Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 4
ALÞÍÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sepí. 1944 biM Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- {.ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: og 4902. Símar afp’-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðunrentsmiðjan h.f. Tvær ieíðir í íýr- tfðarmálunnm. HIÐ nýja og þó raunveru- lega gamla dýrtíðarlaga- frumvarp stjórnarinnar, sem lagt var fram á alþingi í fyrra- dag, er ekki líklegt til þess að fá þar marga formælendur og sízt í röðum þeirra, sem þangað hafa verið sendir af launastétt unum. Þegar að er gáð, er þetta nýja dýrtíðarlagafrumvarp ákaf lega 'Mkt því, sem stjórnin lagði fyrir alþingi í ársbyrjun 1943, skömmu eftir að hún var mynd uð, og fékk svo eftirminnilega utreið þar. Ráðin eiga enn að vera þau sömu: Niðurskurður á dýrtíðaruppbótinni á kaup launastéttanna — hún á fram- vegis ekki að vera nema 90% af þeirri aukningu dýrtíðarinn ar, sem vísitalan sýnir, — sem nú þegar myndi þýða 7 % launa Iækkun, — og þó ekki einu sinni það, ef vísitalan f^r yfir 270 stig, því að á þeirri dýr- tíðaraukningu, sem umfram kynni að verða það takmark, á alls enga dýrtíðaruppbót að greiða. Og ekki heldur á að greiða neina dýrtíðaruppbót á þær kauphækkanir, sem kynnu að verða á tímabílinu frá 1. september 1944 til 1. júlí 1945. Þegar svo við þetta bætist, að stjórnarfrumvarpið gerir ráð fyrir áframhaldandi mill- jónaframlögum úr ríkissjóði á almennings kostnað til þess að halda útsöluverði landbúnaðar afurða innanlands óibreyttu frá því, sem það er nú, verður aug- ljóst, að hér á svo freklega að þrengja kost iaunastéttanna og neytenda yfirleitt, að engin von er til ,að þær geti fallizt á slíka lagasetningu, og skiptir það í því sambandi litlu máli, þó að samtímis sé gert ráð fyrir nokk urri skerðingu á því afurða- verði, sem bændur ættu annars að fá samkvæmt hinni nviu, hækkuðu landbúnaðarvísitölu sem út hefih verið reiknuð á grundvelli sex manna nefndar- innar sællar minningar, svo og nokkrum skatti á hina gífur- legu eignaaukningu stríðsgróða stéttarinnar á síðustu árum. En ef þetta dýrtíðarlagafrum varp stjórnarinnar yrði að lög- um, sem þó víst áreiðanlega ekki þarf að gera ráð fyrir, eft- ir þeim undirtektum að dæma, sem það þegar hefir fengið í blöðum þriggja flokka, myndi það ekki aðeins þýða allsherj arárás . á launastéttirnar og' draga á eftir sér hinar alvar- legustu deilur, heldúr og að öll um líkindum skapa hinn mesta glundroða og óréttlæti í öllum iaunagreiðslum; því að vissir hópar launþega hefðu að minnsta kosti möguleika til þess, að vinna það upp, sem af þeim væri tekið með lögunum, með því að segja upp samning- um og knýja fram þá hækkun á grunnkaupi sínu, sem því svaraði; en aðrir, svo sem opin berir starf'smenn, hefðu það Vesiurför forsetansog ulan- rfkismif laráðherrans Ferðasaga, rituð af Bjarr.a ouðmundssyni, blaðafullfr. ríkissf jérna r in nar FORSETI ÍSCANDS, ’.erra Sveinn Björnsson, r g ut'.n ríkisráðherra Vilhjálr.ur Þór lögðu af stað frá Reykjavík skþmmu fyrir háde',i miýviku- daginn 23. ágúst í flugterð til Bandaríkjanna ' boði forseta Bandaríkjanna '/g stjórnar. í för með þeim vcru Pétur Eggerz forsetaritari, Bjarni Guðmunds son blaðafulltrúi utanríkisráðu neytisins og Jakob Jónsson lög- regluþjónn í Reykjavík. Á flugvellinum