Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 2
2 Á myndinni sjást garðarnir á Tungutúni. Fram með Laugarness- veginum. hefir verið plantað trjáplontum, aðallega víði, og eiga þæ'r að mynda skjólgarð fyrir norðannæðinginum. Vaxandi matjurtarækt; 1500 leigugarðar á 90 ha. bæjarlandi. Enn þarf að auka garðlöndin til að fulínægja eftirspurn. ALÞYÐUBUÐtö Miðvikudagur S. sept. 1944 Samstarfy sem getur haft mikla þýðingu fyrir framtlð íþréttasnálanna. UM mánaðarmótin var haldinn framhaldsfundur til þess að stofna íþróttabandalag Reykjavíkur. Frá því 1942 hefir 3ja manna nefnd starfað að þessari stofnun og undirbú- ið lög fyrir það. íþróttanefnd ríkisins skipaði Steinþór Sig- urðsson magister, Í.S.Í. skipaði Eriing Pálsson yfirlögreglu: fþjón og U.M.F.Í. skipaði Pál S. Pálsson stúd juris. TUTUTJURTAGARÐAR þeir sem bæriim hefir úthlut- að ahnenningi á undanförn- mn árum, eru nú orðnir um 1500 að tölu, og eru nú um 90 ha. lands, og eru horfur á þvi að þeim f jölgi til muna á næstu árum, því eftirspurn eftir þeim hefir ekki ennþá. verið hægt að fullnægja. Á síðastliðnu vori var þó 180 nýjum görðum úthlutað, aðal lega á svo kölluðu Tungutúni hér við bæinn, en það svæði hafði bærinn látið ræsa fram og plægja í þessu skyni, svo þama eru nú komnir hinir myndarlegustú matjurtagarð ar. í gærdag fór ræktuiiarráðxi- nautur Reykjavíkurbæjar Jóhann Jónasson, með blaðamönnum um helztu garða- svæðin, og sýndi þeim m. a. garðana á Túngutúni, í Kringlu mýri, garðana niðurundan Gróðrastöðinni, og við Hring- braut og Melagarðana. Ennfrem ur skýrði rætkunarráðunautur- inn frá ýmsu í samhandi við ræktim og hirðingu garðanna og fyrirhuguðum framkvæmd- um í sambandi við þá. Fe.ra hér á eftir ummæli hans um þessi efni. * — Leigugarðar bæjarins llggja, sem kunnugt er, í hálfhring um bæinn, frá Sundlaugum að norð an um Kringlumýri og Fossvog vestur á Mela. Fyrstu leigugörðunum var út hlutað árið 1933 en það eru elztu garðarnir á Melunum rúm lega 80 að tölu og Gróðurstöðv argarðarnir um 70 ásamt 100 görðum í Krinviumýri. Árið eftir tekur svo bærinn við Alda mótagörðunum 67 alls, sem eins og nafnið bendir til, höfðu ver- ið nytjaðir frá því um aldamót, en til ársins 1934 höfðu þeir verið á vegurn scrstaks félags garðyrkjumanna. Næst éru svo látnir á árunum 1937—39 rúrnl. 260 garðar í Kringlumýri og svo á árunum 1940 -41 garðarnir í Sunnuhvolstúni, Kaupmanns tún, Melunum o. v. alls um 330 stk. Áríð 1942 var úthl. görðum við Seljaland, Austur- hlíð, Vatnsmýri og á Melunum samtals um 360 stk. í fyrra voru svo látnir g'arðar í Fossvogi og við Grímsstaðaholt. Leigugarðar bæjarins eru nú rúmir 1500 að tölu og taka yfir tæpa 90 ha. lands. Á síðastliðn um vetri og i vor var úthlutað um 180 nýjum görðum, en um 40 gamlir garðar voru teknir undir hús á Melunum. Auk þess va í vor úthlutað rúml. 50 göml- um görðum, sem ýmist höfðu verið teknir af fyrri leigjend- um vegna vanhirðu eða þeir höfðu losnað á árinu. Á hverju vori er farið um alla garáana og athuguð nýting þeirra og gefnar einkunnir fyr ir hirðingu og umgengi, með þessu fæst gott yfirlit yfír rækt unarástand garðana frá ári til árs, og er fróðlegt að fylgjast með þeim umskiptum til bóta, er oft verða á garðinum við það að nýr leigjandi tekur við hon- um. Ert stundum erum við líka óheppnir með þá, sem við taka og garðurinn verður sízt betri hjá þeim en fyrirrennurum þeirra. Nokkuð bar á útsæðisskorti i vor, þrátt fyrir innfluting á er- lendu útsæði, en innlendar út sæðiskartöflur vor uófáanlegar. Erlenda útsæðið reyndist yfir- leitt illa, enda margt af því sýkt og væri vonandi, að við þyrftum ekki oftar á erlendum útsæði að halda. Margir. garð- leigjendur, sem sjálfir hafa ræktað sitt útsæði undanfarin ár og geymt það í