Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 5
Simnudagur 10. sept. 1944. S Um veginn í Kömbum og vanhirðu hans — Þekkingin á Jóni Sigurðssyni og menning okkar — Ferðamaður skrifar frá Akureyri. FERÐAMAÐUR skrifar: „Hvej-n- . ig stendur á því að þjóðveg- Initm í Kömbum hefur ekki ver- ið haldið við í sumar? Frá því í vor, að holklaki fór úr jörðu, hafa verið djúpar holur í veginum. Enginn ofaníburður hefur verið keyrður í veginn svo sjáanlegt hafi verið fyrir vegfaranda í sumar. Nú 'hafa myndast nokkurs konar lækjarfarvegir í veginn og munar minnstu að lágir bílar fari að taka niðri.“ „VIÐ ÞETTA BÆTIST að all- stórir steinar hafa um langt skeiS verið lagðir þvert yfir veginn í verstu brekkunum, svo að stund- um reynist ókíeift að keyra fram hjá þeim, og illt að nema staðar í bröttustu brekkunum, >þar sem bifreiðar koma að neðan og aðrar að ofan. -— Ég tel ástand Kamba- vegarins algerlega ósamboðið því sem ætti að vera á fjölfarnasta þjóðvegi landsins og væri vonandi að bráðlega yrði úr því bætt.“ B. G. SKRIFAR: „Það, sem af er þessu ári hafa vafalaust verið fluttar fleiri ræður um Jón Sig- urðsson, hinn mikla brautryðjanda íslendinga, en riokkru sinni áður, og oftar vitnað til 'hans um eitt og annað, en annarra íslendinga; fjöldi mynda hafa verið keyptar af honum og notaðar til heimilis- ;prýði eða útstillingar í búðaglugg- um — að ógleymdum plöttunum, sem gerðir hafa verið til minning- ar um hann. Almenningur virðist sannarlega vilja halda minningu hans á lofti, og fer vel á því, að þjóðin man þann mæta mann vel og lengi.“ „ÞAÐ HEFUR flogið í huga minn, hvort hér sé ekki um tals- verðan yfirborðsskap að ræða, — hvort þjóðin þekki nú raun- verulega þennan mann, lífsskoð- anir hans og ’störf. Það, sem styrk ir þennan grun minn, voru sumar ræðurnar sem fluttar voru í sum- ar um Jón Sigurðsson. Ég verð að játa það fyrir sjálfum mér, að ég þekki Jón Sigurðsson alls ekkert nema af óljósu’m ræðum og rit- gerðum, sem oftast hafa komið fram í kringum 17. júní ár hvert. Ég er þó hvorki heimskari né ó- fróðari en almennt gengur og ger- ist um mann, er hlotið hefur sæmi lega menntun nútímans, og er ekki örgrant um að svo sé ástatt um allan þorra manna.“ „ÞAÐ MÆTTI kalla það skömm mikla fjuúr þjóðina, ef hún þekkir ekki sinn merkasta son, sem hún þó minnist árlega á afmælisdegi hans, og gerir þann dag að aðal- hátíðisdegi þjóðarinnar um ókom in ár með endurreisn hins lang- þráða lýðveldis 17. júní á afmælis degi Jóns Sigurðssonar, honum til virðingar.“ „í ÞESSUM HUGLEIÐINGUM mínum var mér reikað fram hjá einni bókabúðinni og sá þar ný út komna bók, er ber nafnið Jón Sigurðsson í ræðu og riti, gefin út af hinum mæta menntamanni Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Næstum óafvitandi var ég búinn að kaupa þessa bók, og', lét ég ekki standa á mér að lesa hana. Eftir lestur hennar var ég þess vís, að tilgáta mín ’hér að fraynan var rétt. Ég er 1 viss um, að ef allir þeir, sem fluttu ræður í sumar um Jón Sigurðsson eða rituðu um hann, hefðu verið búnir að lesa þessa bók, þá hefðu ræðurnar og ritgerðirnar orðið stórbrotnari og efnismeiri en raun varð á.