Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐf® Sunnudagur 10. sept. 1944. X ! Glundroðinn í verkalýðsmáBynum. É lilrarpsumræður dýrtíSarfrumvarpið frá ríkisstjórninni. UTVARPSUMRÆÐUE frá alþingi um dýrtíðarfrum varp ríkisstjórnarinnar hefj- ast kl. 8.05 amiað kvöld. Verður ræðutímanum skipt í tvennt, í fyrri umferð 30 m. og í síðari umferð 15 mín. Röð flokkanna við umræð- umar og ræðumenn þeirra verða sem hér segir: Fyrir Iiönd ríkisstjómarinnar, Björn Ólafsson fjármálaráð- herra, fyrir hönd Kommún- istaflokksins, Einar Olgeirs- son, fyrir hönd Sjálfstæðis- fíokksns, Jón Pálmason og Ja- kob Möller, fyrir hönd Al- j þýðuflokksins, Emil Jónsson, fyrir hönd Framsóknarflokks ins, Eysteinn Jónsson. Tveir Veslur ísleading- ar í hemum hækka í Hgn. Dórl BJálmsarsson ©furstS ©g Kagnar Stefásnssoii kap- teiuii. TVEIR Vestur-íslenzkir her- menn í ameríska setuliðinu hér, þeir Dóri Hjálmarsson og Ragnar Stefánsson, sem báðir hafa dvalið hér á, landi í 3 ár, hafa nýlega verið hækkaðir í tign. Báðir hafa þéssir menn gegnt stprfum í sambandi ydðj sambúð hersins og þjóðarinnar með hinni mestu prýði. — Dóri Hjálmarsson í aðalbækistöðvum hersins hér í Reykjavík og Ragnar Stefánsson á Akureyri. Dóri Hjálmarsson var áður majór, en hefur nú verið hækk- aður í ofursta-tign. — Ragnar Stefánsson kapteinn hefur hlot- ið majórstign. íslendingar munu fagna þess- um heiðursvotti til handa báð- um þessum mönnum, því að þeim hefur — ásamt öðrunjj •— sem að málum þessum hafa unnið, tekist að jafna margan ágreining og skapa skilyrði fyrir nauðsynlegu og óhjá- kvæmilegu samstarfi. Hefií^ þetta starf hvílt mjög á Dóra Hjálmarssyni og samstarfs- mönnum hans hér í aðalstöðv- um hersins í höfuðstaðnum og hafa íslenzkir blaðamenn feng- ið að kynnast hinni glæsilegu framkomu hans og alúð í starf- inu. i.eykjavíkurbær og verkstjórarnir. Bæjarráð befir heimilað borgar tjcra aS semja við Verkstjórafé- ag íslands um kjör verkstjpra, em vinna hjá bænum, á grund- •elli gildandi samnings milli hnnuvextendafélags íslands og erkstjórafélagsins, að svo miklu eyti sem samningurinn tekur til læjarins. Ilutavelta í. R. Þeir sem ætla að aðstoða við lutaveltu í. R. í dag, mæti í í. R.- úsinu kl. 1.30. a annavinnu ©cj haup. AHeins stefnt a$ verkföBSnm, án þess a$ fiugsa um afkemy verkalýSsins. \T ERKFALL hófst kí. 12 á miðnætti síðastliðna nótt í * Hafnarfirði og nær verkfallið til allra stöðva, þar sem félagar verkamannafélagsins Hlífar vinna. Stjórn Hlífar undir forystu kommúnistans Hermanns Guð- mundssonar neitaði samkomulagstilboði atvinnurekenda í fyrra- dag og fékk fund í Hlíf, sem haldinn var í fyrrakvöld til að fallast á afstöðu sína nær einróma, en mikill fjöldi fundarmannanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þessi neitun kommúnista, sem þeir hafa með einhverjum brögðum fengið fundinn í Hlíf að fallast á vekur mikla furðu þegar það er vitað að atvinnu- rekendur buðust til þess að greiða sama kaup og í Reykja- vík og láta í té nákvæmléga sömu kjör að öllu leyti og Dags brún hefir fengið fyrir meðlimi sína með samningum við Vinnu veitendafélag íslands. En ef til vill er þessi afstaða kommúnista liður í þeirri við- leitni þeirra að koma á stöðugu verkfallsástandi í landinu og skapa sífelda keppni milli verka lýðsfélaganna, sem skapar full- komna ringulreið 1 atvinnulíf- inu og þar með í verkalýðsmál unum, en það verður fyrst og fremst dýrkeypt fyrir alþýðuna. Þetta sannast bezt þegar á það er minnt, að er allsherjar- atkvæðagreiðslan fór nú síðast fram um uppsögn samninganna