geymslum, sem þeir hafa ýmist í görðun- um eða i heimahúsum, urðu fyr ir því óhappi í vetur, að útsæðið fraus og stóðu þeir uppi útsæðis lausir í vor, vegna þess að er- lenda útsæðið þurfti að panta á miðjum vetri. Það eru þvi nokk ur tilfelli, þar sem garðar s.tanda lítið eða ekki notaðir af þessum ástæðum. Undanfarin'sumur hófir bær inn látið framkvæma allsherj- ar úðun á öllum leigugörðunum og hafa verið farnar tvær um- ferðir um allt svæðið. Eins og kunnugt er hefir veðrið í sum ar verið þannig, að búast mátti við skæðu myglu ári, samanher sumar-ið 1939, enda hefir mygl- an gert vart við sig hér í bæj- arlandinu og víðar um Suður- og Vesturland, þar sem ekki hef ir veri.ð úðað. En ég hefi hvergi orðið var við myglu í leígugörð um bæjarins enn þá í sumar, og má það teljast góður árangur þar sem vitað. er, að margt af útsæðinu, sem sett var niður í vor,. var meira og minna sýkt af myglu. Frh. af 2. síðu. Nefndin beið nokkuð vegná samnings hinna nýju laga Í.S.Í. en eftir áramótóini vetur skil- aði hún lagauppkasti sínu. Þetta lagauppkast hefir síðan verið athugað af íþróttanefnd ríkis- ins, stjórn Í.S.Í. og stjórn U.M. F.í. og þann 13. ágúst komu saman fulltrúar frá stjórnum félaganna í Reykjavík 04T at- huguðu lögin og athugasemdir, sem láguTyrir um þau. 3 dögum síðar voru ákvæði uppkastsins og framkomnar athugasemdir samræmdar og það lagauppkast lagt fyrir stofnfund héraðssam- taka íþróttaaðila í Reykjavík, sem haldinn var þann 24. ágúst s. 1. íþróttalögin frá 1940 gera ráð fyrir skiptingu landsins í íþrótta héruð og að allir aðilar um í- þróttamál innan héraðsins bind ist samtökum. Reykjavík er eitt íþróttahérað. Kin nýju lög Í.S.Í. voru mjög sniðin eftir þessum ákvæðum og þar gert ráð fyrir að félög innan hvers íþróttahér aðs mynduðu héraðssamband. U.M.F.I. hefir alltaf skipt land- inu í héruð og haft héraðasam- bönd. Á fundinum 24. ágúst var vandlega farið í lögin og þau samþykkt grein fyrir grein með nokkrum breytingum. Nafnið var samþykkt að skyldi vera íþróttahandalag Reykjavíkur (Í.B.R.). Stjórnin skyldi vera skipuð fulltrúum frá öllum þeim félögum í Reykjavík, sem leggja WT YLEGA hafa rafvirkja- meistarar hér í bænum og í Hafnarfirði stofn- að með sér félagsskap, sem nefnist Innkaupssam- band rafvirkja h.f. og er til- gangur þess að beita sér fyr- ir innflutningi rafmagnsvara og gera auðveldara með all- ar framkvæmdir á sviði raf- magnsmálanna, með því að taka að sér að öllu leyti stærri og smærri rafmagn- virkjanir. Hefir sambandið í þessu skyni ráðið til sín hinn unga og efnilega rafmagns- verkfræðing, Þorvald Hlíðdal sem nýlega er kominn heim frá Ameríku, eftir 7 ára nám í rafmagnsverkfræði bæði í Englandi og Ameríku og starf að í þjónustu þekktra raf- magnsfyrirtækja þar ytra um tveggja ára Skeið. í Innkaupssambandi þessu eru nálega allar rafmagns- meistarar bæjarins, og vinnu afl það, sem stendur að baki stund á íþróttir og formaður kos inn af árSþingi. Ársþing ska.l halda í apríl. Dómsvaldið skal vera í höndum 3ja manna. Sérmál hverrar í- þróttagreinar verður í höndum sérráða. Frestað var að kjósa formann og samþykja lögin í einni heild og skyldi það geymt þar til félögin hefðu tilnefijt fulltrúa í stjóórn. S.l. fimmtu- dag 31. ágúst var svo gengið frá stofnuninni. Lögin samþykkt í einni heild og undirrituð af öll um viðstöddum. Formaður kos inn og hlaut kosningu Gunn- ar Þorsteinsson hæstaréttarlög- maður, þá voru þrír menn kosn ir í héraðsdóm og hlutu kosn- ingu Pétur Sigursson, háskólóa- ritari, Helgi Hjörvar, skrif- stofustjóri og Sigurjón Péturs son, forstjóri. Til vára: Gísli Sigurbjörnsson, forstióri, Þór- arinn Magnússon, skósmiður og Guðmundur Ólafsson, skósmið- ur. 14 íþróttafélög og 7 íþrótta- ráð voru aðilar að