Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 4
1 4LÞYÐUBLAÐKÐ Miðvikudagur 13. sept. (jtgefandi: Alþýðuflokburinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- E-ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4nCl og 4902. Símar afer^iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðu orentsmiðjan h.f. Stjórnin og dýrtiðarmálin. JJALDAN hefir það komið eins átakanlega í ljós og við útvarpsumræðurnar um dýr tíðarfrumvarp stjórnarinnar á altþingi í fyrrakvöld, hve ó- heppilegt það er í þingræðis- landi, að stjórnin sé skipuð ut- anþingsmönnum, án nokkurs stuðningsflokks, hvað þá held- ur stöðugs sambands eða sam- vinnu við meirihlutann á þingi. Það var viðurkennt af báð- run þeim ráðherrum, sem töl- uðu af hálfu stjórnarinnar, að hún teldi tillögur sínar hvergi aiærri þær einu, sem til greina gætu komið til þess að stöðva hina yfirvofandi nýju dýrtíðar- flóðöldu. En engu að síður samdi stjórnin dýrtíðarlagafrum var sitt án nokkurs samráðs við þingið eða flokka þess, og hafði ekki einu sinni þá varúð að bíðá með að leggja það fram þar til sá tími var útrimrf'r- sem hún hafði þó veitt f-lokk- unum til athugunar og athuga- semda. Slík vinnubrögð kunna vitan lega ekki góðri lukku að stýra þar, sem eins er ástatt og hér Jijá okkur nú, — að stjórnin er skipuð utanþingsmönnum ein- um og þingið, að því er frekast verður séð, öldungis ófærf til þess að mynda nýja stjórn í hennar stað. Enda er nú kom- ið, sem komið er: Dýrtíðarlaga- lagafrumvarp stjórnarinnar hef ir fengið alla flokka þingsíns á móti sér, og forsætisráðherra lýst því yfir, að stjórnin muni hiðjast lausnar, ef ný stjórn hafi enn ekki verði mynduð innan þings, eða samkomulag náðst um dýrtíðarráðstafanir, sem hún telji viðunandi, fyrir 15. september. * . Það er nú .hins vegar, sann- ast að segja, erfitt að sjá, hvað við það væri unnið, að núver- andi stjórn bæðist lausnar meðan enginn möguleiki er sjá anlegur til þess, að þingið geti myndað aðra í hennar stað. Því að hvað myndi það þýða ann- að, en að henni yrði af forseta falið að fara áfram með völd, eða að önnur utanþincrc-<'+'i^rn yrði mynduð í hennar stað, þar íil þinginu hefði tekizt að mynda stjórn eða tímabært þætti að láta fara fram nýjar kosningar? En fyrir hinu er ekki hægt að loka augunum, að eitthvað verður að aðhafast í dýrtíðar- málunum, og það fljótt, ef ekki á illa að fara. Þ. .15. september gengur hin nýja, hækkaða vísi tala landbúnaðarframleiðslnn-- ar í gíldi, og þá skellur fyrirsjá anlega ný flóðalda dýrtíðarinn ar yfir, ef ekkert hefir verið að gert til þess að verja þjóð- ina fyrir henni. En því betur eru, eins og við- kennt er, jafnvel af stjórninni, fleiri leiðir til þess, að gera það, en að samþykkja hið stórvar- hugaverða dýrtíðarlagafrum- varp hennar, sem í aðalatriðum Ræða Emiis Jónssonar um dýrlíðarmálin á alþingi í fyrrakvöld: íðarlagalrumvarp, sem stefnir úi mu ófæruna og gerðardómslögin ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í dag fyrri hluta hinnar athygl- isverðu ræðu, sem Emil Jónsson flutti fyrir hönd Al- þýðuflokksins við útvarpsumræðurnar um, dýrtíðarlagafrum varp stjórnarinnar á alþingi í fyrrakvöld, þ. 11. þ. m. Síðari