Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBUM3S& 3 nýjar bækur, sem ÍsafoldarprentsmgSfa sendir í bókaverzlangrnar: 1. Rauðskinna, V. hefti. 2. íslenzk fræði, menningarsamband Frakka og íslendinga, eftir prófessor Alexander Jóhann- esson. 3. Við sólarupprás. Smásagnasafn eftir skáld- konuna Hugrúnu. 4. Hve glöð er vor æska, sögur fyrir unglinga eftir Frímann Jónasson kennara á Strönd í Rangárvallasýslu. 5. Töfraheimar mauranna, eftir Bronson, en . Guðrún Guðmundsdóttir Finnbogasonar hef- ir þýtt. Falleg bók með fjölda mynda. 6. Spænsk málfræði, eftir Þórhall Þorgilsson.' 7. Skrifbók I. fyrir barnaskóla og heimakennslu, eftir Guðmund í. Guðjónsson kennara við Barnaskóla Reykjavíkur, og Skrifbók II. eftir sama. 8. Vegurinn, námskver í kristnum fræðum til undirbúnings fermingár, eftir séra Jakob Jónsson prest í Hallgrímssókn. r Bókaverzlun Isafoldar Jóhann Briem. EVIarteinn GuSmundsson. í Sýningarskálanum. Opin daglega klukkan I til 11 e. h. Engln bilun á festum sjaan- ieg sólarhring fyrir slysið. ;-i. -i . —“ ■ ii.i ■’ ¥7EGAMÁLASTJÓRI óskar ™ að gefnu íilefni að upp- lýsa þetta: 1. Eftirlitsroaður Ölfusárbrúar athugaði festar brúarinnar á göngu sinni yfir brúna þriðjudagsmorgun eða tæp- um sólarhring áður en brúin bilaði. Sá hann þá engar breytingar á þeim. Kvöldið áður en bilunin varð, fór hann og yfir brúna og varð þá ekki var neinna breyt- inga á henni. Hann hefur aldrei orðið var við að norð- urhlið brúarinnar væri sig- in. 2. Út af orðrómi og blaðaum- mælurn skal það tekið frarn, að hvorki brezka né amer- íska herstjórnin var fáanleg til þess að leggja til efni í nýja brú, þó að þess væri oft leitað. ísafoMarpreotsmlðia sefldir frá sér 8 nýj- ar bækur í einu. HIÐ afkastamikla útgáfu- fyrirtæki ísafoldarprent- smiðja h.f. t hefur nú sent frá sér 8 bækur í einu og eru það þessar: Rauðskinna V,, Sögur og sagnir 11,2, safnað hefur séra Jón Thorarensen. — Vegurinn, námskver í kristnum fræðum, eftir séra Jakob Jónsson, prest í Hallgrímsprestakalli. Er námskver þetta hið nýstárleg- asta, því það er skreytt 25 heil- síðu myndum, teknum upp úr gömlum bænabókum. Myndirn- ar- lýsa ýmsum atburðum úr lífi Krists, svo og öðrum helg- um atburðum. — Þá er 9. heftl í safninu íslenzk fræði (Studia Islandica), er heitir Menningar- samband Frakka og íslendinga eftir prófessor Alexander Jó- hannesson. Útg. safnsins er prófessor Sig. Nordal. — Við sólarupprás, smásagnasafn (9 sögur) eftir skáldkonuna Hug- rúnu (Filippíu Kristjánsdóttur). Þetta er fyrsta bók höf. í ó- bundnu máli. — Töfraheimur mauranna eftir Bronson- þýdd af Guðrúnu Guðmundsdóttur Finnbogasonar. Falleg bók með fjölda mynda eftir höfundinn sjálfan. Þetta eru frábærar skýringarmyndir, með inn- greyptum íslenzkum texta. — Hve glöð er vor æska, sögur, 15 að tölu, ætlaðar unglingum. Höfundur sagnanna er Frí- mann Jónasson, kennari að Strönd á Rangárvöllum: Mjög eiguleg bók, jafnt fyrir unga sem aldna. — Spænsk mál- fræði, eftir Þórhall Þorgilsson — og loks Skrifbók I. og II., fyrir barnaskóla og heima- kennslu, eftir Guðmund I. Guðjónsson kennara. >OOOQQQQQOOOe 500C<0OC<O0<KW Ein af hinun nafn- lausu hetjum. Frh. af 5. siöu. gildi. Blöðin voru enn full af fregnum um þýzka sigra. Fólk talaði enn um samvinnu og að horfast í augu við staðreyndir. Hafði þá hernám óvinarins ekki aðeins sett merki sitt á landið, heldur einnig á hugar- far fólksins og. gervallt lífið. Var það aðeins brjálsemi og til- gangslaus sjálfsfórn að gefast ekki strax upp? En hann breytti ekki afstöðu sinni. En þá skeði ofurlítið, sem gerði það að verkum, að nauð- syn bar til að honum yrði kom ið úr landi um stundarsakir. Hann dvaldist í London ásamt öðrum útlendingum hinn þung bæra vetur 1941—42. Þann tíma öðlaðist hann mikilvæga reynslu. Þegar honum var varp að til jarðar í fallhlíf í Frakk- landi, var hafið þriðja stig við- náms hans. * BARÁTTAN fór nú fram samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun og náinni samvinnu við höfu&stöðvar stríðsandi Frakka. Hann var orðinn öruggari i fram kvæmdum sínum öllum, þekk- ing hans og reynsla víðtækari. Hann kenndi hjá sér getu til að stjórna, skipuléggja og gefa fyr irskipanir. Honum lærðist að skipuleggj a skemmdarstarfsemi með ágætum árangri, þar sem áhættan var hverfandi lítil en ávinningurinn hinn mesti, er hugsanlegt væri. Hann vandist hættunni og öryggisleysinu. Honum varð tamt að sofa þessa nóttina á einum stað og hina á öðrum. Hann ávann sér álit og virð- ingu samherja sinna í vaxandi mæli. Það var tekið tillit til þess sem hann sagði. Þegar mót stöðunni óx fiskur um hrygg og hún gerðist fjöldahreyfing árið 1942, kom það eins og sjálfu sér, að hann.yrði einn af helztu skipulagsmönnum hennar. Með því hófst fjórða stig baráttu hans: leiðtogastarfið. Hann var spurður ráða og álits hans leit- að. Hann varð að kunna skil á mörgu og geta ráðið fram úr ýmsum vanda. Hann varð að kunna ráð til að halda leyndum hersyeitum, > sem hann átti að hafa forsjón fyrir, birgja þær af vopnum og öðrum nauðsynjum, sjá um að þær tækju þátt í bar áttunni og agi og skipulag héld ist með þeim. Hann varð að taká þátt í ráðstefnum og leggja á- ætlanir. Ennþá var hann ofsóttur maður. Ennþá var hann góður borgari. Hann hafði með einhverjum hætti, sjálfur vissi hann naumast hvernig, orðið þýðingarmikill maður í hinu leynilega þjóðfélagi. * EGAR þetta er ritað, er hann yfirmaður fjögurra héraða. Hersveitir, sem lúta stjórn hans, hafa síðasta hálfa mánuðina verið mjög athafna- samar: handtekið eða stckkt á flótta setuliðum Þjóðverja, tek ið stöðvar Gestapo, handtekið embættismenr. Vichystjórnar- innar. Á þessu landssvæði hefir hann ótakmarkað vald eins og sákir standa og orð hans eru lög. Nú er hann hvítur fyrir hær- um. Hann óskar þess að skiía af sér valdi, sem hann aldrei sótist eftir. Hann þráir að geta leitað uppi fjölskyldu sína, en hún veit ekki annað en að hann sé dáinn, og hann hefit ekkert af henni frétt í þrjú ár. Hann óskar eftir að snúa sér aftur að starfi sínu sem húsameistari í París með meðaltekjum, lifa kyrrlátu lífi, stunda starf sitt af árvekni og kostgæfni og njóta tómstunda eftir vel um. ið starf. ■ ■ Þegar Olfusárbrúin varbyggS. Frh. af 4. sfðu. ékki reka, en lausa hesta mátti reka með því móti að einn væri teymdur á undan, og aldrei mátti vera á brúnni meira en 10 hestar í einu. Brúarvörður var settur til eftilits, því að regl unum væri fylgt, og var Símon Jónsson, síðar bóndi á Selfossi, settur til að gegna þeim starfa, en ekki myndu laun þau er hann fékk, þykja mikils virði á þessum tíma, hann átti einnig að líta eftir, ef eitthvað færi úr lagi og sjá um viðhald hennar. Veturinn eftir varð allsnörp rit deila í ísafold milli þeirra Þor- láks Gunðmundssonar og Tryggva , um .það hvort setja skyldi á brúartoll. Tryggvi vildi áð settur vaeri dálítill tollur á alla umferð, sem skyldi renna í sérstakan brúarsjóð, bæði til viðhalds, og svo til styrktar \ brúargerðum síðar meir, þegar * sjóðurinn hefði vaxið að mun, en Þorlákur mælti mjög ein- | dregið á mótí. Sumir litu svo á ( að hann gerði það vegna kjós- endanna í Árnessýslu, til að trvggja þingsæti sitt, en ég er viss um að það var óþarft, því hann var nýtur þingmaður sem hafði án þess, gott traust kjós- enda í Árnessýslu. Brúartollur var ekki settur á, eins og alkunn ugt er. Nú er þetta mikia mann- virki, Ölfusárbrúin, orðin nærri 53 ára gömul, og farin að láta á sjá, að eðlilegum hætti.. Þegar hún var byggð og tek in til afnota, var í hugum manna, að ég hygg, litlu minni hrifning, en var í hugum þjóð- arinnar 17. júní s. 1. og þess munu allir óska, að hin aldur- hnigna drotning brúanna hér á landi, megi endurfæðast og yngjast, þeim mun betri og traustari, sero aðstaða öíl og skil ’ yrði, eru langt hafin yfir það, sem var á þeim tíma, sem hún var byggð í upphafi. Höfundur erindis þessa, ósk- ar að taka það fram að tvö atr- iði viðvíkjandi Ölfusárbrúnni vill hann taka fram til viðbótar: 1. Að ’hann man ekki til að við smiði brúarinnar væru not- uð nein verkfæri önnur en venjuleg handverkfæri, utan tvær vindur handsnúnar sín hvoru megin árinnar. 