Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 4
4LÞYÐUBLAÐBB Sunnudagur 10. sept. 1944, Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- pýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4°C1 og 4902. Símar afgr~iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðu nrentsmiðjan h.f. Nföurlag á erindi Sigurðar ÍÞorsteinssonar: var Hia nfja Eaínar- fjarðarieila. ÞAÐ HEFIR oft og réttilega verið á það bent, hve mik- ill og óeðlilegur munur er á kaupgjaldi á hinum ýmsu stöð um á laridinu, þótt um mjög svipað eða sama verðlag sé að ræða á lífsnauðsynjum; það er ekki nema eðlilegt, að slíkt misræmi skapi óánægju og á- rekstra, enda er það mjög al- mennt viðurkennt, að brýna nauðsyn beri til að samræma kaupgjaldið; með því mælir ekki aðeins allt réttlæti; það ætti einnig að verða til þess að draga mjög rir þeim deilum, sem upp á siðkastið hafa ver- ið svo tíðar á vinnumarkaðin- um. Eða svo skyldu menn að minnsta kosti ætla. * En einmitt af því, að sam- ræming kaupgjaldsins hefir í flestum tilfellum verið yfirlýst ur tilgangur þeirra verkalýðs- félaga, sem undanfarið hafa sagt upp samningum, og kunn- ugt er, að stjórn Alþýðusam- bandsins hefir nýlega lýst sig meðmælta þeirri hugmynd, að núverandi kaupgjald í landinu verði fest fyrst um sinn, að fenginni nokkurri samræmingu fer ekki hjá því, að hin nýja Hafnarfjarðardeila veki stórkostlega furðu. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði sagði upp samning- um með það fyrir augum, að því er formaður þess hefir sjálf ur sagt, að fá kaupgjald þar á staðnum samræmt kaupgjald- inu í Reykjavík, en það myndi þýða allverulegar kjarahætur fyrir hafnfirzka verkamenn. At vinnurekendur í Hafnarfirði tjáðu sig reiðubúna til slikrar samræmingar og 'buðu Verka- mannafélaginu Hlíf upp á ná- kvæmlega sömu launakjör og Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík nýtur fyrir meðlimi sína. Menn skyldu nú ætla, að undir slíkum kringumstæðum hefði ekki átt að vera erfitt að koma sér saman. En hvað kem- ur í Ijós? Formaður Verkamannafélags- ins Hlífar, Hermann Guðmunds son, og kommúnistasprautur þær, sem á bak við hann standa, venda, þegar hér er komið kvæði sínu í kross og véla fé- lagsfund til þess að hafna til- boði atvinnurekenda! Það er krafizt meira en Dagsbrúnar- kaups í Reykjavík; og fyrir það er nú hafið verkfall í Hafnar- firði, sem enginn veit, hve lengi kann að standa og bve ndkið að kosta verkalýðinn þar á staðnum! * Það leynir sér ekki, að hér eru annarra hagsmunir að verki, en verkalýðsins sjálfs. Hér er Hermann Guðmundsson og kommúnistar, sem að baki hon um standa, vitandi vits að ota hafnfirzkum verkamönnum út í ástæðulaust og ábyrgðarlaust Þ EGAR ibúi'ð var að draga Þann ifyrsta af uppihalds- strengjunum yfir voru á honum allmargir j'árnkrókar og annar úthúnaður, sem hefðu orð- ið til hindrunar drætti Iþess næsta o. s. frv. og þurfti að ná því í burtu, en brúarsmiðirnir virtust vera í hálfgerðu ráðaleysi með hvern ig það yrði framkvæmt. Tóku þeir það til bragðs, að smíða sterkan trékláf, sem var látinn renna á hjóli eftir strengnum, og í hann var settur sá yngsti hinna ensku verkamanna, pilt ur 15—16 ára, og skyldi svo kláfur þessi dreginn á taug norð uryfir ána, og pilturinn hreina jafnóðum af aðalstrengnum allt það er til baga gat orðið við yfir drátt hinna strengjanna. Þetta gekk vel fyrsta kastið, meðan hallinn var frá suðurlandinu, á miðjuna á strengnum, en þeg ar átti að fara