hluti ræðunnar mun hirtast í blaðinu á morgun. ____________________________________________ EG vil fyrst með nokkrum i orðum gera grein fyrir i hvernig frumvarp það, sem hér liggur fyrir, ber að. Með bréfi dags. 30. f. m. mótteknu rétt um það leyti, sem alþingi var að koma saman, var flokkun- um sent frumvarp þetta, sem algert trúnaðarmál, til athug- unar. Óskað var eftir, að svör flokkanna væru komin ríkis- stjórninni í hendur eigi síðar en 10. þ. m. Virtist því mega álíta, að flokkarnir hefðu mál- ið til athugunar þessa tíu daga, og að ríkisstjórnin mundi að þessUm tíma liðnum taka til i athugunar svör flokkanna. En þetta fór á annan veg. Áður en kunnugt var um svar flokk- anna, er málinu útbýtt á al- þingi, eins og engra tillagna hefði verið leitað, þann 5. þ. m. að ég ætla, og útvarpsum- ræður ákveðnar einnig áður en svörin komu. Nú vil ég spyrja hæstvirta ríkisstjórn, hvort hún álíti, að svona vinnubrögð séu vænleg til góðs árangurs, í svo stóru máli? En þetta er því miður ekkert nýtt. Hv. ríkisstjórn hefur við haft þessi vinnubrögð oft áð- ur, eða svipuð. Hún ákveður að fara sínar leiðir, hvað sém flokkunum líður og án samráðs við þá, og því fer oft sem fer, að árangurinn verður ltyill eða enginn. Éf einhver alvara hefði fylgt, hefði vitanlega átt að reyna samvinnu við flokkana, gera að minnsta kosti tilraun- ina alvarlegar heldur en hér hefur verið gert og sjá svo til hver útkoman yrði. Þetta er um formshlið máls- ins. AnrsáEI dýrtíöarmá!- anna. Enda þótt það hafi oft verið gert áður, bæði af mér og öðr- um, í útvarpi og annars staðar, tel ég vera nauðsynlegt, að rifja upp fyrir sér, í upphafi, í mjög stórum dráttum, gang dýrtíðarmálanna í heild, til þess að geta betur gert sér grein fyrir, hvaða ráð hafa verið ráðin í þessum málum, hvaðan þau hafa komið og hvernig þau hafa reynst. gengur út á að lögbjóða lækkun Ibæði kaupgjalds og atfurða'verðs. iSú leið, sem talsmaður Alþýðu- flokksins benti á undir útvarps umræðunum á alþingi í fyrra- kvöld, að revna að festa núver andi kaupgjald og afurðaverð með frjálsum heildarsamning- um aðila í því skýni að stöðva dýrtiðarflóðið, er miklu líklegri ti\ árangurs, en leið lögþving- unarinnar, efcki sízt nú eftir að stjórn Alþýðusambandsins hef- ir lýst sig þeirri leið meðmælta að fenginni nokkurri samræm- ingu á núverandi kaupgjaldi í landinu. Og það væri því ein- kennilegt, ef sú leið væri að minnsta kosti ekki reynd til hlítar, áður en farið væri út á braut beinnar lögþvingunar, svo illa sem hún hefir gefizt okkur í dýrtíðarmálunum hing að til. En að sjálfsögðu þarf nú að hafa hraðann á. * Það er að vísu til flokkur í landinu, sem enga lausn villl á Ef við hverfum aftur til árs- ins 1939, finnum við fyrstu aðgerðirnar: 1) Hlutfallið milli kaupgjalds láglaunaðra verka- manna og verðlags landbúnaðar afurða var sett fast, eins og það þá var. 2) Húsaleigan var fest. 3) Verðlagseftirlitið skerpt og 4) Bönnuð hækkun á útlánsvöxtum banka. Árið 1940 voru tengslin slit- in. sem bundin höfðu verið milli kaupgjalds og verðlags landbúnaðarafurða. Árið 1941 fékk ríkisstjórnin þáverandi heimild til: 1) Að láekka tolla af nauðsynjavörum og jafnvel til að fella þá niður með öllu, áf sumum vöruteg- undum. 