10704, Trausti 10670, Geir 1103,17, Birkir 10309, Kári 10077 og Guðný 10024. Viss. ----■—■*?- Opinberir starfsmenn Frh. af 2. ssöu. setningar, sama er um bæj- arstarfsmenn J>ar eð bæjar- stjórnir flestar haga launa- greiðslum í samræmi við ríkið. Fyrir því heitir fundurinn á alþingi og ríkísstjórn að koma fastri skipan á launa- greiðslur ríkis og ríkisstofn- ana með því að setja launa- lög, er taki gildi um næstu áramót og ákveði ríkisstarfs- mönnum réttlát laun innbyrð is og í samanburði við aðra launþega. Almennur fundur haldinn að tilhlutun B. S. R. B. í Listamannaskálanum í Rvík föatud. 1. sept. 1944 lýsir yf- ir •vanþóknun sinni á ákvæð- um laga nr. 33 3. nóv. 1915 um verkfall opinberra starfs manna og telur að opinber- starfsmönnum beri réttur til að semja um launakjör sín til jafns við aðrar vinnandi stéttir. Fýrir því skorar fundurinn á alþingi að taka téð Iög til endlurskoðunar og færa til samræmis við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeil ur eftir því sent við á. Lðla brauða og mjótkursölubúða Frh. af 2. síðu. um breytingum. frá Bakara- meistarafélaginu, sem skorar á bæjarstjórn að hlutast til um, að breytingarnar verði ekki látnar koma til framkvæmda. Á sama fundi var og lögð fram tilkynning félagsmálaráðu neytisins um að það hafi stað- fest breytingarnar. Septembermótið hefst í dag kl. 2 á íþrótía- vellinum QEPTEMBERMÓTIÐ í frjáls um íþróttum fer fram í dag og hefst á íþróttavellinum kl. 2 e. h. Fjörutíu og tveir íþrótta- menn og konur hafa verið skrá- sett til keppninnar, og verður keppt í 8 eftir töldum íþrótta- greinum: 80 metra hlaupi kvenna. í því keppa 11 stúlkur, frá KR Ármanni og þrjár stúlkur frá Akranesi, ein þeirra, Hallbera Leósdöttir hefi hrlaupið þessa vegalengd undir mettíma, en metið hefir ekki verið staðfest, svo búast má við meti hjá henni ef skilyrði verða góð. Ýmsar fleiri efnilegar íþróttastúlkur taka þátt í þessu hlaupi, t. d. méthafar KR í 5 X 80 metra boð hlaupi. 200 metra hlaup karla. Kepp endur eru 7 þeirra á meðal Finn björn Þorvaldsson og Kjartan Jóhannesson úr ÍR, Brynjólfur Ingólfsson úr KR og Hörður Hafliðason úr Ármanni. 800 metra hlaup. I því eru 5 keppéndur, og má búast við harðri keppni milli Kjartans Jóhannessonar, ■ Brynjólfs Ing- ólfssonar og Harðar Hafliða- sonar. . 3000 m. hlaup. í því eru 6 keppendur meðal þeirra eru Óskar Jónsson ÍR, Sigurgeir Ár sælsson Ármanni og Indriði Jónsson KR. Þá verður keppt í hástökki; meðal þeirra, sem keppa í því eru Oliver Steinn úr F.H., Jón Hjartar KR og Jón Ólafsson íþróttasambandi Austurlands, efnilegur hástökkvari, auk margra fleiri. í langstökki verða 6 keppend ur, þeirra á meðal bræðurnir úr F.H., Oliver Steinn og Þorkell, einni Mgagnús Baldvinsson ÍR og Oddur Helgason, Ármanni. Eru þetta allt þekktir lang- stökkvarar. í spjótkasti verða 7 keppend ur og er líklegt að keppnin um fyrsta sætið verði ■ milli Jóns Hjartar KR og Jóels Sigurðs- sonar ÍR. I kringlukasti verða 6 kepp- endur, þeirra á meðal eru Gunn ar Huseby, KR,Bragi Friðriks- son, Ólafur Guðmundsson ÍR, og Jón Ólafsson U.Í.A. Má búast við skemmtilegri keppni í öllum þessum íþrótt,- um ef veðurskilyrði verða góð. Hvers vegnal Frh. af 3. síÖu. 4 Bandaríkj amönnuim um að fljúga flugvélum sínum yfir Varjsjá til Rússlands og lenda íþar, er þær hefðu flutt vist- ir og Ihergögn til hermanna Biohris og engin fullnægjandi skýrimg íhefir fen,gizt- ó því. Jafnframit bárust. fregnir um að ibrezkar flugvélar hefðu flogið alla leið frlá Stalíu til Varsjá imeð vopn og vi-stir og beðið mikið tjón í þeim flug- ferðum, sem von var. Stund- um; mun helmingur flugvél- anna, sem sendar vom, hafa farizt á leiðinni. Það er því ekki að undra þótt menn spyrji sjálifa sig: Hvemig . stendur á iþví, að flugvélar frá ítaMu skuli vera sendar til Varsjár, þessa óraleið 2200 ikm. fram og til baka, þegar ekki er nemia isteinsnar ef svo mætti segja, til bæki- stöðva Rússa, sem virðast vera vel ibirgir að hergögnum og öðrum nauðsynjum? Hvað vakir fyrir Rússum? Vilja þeir láta Varsjárbúum og ‘hinum (hrausta pólska heima- her hlæða út í vonlítilli bar- áttu við grimman óvin? Er þetta ef til viR gert til þess að „mýkja“ Póiverja eða þódsku stjórmina í London, er framtíðarlandamæri Póllands verða ákveðin? INNAN SKAMMS FÆST svar við iþéssum spurningum og verður Iþá fróðlegt að sjá, hvernig á málum þessum liggur pg má rnarka nokkuð aí afgreiðslu þessa máls, þann Jhug sem Rússar bera til þjóða, sem vilja vera sjálf stæðar og óháðar og eiga það skilið. Álþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.