að draga hann upp í móti norðuryfir frá miðju, stóð hann fastur, og gekk svo um hríð, voru víst flestir orðnir all-áhyggjufullir um hvernig þetta ævintýri myndi enda því ómögulegt sýndist að gjöra neitt er að gagni mætti verða, frá hvorugri hliðinni. Pilturinn, sem í kláfnum var mun víst hafa álitið svo um stund, að tví sýnt væri um endalokin, en allt í einu fékk hann í sig þá hug- mynd, að nú væri annað hvort að „duga eða drepast", og tók til að róla sér áfram, með mesta krafti, og við það komst hann á stað upp á við á strengnum og á endanum komst hann yfir og var honum tekið með mikl- um fögnuði. Mr. Vaughan rétti honum 1 sterlingspund í gulli, og sagði að bann skyldi hafa það' til minningar um að hann væri fyrsti maður, sem færi yfir Ölfusárbrúna, en ég er hræddur um að hann hafi ekki lengi haft ánægju af þessum minnjapen- ingi, því næsta dag voru 3 sam- verkamenn hans og hann sjálf- ur ■ talsvert ölvaður, og mun peningi þessum hafa verið varið til áfengiskaupa. Fleira gerðist ekki sögulegt við brúarsmíðina, sem ég man eftir, annað en, að verkið gekk samkvæmt áætlun þeirra, sem bjartsýnastir voru, og brúin var vígð og opnuð til almennrar um ferðar 8. september eins og sagt er í upphafi þessa erindis. Þeir sem á lífi eru ennþá, af þeim, sem við brúarbygginguna unnu, eða voru því máli kunnugir, munu að ég hygg, mest undrast það, að þetta stórvirki, sem þá var framkvæmt, með þeim tækj um, sem þá voru fyrir hendi, skyldi verða framkvæmt jafn slysalítið og raun varð á, ef bor ið er saman við þau mörgu slys, sem nú eiga sér stað, með þeirri tækni sem menn nú ráða yfir. Brúin er 120 álnir yfir ánni, áin sjálf er 112 álnir milli bakka, en aðalstöplarnir eru 8 álnir frá ánni samtals beggja megin. Að lýsa brúnni er óþarft því að hún er orðin mörgum- landsbúum kunn bæði af eigin sjón, og af myndum, sem af henni hafa verið birtar. Aðeins skal þess getið um styrkleika hennar að talið var að hún ætti ag geta borið járnbrautarlest, eða 50 pund á hvert ferfet, sem talið var jafngilda því, að um 1000 menn ca. 144 pund hver að þyngd gætu staðið á brúnni í einu. Ekki man ég fyrir víst hvað margir i íslenzkir verka- menn unnu þarna um sumarið, en nærri vegi mun það vera, að þeir hafi verið um 30. Það, lá nærri að til tafar verk inu yrði missi 'hinna 3—4 stykkja, sem sukku með pramm anum fyrsta daginn, en svo varð ekki, þau voru strax pöntuð frá Englandi, og komu í tæka tíð til Eyrarbakka og voru flutt að brúarstæðinu á kviktrjám, því þau voru langt frá því að vera kliftæk. Brúarvígslan var ákveðin 8. september og kom þar múgur og margmenni, meira en nokji- urntíma hafði áður sést um þess ar slóðir, og hefði það vafalaust orðið fleira ef veður hefði verið gott, en um morgunin var strax nokkur rigning og stormur og versnaði meir er á daginn leið. en eigi að síður hófst athöfnin kl. 2 og byrjaði með því að lúðra sveit úr Reykjavík spilaði, und ir stjórn Helga Helgasonar kaup manns, og þar á eftir var sungin hin snjalla ,,Brúardrápa“, eftir Hannes Hafstein þáverandi landritari. Á brúarsporðinum að sunnan var settur timburpallur með flöggum til beggja hliða, (enda var brúin flöggum skreytt) á handriðið fyrir framan pallinn var breitt rautt klæði og af pall inum flutti Magnús Stephensen landshöfðingi, vígsluræðuna. Hann rakti fyrst sögu brúar- málsins í stórum dráttum, lýsti þörfinni fyrir þessar og aðrar samgöngubætur á landi hér, og kvað hann vel forsvaranlegt óg jafnvel sjálfsagt, að