Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 5
3T‘'; il*úua£i:? ‘v se»t. 1944 ALi»r©UBLAÐ!0 5 Furðulegar tillögur rafmagnstjóra um stórkostlega um — Grænmetisrækt við húsin fer vaxandi. verðhækkun á rafmagni — Hættulegasta hornið í bæn- BÆJARBÚI“« skrifar mér á þessa leið: „Hvað hefur gerst, sem réttlætir hina gífurlegu hækkun á verði rafmagns, sem raf magnsstjóri leggur til að bæjar- stjórn samþykki? Þrátt fyrir ítrek aðar fyrirspurnir hefur mér ekki tekist að fá viðunandi svar við þessari spurningu, en ég get full- vissað þig um, að á sunnudags- morguninn, þegar fólk sá blöðin með þessum tillögum rafmagns- stjóra þá rak það upp stór augu.“ „RAFMAGNSSTJÓRI leggur til að nær allir taxtar hækki um 40 til 50 af hundraði. Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessari til- lögu rafmagnsstjóra, því að mér þykir það undarlegt, ef hann ber ■slíkar tillögur fram út í loftið og án þess að þörf sé fyrir hækkun- ina. Mér er það fullkomlega ljóst, og það hygg ég að sé hægt að segja um bæjarbúa almennt, að raf- magnsveitan verður að bera sig og sæmilega það, áii að hún eigi að gerast okurstofnun og raka saman fé á nauðsynjum almenn- ings, það get ég ekki samþykkt og mun aldrei samþykkja.“ „EF BÆJARSTJÓRN telur nauð :synlegt að samþykkja tillögur raf- magnsstjóra þá hækkar rafmagnið um 40 til 50 af hundraði, eins og áður segir. Það verður ægilegur skattur og ekki nóg með það, þæssi hækkun veldur því að ýms- ír bæjarbúar verða að hætta að nota rafmagn eftir brýnustu þörf- um, eins og til dæmis þeir sem verða að hita upp með raímagni. Má því segja, að rafmagnsvand- ræðin frá síðasta vetri gangi aft- ur þrátt fyrir aukningu rafmagns- ins og má þá telja að rafmagns- stjóri geri það ekki endasleppt.“ ÉG SPURÐI fróðan mann, sem er öllum þessum hnútum kunnug- ur um þetta rafmagnsmál í gær. Hann svaraði: „Mér komu tillögur rafmagnsstjóra ekki síður ó óvart en öðrum bæjarmönnum. Lánum rafveitunnar hefur ekki verið sagt upp, afborganir af þeim hafa ekki hækkað, vextir af þeim hafa ekki hækkað, og aukinn kostnaður vegna kaupgjalds og mannahalds kemur af sjálfu sér fram .í hækk- uðu rafmagni er vísitalan hækkar. Ég sé því ekki betur en að þessar tillögur rafmagnsstjóra séu hrein vitleysa og mig furðar á þeim, en þetta mun nú verða rætt í bæjar- stjórn á fimmtudaginn.“ ÞAÐ ER EITT horn í bænum, sem ég þori varla að koma nærri. Þetta er horn Laufásvegar, Þing- holtsstrætis, Skothúsvegar og Hellusunds. Þetta er ljótt horn og hættulegra en flest önnur í bæn- um. Hornið liefur nú um mjög langan tíma verið upprifið og verk ið lítið gengið, hvað sem veldur. Það þarf að gjörbreyta þarna í kring. Það þarf að taka af 'hornið á garðinum við hús Hannesar heitins Thorarensen, eins þarf að taka hornið af Verzlunarskólagarð inum. Hornið er algerlega blint og stórhættulegt. Hvað veldur því að þetta ei ekki lagað? ÉG HEFI tekið eftir því í sum- ar, að margir, sem hafa garða við heimili sín hafa skipt þeim, ef svo má að orði komast. Þeir hafa sett blóm í hluta af honum, en ýmis konar matjurtir í hinn hlutann. Þetta skemmir ekki útlit garðanna, langt frá því, en þetta gefur heim- ilunum matjurtir, sem hafa mikla þýðingu fyrir heimilin. Fólk ætti að athuga þetta og auka þetta, erf vel þarf að gæta þess, að garðarn- ir séu vel skipulagðir, áð ekki verði of rriikið af matjurtunum til þess að skemma útlit garðanna, hafa þær mátulega miklar, ón þess að blómafegurðin spillist. OKRIÐ Á GRÆNMETINU í búð unum er svo mikið og ægilegt, að það er ekki nema von að fólk, sem hefur nokkra möguleika á því, reyni að búa að sínu — og það er áreiðanlegt að mikið og gott græn meti er einhver bezta fæðutegund heimilanna. Hanns á horninu. Unglinga vantar okkur nú þegar til að bera blaðtð um Grelfisgötu og Laugarnessveg. Alþýiublaðið. — Sími 4900. Bezl að augiýsa í Alþýðublaðinu. I Til árásar. Myndir sýnir eina af hinum frægu, hraðfleygu Thunderbolt flugvélum Breta í skýjahafinu á leið til meginlandsins til sprengjuárásir á einhverja hernaðar-bækistöð Þjóðverja. Undir hvorum væng hefur hún 250 punda tundursprengju, en það getur líka í framtíðinni orðið gassprengjur, ef naztstar skyldr á síðustu stundu byrja á gashernaði. iga nazislar eflir að klykkja út með eiturgashernaði ! Tl EFTIRFARANDI GREIN hefir Alþýðublaðinu borizt frá hinum ónafngreinda sérfræðingi sínum um hermál. Er greinin skrifuð í tilefni af frétt, sem barst um það