“ „í ' ÞESSARI BÓK gefast svo góð o'g alhliða kynni af þessum merkasta manni þjóðarinnar, að betur verður ekki á kosið. Að vísu hefur almenningi verið nokkur vorkunn í þessu efni, þar sem áður hefur ekkert aðgengilegt rit um Jón Sigurðsson verið til, en nú er því ekki til að dreifa lengur, og ætti því þessi bók að vera til á hverju heimili — annað sæm- ir ekki íinni íslenzku þjóð í því efni.“ FERÐAMAÐUR, staddur á Ak- ureyri, skrifar: „Akureyri þykir vera einhver fegursti bær lands- ins. Og svo mikið er víst, að íbú- arnir eru montnir af þessu áliti. Það er líka með nokkrum rétti, að þeir geta verið það. í dag er t. d. sólskin yfir bláum firði, kringd um dökkum fjöllum, sem enn eru víða sumargragn, en fyrstu haust- kuldarnir hafa merkt hvítum hrím blettum. Kyrð síðdegisins er dá- samlega heillandi og nýslegin tún- in uppi á brekkunni skarta ljós- grænum lit, og dreifð smekklega gerðum heysátum. Hlíð og Sunnu- hvoll eru falleg býli þar efra, prýðilega um hirt í kringj einkum það síðarnefnda. Og er það meira Framh. á 6. síðu. Óska eftir að gjörast áskrifancSi a® í skinnbandi — — óbundinni. (nafia) (heimili) Sendist til: Helgafellsútgáfan. Box 263. Burmaveguriún. Síðan Japanir n>áðu Burma á sitt vald >ári-ð 1942, hefir Kina orðið >að heyja stríðið sitt við þá að mestu leyti einangrað frá samherjum sínum, Bretumi og Bandaríkjamönnum, því að Burmavegurinn var eina leiðin, sem vopn og vistír var hægt að flytja eftilr til Kína. 'En nú ssékja Bretar og Bandaríkjamen'n aftur fram í Burma að frálnd'landi, og að norðan, fráKina sækja kinverlskar hersveitir inn ;í landið umdir forystu atrperískra hers'höfðingjia, til þess að opna Burmaveginn >á mý. Sá hlutii vegarins, sém sést hér á mymdimni er í Norður-Burma og ér aftur >á valdi Kínverja. Herflutninga vagnar mreð kínverskra hermienn streyma suður veg- dnm tiL 'Vígstöðivanna. ÞESSI MAÐUR er enginn sagnapersóna. Hann er lif- andi einstaklingur. Hann hefir ritað kafla í söguna, auðvitað ekki einn síns liðs. Þeir voru nokkur hundruð, kannske nokk ur þúsund. En þessi þúsund komu ekki fram sem ein heild. Sérhver þeirra bar persónulega ábyrgð, varð að hætta öllu og taka sjálfur ákvarðanir. Það er þess vegna fullkomlega rétt að taka einn þe.irra úr hópnum og lýsa því, hvernig hann barðist aleinn. Þetta er saga einstak- lings. En þúsund slíkar sögur einstaklinga eru til. Þær greina frá þeim mikilvægu 'hlutum, sem Frakkland afrekaði. Við köllum þennan mann bara A. Hann var húsameistari í París. Ekki var hann nafn- kunnur maður í sinni grein, heldur maður með miðlungs- tekjur, sem lifði kyrrlátu lífi. Þetta var miðaldra maður, laus við metorðagirnd, lifði reglu- bundnu lífi og leysti störf sín vel og samvizkusamlega af hendi. í stuttu máli sagt: Fyr- irmyndar borgari, kvæntur maður og faðir tveggja eða þriggja harna. Árið 1940 var hann á þvi aldursskeiði, þegar fyrstu gráu hárin fara að koma i ljós, sem viðkomandi athugar forvitnislega í speglinum. Fyrstu hugsanirnar um að draga sig í hlé frá störfum og njóta hvíldarinnar eru farnar að gera vart við sig, enda þótt allir aðrir áliti þetta mann á bezta aldri og séu ekki farnir að veita hærunum athygli. 