Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ Surmudagur 10. sept. 1944. 1 Upprelsnin í Varsjá: Svívirðileg fvöfeldni kommúnisla Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður BJarna Grímssonar frá Óseyrarnesl. Jóhanna Hróbjartsdóttir, börn og tengdabörn. Innilega þökkum við öllum, er sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, Hristínar Norðmanrc. . Páll ísólfsson og börn. i.s.i. F.H. i kvenna Hraðkeppni kvenna í handknattleik verður í dag klukkan 2 e. h. í Engidal við Hafnarfjörð. Þátitakendur í mótinu eru: KR - Haukar - F.H. Spennandi keppni! Hver sigrar! NEFNDIN. i | Bœrinn í dag. Næturlæknir er í nótt og aðra nótt í Læknavarðstofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Bergsveinn •Ólafsson, Ránargötu 20, sími 4985. Næturvörður er í nátt og aðra nótt í Laugavegsapóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383, ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 11.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Sigurbjörn Einarsson). 12.10—13.00 Hádegis- útvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur): a) kafli úr „Tónafórn- :inni“.- eftir Bach. b) Septett eftir Beethoven. c) Kipnis syngur rúss- nesk lög. d) 15.30 Petroushka-ball ettinn eftir Stravinsky. e) Jean- ette McDonald syngur ýmis lög. 19.25 Hljómplötur: Violakonsert eftir Handel. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þorvaldur Stein- grímsson): a) Havanaise eftir Saint Saens. b) Estrelida eftir Ponce- Heifetz. c) La Capricciosa eftir Franz Ries. 20.35 Ferðasaga: Vest- urför forseta (Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi). 21.05 Hljómplöt ur: íslenzkir kórsöngvar. 21.15 Upplestur: Úr kvæðum Páls Ólafs sonar (Árni Jónsson frá Múla). 21.35 Hljómplötur: Gítarlög eftir Ponce. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgúnfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Mið- degisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Eréttir. 20.05 Útvarp frá alþingi: Fyrsta umræða í neðri deild um irumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna dýrtíðar o. fl. 24.00 Dagskrárlok. Bæjartjórn Ilafnarfjarðar hefir varað menn við því að kaupa hermannaskála í lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar með það fyrir augum að lát’a þá standa ó- fram. Hyggst bæjarstjórnin að miða að því að útrýma skálunum algerlega í þeirri mynd sem þeir eru og mættu sannarlega fleiri taka sér það til fyrirmyndar. Práræsi í Kringlumýri. Eftir tillögum ræktunarráðu- nauts bæjarins, Jóhanns Jónas- sonar, hefur bæjarráð falið hon- um að láta gera fráræsi í garða- 'hverfinu í Kringlumýri, svo og að Fossvogi vestanverðum, sunnan ræsa fram fyrirhugað garðastæði í Reykj anesbrautar. Tekið á móti flutningi til ísafjarðar, Súðavíkur, Bol- ungavíkur og Súgandafjarð- ar árdegis á morgun (mánu- dag). „Esja“ austur um land til Siglu- fjarðar og Akureyrar um n Ui helgi. •— Tekið á m ti flutningi til / hafna frá Fáskrúðsfirði til Siglu- fjarðar á þriðjudag og hafna frá Hornafirði til Stöðvar- fjarðar árdegis á miðviku- dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á miðvikudag. TUS ÁLGAGN kommúnista hér hefir um langt skeið verið þekkt