Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 2
* _______^___________________ ALÞVOUBLAÐIÐ Suðurlandsför forsefans Myndin er tekin í fjörunni við Vík í Mýrdal. Stendur forsetinn í miðjum hópnum og tekur þátt í söng fólksins. Sést út yfir sjóinn og Reynisfjall og Reynisdrangar sjást í baksýn. Alþingi í gærs Dýrfíðarfrumvarpi ríkissfjómar- innar vísað fil 2. umr. o§ nefndar + ---- Frumvarpið um flugvellina til 1. umr. í n.deild Undanhaldið byrjað: Fyrirspurnir í alþingi: Breyfingar á vegar- sfæði um Hellisheiði og Svínáhraun Endurbæfur á samgöngum ausfur yfir fjsll TVÆR FYRIRSPURNIR hafa komið fram á alþingi við- víkjandi samgöngum milli Reykjavíkur og Suðurlandsund irlendisins. Það er Ingólfur Jónsson, sem ber fram báðar þessar fyrirspurnir. Fyrirspumunum er báðum beint till samgöngumálaráð- herra. Er önnur svohljóðandi: „Hvað líður rannsókn' þeirri, sem ríkisstjórninni samkvæmt þingsályktun á síðasta þingi var falið að láta fram fara, um breytingu á vegarstæði yfir Hellisheiði og Svínahraun og hvort heppilegt er að gera veg- inn steinsteyptan á þeirri leið?“ Hin fyrirspurnin er á þessa leið: „Hvað líður störfum nefndar þeirrar, sem skipuð var sam- kvæmt þingsályktun s. 1. vetur til þess að gera tillögur um gagngerðar endurbætur á sam- göngum frá Reykjavík austur yfir fjall?“ Fjórða fSokks mótið hefsi í kvöid HAUSTMÖT yngstu knatt- spyrnu kappanna, fjórða flokks, hefst í kvöld. Þeir sem elstir mega keppa í þessum ald- ursflokki eru piltar allt að 12 ára gamlir. Þátttakendur í mótinu verða: K. R., Fram, Valur og Víking- Frh. á 7. síðu A TKVÆÐAGREIÐSLA um dýrtíðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar fór fram í neðri deild í gær. Var sam- þykkt að vísa frumvarpinu til 2. umræðu með 17 atkv. gegn þremur og samþykkt að vísa þ>ví til fjárhagsnefnd ar með 18 samhl jóða atkvæð um. Stefán Jóhann Stefánsson gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að. enda þótt hann væri andvígur frumvarpinu, sæi hann ekki ástæðu til að leggj- ast gegn því, að frumvarpið gengi til 2. umræðu og hlyti athugun í nefnd, og greiddi hann því atkvæði með því. FLUGVELLIRNIR Þá var ennfremur til 1. um- ræðu í neðri deild frumvarp ríkisstj órnarinnar um flugvelli o. fl. Samgöngumálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Upplýsti harin, að frumvarpið væri samið af þrigeia manna nefnd, er kvödd hefði verið til að fjalla um þessi mál á s. 1. vetri. í nefndinni áttu þessir menn sæti: Vegamálastjóri, Geir H. Zoega, framkvæmda- stjóri Flugfálags íslands, Örn Johnson, og flugmálaráðunaut- ur ríkisins, Agnar Kofoed-Han sen. Að lokinni framsöguræðu ráð herrans tóku nokkrir þinvmenn til máls og var frumvarpinu að því búnu vísað til 2. umræðu og nefndar. j ílandíðaskólinn hefur nýlega Mtið prenta náms- skrá með ítarlegum upplýsingum um ,starfsemi skóMns og kennslu í sérstökum deildum hans og náms greinum. Námsskráin er sérprent- un úr Lögum og reglum um skóla og menningarmál á ísMndi, sem fræðslumáMstjórnin hefir gefið út. Þeir, sem óska að kynnast starf- semi skóians geta fengið náms- skrána ókeypis í Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti. 22. — Aðsókn að skóMn- um er mjög mikil eins og fyrr og eru sumar deildir hans nú þegar fullskipaðar. Kommúnisfar þorðu ekki annað en að hætta við Naffaverkfallið Þeir sáu að verkalýðurinn ©g almenningur er búinn að fá nóg af brauki þeirra Ámerískf blað segir: 'T' ILKYNNING kommún- ista um að hætt sé við verkfall það, sem þeir höfðu hoðað gegn Nafta hefir að vonum vakið mikla eftirtekt. Dylst engum að þeir hafa á síðustu stundu