Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 7
^VÍiðvpLudagnr 6. sept. 1944 AU»?PUBUÐie 7 I Bœrinn í dag. J Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: , 12.10-—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Úr „Borg- um“ eftir Jón Trausta, III. (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.20 Samtal: íslenzkur listmál- ari í Vesturheimi (dr. Ed- ward Thorlaksson og Emile Walters málari. — Talplöt- ur). 21.35 Hljómplötur: Dante-sónatan eftir Liszt. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Innfcaupasamband rafvirkja. Frh. af 2. si6u veri'ö það ljóst, að rafmagns- rhál okkar eru |þá fyrst komin i viðunandi horf, þegar innlent . fyrirtæki getur tekið að sér að .sjá um alla framkvæmd slíkra yerka, svo sem uppmælingar, áætlarúr, efnisútveganir og upp setningu rafmagnsstöðva. Á síð iiðastliðnum vetri varð það þvi áð samkomulagi milli alls fjölda íafvirkja að hrinda þessu nauð synjamáli x framkvæmd. Bæði var það að alþingi hafði þá ný lega stigið stórt skref í þá átt •að fara að nýta þær auðlindir, sem við eigum í fossum okkar og fallvötnum, og hjá þjóðinni yirðist mikill áhugi vera að vakna fyrir þessum málum, og eins hitt, að í óefni virtist vera komið með allan innflutning á xxauðsynlegu efni til viðhalds þeirra virkjana sem þegar vorh fyrir hendi sökum ýmsra örð- Ugleika af völdum stríðsips og þar af leiðandi breyttra verzl- unarsambanda. Innkaupasamband rafvirkja h. f. var því stofnað og er til- gangur þess í stuttu máli sá, að flyíja inn rafmagnsvörur til al- menningsþarfa og gera auðveld ara með allar framkvæmdir, með þvi að taka að sér að öllu leyti stærri og smærri virkjan- ir. 1 þessu sambandi hefur fé- lagið tryggt sér starfskrafta hins unga og efnilega verkfræð ings, Þorvaldar Iilíðdal, sem nýlega er kominn heim, eftir að hafa stundað nám í Englandi og Ameríku undanfarin 7 ár og ennfremur starfáð i þióm’^L' þekki.ra fyrirtækja þar ytra um tveggja ára skeið. Við er- um því sannfærðir um að við getuin boðið þeim aðilum, sem ýmist hafa í huga eða eru þeg- ar búnir að ákveða virkjanir, upp á ólikt hagkvæmari við- skipti ,en þeir hingað til hafa átt kost á, og fer þar saman að anðveld <ra ér að geta snúið sér að einum aðila innlendum með allt sem að vei'kinu lýtur, held ur en að þurfa fyrst að leita til- boða hjá ýmsum firmum út um lönd, áður en nokkuð e rafráð- ið, ásamt hinu að innkaupasam "xandið hefur yfir að ráða i! llkomlega samkeppnisfærum starfskröftum, þar sem auk áð- nrnefnds verkfræðings, hr. Þor valds Hiíðdal eru flestir þeir iðnlærðir menn sem þessa iðn- grein stunda hér á landi. í stjórn Innkaupasambands rafvirkja h. f. eru þessir menn: Holgeir Gíslason formaður, Jón- as Ásgrímsson, Vilberg Guð- mundsson, Kári Þórðarson og Ingólfur Bjarnason. Garirækf Reykvíkinga Frh. af 2. síðu. Aftur á móti hefir borið mik ið á stöngulsýki í nokkrum görð um eixxkum þar, sem lítil gróska yar í grasveztinum. Það er lík- legt, að þétta óhapp dragi nokk uð úr uppskerunni, að minnsta kosti í þeim görðum, sem verst eru farnir, en hins vegar mun frostið hafa dregið úr eða stöðv- að mygluna, þar sem hennar hefir orðið vart. Uppskeruhorfur munu vera með bezta móti að þessu sinni og voru margir farnir að taka upp kartöflur til matar gíðast í júlí. Kartölfurnar eru yfirleitt stórar en nokkuð fáar undir hverju grasi. Þó er þetta mis- jafnt eftir afbrigðum. Nýju garðarnir. Eins og ég gat upa í upphafi var úthlutað á þessu ári um 180 nýjum görðum. Af þeim eru 125 við Tungu en hínir í Foss vogi og vestur af Grímsstaða- holtinu. Garðar þessir voru vel undir búnir, grafin i þá lokræsi með 10 m. millibili þar, sem því var við komið, aúk nauðsynlegra opinna skurða. Landið var plægt og herfað aftur í vor áð- ur en sett var niður. I sambandi við Tungugarð- ana víl ég geta þess, að stofn- að var félag, sem allir, er garða hafa á þessu svæði, eru félagar i. Tilgangur félags þessa er m. a. að gera félögunum hægara fyrir t. d. um útvegun