2) Að ákveða farm- gjald af vörum. 3) Að verja fé úr ríkissjóði til uppbóta styrkt- ar og verðjöfnunar. 4) Að inn- heimta ýmsar aukatekjur í þessu skyni. Þessar heimildir notaði ríkisstjórriin ekki nema að litlu 1 eyt i, og þó of seint og dýrtíðin hélt áfram að vaxa. Síðari hluta þessa árs bar Al- þýðuflokkurinn fram sínar til- lögur: 1) Samræming verð- lagseftirlits hjá einum aðila og skyldi taka til innlendra jafnt sem erlendra vara. 2) Fastari grundvöll fyrir verðlagseftirlit að að starfa. á. 3) Afnám tolla á ýmsar nauðsynjavörutegundir. 4) Lækkun farmgjalda. 5) Stofnun dýrfcíðarsjóðs o; fl. Á þessu haustþingi. 1941 gerðist þó ekkert jákvætt og hvorki þessar tillögur né aðrar náðu fram að ganga. Um áramótin 1941 og ’42 gerðust aftur þeir atburðir, sem öllum eru enn' í fersku minni, þegar gerðardómslögin voru sett og stjórnarsamvinnan rofnaði. Síðustu aðgerðir af hálfu al- þingis eru svo breytingarnar á dýrtíðarlögunum 1943, þar sem nefnd sex manna er falið að ákveða hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags, og á- kvæðin um að greiða úr ríkis- sjóði það, sem á vantar að bændur fái fyrir framleiðslu sína það verð, sem sex manna nefndin lagði grundvöllinn að og hagstofan síðan reiknar út. Þetta er í stuttu máli ann- áll þess, sem gerzt hefur í dýr- tíðarmálunum frá ársbyrjun 1939 og til þessa dags. dýrtiðarmálunum, þótt hann tali nú fagurt um frið og samstarf bæði innan þings og utan, held ur áframhaldandi upplausn á öllum sviðum þjóðlífsins og því situr á svikráðum við allt og allá. Sumar af þeim vinnudeilum, sem nú eru háð- ar, gætu meira að segja vakið nokkrar efasemdir um það, ’hver hugur fylgi máli í um- ræðum þeim, sem nú eru byrj- aðar um heildarsamninga í því skyni að stöðva verðhækkanirn ar og kauphækkanirnar, og þar með dýrtíðarflóðið, \í næstu tvö ár. En látum það þá koma fram, hver ófarnað þjóðarinn- ar vill og hver að honum vinn- ur. Það er að minsta kosti ekki líklegasta leiðin til þess að af- stýra honnm, að hlaupa frá ölllu saúian og láta þá, sem glundroðann og upplausnina vilja, nú einnig fagna því, að landið sé stjórnlaust, eftir að þeim hefir tekizt að gera þing- ið lítt eða ekki starfhæft. Stefría ASfjýðufiokEís- ; ins Afstaða Alþýðuflokksins til þessara mála hefur alla tíð verið í meginatriðum hin sama, og kemur fram í tillögum þeim, sem bornar voru fram í frum- varpsformi 1941 og áður er lauslega getið. Alþýðuflokkurinn átti þátt í að húsaleigulögin voru sett 1939, og má fullyrða, að þau 'hafi í aðalatriðum náð til- gangi sínum. Þó að þau í ein- stöku tilfellum komi óþægi- lega við og séu erfið í fram- kvæmd, hefur þó með þeim tekizt að hafa mjög veruleg á- hrif í þá átt, sem til var stofn- að, að haldc*' dýrtíðinni niðri, eða hvernig ætli húsaleiga væri í Reykjavík, og reyndar víðar nú, ef hömlur hefðu ekki verið á hana lagðar? VISIR gerir útvarpsumræð- urnar á alþingi um dýrtið arlagafrumvarp stjórnarinnar og boðskap forsætisráðherra, að stjórnin muni biðjast lausn ar, ef ekki næst samkomulag við þingið um dýrtíðarmálin fyrir 15. september, að umtals- efni í íritstjórnargrein í gær. Segir þar meðail annars: „Kommúnistar virtust hvetja mjög til kosninga, enda er vitað að fyrir þeim hefir vakað frá upp hafi að gera ríkisstjórninni ómögu legt að sitja að völdum ,og stjórna með sæmilegum árangri, og til þess er fyrst og fremst stofnað til þeirra verkfalla, sem nú hefir ver ið efnt til. Kommúnistaar telja heppilgt að efnt verði til kosninga þegar á þessu hausti, og ýmsir samningamenn hinna flokkanna telja það ekki úr vegi, með því að meiri og betri árang- ur muni nást af væntanlegum samningum, ef fjögra ára þing- setutímabil sé framundan, en nú er farið að styttast í því, svo sem vitað er. Það eitt er víst, að stjórnin segir af sér, en hitt er eftir að vita, hvort hún situr áfram og hvort kosningar fara fram í haust eða ekki, — enda engan veginn úti- lokað að láta þær dragast fram á vorið. Úr þessu fæst vafalaust i skorið næstu daga.“ Sennilega er það rétt hjá : Vísi, að kommúnistum sé nú af ýmsum ástæðum mjög í mun að fá kosningar heldur í haust en í vor, og mætti máske af því ráða, að þeim sé farið að þykja nofckuð tvísýnt um fram gang sinn á næstunni. Og væri það sannast að segja engin Þá hefur flokkurinn ávallt haldið því fram, að réttlátasfc væri, að binda verðlag landbún- aðarafurðanna við kaupgjaM verkamanna, ef ætti að binda það á annað borð, í því hlut- falli, sem var á milli 1939, en ekki á þann hátt, sem gerfc var af sex manna nefndinni. Þetta hefur svo oft verið rætt og rökstutt af okkur, að ég hirði ekki um að fara frek- ar út í það hér. Lærciémar reynsi- unnar Hvað má svo af þessum að~ gerðum læra? Hverjar hafa reynzt miður? Og hvernig verður stefnan bezt mörkuð í framtíðinni út frá þeirri Framh. á 6. síðu. furða. Á öðrum stað minnist Vísir í gær' á þá ákvörðun kommún- ista að hætta við hið boðaða. ,,samúðarverkfaH“ sitt hjá Nafta. Visir segir um það und- an-hald: „Kommúnistar hugðust að setja Reykvíkinga í svelti um óákveðinn tíma, til þess að koma kröfum sín- um fram í verkföllunum. Hugsuðu þeir sér að meina sjúklingum, ungbörnum og gamalmennum aS njóta venjulegra og nauðsynlegra lífsþæginda. Syndikalistarnir inn- an kommúnista flokksins töldu þetta heppilega leið og trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar, — sem að víslu kafnar undir nafni, — hafði samþykkt hana. En er til fram- kvæmdanna kom greip þá beygur, -— enda beygðu þeir hjá. Komm- arnir mættu minnast þess, að ár- ið 1920 var ástandið í Kaupmanna- höfn ekki ósvipað því, sem hér er nú. Syndikalistar höfðu náð meiri hluta innan verkalýðshreyingar- innar og efnt til verkfalla og' alls- herjarverkfalls. Borgararnir risu upp og tóku völdin í sínar hend- ur. Þeir unnu sjálfir þau verk, sem vinna þurfti. Syndikalistar ultu úr völdum og hafa aldrei náð neinum teljandi áhrifum í Dan- mörku síðar. Slík verður raunin einnig hér, er á reynir. Kommún- istar verða ekki framtíðarflokkur verkalýðsins, en til þess að sann- færast um slíkt þurfa sumir verka menn vafalauts að reka sig á stað reyndirnar, sem þeir sjá ekki nú, og það getur orðið fyrr en varir.“ Og þá mun það sannast á kommúnistum, eins og svo oft áður, að það gengur óiíkt fljót- ar ofan brekkuna, en upp hana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.