mist kjarkinn og ekki séð sér annað fært en að hætta við það högg sem þó svo hátt hafði verið reitt. En þrátt fyrir það, þó að þeir hafi nú afturkallað verkfallið verður því aldrei gleymt í verkalýðshreyfingunni og með þjóðinni yfirleitt, að þeir ætl- uðu sér að rjúfa gerða samn- inga, að stöðva allar samgöng- ur, án þess að það gæti komið ver'kalýðnum að nokkru gagni og hlaut að verða honum til tjóns —- og að stöðva alla mjólkurflutninga til bæjarins. Því verður ekki gleymt að með því að hefja þetta verkfall ætl- uðu þeir að koma af stað stór- deilu, er gat leitt til allsherjar- öngþveitis, því að um leið og samgöngurnar stöðvuðust urðu ' allir bifreiðastjórar atvinriulaus ir, siglingar hættu, mjólkurbúð unum var lokað og allt komst á ringulreið. Enda munu komm únistarnir sjálfi.r sjá svo um, að þetta gleymist ekki, því að æfintýrapólitík þeirra í verka- lýðsmálunum stefnir að h^' Þeir álitu aðeins oð ið væri ekki komiðl Það er óhjákvæmilegt að slíkt framferði stjórnenda í verkalýðsfélögunum verði verka lýðnum sjálfum til tjóns. Og í vörn sinni gegn tjóninu 'af ráðs mennsku kommúnista getur verkalýðurinn e'kkert annað gert en að rísa upp, setja hnef- ann í borðið við hina kommún istísku braskara og krefjast þess að þeir víki úr störfum og að þeir skili þeim í hendur verkamannanna sjálfra. Kommúnistarnir í stjórn DagSbrúnar hafa hrokkið til baka — etið ofan í sig stóryrð- in og lyppast niður. Alþýðu- blaðið varaði við þessari flugu mennsku kommúnista gegn verkalýðssamtökunum og al- menningi og þess vegna hapr- ast þeir nú gegn því. Alþýðu- blaðið er köllun sinni t Það hefur frá upphafi verið málsvari verkalýðshreyfingar innar. Það sér það að komm- únistar eru að skaða verka- lýðssamtökin og það varar við því. Kommúnistar reyna að kæfa alla gagnrýni á gjörðum þeirra, Þess vegna eru þeir með fá- bjánálegar yfirlýsingar og sam þykktir gegn þessari gagnrýni. Það er sami andinn og nazist- og kommúnistar beita alls stað ar. En kommúnistum mun ekki takast að kæfa gagnrýnina. Alþýðublaðið mun framvegis eins og hingað til fletta ofan af misgjörðum. þeirra í verka- lýðsmálunum, sem stefna að því að skapa algera ringulreið i samtökum alþýðunnar og starfi þj óðarheildarinnar. Kommúnistar í stjórn Dags- brúnar hafa staðnæmst á miðri leið, dregið inn klærnar og hætt við áhlaupið. Björn Biarra son í Iðju heldur hins vegar á- fram. Verkfall hans heldur hi fram. Verkfall hans 'hefur nú staðið hálfan annan mánuð. Upplausn Iðju stendur fyrir j Frh. á 7. síðu ‘ Bandaríkjamenn ælla ekki að sfæla Hifier Vísar á bug ölfum áróðri um bækisföðvar á íslandi eftir sfríð ir\ETROIT FREE PRESS birti 29. ág-úst ritstjórnar- grein um ísland, þar sem tekin er mjög ákveðin afstaða gegn öllum áróðri í þá átt, að Banda ríkin haldi þeim bækistöðvum eftir stríð, sem þau hafa nú. I greininni segir meðal ann- ars: „Með fáum velvöldum orðum vísaði utanríkisráðherra íslands Vilhjálmur Þór, á bug þeim á- róðri, sem hafður hefur verið í frammi um að Bandaríkin héldu þeim bækistöðvum, sem þau hafa nú á íslandi. Oss voru látnar þessar bækistöðvar í té með því skilyrði að „þegar er núverandi hættuástandi í milli ríkjaskiptum er lokið, verði allur slíkur her og sjóher kall- aður heim“. íslendingar vænta þess að vér stöndum við þessa skuldbindingu. Það munum vér gera. Banda^íkjamenn hafa sem þjóð ekki tilhneigingu til að stæla Hitler“. (Samkvæmt fregn frá upp- lýsingaskrifstofu Bandaríkja stjórnar í Reykjavík). Kveðjur frá þýzkum sftíðsföngum á heimleið EINS og skýrt hefir verið frá í fréttum, fór nýlega fram fangaskipti bandamanna og