Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 3
Mið'vifcudagur 6. sept. 1&44 | Hver er munurinn! IÞESSUM DÁLKI haía all- oft birzt greinar um at- burði líðandi stundar í sam- bandi við ófriðinn úti í heimi, menn og málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni. Þar hefur að sjálfsögðu oft verið vikið að Rússlandi, sem til þessa hefur átt sinn rnikla þátt í að sigrast á ó- freskju nazismans. Hér hefur verið rætt um baráttu rúss- nesku þjóðarinnar og jafnan verið viðurkennt, að hún hafi. verið þrautseig í þessari , styrjöld, ekki síður en árið 1812, er þessi sama þjóð reis , upp gegn öðrum innrásarher, stórher Napoleons. Á hinn bóginn hefur einnig verið rætt um það, er oft virðist vaka fyrir ráðamönnum í Kreml, að seilast til valda yfir öðrum þjóðum og hefur ekkert verið sagt í því sam- 'bandi annað en það, sem réttmætt má telja. M. a. hef- ur verið vikið að því, að engin ástæða sé til þess, að Pólverjar, Finnar, Eistlend- ingar, Lettar og Litháar fái ekki að halda frelsi sínu, þótt þær hafi ekki í fullu tré við nágrannastórveldin hvað höfðatölu snertir. MÁLGAGN kommúnista hér í bæ lítur af eðlilegum ástæð- um öðrum augum á þetta mál. í „Hugleiðingum Örvar- Odds“ í gær er vikið að þess- um dálki Alþýðublaðsilis og er svo að sjá, sem höfundur þeirrar hugleiðingar haldi, að.hann hafi sett fram hald- góð rök um réttmæti utan- ríkisstefnu hinna rússnesku húsbænda austur í Moskva. í „Hugleiðingum örvar-Odds" er m. a. sagt, að lítið þýði að telja mönnum trú um, ,,að styrjöldin milli Finnlands og Sovétríkjanna árið 1939 sé önnur styrjöld en sú, sem þessar sömu þjóðir eiga nú í, þótt nokkurra mánaða hlé hafi orðið á vopnaviðskipt- um.“ Jæja. Skýringin, sem vinsælust hefur verlð með kommúnistum á árás Rússa á Finna 30. nóVernber 1939, er á þá leið; að Finnar hafi ætlað að leyfa erlendum stór veldum að nota land sitt sem stökkpall til árása á Sovétríkin og að Leningrad haff verið innan skotmáls finnskra fallbysna. Þess vegna hafi Rússar tekið þann kostinn, að verða fyrri til, — það réttlæti fullkomlega á- rásina. ÞETTA virðast ekki haldgóð rök. Ef þau gætu staðizt, var ekki nema sjálfsagt og eðli- legt, að Þjóðverjar réðust á Dani. Kielarskurðurinn og ýmis mannvirki eru skammt undan dönsku landamærun- um og hver gat vitað, nema erlent stórveldi hygðist nota Danmörku sem stökkpall til árása á Þýzkaland? Það mætti líka ininna á, að Þjóðverjar tilkynntu Norð- mönnum, er þeir réðust á . land þeirra, að þeir ætluðu að verða á undan Englend- ingum, sem ætluðu að nota ALfrY&lágLAÐlfc Séknin inn í Þýzkalantí að hefjast: anna in í gær .4 myndinni sést Orna Nelson Bradley hershöfðingi (til hægri) er 'stjórnar Ban.daríkjahersveitunum, í N.-Frakklandi, Belg- íu og H.ollandi. Hann h-sfir getið sér mikin orðstír í hinni hröðu sókn bandamanna að undanförnu. Bradley og Mont- gomery eru jatfnir að tdgn. Maðurinn, sem með honum er, er Henry Sthnson, hermlálaráðherra Bandríkjanna. t ... .............................