verk- færa, áburðar, útsæðis o. fl. Þá er einnig ætlast til, að félagið sjái um sameiginlega vinnslu allra garðana á hverju vori. Með tilliti til þess hafa garðarn ir verið skipulagðir þannig, að hver maður hefir til frjálsra afnota undir hús, grasblett, tré rabarbara og aðrar fjölærar jurtir, nokkurn blett af garðin um næst götunni. Hitt verður svo unnið sameiginlega með vélknúnum jarðvinnslutækjum. Með þessu fæst bæði ódýrari og betri vinna heldur en ef hver garðleigjandi færi að kaupa plægingu á sínum garði, enda varla hægt að koma við slíkum verkfærum á svo litlum bletti. Þá er einnig ætlun félagsins, er fram líða stundir og því vex fiskur um hrygg, að veita ár- lega verðlaun þeim, er bezf hirða garða sína, og er það mjög mikils um vert, ef hægt væri að vekja heilbrigðann metnað manna í þessu efni. Fram með Laugarnesveginr um lét bærinn planta trjáplönt um, aðallega víðiplöntum, í vor og er ætlast til, áð þarna verði komið upp skjólbelti til að skýla görðunum fyrir norðan næðingnum frá sjónum. Víðir- inn hefir þrifist fremur vel í sumar, en vegna skorts á trjá- plöntum í vor vantar nokkuð á' að beltið sé fullgert, en úr því verður bætt á vori komanda, ef trjáplqntur verða þá fáanlegar. Eins og frá hefir verið skýrt í blöðum bæjarins, hefir bæjar ráð fallist á tillögur frá mér um endurbætur á framræslu í Kringlumýi ásamt ýmsum fleiri lagfæringum, á því svæði, og auk þess um undibúning að nýju garðlandi á bakkanum norðan við Fossvog vestan Rejrkjanesbrautar. Strax og á- stæður leyfa . verður - hafist hnda um lausn þessara verk- efna en að svo stöddu verður engu spáð um hvenær hægt verður að úthluta görðum á þessu svæði. — Nýr kálsjúkdómiLr. Að .endingu gat ráðunaut.ur- inn um einn skæðann kálkvilla, sem orðið hafði vart nú í sum ar, og ér það Æxlaveiki í káli. Er sýki þessi svo mögnuð, að hún getur lifað í görðum minnsta kosti í 6 ár þótt ekkert kálmeti sé sett í þá eða rófur, en kartöflum er hún óskaðnæm. Taldi í'áðunauturinn mjög áríð- andi að þar sem sýki þessi íaémi fram væri gætt fyllstu varúðar svo hún breyddist ekki út, og kvað beztu vörnina við pvi að hafa ekki kálmeti í þeirn görðum í átta ár svo að öruggt vaeri með að sýklarnir væru út dauðir. Veiki þessi lýsir sér á xann hátt, að sveppar koma á kálið og sömuleiðis á rófur, og myndast rotnun í þeim. Er kál sýki þessi nýtt íyrirbæri í leigu görðum bæjarins, en hins veg- ar hefir hennar orðið vart í Vest mannaeyjum og i Hveragerði, og í Gróðrarstöðinni hér, og er vitað um tvö tilfelli, sem bor- ist hafa í leigugarða hér, að þau hafi komið með plöntum það- an. Jóhann Jónasson ræktunar- ráðunautur bæjarins tók við þessu - starfi 1942 og er mjög áuhgasamur um að koma matjurtagörðunum í sem bezt horf hvað snertir ræktun og hirðingu alla, enda hefir skipun þessara mála, tekið' miklum framförum undir hang umsjón. Síðasta kappmótið. Frh. «f 6. s«5u- að skapa sigurnn með því að skora mörkin, sem veikastir eru í liði Vals, það voru þeir sem ollu því að leikur Vals var fypir neðan meðallag. Anton og Stefán voru nýir rpenn í framlinu Vals. Anton lék miðh. og Stefán h.úth., og það var hann sem skoraði mark ið fyrir Val. Stefán Magnússon er ungur piltur, og er þetta fyrsta sinn, sem hann leikur með meistaraflokki, hann er bráðefnilegur og ötull leikmað- ur, og má mikils góðs af hon- um vænta í framtíðinni. Anton lætur elcki að • leika miðh. til þess hefir hann og enga æfingu, en eftií að hann og Alli v.innh. skiptu um stöð- ur batnaði framlínan nokkuð, því Anton er duglegur og dreif spilið betur sem innh. en Alli hafði gert, en honmn lætur oft vel að skjóta kröftuglega til marksins, þó ekki komi að gagni að þessu sinni. En þegár fram lína Vals er athuguð, og þess er gætt að hún er skipuð ein- staklingslega góðum leikmönn- um og vönum leikmönnum, dett ur manni í hug, hvort þeir innh. Alli og Baddi og v.úth. Lolli, séu of æfðir eða kærulausir um gang leiksins og allar staðsetn ingar t. d. v.