Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 3
ILaugarðagur 9. sept. 1944 Vesturvígsf öðvarnar s Breffar komnðr að landamærum Þýzkalands, skammt frá Aachen Hersveitir Patfons mæta vaxandi mót- spyrnu milli IViefz og Þlancy. . • BRETUM hefir enn tekizt að koma einni brú í viðbót yfir Al- bertsskurðinn og vinna að því að flytja þungahergögn sín yfir hann og tryggja aðstöðu sína. Sumar hersveitir þeirra erti komnar allt að 10 km. norður fyrir skurðinn. Mótspyma Þjóð- verja fer æ harðnandi og flytja þeir lið frá Hollandi til þess að reyna að stemma stigu við sókn Bréta. Hersveitirnar, sem tóku Liege í fyrradag eru sagðar eiga í hörðum bardögum við borg- ina Verviers, sem er skammt frá Aachen í Þýzkalandi. Hersveitum Pattons á svæðinu milli Metz og Nancy verður lítið ágengt, enda fer mótspyma Þjóðverja harðnandi dag frá degi. Ostende í Belgíu er mú á valdi bandamanna. T-*. AÐ hriktir ónotalega í húsi Hitlers á Balkan þessa dagana. Um langt skeið hef- ur her Titos í Júgóslavíu gert Þjóðverjum marga skrá veifuna, lamað að verulegu leyti samgöngukerfi hans í landinu. Serbar hafa ' risið upp gegn kúgurunum. Rúm- enía hefur snúið við blaðinu og á í styrjöld við fyrri bandámenn sína og nú síð- ast berast þær frégnir, að Búlgarár hafi sagt Þjóðverj- um stríð á hendur og séu farnir að herja á þá í Júgó- slavíu, en hafa enn sem komið er ekki komizt að vopnahléssamkomulagi við Rússa. Formlega eiga Búlg- arar nú í styrjöld við fjögur voldugustu stórveldi heims, — Þýzkaland, Bandaríkin, Bretland og Rússland. EKKI ER vitað, hverja kosti Rússar setja Búlgörum og verður engu um það spáð hér, en sennilegt er, að Búlg- arar ríði ekki feitum hesti frá þessum viðskiptum frekar en í hinum fyrri styrjöldum, sem þeir hafa glapzt til að taka þátt í. — Búlgarar, sem eru í raun- inni friðsöm þjóð, fátæk en atorkusöm, hafa um langt skeið orðið að láta stjórnast af grannvitrum hrokagikkj- um, sem hafa notfært sér fátæ'kt og umkomuleysi þjóðarinnar, menntunarskort og kjarkleysi til þess að taka þátt í hinu aiþjóðlega tafli og — leikið eins og aul- ar. FORYSTUMÖNNUM Búlgara viðist hafa verið einkar sýnt um að fá hina háðulegustu útreið' úr styrjaldarævintýr- urn sínum. Á einum manns- aldri hafa þeir att þjóðinni út i fjórar mannskæðar styrj aldir, án þess að nokkuð hafi imnizt og þar með hindrað eðlilega þróun og menningar viðleitni landsbúa. Búlgarsk ir stjórnmálamenn hugðu sér gott tij glóðarinnar árið 1912 og réðustu á „sjúka mann- inn við Bosporus", Tyrki, á- samt Serbum og Grikkjum Talið er, að hlé það, sem nú virðist vera á sókn bandaijjanna bæði í Belgíu og Norður-Frakk landi, stafi af því, að nú dragi bandamenn að sér vistir og her gögn, áður en innrásin hefst inn í Þýzkaland. Fregnir hafa borizt um, að Þjóðverjar noti nú mik- inn fjölda verkamanna og kvenna við virkjagerð við landa mærin, einkum í Saar, einnig skammt frá Aachen. Banda- menn eru nú farnir að nota flug velli í Belgíu til árása á þýzk ar stöðvar, en margir þeirra voru óskemmdir með öllu, þar eð belgískar maquisveitir höfðu hindrað Þjóðverja í að eyði- leggja þá á undanhaldinu. Hersveitir úr 1. kánadiska hernum þrengja æ meir að setuliði Þjóðverja í Boulogne og Calais og tilraunir Þjóðverja til þess að brjótast úr herkvinni milli Lille í Frakklandi og Ghent í Belgíu mistókust með öllu. Lightning- og Marauder- flugvélar hafa gert harða hríð að virkjunum í Brest og jafn- framt var varpað niður flugmið um, þar sem skorað var á Þjóð verja að gefast upp. í Suður-Frakklandi sækja amerískar hersveitir áfram frá Besancon, en franskar her- sveitir hafa tekið iðnaðarborg- ina Le Creuzot í Bourgogne, en þar eru hinar heimskunnu vopnasmiðjur Schneider-Creu- zot, sem voru einhverjar þær stærstu í Evrópu. Talið er ó- sennilegt, að 19. hernum þýzka takizt að veita nokkurt teljandi viðnám, er þeir komast að Bel- forthliðinu svonefnda á undan haldinu til Þýzkalands. Brezk-frönsk samvinna. Á myndinni sjást þeir Montgomery marskálkur (til hægri), Joseph Pierre Koenig, hershöfðingi (í miðju), yfirmaður franska heimahersins og Francois Coulet, einn af aðstoðarmönnum de Gaulles í Frakklandi, ræðast við í Normandie. Koenig hershöfðingi gat sér mikinn orðstír, er hann varðist árásum Rommels í Bir Hakeim í styrjöldinni í N.