að því að liggja flatt í duftinu fyrir öllu því, sem ráða menn í Kreml, húsbændur þeirra, segja og gera. Ef Rússar ráðast á grandalausa smáþjóð er það skiljanlegur og sjálfsagð ur hlutur, en ef aðrir, eins og t. d. nazistar gera slíkt hið sama, er það svávirðilegur glæpur, að minnsta kosti meðan þeir eru ekki í bandalagi við þá. Sem sagt, rússnesku kommúnistarn- ir hafa eirikarétt á því að sölsa undir sig lönd annarra þjóða. Á hinn bóginn eru þeir, sem leyfa sér að halda því fram, að frelsi og sjálfstæði þjóða eigi ekki að fara eftir höfðatölu, fjölda skrið dreka eða flugvéla, smánað ir og svívirtir með því ógeðslega orðbragði, sem sorpriturum ,,Þjóðviljans“ er svo sýnt um að nota, þeir eru „fasistar og vit- skertir af ofstæki.“ Allt þetta vissu menn fyrir og kom engum á óvart. En undan- farna daga hefir „Þjóðviljinn" birt hverja greinina á fætur ann arri, sem verða að teljast há- mark flærðar og óþokkaskapar, þegar um er að ræða hlutskipti hinnar bágstöddu pólsku þjóð- ar. Að sjálfsögðu hefir ekki far ið hjá því, að „Alþýðublaðið“ hefir fengið sinn skerf af óþverr anum, enda gerist enginn sá at- burður úti í heimi, sem nota má til pólitísks áróðurs fyrir komm unista, að „Alþýðublaðið" sé ekki potturinn og pannan í hon- ekki potturinn og pannan í hon- um. Er þess til dæmis skemmst að minnast, er séra Kaj Munk var myrtur af hinum naz istísku villimönnum, að „Þjóð- viljinn“ taldi „Alþýðublaðið“ hafa haft hönd í bagga með þess um hryllilega glæp, eða að minnsta kosti gleddist það yfir honum. Lengra vap varla hægt að komast í skepnuskap. Að reyna að nota sannleikann, þó ékki sé nema stundum, eða beita drengskap, það gæti „Þjóðvilja mönnum“ ekki komið til hugar. . í blaði kommúnista 6. þ. m. birtist enn ein ritsmíðin um uppreisnina í Varsjá og má segja, að sú grein slái öll met í ósvífni og óvönduðum mál- flutningi, svo, notuð séu væg orð. Þau sem réttara væri að nota, eru tæpast prenthæf. ,,Þjóðviljinn“ vill ekki koma auga á þá augljósu staðreynd, að Rússum er innan handar að aðstoða hrjáða verjendur Var- sjár, en gera það ekki og koma meira að segja í veg íyrir, að Bretar og Bandaríkjamenn, sem eiga miklu óhægara um vik, geri það. En blaðsnepillinn reyn ir að þyrla ryki í augun á lesend um og segir meðal annars: „Hinn svo kallaði „Bor“ hers- höfðingi, sem stjórnaði leyni- starfi pólsku hershöfðingjanna og stendur í sambandi við aftu^ haldsklíku Sosnkowski hers- höfðingja í London, fyrirskipaði uppreisnina í Varsjá án sam- ráðs við rauðaherinn, sem hann hatar.“ (Leturbr. AÍþbl.) Sem sagt: uppreisnin í Varsjá var ekki tímabær, Rússar eða rétt- ara sgat, Stalin og menn hans, vildu ekki að uppreisnin yrði hafin á þessu stigi málsins, heldur hefst hún samkvæmt skipan ódrengjanna Sosnkowks is og Bors, sem eiga enga ósk heitari en að leiða Varsjábúa út í dauðann. Þessi er skoðun Þjóð viljans. En nú skulum við athuga, hvort ráðamenn í Moskva séu saklausir að því að hafa hvatt Varsjárbúa og þar með Bor hers höfðingja til uppreisnar, og skyldi það nú koma í Ijós, að þeir væru það engan veginn, finnst mönnum þá ekki nóg um ódrengskapinn og svik- in, og hver á þá sökina, eins og nú er komið fyrir Varsjárbú- um? , Enska