úth. þvi leikur hann ætíð sömu leiðina upp með línunni, uppí horn, utan verðu við bakverðina mótherj ans, í stað þess að reyna að brjótast innan við þá, stytztu leið og markinu og því nota þeir innh. Alli og Baddi, ekki þá sjálfsögðu aðferð að gefa knöttinn, fljótt fram á auðu- svæði, í stað þess eilifa ,,plats“ fram og aftur, sem endar með því að mótherjinn nær knettin um, og fyrir hvern einn sem þeir leika á koma tveir í vörn. Þetta einskisverða ,,plat“ eyðir orkunni til einskis, tefur léik- inn 1 og skapraunar skynsömum samherjum. En var eitt sem innh. gerði sig hvað eftir ann að seka um þegar þer sendu knöttinn einhverjum, þá senda þeir knöttinn oftast nxer fyrir aftan þá, í stað þess rétt fyrir íraman þá, en það er sá regin munur sem hverjum knatt spyrnumanni ætti að vorkunn- ai'laust að gera greinarmun á hvaða þýðingu hefir fyrir úth. og sóknarinnar í heild. Það sem hér hefir verið sagt um Val á í mörgum tilfellum við um Fram liðið. Vörn Fram míns, föður okkar og tengdaföður, Jarðarför mannsins Bjarsía Grímssöficir rra useyrranesi, er ákveðin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. september n.k. dg hefst að heimili hins látna, Barónsstíg 59, klukkan 3 s.d. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jóhanna Hróbjartsdóttir, böm og tengdabörn. Óskabék ungra stúlkna: Við, sem vinnum eldhússtörfin. Þessi vinsæla skemmtisaga SIGRID BOO er nú komin út í annarri útgáfu. Hún kom fyrst út á íslenzku ár- ið 1932 og seldist upp á einum mánuði. Er hún nú endurprentuð samkvæmt f jölda áskorana. Kvikmynd, gerð eftir þessari skáldsögu, hefur verið sýnd mörgum sinnum hér á landi og hlotið frábærar vinsældir, enda er það mála sannast, að hér er um að ræða óvenju- lega snjalla skemmtisögu, er ungir sem aldnir lesa sér til óblandinnar ánægju. En eindregnustum vinsældum á þessi bók þó að fagna meðal ungra stúlkna, enda er hún sannnefnd óskabók þeirra. Spænskar smásögur. Urval úr spænskum bókmenntum að fornu og nýju með bókmenntasögulegum irmgangi eftir Þórhall Þorgilsson mag- ister, sem einnig hefur þýtt sögurnar. Bók þessi kom út fyrir nokkrum árum, en hefur ekki verið á markaði ‘að undanförnu. -Nú hefur leifunum úf upp- laginu verið safnað saman og látið í bókabúðir. Er bókin seld með hinu upphaflega lága verði, sem er aðeins kr. 5.00. TVÆR BARNABÆKUR: Ólafur Liljurós. Skrautútgáfa á þessu vinsæla þjóðkvæði með myndum eftir Fanneyju Jónsdóttur. Haus karlsson /• Ævintýri úr þjóðsögum Jóns Arnasonar með myndum eftir Jóhann Briem listmálara. Þetta eru þjóðlegar og góðar barnabækur, sem efla virð- ingu og skilning barnanna yðar á hinum dýrmæta bók- menntaarfi íslendinga. Veljið þessar bækrn’ til lestrar handa þeim. Bókaútgáfa Guójóns Ó. GuSjónssonar. i Sími 4169. f var góð. Markmaðurinn hefir í sumar sýnt að hann er ágætur sömuleiðis eru bakverðir sterk ir, og Karl Guðm. og Sæmund ur útv. voru mjög góðir, en framlínan með svipuðu marki brennd og frammlína Vals. Og er þar eins og í Vals liðinu mjög góðir einstaklingar, eins og t. d. Karl Torfason, Þórhallur o. fl. Dómari var Rae, eins og áð- ur er getið, dæmdi hann prýði- lega, eins og við mátti búast af svo reyndum dómara. Línu- verðir voi-u þeir Óli B. Jónsson og Haukur Óskarsson, auk þeirra voru margir aðstoðar- menn til þess að ná í knöttinn þegar hann fór út fyrir vallar- mörkinn, svo leikurinn tefð- ist sem minnst. Eins má ekki láta ógetið og það er að engin læknir var til staðar á vellinum að þessu sinni. Slíkt má ekki koma fyrir. í þess um leik komu að vísu ekki fyrir nein stór meiðsli, en þó varð Sæmundur Gíslason að yfirgefa völlinn um stund vegna meiðsla og enginn læknir kom honum til aðstoðar. ' í kvöld kl. 7 verður leikur þessara félaga endurtekinn og væntanlega fást þá úrslit. Ebé. Félag íslenzkra rafvirkja heldur fund í kvöld kl. 8.30 að Hverfisgötu 21. .Tarðarför frú Kristínar Norðmann fór fram í gær frá Dómkirkj- unni að viðstöddu miklu fjöl- menni. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.