-Afríku. Nú hefur hann tekið við stjórn alls franska heimahersins og Unnið marga sigra á fejóðverjum. il Cyril prisis, ríldsst|éra BÉIgadiE, vikfH frá, en ný sf jórn liefur ¥eri® nnysidMS'. STALIN HEFIR gefið út dagskipan, þar sem hann til- kynnti, að vopnaviðskipti milli Rússa og Búlgara hættu kl. 10 í gærkvöldi, þar eð Búlgarar hefðu snúizt gegn Þjóð- verjurn. Hafði styrjöldin milli Rússa og Búlgara staðið í 4 daga. Stjórnarskipti haf a orðið í Búlgaríu og hefir Cyril prins ríkisstjóra verið vikið frá. Þriðji Ukrainuberinn undir stjórn Tolbukins er kominn um 160 km. inn í Búlgaríu á breiðu svæði og hefir meðal annars tekið Burgas, aðra mestu hafnarborg Búlgaríu, um 50 km. frá landa- mærum Tyrldands og 130 km. frá landamærum Grikklands. Ný stjórn hefir tekið . við völdum í Búlgaríu, fjandsam- leg fejóðverjum. Stjórn þessi og unnu þessar þjóðir nokk- urt land af Tyrkjum. En ár- ið eftir þurftu hinir búlg- örsku stjórnvitringar að lenda í stríði við fyrri banda menn sína og lauk þeim við- skiptum svo, að þeir misstu Suður-Dobrudja í hendur Rúmenum. Loks gerast Búlg arar bandamenn miðveld- anna í fyrri heimsstyrjöld- inni og urðu þá að láta af hendi hluta af Þrakíu við Grikki, en Júgóslavar fengu sneið af vesturhéruðum lands ins. Búlgarar hafa haft alveg sérstakt lag á því að „leggja peninginn á vitlausan hest“. í ÞESSARI STYRJÖLD hugð- ust Búlgarar enn að efla mik- illeika landsins og dýrð með því að gerast bandamenn Þjóðverja, með afleiðingum, sem nú eru að koma á dag inn. Ef til vill verður þessi styrjöld til þess, að almenn ingi í Búlgaríu fer að verða ljóst, að eitthvað er bogið við klíku þá, er leitt hefir hverja ógæfuna af annarri yfir landið og væri það spor í rétta átt. hefir Iýst yfir því, að hin frá farandi stjórn eigi alla sök á ógæfu Búlgara. Hún hafi vald ið því. að búlgarskir hermenn voru hafðir sem setulið víða á Balkan, verið eins konar lög- regla í löndum þeim, sem Þjóð verjar kúguðu. Cyril prins, sem verið hefir ríkisstjóri síðan Bor is konungur lézt rneð dularfull um hætti í fyrra, hefir verið sviptur völdum, en Simeon kon- ungur landsins er barn að aldri, fæddur 1937. Þá lýsir stjórnin yfir því, að þeir stjórnmála- menn, sem reynast sekir að því að hafa unnið í þágu Þjóðverja verði teknir fastir og eigur þeirra gerðar upptækar. Hin nýja stjórn hefir lýst yf- ir þvi, að Búlgarar vilji berj- Frá norska blaðafull- trúanum. TDreGNIR,;,sem böríkt hafa yfir Svíþjóð, herma, að Þjóðverjar flytji nú mikið lið frá Norður-Finnlandi til Aust- ur-Finnmerkur í Noregi. Ekki er vitað, hvort Þjóðverjar muni ætla að hafa lið þetta í Norður Noregi eða flytja það suður á bóginn, en þeir eru í miklum vanda staddir, hvorn kostinn sem þeir taka. í Finnmerkur- og Troms-fylkjum munu nú vera um 25.000 manna setulið —- auk verkamanna úr Todt- sveitunum. Mikil húsnæðis- vandræði eru, einkum í Kirkenes. Auk þess gera Rúss- ar sífelldar loftárásir á stöðvar Þjóðverja. Vitað er, að ómögu- legt er fyrir Þjóðverja að út- vega nægilegt húsnæði í vet- ur, án þess að flytja lið til S.- Noregs, en til þess skortir þá farartæki á landi. Erfitt er að flytja liðið sjóleiðis eins og nu standa sakir, og getur svo far- ið, að þýzku hermennirnir verði að fara fótgangandi. ast með bandamönnum gegn Þjóðverjum, jafnskjótt og sam- komulag hefir orðið um vopna hlé við Rússa. Nefnd manna verður send á fund Tolbukins hers'höfðingja til þes að taka við vopnahlésskilmálum Rússa, eins fljótt og því verður við komið. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.