hafði. William S. Key hershöfðingi, yfirmaður herafía Bandaríkjanna á íslandi boðið til hádegisverðar, og sátu hann, auk þátttakenda í förinni, eiginkonur þeirra, forsætisráð- heri’a dr. Björn Þórðarson, fjár málaráðherra Björn Ólafsson, herra Louis G. Dreyfus sendi- herra Bandaríkjanna, kona hans og sendiráðsritarar, herra Agn- ar Kl. Jónsson skrifstofustjóri utanrfkisráðuneytisins og marg ir yfirmenn hers og flughers Bandai’íkjanna. Áður en af stað var lagt, var forseti kvaddur heiðursverði hermanna, og hljómsveit lék þjóðsöngva ísíands og Banda- ríkjanna. Var síðan stigið um borð í flugskipið og haldið af stað. Um miðaftanleytið (eftir aust urtíma Bandaríkjanna) var lent á norðlægum flugvelli í Ame- ríku og gist þar um nóttina. Var haldið þaðan árla fimmtudags áleiðis til Washington og lent á flugvelli borgarinnar kl. 16.00 eftir amerískum austurtíma (eða kl. 20.00 eftir íslenzkum tíma), og hafði förin gengið nákvæm- lega eftir áætlun. Á flugvellinum buðu þeir herra Edward J. Stettinius jr. og herra Adolf A. Berle, varautanríkisráðherra og aðstoð arutanríkisráðherra, þá forseta íslands og utanríkisráðherra vel komna, að viðstöddum þeim herra Thor Thors sendiherra ís lands í Washington og sendiráðs riturum hans, herra George T. Summerlin forstjóra þeirrar deildar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sem annast mót tökur erlendra þjóðhöfoingja, sendimanna o. fl., herra Fuller- ton og herra Culbertson, for- stöðumönnum Evrópudeildar utanríkisráðuneytisins, herra Cumming, forstjóra Norður-Ev- | rópudeildar og herra Raymont Muir aðstoðarmanni herra Summerlins. Auk þeirra voru þar staddir tveir yfirmenn úr her og flota Bandaríkjanna, þeir herra Alan Kimble brígad- höfðingi og herra Harry Balt- azzi flotakapteinn, og var þeim þeim ásam herra Muir ætlað að fylgja forseta íslands á ferða- lagi hans um Bandaríkin. Síðan var ekið af stað til borg arinnar, og var forseta íslands og utanríkisráðherra ekið beint til Hvita hússins, embættisbú- staðar Bandaríkjaforseta. Er þangað kom, hafði lífvörður forsetans myndað heiðursvörð, en hljómsveit lék þjóðsöngva íslands og Bandaríkjanna. Síð- an leiddi herra Stettinius heið- ursgestina til stofu í Hvíta hús- inu og kynnti þá herra Roose- velt forseta, sem aftur kynnti þeim marga ráðherra sína, sem þar voru saman komnir. Eftir nokkrar viðræður var sezt að tedrykkju á svölum Hvíta húss- ins, en að henni lokinni leiddi frú Anna Boettiger, dóttir Roose velts forseta, sem gengdi hús- móðurstörfum í f jarveru móður sinnar gestina til herbergja þeirra, er þeim voru ætluð. í opinberru veizlu, sem for- seti Bandaríkjanna hélt um kvöldið í Hvíta húsinu, voru auk annarra gesta flestir ráð- herranna, hæstaréttardómarar, forsetar þingdeilda Bandaríkja þings og formenn utanríkismála nefnda beggja deilda. Af íslend ingum voru þar auk heiðursgest anna þeir herra Thor Thors sendiherra og herra Hendrik Sv. Björnsson sendiráðsritari. K1 10 um kvöldið hurfu gestir á brott en forseti Bandaríkjarfna ræddi við heiðui’sgestina fram að mið nætti. Morgunin eftir hittu þeir gest irnir forsetann í binkaskrifstofu hans til að kveðja bann, og flutt ust um hádegi í gestaheimili Bandaríkjastjórnar, Blair House, sem er skammt frá Hvíta húsinu. Hús þetta keypti Banda ríkjastjórn fyrir nokkrum ár- um. Er það söguleg bygging, heimili Blair-fjölskyldunnar