----- Rússar sifia Búlgörum stríS á hendur í gær Bradley og Sliimon. Þeir sæk ja hraft fram inn í Transyivaníu og til i Júgóslavíu. R ÚSSAR sögðu Búlgörum stríð á hendur í gær og afhenti Molotov, utanríkismálaráðherra Rússa, sendiherra Búlgara í Moskva, stríðsyfirlýsinguna. Sagði Molotov, að Rússar hefðu sýnt Búlgörum þolinmæði um þriggja ára skeið, þrátt fyrir aðstoð þeirra við Þjóðverja, sem hefði verið skiljanleg trni tíma, en nú væri hlutleysi Búlgara blekking ein og gersamlega óþolandi. Rússar sækja hratt fram yfir Ríimeníu í áttina til Júgóslavíu, en níssneskar hersveitir streyma um skörð í Karijatafjöllum inn í Transylvaniu. Molotov lýsti yfir því, er hann afhenti búlgarska sendi- herranum formlega stríðsyfir- lýsingu Rússa. að um þriggja ára bil hefðu Búlgarar beint og óbeint aðstoðað Þjóðverja gegn Rússum. Hann kvað Rússa hafa skilið erfiða aðstöðu Búlgara, sem hefðu orðið að gera ýmis- legt nauðugir viljugir. Hann minnti á, að Búlgarar hefðu la^t til skip til þess áð flytja þýzka hermenn á brott frá Krím og leyft Þjóðverjum af- not af höfnum sínum. Nú hefðu Þjóðverjar misst Italíu og Frakkland og Búlgörum stafaði engin hætta af Þjóðverjum leng ur, en samt vildu þeir halda fast í hlutleysi, sem væri blekk ing ein. Rússar gætu ekki unað Noreg sem árásarbækistöð á Þýzkaland. EÐA, HVER er eðlismunurinn á árás Rússa á Finna og árás Þjó"ðverja á Dani og Norð- menn? við*þetta og því væru þeir nú í styrjöld við Búlgara' Banda- ríkjastjórn og Bretastjórn voru látnar ,vita um ákvörðun Rússa áður en lýst var yfir styrjöld. Bandaríkin og Bretland hafa átt í stýrjöld við Búlgara síðan 1941 og hafa margar loftárás- ir verið gerðar á búlgarskar borgir' og herstöðvar. Rússar sækja fram milli Var sjár og Austur-Prússlands á 65 km. breiðu svæði og tóku um 150 þorp og bæi í fyrradag. SÆNSKA stjórnin hefir lof að fínnsku stjórriinni áð láta Finnum í té ýmsar nauð- synjavörur og vélar, er friðar samningar hafa tekizt milli þeirra og Rússa. Er þetta gert samkvæmt beiðni finnsku stjórnarinnar. Er hér einkum um að ræða sáðkorn, feitmeti, sykur og ýmsar iðnaðarvörur. (Frá sænska sendiráðinu) Eisenhower skorar á erl. verkamenn í Þýzka- iandí að leggja niður vinnu. Bandamenti sóttu inn í Luxemhurg eg tóku Louvain í Beigáu í gær. 'X7' FIEHERSTJÓRN bandamanna er enn sem fyrr fáorð um sókn amerísku vélahersveitanna, sem nú eru komn- ar að landamærum Þýzkalands (Saarhéraðs), en vitað er að framsveitir og könnunarflokkar hafa þegar farið yfir landa- mærin. Hafa bandamenn þegar byrjað stórskotahríð á stöðv- ar í Þýzkalandi,. auk heiptarlegra loftárása á ýmsar horg- ir í Rínarbyggðum. Útvarpað hefir verið boðskap frá yfirher- stjóm bandamanna til erlendra verkamanna í þýzkum verk- smiðjum um, að nú sé kominn tími til þess að hverfa frá vinnustöðvunum og valda Þjóðverjum töfum og tjóni, sem frekast þeir mega. Bandamenn fóru yfir1 landamæri Luxemburg í gær og héldu áfram sókninni í Belgíu. Meðal annars tóku þeir borgina Louvain, skammt austur af Brussel og eru þar komnir að Dyle-varnarlínunni, sem Belgar reyndu að verja gegn Þjóðverjum í mai 1940. Kanadískar hersveitir eru um 5 km. frá Boulogne en. Púlverjar rúma 20 km. frá Dunk- erque. Bandamenn