stofnun þessa handalags. íþróttafélagi kvenna og Golfklúbbi íslands var gef- inn frestur til 30. sept. að gerast stofnendur bandalagsins, jiví að stjórnendur íþróttafél. kvenna voru ekkí í bænum og stjórn Golfklúbbs íslands vildi áthuga lögin nánar. íþróttafélögin tilnefndu eftir talda fulltrúa í stjórn: Glímufél. Ármann: Baldur Möller, knattspyrnufél. Valur,' Framh. á 6. síðu.' þessum félagsskáp er um 80% allra rafvirkja í bæn- um. Hefir sambandið tryggt sér s'ambönd erlendis um kaup á rafmagnsvörum og annast það innkaup á þeim vörum fyrir meðlimi sína, þeirra er þess óska. A laugard. boðaði stjórn Inn- kaupasambands rafvirkja blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá fyrirætlnu- um sínum í þessu sambandi og fer hér á eftir frásögn for manns sambandsins Holgers Gíslasonar: ,,Það hefur lengi staðið öll- um framkvæmdum í rafmagns málum okkar íslendinga fyrir þrifum, að við höfum þurft að sækja allt íilheyrandi stærri virkjupum undir erlend fyrir- tæki. Þó það hafi að vísu í mörgum tilfellum lánast vel, þá hefur það þó oft orsakað óyfir- stíganlega örðugleika, sérstak- lega þegar um smærri virkjanir hefur verið að ræða. Okkur rafvirkjum hefur lengi Frh. á 7. sí8u. Skatffrjálst fé, sem gefið er li! líknar- slarfsemi og menn- ingarmála. Frumvarp frá ríkls- stjérninni. RÍKISSTJÓRNIN hefir lagt fram frv. til laga um breytingu á lögunum um tekju skatt og eignaskatt þess efnis, að imdianþiggja undan skátti fé, sem gefið er til líknastarfsemi og menningarmála, allt að 10% af nettótekjum skattgreiðenda. Frumvarpsgreinin er svo- hljóðandi: „Aftan við g-lið í 1. málsgr. 10. gr. laganna bætist: h. Fé, sem gefið er til líkn- arstarfsemi og menningarmála, allt að 10% af nettótekjum skattgreiðenda, þó ekki hærri fjárhæð en kr. 10000.00. Fjár- málaráðherra setur reglur um það, hvað skuli teljast gjafir til líknarstarfsemi og menningar- mála.“ ■ í athugasemdum við frurn- varpið segir á þessa leið: „Það virðist sanngjarnt og eðlilegt, að skattgreiðendur megi ráðstafa nokkru af tekj- um sínum til líknar- og menn- ingarmála, án þess að þeim séu reiknaðar þær fjárhæðir til skatts. Nú er svo, að hver fjár- hæð, sem í þessu skyni er gef- in, telst til skattskyldra tekna. Af þessum ástæðum láta marg- ir minna úr hendi rakna én ella mundi, og opinberar líknar- og menningarstofnanir fara þvl á mis við margar gjafir vegna þess, að menn verða að telja þær til skattskyldra tekna. En slík framlög einstaklinga eðh félaga til viðurkenndrar starf- semi eða stofnana mega teljast í þágu hins opinbera og því ekki eðlilegt að unnið sé beinlínis á móti gjöfunum með ákvæð- um skattalaganna. Hins vegar verður að sj álf- sögðu að takmarka það, hversu miklu af tekjum 'sínum skatt- greiðendur megi verja á þehna hátt. Enn fremur verður að setja reglur um það, hvaða starfsemi eða stofnanir komi til greina í þvi skyni, er að ofan greinir. Slík undanþága, sem'hér um ræðir, er í skattalögum flestra menningarlanda.“ • Dagsbrún boðar sam- úðarverkfall hjá biikksmiðjueigendum VERKAMANNAÉLAGIÐ Dagsbrún hefir boðað sam úðarverkfall frá og með 12. þ. m. hjá meðlimum félags hlikk- smiðjueigenda ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma milli þessara atvinnurekenda og félags blikksmiða. Walterskeppnin. í kvöld kl. 7 keppa Valur og Fram aftur. Milli hálfleika verður keppt í 400 metra hlaupi. 55 ára er í dag Daníel Benediktsson út vegsbóridi frá Önundarfirði. Hann dvelur nú á Ásvallargötu 61 hér í bænum. Hallgrímskirkja í Saurbæ: Áheit frá Ónefndri, afhent af I. S. kr. 30.00. Besztu þakkir, Ásm. Gestsson. slofna samband á rafmagnsvörum Geta annast allar meiriháttar innlendar raf- magnsvirkjanir innkupa Rafvirkjameisfar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.