í Washington, en menn með því ! nafni hafa mann fram af manni * gengt þýðingarmiklum embætt- ekki, og myndu slíkar dýrtíð- arráðstafanir því koma alveg sérstaklega óréttlátlega niður á þeim. Mætti því vel svo fara, að það reyndist meira en vafa- samur ávinningur, að samþyþja lög um dýrtíðarráðstafanir. sem ekki næðu tdlgagi sínum nema að óverulegu leyti, en framkölluðu því meiri and- spyrnu og óánægju meðal lang fjölmennustu stéttar þjóðarinn ar. Það er allt öðru máli að gegna, hvað hægt væri að gera til þess að stöðva dýrtíðarfíóð- ið eða draga úr því með frjálsu samkomulagi launastéttanna, bænda og atvinnurekenda. Er í þessu sambandi ástæða til að upplýsa, þó að stjórninni muni varla vera það ókunnugt, að síð ustu dagana hafa farið fram nokkrar eftirgrennslanir á því, hvort ekki myndi uhnt að ná frjálsu samkomulagi milli réttra aðila um það, að festa núverandi grunnkaup í næstu tvö ár, — þó ekki svo að ekki i væri svigrúm ti-1 nauðsynlegrar t og sanngjarnar samrsemingar a kaupgjaldi — að því tilskyldu að núverandi verð landibúnaðar- afurða yrði þá einnig fest um jafn langan tíma, þannig að ekki þyrfti dýrtíðin að vaxa af völd- uim neinnar áframhaldandi skrúfu málli kaupgj aldsins og af urða verðsins. En engum hefir í því sambandi dottið sú £jarstæða í hug, að ganga á einn eða ann- an hátt á það öryggi, sem. full dýrtíðaruppbót felur í sér‘ fyr- ir launastétt.irnar á þessum tímum verðbólgu og óvissu. Er Alþýðublaðinu kunnugt um, að stjórn Alþýðusambandsins hefir tekið vel undir þessa hug mynd og lýst sig henni með- niælt með vissum skily-rðum, enda má með sanni segja, að hér sé verið á réttri leið. Það væri að minnsta kosti ekki óeðlilegt, að þessi mögu- leiki til þess að ná frjálsu sam- komulagi um raunhæfar ráð- stafanir gegn 'dýrtíðinni væri að minnsta kosti reyndur til hlítar áður en farið er út á braut stórvarhugaverðrar laga setxiingar og þvingunar. um. Er húsið hin fegursta bygg- ing og full af söguíegum minj- um. Áður en þeir forsetarnir kvöddust skiptust þeir á gjöf- um. Gaf forseti Bandaríkjanna herra Sveini Björnssyni mynd af sér áletraða í silfurramma, en forseti íslands gaf herra Roose velt vandað eintak ljósprentað af konungabók (Codex Regius) af Grágás. Um hádegi var haldið frá Blair House til Bandaríkjaþings. Tók hei’ra Sol Bloom, formaður utanríkismálanefndar fulltrúa- þingsins, á móti forseta utan dyra og leiddi hann og fylgdar lið hans til skrifstofu herra Sam Rayburn, þingforseta fulltrúa- deildar, og var þar ræðzt við um stund. Síðan leiddi herra Bloom for- seta til senatsins, þar sem herra Tom Conally, formaður utanrík ismálanefndar senatsins, fagn- aði honum og sýndi honum bygg inguna. Fulltrúaþingið hélt ekki fundi um þetta leyti, en fundur var í senatinu, og var gert fund arhlé, meðan forseti skoðaði fundarsal senatsins og ræddi við ýmsa senatora. Meðan á heimsókn forseta til Bandaríkjaþings stóð, gekk ut- anríkisráðherra Vilhjálmur Þór á fund herra Chordell Hull, og ræddu þeir saman um stund. Skömmu eftir hádegi var hald ið til Mount Vernon, fæðingar- staðar George Washingtons for Auglýsiflgar, sem birtast eig* f Alþýðubiaðictt, verða að "m komr.ar til Auí'Iýi- iugaskrifstofumnar í Alþýðuhúsiuu, (gengið ix__ frá HveTfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöidi. Sínti 4906 seta og ættaróðals. Þar lagði for seti bíómsveig