byrjað væri á þessu stórvirki hér og komst að orði eitthvað á þessa leið, að ef maður væri kominn í góðu veðri upp á Ingólfsfjall, sem væri hér í grenndinni, þá væri fyrir sjónum eitt hið víð- áttumesta og gróðurríkasta sléttlendi á landi hér, tem myndi geta fætt og klætt alla landsmenn og meira til, ef það kæmist í góða rækt. Hann flutti þakkir öllum þeim, sem unnið hefðu fyr eða síðar að framgangi þessa stórvirkis. Þeim, sem hefðu framkvæmt verkið, verka mönnum, verkfræðingum og síð ast en ekki sízt Tryggva Gunn- arssyni, sem með ósérplægni, og sínum alþekkta dugnaði og á ræði hefði átt veigamesta þátt- inn í framkvæmd verksins. Iiann sagði ennfremur að í goða fræðum væri getið um merki- lega gersemi, hringinn „Draupni“, er hefði þá -náttúru, I að níundu hverja nótt drupu af verkfall, sem engar líkur eru til að þeir hafi nokkuð upp úr ann að en skaðann, en kommúnist- ar hins vegar vonast eftir að verði til þess að auka glund- roðann i landinu og auðvelda valdabrölt þeirra. Fyrir það er hafnfirzkum verkamönnum nú fórnað. Það má segja, að ólíkt hafi verið á málum haldið á Akra- nesi, þar sem verkalýðsfélagið komst nýlega að samningum um stórkostlegar (kjarabætur fyrir meðlimi sína án þess, að til nokkurrar vinnustöðvunar kæmi. Er nú greitt þar nákvæm lega sama kaup og i Reykjavík og una verikamenn á Akranesi velyið, enda engin skynsamleg ástæða til að hærra kaupgjald sé greitt þar en í sjálfum höf- uðstaðnum, þar sem einna dýr- ast mun vera að lifa. En á Akra nesi voru það líka Alþýðuflokks menn, sem á málum verkalýðs- ins héldu, en ekki kommunist- ar eins og í Hafnarfirði, þar sem mjög verulegum kjarabótum og nákvæmlega sömu kjörum og í Reykjavík og á Akranesi hefir nú verið hafnað og verkamönn- um att út í fyrirhyggjulaust og •ástæðulaust verkfall. honum 8 hringar jafnhöfgir, og mælti síðan: „Óskum þess að sú náttúra fylgi þessari gersemi vorri, að af henni drjúpi á skömmum tíma viðlíka margar brýr, jafngóðar, yfir vatnsföll landsins er þess þarfnast mest. Ég hafði nokkrum sinnum áð ur séð Magnús landshöfðingja, en aldrei talað við hann. Hann var fremur lágur vexti, og ekki mjög tilkomumikil í sjón. Að þessu sinni stóð ég í mannþyrp ingunni fyrir -neðan ræðupall- ínn, og horfði á hann, meðan hann flutti ræðuna af hrífandi mælsku, og hann var alltaf að stækka í augum mínum, en stærstur varð hann, þegar hann tók ofan höfuðfat sitt í ausandi rignirigunni, og mælti með hneigðu höfði: Biðjum þá að lokum almáttug an guð, að blessa brúna og alla þá ávexti er hún getur borið, ef vér kunnum til að gæta.. Biðj um hann að gefa þjóðinni dug og dáð, áræði og framtakssemi, til að halda áfram, því sem vel er byrjað með þessu fyrirtfeki, svo að það marki nýtt tímabil í viðburðum hennar til sam- göngubóta, og öðrum samkynja fyrirtækjum þjóðinni til hag- sældar.“ Því næst lýsti hann brúna opna til frjálsrar umferðar, og gengu þeir, svo yfir hana sam- hliða fremstir, hann, Tr. Gunn- arsson og V. Ripperda verkfr. og mannfjöldinn á eftir, 2—3 samhliða, og var alls talið full Auglýsingar, sem birtast eiga í AlþýðuMaðÍKii, verða að yer» komr.ar til Auglýs- iagaskrifstofunnar í Alþýðuhúsim:, (gengið rm, frá Hverfisgötu) fyrir kl. 1 a'B kvöidL 1600 sem yfir hana fóru þá, en álitið var að 100—200 hefðu verið inni í húsaskjóli sökum veðursins; eða á víð og dreif ann arsstaðar. Ensku verkamennirn ir voru farnir heim til sín þeg- ar vígslan fór fram, og einnig brúarsmiðurinn