4t VIÐNÁM sitt hóf A. 26. júní 1940. Hann hafði engan þátt tekið í stjórnmálum og var laus við tortryggni. Hann trúði á föðurlandsást marskálksins. ^^.REIN sú, er hér fep á eftir, f jallar um eina af hinum mörgu nafnlausu hetj um franska leynihersins, einn af þúsundunum, sem tóku upp virka mótstöðu gegn kúg urum Frakklands, enda þótt við stöðugar hættur og ofur- efli væri að etja. — Greinin er þýdd úr blaðinu The Observer. Það var ekki fyrr en hinir hús- bóndalegu, þýzku sigurvegarar fóru að spóka sig í París, að honum varð ljóst, að hér varð að hefjast handa. Viðnám hans hófst á sama hátt og það. hófst nólega alls staðar: með prentun. Hann safnaði saman nokkrum kunn- ingjum sínum og tókst að kom- ast einhvers staðar yfir forn- fálega prentvél. Fyrst voru prentaðir í henni flugmiðar, síð an frumstætt blað, sem var dreift út með mestu leynd. í fyrstu var þetta aðeins einskon- ar sálgæzlustarf, framkvæmt 1 því skyni að létta af sér fargi >og til þess að hamla gegn því andrúmslofti lyga og öngþveit- is, sem óðfluga breiddist út, fremur en það væri hugsað' andstaðan gegn óvinunum. Allan þennan tíma lifði hann lífi góðs, virðulegs borgara. En af orðinu leiða athafnir. Það var ekki 'hægt að láta stað- ar numið við það eitt að prenta og láta á þann hátt í ljós andúð sina, þegar allir hlutir voru, beint eða óbeint, sveigðir undir óvininn og til þjónustu við hann. Litli hópurinn, sem hafði myndast utan um A — og hann hafði vaxið ofurlítið — fór að hugsa og rökræða fyrstu skemmdarverkin. Og það var ákaflega frumstæð skemmdar- starfsemi! Það hlýtur að hafa verið hroslegt í aðra röndina, þegar þessir miðaldra, lög- hlýðnu borgarar stigu fyrstu skrefin á þessari braut. En gam anið stóð ekki lengi. Óvinurinn svaraði óvægilega fyrir sig. Sumir þessara manna létu líf- ið. Aðrir urðu að flýja. * WT Ú HÓFST annað stig í við- námi A. Hann var nú útlagi, varð að fara huldu höfði og tók sér nýtt nafn. Hann var hundeltur. Lífið hafði nú ekk- ert að bjóða honum nema hætt ur og öryggisleysi. En jafnframt varð honum ljóst, að nú var hann þegn fjölmenns, leynilegs þjóðfélags, þar sem allir voru boðnir og búnir til hjálpar og aðstoðar. En hvílíkt líf var þetta samt ekki fyrir góðan borgara, kom- inn á þennan aldur! Hafði hann nokkru sinni gert sér í hugar- lund, að hann myndi falsa nafn sitt? Eða að hann myndi brjót- ast inn i þýzka skrifstofu til að stela gögnum? Að verða að skjóta þýzkan varðmann eða missa lífið ella, enda þótt hann vissi næsta vel, að dráp varð- arins myndi kosta líf heillar tylftar af gislum strax daginn eftir? Slíkt var þetta lif, sem hann lifði. Stöðug hætta, látlaus samvizkuleit. En óvininum gerði hann ærnar skráveifur með því að fórna öllu því, sem áður fyrr hafði gefið lífi hans Sitif- > Fraimfe. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.