á leiði WaShing- tons forseta í grafhýsi hans. Var síðan gengið um hús og útihús búgarðsins, en þar eru geymdar ýmsar minningar um Geoi^ge Washington og samtíð hans. Ut- sýni er þarna dásamlega fagurt yfir Potomac-fljótið og nágrenni þess. Frá Mount Vernon var haldið til Arlington, skammt frá Wash ington, en þar er grafhýsi mikið og minnismerki við gröf ó- þekkta hermannsins. Um leið og forseti og fylgd hans óku um garðshliðin, var byrjað að skjóta heiðursskotum, og var 21 skoti hleypt af, meðan ekið var að grafhýsinu. Lewis hershöfðingi tók á móti forseta við grafhýsið að viðstöddum hermönnum, er báru fána íslands og Bandaríkj anna. Var síðan gengið um boga göng minnismerkisins til grafar Framh. á 6. síðu. TÍMINN minntist í gær stutt lega á þær bollalegging- ar, sem uppi eru um það, að þingrof og kosningar fari frarn í haust. Hann segir: „Talsverður orðrómur gengur um það, að Sjálfstæðismenn og kommúnistar eru sagðir vilja fá kosningar áður en afleiðingar af kaúpgjaldsstreitum þeirra eru fylli lega komnar í ljós eða séð er til 'hlítar, hvernig Rússar ætla að búa að smáþjóðunum í nágrenni sínu. Forráðamenn Sjálfstæðisflokksins óttast, að Vísisdeild flokksins geti vaxið • fylgi og hinir mörgu ó- ánægðu menn flokksins kunni að sameinast um nýja flokksmyndun. Þess vegna sé bezt að knýja fram skyndikosningar áður en slík hreyf ing fái grafið um sig. Flokkurinn mun og teija sér lítinn hag í því, að málin skýrist þetur áður en til kosninga er gengið. Það er talið til mark$ um þettá sameiginlega ráðabrugg íhalds- manna og kommúnista, að Gísli Jónsson hefir aftur látið hefjast handa um bryggjugerð í Fiatey, þótt ekki sé það í stórum stíl, enda segir hann, að aðalverkið eiga að vinnast næsta sumar. Gísli þét byrja á þessu sama verki fyrir kosningarnar 1942, en lét liætta því næsturrj strax eftir kosning- arnar.“ Vafalaust er tilgangi og út- reikningi íhaldsmanna og kommúnista í sambandi við skrafið um þingrof og kosning- ar hér alveg rétt lýst. Morgunblaðið virðist nú líka vera farið að verða vantrúað á það, að saman gangi í samn- ingaumleitunum þeim um mynd un nýrrar, fjögurra flokka þjóð stjórnar, sem það 'hefir verið ■ svo áfjáð í, því að það segir í gær: „Viðræður þær, sem fram hafa farið að undanförnu rnilli þing- flokanna, um sameiginlega stjórn- armyndun, hafa enn ekki borið neinn árangur. Og ef frómt skal segja 'hefir Morgunblaðið orðið litla trú á, að þetta samstarf tak- ist. Blaðið er þó sömu skoðunar og það hefir alltaf verið, a3| lang- æsiklegast hefði verið, ef nú hefði tekist víðtækt samstarf allra flokka. Og það hefði áreiðanlega orðið farsælagt þjóðarheildinni. En það er ekki til neins að vera að ræða um samstarf flokka ef ekki er einlægni að baki. En það er einmitt þetta, einlægnin, sem ekki virðist vera fyrir hendi hjá sumum stjórnmálaleiðtogunum. Þeir eru alltaf boðnir -og búnir að ræða um samstarf og' láta þá lík- lega, að þeir séu þessu fylgjandi. En þeir finna líka alltaf einhver ráð til þess að teygja viðræðui-n- ar á langinn, þar til í ótíma er kom ið.“ Það skyldi þó aldrei vera, að Morgunbalðið ætti með þessum orðurn við vini sína, kommún- ista — að það sé nú loksins far ið að sjá, hve mikil heillindi eða hitt þó heldur hafa búið á bak við allan fagurgala þeirra um einingu og samstjórn?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.