vörpuðu um 1000 smálestum sprengna á varnarstöðvar Þjóðverja í Le. Havre í gær. Við landamæri Þýzkalands. Ekki verður sagt með vissu, enn sem komið er, hvar banda- menn eru komnir að landa- mærum Þýzkalands, annað en, að það er við Saarhérað, en þangað sóttu vélahersveitir Bandaríkjamanna frá Verdun. Hafa þær farið yfir ána Mosel á nokkrum stöðum. Mótspyrna Þjóðverja i’er harðnandi, eink-' um er getið um snarpa bardaga um 25 km. í grennd við Metz. Bandamenn hafa hert loftsókn- ina á henúur Þjóðverjum. —' Voru gerðar skæðar loftárásir á borgirnar Karlsruhe, Lud- wigshafen og Stuttgart. Sam- kvæmt frásögnum fréttaritara hafa könnunarsveitir farið yfir landamæri Þýzkalands og mætt harðari mótspyrnu en verið hefur að undanförnu. Sóknin í Niðurlöndum. Engar fregnir höfðu borizt af hQrjum bandamanna í Hollandi í gærkveldi aðrar en þær, að þær hefðu tekið borgina Breda ög sæktu fram til Rotterdam. Hafnarmannvirki í Antwerpen voru nær óskemmd, vegna þess, að þýzku hersveitirnar þurftu að hraða sér á brott úr borginni. Þýzku hersveitirnar eiga mjög erfitt um undan- komu frá Norðvestur-Belgíu, enda taka bandamenn mikinn fjölda fanga. í grennd við Charleroi reyndi þýzk herdeild að ryðja sér braut úr herkvínni, en það mistókst. Féll þar margt manna af liði Þjóðverja, en 9000 voru teknir höndum. Ringulreið í N.-Frakklandi. Talið er, að Þjóðverjar hafi 3 herfylki í Boulogne, Calais og Dunkerque og eiga þau sér ekki undankomu auðið. f Bou- logne hgfa Þjóðverjar snúið strandvarnarfallbyssunum við og skjóta á þjóðveginn til borg arinnar. Munu þeir ætla að verjast þar unz yfir lýkur, eins og setuliðið í Le Havre, Brest, St. Nazaire og Lorient. Pólskar hersveitir eru komnar inn í úthverfi St. Omer, austur af Calais. Hið mesta öngþveiti ríkir víða með Þjóðverjum. í Lille voru margir þýzku her- mannanna, sem handteknir voru, drukknir. Höfðu þeir gef- ið upp alla von um undan- komu. Áskorun Eisenhowers: í áskorun y.firherstjórnarirmt ar; voru erlendir verkamenn í Þýzkalandi, en þeir munu nú vera nálægt 10 milljónir, hvátt- ir til þéss áð yfirgefa verk- smiðjurnar og þeiln bent á, að Þjóðverjar hefðu engan mann- afla til þess að knýja þá til vinnu eða leita þá uppi. Jafn- framt voru þeir hvattir til þess að varast gildrur Gestapomanna og reyna að tefja og torvelda framleiðslu alla og flutninga eft ir beztu getu. Esiss ein iðfiárésin á 1 „Tirpifi." BREZKA flotamálaráðuneyt ið tilkynnti í gær, að brezkar flugvélar frá flúgvéla- skipi hefðu gert skæðar árásir á ,,Tirpitz“, mesta orrustuskip Þjóðverja á Altenfirði í Norð- ur-Noregi og ýmsar stöðvar þar í grennd. Tókst að koma mörg um sprengjum á Tirpitz, en ekki er unnt að segja nákvæm lega um tjónið, sem af hlauzt, vegna reyksins á árásarsvæð- inu. Auk þess féllu sprengjur á tundurspilla og loftvarnaskip. Einn tunduspillir var skotinn í bál, svo og eitt loftvarnaskip, en þrír tundurspillar löskuðust. Loftárás var einnig gerð á stöðv ar Þjóðverja í Hammerfest. Bretar misstu eina fylgdar- snekkju (korvettu) pg 11 flug- vélar i árásum þessum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.