blaðið „The Manchest er Guardian“ er talið pieð áreið anlegustu stórblöðum heims og þykir vanda til heimilda sinna og varla reynir „Þjóðviljinn“ að væna ritstjóra þess og blaða- menn um fasisma. Þetta blað ræðir nokkuð þessi mál fyrir skömmu síðan, eða 25. fyrra mánaðarí í grein, sem nefnist The Rising in Warsaw, eða Upp reisnin í Varsjá. í grein þessari, sem varpar skýru ljósi á þetta mál, Segir á þessa leið: „Menn hafa nýlega haldið því fram, að það hefði verið ómögu legt að skipuleggja aðflutning vista til Varsjár vegna þess, að orrustan (uppreisnin) hófst sjálf krafa (spontaneoúsly) — eða að minnsta kosti var ekki sam- ræmd hernaðaráætlun Rússa. Slíkar staðhæfingar virðaú, furðulegar með hliðsjón af skipulegum óskorunum um vopnaviðuám, sem útvarpað var frá pólsku útvarspstöðinni Kosciuszko í Rússlandi löngu fyrir uppreisnina og á fyrsta stigi orrustunnar um Varsjá. (Leturbreiting Alþbl.). Það get- ur tæplega hugsazt, að áskoran ir þessar hafi farið fram hjá her foringjum bandamanna.“ Síðan birtir „Manchester Guardian“ nokkra úrdrætti úr ávörpum þessum frá stöðinni .Kosciuszko í Rússlandi, sem all ir vita, að er þar á vegum Sovét stjórnarinnar, og fara þeir hér á eftir: „2. júní, 1944: Viðnám (armed resistance) bændanna í Lublin- héraði hefir vakið aukna at- hygli á orrustum skæruliða, sem breiðast út frá þorpi til þorps og flokki til flokks. Viðnáms- hreyfingin hefir bjargað tugþús undum manna frá dauða og hef ir valdið Þjóðverjum miklu tjóni. Orrustur þessar hafa leitt í ljós, að vopnaviðnám almenn ings er mögulegt og manntjón er minna heldur en þegar menn eru aðgerðarlausir gagnvart ógn arvaldinu. í dag þorir enginn að segja, að Pólverjar séu viti sínu fjær. ' 15. júni, 1944: Eftir að innrás in er hafin, hefir baráttuviljinn aukizt með heimahernum. Al- mennt er talið, að nú sé kominn tími til að hefjast handa.. Mikil óánægja ríkir út af skipunum Sosnkowski og Bors (þ. e. að byrja ekki uppreisnina. Aths. ritstjórnar Alþbl.). 29. júlí, 1944: (útvarpað af Sambandi pólskra föðurlands- vina í Moskva. (Union af Polish patriots in Moscow). Vafalaust heyýa Varsjábúar nú fallbyssu drunurnar frá orrustunni,' sem brátt mun færa þeim frelsið. Þeir, sem aldrei lutu höfði fyrir Hitlervaldinu, munu á ný, eins og árið 1939, taka þátt í orrust unni gegn Þjóöverjum, að þessu sinni úrslitaorrustunni. Pólski herinn, sem nú heldur inn í Pólland og æfður hefir ver ið í Rússlandi sameinast þjóð- hernum til þess að mynda sam- eiginlegan pólskan her, hinn vopnaða arm þjóðar okkar í sjálfstæðisbaráttu hennar. Á morgun (brátt) munu synir Varsjár sameinast þeim. Þeir munu allir, ásamt bandamanna hernum, elta óvininn vestur á bóginn, útrýma blóðsugum Hitl- ers af pólskri grund og greiða ófreskjum hinnar prússnesku yfírgangsstefnu rothögg. Stund- in til að hefjast handa er þegar kominn fyrir Varsjá, sem aldrei gafst upp, heldur barðist áfram. Þjóðverjar munu vafalaust reyna að verjast í Varsja. Þess vegna er það hundrað sinnum nauðsynlegra en nokkru sinni áður að minnast þess, að í eyði- leggingarflaumi Hitlers ér allt tapað, sem ekki er bjargað með bernurn átökum, að með beinni baráttu á götum Varsjár, hús- um borgarinar, verksmiðjum og verzlunum, flýtum við ekki einungis fyrir endurlausnar stundinni heldur er bjargað eignum þjóðarinnar og lífi bræðra okkar. 