fyrir stuttu síðan, að Þjóðverjar myndu vera að undirbúa eitur- gashernað. NÝLEGA var þess getið í útvarpsfregnum, að Þjóð- verjar hefðu í hyggju að fara að nota eiturgas í styrjöldinni og hefði eiturgasútbúnaður ver ið fluttur til Belgíu í þessu skýni.. Margar slíkar fregnir hafa borizt í þessari styrjöld, en þær hafa aldrei verið staðfestar. Ekki verður unnt að vita, fyrr en að ófriðnum loknum, hvort nokkur hæfa. hafi verið í þess- um fregnum eða hvort ófriðarað ilar hafi skirrzt við að nota eit- urgas af ótta við gagnráðstafan- ir andstæðinganna. í öðrum greinum í þessu blaði hefir því ávalt verið haldið fram, að notkun eiturgass í þess ari styrjöld sé mjög ólíkleg. Fyrir ári síðan sagði ég í einni þeirra greina, að ef til eiturgass notkunar kæmi, væri það aðeins örþrifatiltæki. En nú er ,ef til vill tímabært að ræða þetta mál að gýju,- * Ástæðan fyrir því að eitur- gasi hefir ekki verið beitt í 5 ára styrjöld er eingöngu sú, að það er ekki nógu öflugt eyðilegg ingarvopn. Eiturgasið var að- eins áhrifamikið vopn í byrjun, vegna þess, að það kom mönn- um á óvart; þeir kunnu engin ráð við því og fyrstu gasgrím- urnar voru harla ófullkomnar. Gasvopnið var heldur ekkert á- hrifameira síðustu ár fyrri heirastyrjald-arinnar, enda þótt ófriðaraðilar hafi stöðugt tekið í notkun sterkari og sterkari gas tegundir; — jvert á móti. Her- mennírnir vöndust þessu nýja vopni, en þá var aðallega beitt ga-s§prengjum, og rnenn hættu að óttast það. Af tölum þeim, sem hér fara á eftir, geta menn séð, hve lítil- virkt þetta vopn var, að frá- teknum sálarlegum áhrifum, sem það hafði: Samkvæmt sæmi lega áreiðanlegum áætlunum dóu um 60-—70.000 manns úr gaseitrun í fyrri heimsstyrjöld. annað hvort þegar í stað eða nokkrum klukkustundum eftir eitrunina. En af þeim, sem f-lutt ir voru í sjúkrahús, létust að- eins 2—4' í . Tölur þessar kunna að virðast háar. En þær eru ó- verulegar í samanburði við þann íjölda, sem dó, eða særðist alvarlega í fvrri heimsstyrjöld- inni, eða ekki nema um l'/< af þeirri tölu. Nú kynnu menn að segja: Þetta átti við um fyrri heims- styrjöldina, en nú eru aðrir tím ar. Verið getur að nýjar og fljót virkari gastegundir hafi verið fundnar upp síðan þá, sem eng- in vörn er gegn. Ekki er unnt að varpa frá sér þessari mót- báru sem bábilju einni. Fjöldi þeirra efnasambanda, sem til greina koma, er óendanlega mikill. Varla hafa öll þessi efna sambönd verið reynd og eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hafa efnafræðingar heimsins einbeitt kröftum sínum að nyt- samlegri og betri viðfangsefn- um. Áður þekktu menn eiturgas- tegundir, sem gasgrimur megn- uðu ékki að vernda menn fyrir, þar eð þær komust í gegnum síurnar (filter). Meðal þeirra er kolsýrungur (CO), sem ekki má rugla s-aman við kolsýru (CO-), þvi að hún er ekki eitruð. Báðar þessar gastegundir myndast nær alltaf við sprengingar. Kol- sýringur hefir þó ekki verið not aður í hernaði. Vel getur hins vegar verið, að tæknilegir örð- ugleikar hafi verið yfirunnir um framleiðslu þessarar gastegund : ar og að hún eða aðrar gasteg- undir verði notaðar. En hvernig yrðu þær þá not- aðar? Að líkindum með svipuð- um hætti og áður, í gassprengj- um. Engin ný tæki myndi þurfa til þess. Gassprengjum má skjóta úr sömu byssum og venju legum tundursprengjum. Hins vegar væri sá munur á frá fyrra stríðinu, að auðveldara vaei’i. að verjast. Bandamenn ráða öllu í lofti. Þeir gætu ekki aðeins skot ið á sprengjustöðvar óvinanna af fallbyssum sínum heldur gætu þeir og ráðizt á þær úr lofti. Þeir gætu varpað sprengj um á gassprengjugeymslur, sam gönguleiðir o. s. frv. og þeir gætu líka ráðizt á verksmiðjurn ar, sem framleiða eiturgasið, en bað var ekki hægt í fyrra stríð- inu. Þá verður einnig að gera ráð fyrir því, að sá, er fyrir gasá- rás yrði, myndi grípa til hefnd arráðstafana. Churchill lýsti yf- ir því, fyrir tveim árum, að bandamenn hefðu allan undir- búning til þess. í stuttu máli: Notkun eiturgass á vígvellinum myndi aðeins hafa nokkur áhrif um skamman tíma og á litlu svæði, og það því fremur, sem árásir eru nú mestmegnis gerð ar í skriðdrekum, sem mikið auðveldara er að verja fyrir gas árásum en einstaka hermenn. En annað gæti komið tij. greina: Notkun eiturgass gegn óbreyttum borgurum og þá fyrst og fremst gassprengjuskot hríð á London. Gassprengjun- um mætti varpa úr flugvéium. Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.