sagði Hermann Guðmundsson og aðrir kommúnistar, að það væri gert til þess að samræma kaup hafnfirzkra og reykvískra vebkamanna, —- en við fyrri alls herjaratkvæðagreiðslu höfðu ■vérkamennirnir fellt að segja upp samningum. Tilboð atvinnurekenda mun hafa komið flatt upp á Her- mann Guðmundsson -— Hann mun hafa búizt við því að geta efnt til vinnustöðvunar vegna þess að atvinnurekendur myndu neita að samræma kaupið við kaup verkamanna í Reykjavík, en fyrst svona fór — varð harm að breyta um stefnu — og halda fast við þær kröfur, er hann hafði áður ekki talið að myndu fást fram og verið reiðubúinn að slá af. | Hann heimtar hærra kaup en Ðagsbrúnarver kame n n hafa. Hann heimtar að næturvinna ! hefjist kl. 7 á kvöldin, í stað 8 (eins og er hér í Reykjavík) Hann heimtar 3Q mín. kaffi í stað 20 mínútna og hann heimtar hæsta skipavinnutaxta Dagsbrúnar á alla vinnu á bryggju og í skipum í Hafnar- firði. Það er bersýnilégt, að hér er aðeinst barist fyrir því að geta komið á vinnustöðvun, en þessi viðleitni sýnir sig í fleiri deil- um, sem nú eru uppi, eins t. d. því að Dagsbrún ætlar ,að stöðva alla bensínsölu hjá Nafta, sem félagið hefir þó fulla samn inga við — og stöðva þar með allar bifreiðar í bænum og svifta hundruð og jafnvel þús- undir manna atvinnu vegna deilu, sem rúmlega 20 menn eiga í við tvö olíufélög. Og með hliðsjón af hinni fár- ánlegu Iðjudeilu — má segja að kommúnistar hafi efnt til samræmdra hernaðaraðgerða, ekki fyrst og fremst gegn at- vinnurekendum heldur fyrst og fremst gegn verkafólkinu, sem þeir fara með eins og leik- soppa. Sýnir framkoma kom- múnista í stjórn Hlífar þetta Ijóslega. UjDphaf og allt skipulag þess ara deilna kemur öllum þeim verkalýð sem byggt hefir upp íslenzk verkalýðsfélög á óvart. Hann kannast ekki við þessar aðfarir, enda hefur þeim ekki verið beitt fyrr. Það er ólík aðferð, sem Verka lýðsfélag Akraness hefir haft í nýafstöðnum samningumleit- unum sínum við atvinnurek- endur. Félagið frestaði jafnvel verkfalli vegna veikinda eins áhrifamikils atvinnurekenda, sem var í samninganefnd og er setzt var að samningaborðinu fékk félagið öllum kröfum sín- um fullnægt — og er nú goldið sama kaup á Ákranesi og í Reykjavik og öll kjör verka- manna verða hin sömu. Þetta er ekki aðferð kommún ista — og árangurinn fer eftir því. Öll sanngirni mælir með því að kaup sé hið sama í Reykja- vík, á Akranesi og í Hafnarfirði, því að þó að .segja megi að held ur muni dýrara að lifa í Reykja, vík en í þessum nágrannakaup- stöðum þá munar það ekki svo miklu. En það er ekki afkoma alþýðuheimilanna,' sem Her- mánn Guðmundsson og hans nótar eru að hugsa um held- ur pólitískt valdabrölt kommún ista. út¥ega veið- arfæri. GÆR lögðu af stað til Bret- lands á vegum ríkisstjórn- arinnar þeir Finnur Jónsson, al- þingismaður, og Davíð Ólafs- son, fiskimálastjóri, í þeim er- indum að semja um aukinn skammt af veiðafærum og efni í þau. Skammtur sá er hingað hefir fengizt undanfarið er al- gerloga ófullnægjandi og fyrir- sjáanlegt að ekki verða til nægi leg veiðafæri fyrir næstu ver- tíð ef skammturinn fæst ekki aukinn. Trúnaðarmannaráð geía lögum samkvæml fyrirskipað verkföli —■. — ♦——— VinnuveitendaféEagiH tapssSi mállnu gegn Dagsbrún fyrir Félagsdömi. VINNUVEITENDAFÉLAG ÍSLANDS tapaði máli því fyr- ir Félagsdómi, er það hóf fyrir nokkru gegn verka- mannafélaginu Dagsbrún út af rétti trúnaðarmannaráðs til að fyrirskipa verkföll. Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær kl. 1 og var Dags- brún sýknuð af öllum kröfum Vinnuveitendafélagsins. Með þessum máisúrslitum hefir Félagsdómur skorið úr miklu deilumáii og staðfest, að trúnaðarmannaráð félaganna hafi fullan rétt til að fyrirskipa vinnustöðvanir. Bffreiðaslys á Hávalla- götu. IGÆRDAG varð bifreiðaslys á Hávallagötu, er tvær fólks bifreiðar rákust þár á. Maður að nafni Eggert Eggertsson, sem var í annari bifreiðinn hlaut skurð á höfði og var fluttur á sjúkrahús. Mun Eggert hafa kastast á rúðu í bifreiðinni, sem hann var í, er áreksturinn varð og hlaut af því nokkurn skurð á höfði eins og áður getur. Var farið með hann á sjúkrahús og gert að sárinu, sem ekki er þó talið hættulegt. Myndlisfasýning Jóbanns Briem og Marteins Guðm. var opnuð í gær. GÆRDAG opnuðu tveir iista menn hér í bænum sýn- ingu á verkum sínum í skála myndlistarmanna, Kirkjustræti 12. Eru það þeir Jóhann Briem og Marteinn Guðmundsson. Sýnir Marteinn þarna 18 höggmyndir, allt mannamyndir og model, en Jóhann sýnir 27 málverk, og um 40 vatnslita- myndir og litaðar þjóðsagna- teikningar. Heildarsvipur sýningarinnar er hressandi, og eru mörg á- gæt verk á henni frá báðum þessum listamönnum, en ein- stök verk verða ekki tekin til gagnrýni hér að þessu sinni. Ekki er ákveðið hvað sýning- in stendur lengi yfir, en senni- lega verður hún opin í hálfan mánuð til þrjár vikur, frá kl. 1 til 11 s. d. alla dagana sem hún stendur yfir. Viðbófarbygging við Iðnskólann. TÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ k hefir farið þess á leið við bæjarráð, að félaginu verði leyft að gera viðbótarbyggingu við Iðnskólann vestanverðan, út að Vonarstræti. Ætlast er til að bygging þessi verði aðeins til bráðabirgða, útveggir hlaðnir úr vikurholsteini. Beiðni þessi er íramborin vegna knýjandi nauðsynjar á auknu húsnæði fyrir skólann. Bæjarráðsfundur í fyrradag vísaði erindinu til byggingarnefndar, og mælti með því fyrir sitt leyti. KR og Víkingur keppa i dag. - Á'F'! IDAG kl. 5 s.d. heldur Walterskeppnin áfram, og keppa þá KR og Víkingur. Eins og kunnugt er, þá hafa tveir leikir farið fram af mótinu á milli Fram og Vals, og er Fram úr keppninni. Náist úrslit á milli KR og Víkings í dag, — keppir það félagið, sem vinnur til úrslita við Val. Dómari við leikinn í dag verður Þrálnn Sigurðsson, en línuverðir verða Hrólfur Benediktsson og Frí- mann Helgason. 1000 m. hlaup í dag. IDAG klukkan 5.45 á milli hálfleikja í knattspyrnuleik milli KR og Víkings fer fram 1000 m. hlaup á milli 6 þekkt- ustu hlaupagarpanna á þessari vegalengd. Þeir, sem þátt taka í hlaup- unum eru þessir: Sigurgeir Ársælsson, Á. Hörður Hafliðason, Á. Kjartian Jóhannsson, ÍR. Óskar Jónsson ÍR. Brynjólfur Jónsson, KR. Indriði Jónsson, KR. Mun mikill hugur í þessum ungu íþróttamönnum, að hnekkja gamla metinu í þessu hlaupi, en það er 2:39,0 mín. og er sett af Geir Gígja 1929. -—- Munu þeir ekki liggja á liði sínu, og verður keppnin eflaust mjög hörð. Forselinn forlaif um Suðurland. War í nótt í Wík í - iiýrciain FORSETI ÍSLANDS lagði af stað í Suðurlandsför sína í gærmorgun og ók austur að Ölfusá, og var ferjaður yfir ána að Selfossi, en þar beið hans bifreið, sem farið hafði á undan um Brúarhlöð. Fór forseti til Víkur í Mýr- dal í gærkveldi og var þar í nótt, en í dag í. bakaleiðinni mun hann koma að Stórólfs- hvoli á Rangárvöllum, og loks að Selfossi. Á þriðjudaginn mun forseti svo heimsækja Hafnarfjörð og fleiri staði í Gullbringusýslu, en á miðvikudag mun hann ferð- ast um Kjósarsýslu, og mun það síðasta opinbera ferðalag forsetans um landið á þessu sumri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.