Þjóðverja í Gautaborg. Með al þýzku fanganna voru nokkrir Þjóðverjar héðan, sem setið hafa í fangabúðum í Englandi, iog fara hér á eftir skeyti, sem borizt hafa hingað í gegnum Rauða krossinn frá þeim, með tilmælum um að efni þess verði birt hlutaðeigendum.. Skeytið er svohljóðandi: Við erum komnir heilu og höldnu til Gautaborgar og send um innilegar kveðjur öllum ætt ingjum og vinum. Heimberg Betke, Carl Bill- ich, Rudolf Ghamphausen, Erik Dalm, Karl Haake, Hans Hasel er, Alfred Heinicke, Walther Kratsch, Bruno Kress, Paul Meinhardt, Rudolf Noah, Jacob Ruckert, Heiny Scbeiter, Her- bert Steinmann, Heinrich Teg- eder, Ernst Thelen, Edmund Ullrich, Eliger Urban, Gerd Will og Heinrich Wöhler. . .Leikfélagið og' Tónlistarfélagið biðja allt aðstóðarfólk á leik- sviði og alla leikara, sem unnu við sýningar á Pétri Gaut í vor, að mæta í Iðnó ki. 8.30 í kvöld, þar eð ætlunin er að hefja sýningar é ný eins fljótt og auðið er. Miðvikudagur 13. sepf. 1944 Ungurmaðurdeyraf völdum eifurlofts Fannsf örendur é bifreið í skúr við Langholf SÍÐASTLIÐINN sunnudag kl. 12.30 á hádegi fannst maður örendur inni í bifreiðar- skúr á Langholti hér innan við bæinn. Við rannsókn kom í Ijóe að maðurinn hafði látizt af yöW um eiturlofts, kolsýrings. Maður þessi hét Emil Krist- jánsson og var á nítjánda ári, Átti hann heima í Langholti, en á laugardagskvöldið fór hanjt niður í bæ og ætlaði á bíó, em kom ekki heim fyrr en um mið nætti og hefir verið búið að loka húsinu, og hann efþki komist inn, því í smekklás hússhurðar innar fannst lykill hans brotinn, Hefir Emil þá farið inn í bifreið arskúrinn og lagst til svefns í bifreið sem stóð þar inni, en hef ir sett vélina í gang, sennilega í því augnamiði að hita bifreiðina upp. Emil var reglumaður á áfengi, svo ekki er því til að dreifa, að hann hafi verið drukkinn. Álþingi: Tvö frumvörp um hah arbæiur í Aðalvík Fluff af Sigurði Bjarnasyni og Barfe Guðmundssyni r | ’ EIR þingmennirnir, Sigurð ur Bjarnason og Barðs Guðmundsson, hafa flutt í neðri deild tvö frumvörp um hafnar- bætur í Norður-ísaf jarðarsýsliio. Fjallar annað fruíhvarpið um lendingarbætur í Sæbóli í Að- alvík og hitt um lendingarbæt ur á Látrum í Aðalvík. Frumvörp þessi eru sam- hljóða. Skal samkvæmt þeim ■greiða úr ríkissjóði helming. kostnaðar við lendingarbætur á báðum þessum stöðum, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum allt að 20 þús. kr. á hvorum stað, gegn jafnmiklu tillagi annars staðar að. í greinargerð segir, að frá báð um þessum stöðum hafi um langan aldur verið sóttur sjór á hiri fiskisælu mið við Aðalvík, en sjósóknin miklum erfiðleik- um háð vegna hafnleysis og brimasamrar lendingar. Bæði þessi frumvörp voru á dagskrá neðri deildar í gær. Var þeim vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. VEGARSTÆÐI AÐ ÖGRI Þá hafa sömu þingmenn flutt. í neðri deild tillögu til þingsá- lyktunar um fullnaðarákvörðun vegarstæðis að Ögri. Tillagan er svohljóðandi: „Neðri deild alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram á næsta sumri fullnað arákvörðun vegarstæðis frá Múla í ísafirði að Ögri. Jafn- framt verði gerð kostnaðaráætl un um vegargerðina.“ í greinargerð er skýrt frá þviý að vegur sá, er hér um ræðix, myndi bæta mjög úr tilfínnan- legum samgönguvandræðum í þrem hreppum í Norður-ísa- fjarðarsýslu: Nauteyrar- Reykj arfjarðar- og Ögurhreppi, auk þess sem með honum skapaðist stórbætt aðstaða ísafjarðarkaup staðar og sjávarþorpanna út með Djúpinu til að afla mjólk- ur, sem nú skortir tilfinnanlega á þessum stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.