Mr. Vaughan, en hans var vinsamlega minnst í samsæti í Tryggvaskála um kvöldið, enda var það maklegt, því hann var í orðsins beztu merkingu, heiðursmaður. Þegar leið á kvöldið efir vígsluna, fóru menn að fara ríð andi yfir brúna, sumir nokkuð ógætilega, fóru jafnvel að láta sjá hvað hestar sínir gætu hlaup ið hart á sprettinum. Þótti því sjálfsagt að setja von bráðar reglur fyrir umferð um hana, og hljóðuðu þær svo, að ekki Framh. á 6. síðu. TÍMINN gerir í aðalritstjórn argrein sinni á föstudag- inn kjör opinberra starfsmanna að umtalsefni. Þar segir meðal annars: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja, að opinberir starfsmenn eru sú stétt þjóðfélagsins, sem hlotið hefir minnstan skerf af kjarabót- um styrjaldarástandsins. I kapp- hlaupi því, sem átt hefir sér stað milli kaupgjalds og afurðaverðs, hafa þeir dregizt fullkomlega aftur úr. Meðan margir láglaunamenn hjávríkinu hafa fengið grunnkaup sitt hækkað um 25%, hafa flestar aðrar stéttir fengið grunnkaup sitt hækkað um 50—100%. Þótt slíkar hækkanir v-erði eigi að öllu leyti teknar til fyrimyndar, virðist það vera eðlilegt réttlætismél, að op- inberir starfsmenn komist til sam- ræmis við aðrar stéttir áður en haf izt verður verulega handa um -að klifra niður dýrtíðarstigann, svo að ósamræmi og ranglæti, sem hef ir skapazt milli stéttahópanna á stríðsárunum, valöi ekki óþarfri úlf úð og togstreitu við almenna nið- urfærslu. Setning nýrra laga um launa- kjör opinberra starfsmanna er einn ig þörf að fleiri ástæðum,. Það á stand, sem nú ríkir í launamálun- um, er með öllu óþolandi. Misræm- ið í launagreiðslum er hið stór- kostlegasta. Mörg störf eru upp- bætt með ýmiskonar aukagreiðsl- um og bitlingum. Vinnutími og hlunnindi hjá hinum ýmsu stofn- unum er mjög mismunandi. Þetta og margt fleira þarfnast réttláts samræmis og endúrbóta.“ í áframhaldi af þessum um- mælum minntist Tíminn á hreif ingu þá, sem nú er hafin meðal opinberra starfsmanna fyrir bættum kjörum, og á kröfur þær, sem þeir gera. Segir þar: „Opinberir starfsmenn hafa nú hafizt handa um að fá hlut sinn réttan til samræmis við aðrar stétt ir. Um það er allt gott að segja og sjálfsagt að taka þeim með velvilja og skilningi. Opinberir starfsmenn, sem er sæmilega búið að, hafa víð- ast reynzt ein bezta kjölfesta þjóð félagsins, ásamt bændum og öðrum smærri framleiðendum, gegn nið- urrifi og upplausn öfgastefna. Það væri háskalegt, ef þannig væri haldið á málum, að þeim væri kippt úr þessum farvegi og látn- ir verða vatn á myllu æsinga- manna. Seinustu mánuðina hefir einn stjórnmálaflokkur landsins látizt vera sérstakur merkisberi opin- berra starfsmanna. Það er Komm- únistaflokkurinn. Hann hefir samt ekki þurft langan tímu til að af- hjúpa það, að fyrir honum vakir annað með þessum bægslagangi sín um en að bæta fyrir málstað opin- berra starfsmanna. Liðsmenn þeirra innan samtaka opinberra starfsmanna hafa unnið að því, að krafan um verkfallsrétt yrði sett á oddinn á undan kröfunni um leiðréttingu launalaganna. Hefir þeim tekizt að koma iþessari ár sinni svo vel fyrir borð, að almennt mun svo álitið, að verkfallsréttur- inn sé orðinn aðalkrafa opinberra starfsmanna. En þetta er mikill misskilningur. Allur meginþorri opinberra starfsmanna mun líta á kröfuna um verkfallsrétt eins og firru og upplausn þjóðfélagsins, enda þekkist slíkur réttur hvergi annars staðar. Þeim er ljóst, að tá 6. e£§te.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.