30. júlí, 1944: íbúarnir (Var- sjár), sem eru yfir ein milljón, ættu að verða milljón manna her, sem berjast fyrir frelsi og tortíma hinum þýzku innrásar mönnum.“ Þetta var útdráttur úr út- varpsáskorunum frá útvarpi í Rússlandi. Ef til vill geta menn nú betur áttað sig á því, hvers konar verknað er verið að fremja á hetjulegum íbúum Var sjár og hverjum raunir þeirra eru aðallega að kenna. Og svo kemur snepillinn „Þjóðviljinn" og leyfir sér að setja það fram an í opið geðið á íslenzkum al- menningi, að Varsjárbúar hafi verið blekktir af afturhalds- | kliku Sosnkowskis í London" til | þess að byrja uppreisn, sem var ótímabær og þess vegna sé sak lausu blóði verið úthellt í Var- sjá. Það er rétt, að Varsjárbúar hafa verið blekktir og svívirði- legt níðingsverk hefir verið framið á þeim, en það eru ráða- menn kommúnista í Rússlandi sem hafa beitt þá blekking- um, það er fyrir þeirra verkn- að, að almenningur í Varsjá býr nú við þær þjáningar og hörm ungar, sem raun ber vitni. En „Þjóðviljinn“ getur samt hellt úr skólpfötum sínum og aftur og aftur svívirt þá og smánað, sem verjast hetjulega á götum Varsjár gegn ofurefli í baráttu upp á líf og dauða við morðingjalýð Hitlers, í trausti þess, að þeim bærist hjálp frá Rússum, sem þeir höfðu alla á- stæðu til að ætla að mundi ber- ast. Á máli „Þjóðviljans“ er Bor hershöfðingi fasisti og þaðan af verra, sem leiðir samborgara sína út í opinn dauðann. En hitt er vandlega dulið, að Bor og menn hans gera ekki annað en að verða við áskorunum, sem til þeirra hefir verið beint aust- an af Rússlandi, í von um hjálp, sem þeim hafði í raun réttri ver ið lofuð. • Og til þess að kóróna svívirð inguna hafa kommúnistar í Moskva þær ráðagerðir á prjón unum, að leiða þá fyrir herrétt, sem hafa staðið að uppreisn- inni í Varsjá, sem þeir sjálfir æstu til, eða að minnsta kosti var svo sagt í norska útvarpinu frá London fyrir nokkrum dög- um. Skrif ,,Þjóðviljans“ um frels- isbaráttu Pólverja hafa oft ver ið með ódæmum, andstyggileg og ódrengileg, en nú hefir snep- illinn gengið fram af sjálfum sér ,,Mórall“ Þjóðviljans virðist vera þessi: Eitt ríki má vera sjálfstætt og afskiptalaust, ef Rússum er sama um það. Ef Rússar vilja hins vegar afla sér aukins landrýmis á kostnað sjálfstæðis" annarra ríkja er það sjálfsagðasti hlutur undir sól- inni, en þeir sem telja það órétt mætt, eru fasistar. Hins vegar hafir Alþbl. leyft sér að hafa þá skoðun, að árásir á önnur ríki og hvers konar kúgun, hvaðan sem hún kemur, sé and- styggileg og óþolandi. Kommúnistum, bæði hér á íslandi og í Póllandi, finnst það sjálfsagt ,,að hverfa þegjandi og hljóðalaust inn f Sovétríkin“," en samt reyna þeir að nudda sér upp við minningu sjálfstæð- ishetja þjóðarinnar, Jóns Sig- urðssonar hér og Kociuszkos í Póllandi. Það er ekki aðeins fá- dæma smekkleysi, heldur fyrir litleg tilraun til þess að dylja myrkraverk sín með nöfnum þeirra, sem ávallt börðust fyfir rétti og sjálfstæði þeirra, sem minna máttu sín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.