2. Að meðan Simon Jónsson hafði brúargæzluna, og eftirlit með henni, lagði hann ávallt sér staka áherzlu á að gæta ná- kvæmlega að öllum bilunum á henni, og endurbæta jafnóð- um. HAJVNES A HORNINU Framh. af 5. síðu. en hægt er að segja um sumar hús- lóðirnar niðri í sjálfum bænum, því þar er víða ábótavant um hirðu semi, þrátt fyrir allan umgengnis- metnaðinn og stolt hinna frjálsu íbúa.“ ,.HINS M.Á ÞÓ hka geta, að sann ur iistsmekkur kemur fram, eink- um i hirðingu trjágarðanna við Aðalstrtsti. Hvar er fegurð meiri en í görðunum í nánd við Gamla apótekið og hús Schiöths, nema þá í sjálfum lystigarðinum, Gróðrar- stöðinni og við Kirkjuhvoll, þar sem listfengasta fólk í kaupmanna stétt Akureyrar býr?“ „í SAMBANÐI VIÐ þessar hug- leiðingar má ■ minna á, að norður á brekku er nú verið að mynda eitthvert fegursta svæði, sem bær- inn getur eignast, við Skólastíg og Frúarstíg, sem liggja í kross og hafa móti allri venju verið grafn- ir niður í jörðina, svo að veg- kantana verður að hlaða upp á við, beggja megin, og vegirnir eru líkastir myndarlegum árfarvegum. Við stígi þessa rísa tvær miklar Simuudagur 18. sept. 1944, Sfúlka óskast í kjötbúð og til aðstoð- ar í pylsugerð. Upplýsingar ð síma 4467. hallir: íþróttahúsið og Gagnfræða- skólinn, og við þá síðarnéfndu er nú verið að mynda fyrirmyndar skrautlóð, ef svo mætti að orði kveða, í mörgum stöllum og hleðslumeistaraverkum." 8 „EITT ER ÞÓ, sem enn er ekki vitað, hvort þar á að gróðursetja trjárunna og raðir, en telja má það sjálfsagt, þar sem umhverfið gefur alveg sérstakt tilefni. Úr turni gagnfræðaskólabyggingarinnar er víðsýnt yfir bæinn og fjörðinn. Og þar uppi er fánastöngin, sem lyftir þjóðveldisfánanum hátt yfir hvers dagsflaggendableðlana á tyllidög- um.“ „ÞESS BER VEL AÐ GÆTA að fegurð Akureyrar og hin mynd arlega menning íbúanna nái full- um áhrifum með hirðusemi og hátt vísi, ekki sízt þeirra sem ráða. Þetta verður að vera meira en munntak gjálpenda. Hjarta, heili og heiidur vinna bezt sáman, síð-1- ur hvert í sínu lagi.“ Hannes á liorninu. HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN?‘ Frh. á 7. síðu færu t. d. dómarar og löggæzlu- nenn í verkfall, hætti þjóöfélagið að vera til-, og frumstæðasta maiín úð væri líka úr sögunni, ef lækn- ar gerðu verkfall. Þesssum stétt- um mun vissulega ekki koma til hugar að sýna slíkt þegnskapar- leysi, en þær munu líka vænta þess, að þjóðfélagið meti störf þeirra réttilega. Það er vissulegt að takizt kom- múnistum að láta líta svo út, að krafan um verkfallsréttinn sé aðal. mál opinberra starfsmanna, mun það vekja gegn þeim tortryggni og andúð, sem- spillir áliti þeirra og torveldaði framkvæmd annara rnála. Opinberir starfsmenn myndu því gera það hyggilegast að losa sig undm hinni kommúnistisku niðurrifsforustu og hætta að stofna virðingu sinni og réttlætismálum í hættu með því að skipa sér fyrir vegn kommúnistisks upplausnar- máls, eins og þessi krafa um verk- fallsréttinn er.“ ViS þessi ummæli Tímans er rétt að gera þá athugasemd, að það er í sjáfu sér engin furðaT þótt krafan um verkfallsrétt sé fram komin af hálfu opinberra stafsmanna, svo ótrúlegu mis- rétti sem þeir hafa verið beitt- ir um launakjör í skjóli þess, að þeir hafa ekki mátt beita mætti samtaka sinna með því að gera verkföll, eins og aðrar launastéttir. En sjálfsagt er þaS rétt hjá Tímanum, að krafan um vexkfallsrétt fyrir lækna, ljósmæður, hjúkrunarkonur og aðra, sem svo knýjandi störfum eiga að sinna, mun af mjög mörgurn vera talin varhuga- verð. Féiagslff. Sunnudaginn 10. sept. kl. 8.30 síðdegis: Fórnarsam- koma til styrktar hús- sjóði. Ólafur Ólafsson flyt ur erindi. Allir velkomn- ir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.