Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. sept. 1944 ALÞYÐUBLA0IB @ sínu — Mennirr þeirra — Langþráð bók er riazisminn hrynur — Hugmynd J\ nctiii’vnll MÉR VARÐ gengiff suður með tjörn í fyrra dag og inn í Hljómskálagarð, meðfram sefrunn unum þar. Það var kalt og: hráslaga legt veðUr og það var hálfgert haust í mér. Ég staðnæmdist við sefrunnan, eða hvað menn vilja kalla þá og þá sá ég að búið var aff slá þá’ og aðeins stóðu eftir harff ir broddarnir í vatninu. Mér rann 4il rifja er ég sá aff fuglarnir voru þarna inn á milli broddanna með ungana sína til að leita sér skjóls, en þar var ekkert skjól aff finna, áffur meðan þarna var hátt gras leituffu þeir skjóls í því og fundu það. SVONA . GETUR ónærgætnin verið slæm. Mennirnir, sem þarna fóru um með ljáinn hefðu átt að skilja eftir dólítinn skúf 'handa fugl unum, þeir hefðu átt að muna eftir þessum íbúum tjarnarinnar og vin- um okkar Reykvíkinga og skilja eftir handa þeim svolítið skjól fyr- ir hretunum. En ef til vill hafa þeir hugsað sem svo að fuglunum væri ekki vandara um en öllum þeim mörgu í þessari borg, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla — og það er að minnsta kosti mann legt. ’ BÓKIN „ÚR ÁLÖGUM“ eftir Jan Valtin (Richard Krebs), síðara bindi í þýðingu Emils Thoroddsen er nú að koma út. Hefir útgáfa þessa bindis dregist óhæfilega lengi vegna ýmissa ástæðna og þrátt fyr ir þrálátar fyrirspurnir þeirra sem fengu fyrsta bindið og lásu það af mikill forvitni. Fer svo vel á því að síðara bindið komi út í sama mund sem allt \ kerfi hins þýzka nazisma er að hrynja, 'því að í sann leika má segja að um leið losni þjóðirnar úr álögum. ÞETTA BINDI verður ekki fé- lagsbók M. F. A. enda gefur félagið ekki út þetta bindi og hefir mörg önnur járn í eldinum um þessar mundir. Af fyrra bindinu seld- ust á 5. þúsund eintaka, en upplag þessa bindis er miklu minna svo að ekki geta allir fengið það sem fengu fyrra bindið. Af þessum sök- um er rétt fyrir menn að panta þetta bindi hjá MFA, í bókaverzl- un Braga Brynjólfssonar, því að þeir ganga að sjálfsögðu fyrir sem panta það. ÞETTA BINDI segir aðallega frá viðskiptum höfundarins við leyniþjónustu þýzku nazistanna og eru þar lærdómsríkar frásagnir og ótölulegur grúi æfintýra, sem skýra fyrir mönnum marga þá atburði, sem síðan hafa gerst. Þessi bók hefir alls staðar þar sem hún hefir verið gefin út selst ákaflega mikið og víðast orðið metsölubók. Verði þessa bindis verður mjög stillt í hóf, en það mun enn ekki ákveðið til fullnustu. HARALDUR HÁRFAGRI og Ragnhildu'r á rauðum sokkum skrifa mér í sameiningu eftirfar- andi bréf: „Við höfum fengið mjög góða hugmynd, sem okkur finnst þess verð að hún komi fram. En hún er i stuttu máli þessi: Eins og öllum Reykvíkingum er kunnugt er Austurvöllur nú orðin einhver fallegasti bletturinn í Reykjavík, með sínu mikla blómaskrúði. En gallinn er bara sá, að blómin njóta sín ekki sem skyldi, vegna þess að steinaröðin sem stendur með fram þeim er svo dökk, nefnilega bak- grunnurinn." „NÚ VITA ALLIR, sem ein- hverja hugmynd hafa um sam- setningu lita, að hinn rétti bak- grunnur til að framkalla liti er hinn hreini l'jósgrái litur. Þess vegna er ítillaga okkar sú að garð- yrkjuráðunautur bæjarins láti mála steinana áður nefndum lit. Það er synd að þetta hefir ekki verið gert fyrr, því að ef þetta yrði gert mundu allir sjá hvað það hefði mikla fegrurt í för með sér. Við skrifum þér þetta í þeirri von að þú komir þessu á framfæri í blaði þínu, og að hugmyndin nái fram að ganga.“ Ég geri það hérmeð. Ég veit að garðyrkjuráðunauturinn er mikill smekkmaður, auk þess sfem hann er dugnaðarforkur. Hann fram- kvæmir því hugmyndin, ef honum lýst vel á. hana. Hannes á horninu. Úska efftir að gjörast áskrifandi að IS í skinnbandi — — óbundinni. (nafn) (heimili) Sendist til: Helgafellsútgáfan. Box 263. Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu. Heimskríng Yfirmenn innrásarinnar. Á mynd Iþessari sjá-st þeir Dwight D. Eisenhower, (til vinstri) yfirmaður alLs innrásarbers bandamanna og Alan G. Kirk, sjóliðsÆoringi, (til hægri) yfirmaður innrásarfloitans. Myndin var tekin á herskipi úti fyrir Frakiklandsströnd, þegar innrásin var gerð, og fylgjast inn- rásarforingj arnir með hernaðaraðgerðum uppi í landi. I aðalbækistöð Essenhowers Þegar innrásin var gerð. "0 YRIR fjórum árum, áður ( en síðasti hermaður brezka hersins kvaddi Dunkirkströnd, fól Winston Churchill, forsætis ráðherra Breta, nok'krum her- foringjum að starfa að því að skipuleggja innrásina á megin landið. Þá, og raunar mun leng ur, virtist slíkt hin furðuleg- asta og hjákátlegasta ráðstöf- un. En þegar ráðstefnan í Casa blanca var haldinn á öndverðu árinu 1943, var augljóst, að inn rás myndi gerð á meginland Ev rópu fyrr en síðar, enda nam þá áætlun nefndarinnar um inn rásina fjórum stórum bindum. iÞað var ákveðið fyrir ári sið- an, hvar innrásin skyldi gerð. Roosevelt og Churchill og her- ráðunautar þeirra tóku þá á- kvörðun á ráðstefnunni í Que- bec í ágústmánuði árið 1943. Það var ákveðið að minnsta kosti átta mánuðum áður en inn rásin var gerð, að 'hún skyldi hafin á tímabilinu frá því í maí ‘lok og jþar til í miðjuní júní árið 1944. Roosevelt forseti tilkynnti Stalin marskálki þetta á ráð- stefnunni í Te'heran í nóvem- ber árið 1943. Hins vegar skyldi Eisenhower lein/ráðiír um það að ákveða innrásardaginn. Stal in marskálkur var hinn ánægð- asti með þessar ákvarðanir. Þegar Eiisenhower hershöfð- ingi. kom til Lundún^ í janúar- mánuði síðast liðnum. gerði hann áætlun um það, hvað hann imyndi þarfnast mikils herafla og mikilla ihergagna. til innrás- arinnar. Þegar séð hafði verið fyrir þessum þáttum undirbún ingsins, ákvað Eisenhower, að innrásarvikan skyldí verða milli þriðja og tíunda júní. En hins vegar lét Eisenhow- ] er engum í té upplýsingar um það fyrirfram,- hvaða dag inn- rásin skyldi hafin. Fjórum eða fimm vjkum áð- ur en innrásin hófst, var bæki ’stöð innrásarhersinis flutt frá Lundúnum til Ermarsunds- strandar og fvrir komið skammt frá hafnarbæjunum og strönd- inni, þaðan sem innrásarbátarn ir skyldu leggja unp á þennan sérstæðasta herleiðangur. sem veraldarsagan kann frá að greina. Aðalbækistöð innrásarhersins var fyrir komið í stóru og forn fálegu húsi, sem hafði séð sinn fífil fegri og stóð í garði skrýdd um skógartrjám. |T2L REIN ÞESSI er þýdd úr tímaritinu Reader’s Di- gest og er eftir Allan A. Mic- hie, en hann er fréttaritari þess tímarits á vígstöðvunum í Frakklandi. Fjallar þessi grein hans um það, er innrás in á meginlandið var gerð, svo og undirbúning hennar, en greinarhöfundur tók þátt i í innrásinni. Mun mörgum ! þykja fróðlegt að lesa lýsingu ’ sjónarvotts á þessum einstæð- asta herleiðangri, sem verald- arsagan kann frá að greina. Margvísleg upplýsingagögn streymdu til húss þessa dag ihvern. Þar var safnað saman Ijósmyndum, sem hugdjarfir flugmenn höfðu tekið yfir Nor- mandieströndum, er sýndu, að Þjóðiverjar ihöfðu lagt tundur- duflum af fimm gerðum úti fyr ir ströndinni og gert ýmsar fleird ráðstafanir til þess að varna því að innrásaribátar 'bandamanna lentu þar heilu og höldnu. Þær sýndu og þýðingarmiklar brýr og járnbrautarstöðvar, sem jafn aðar 'höfðu verið við jörðu í loft árásum. Loftsóknin til undir- búnings innrásinni hófst fyrir alivöru /átta vikum fyir innrás- ardaginn, og binn sjötta dag júnímánaðar höfðu áttatíu og tvær jánr'brautarmiðstöðvar íhandan Atlantsihaf sveggj ar ins verið jafnaðar við jörðu, og flest ar brýr á leiðinni til Cherbourg skaga höfðu verið sprengdar í loft upp, en það torveldaði Þjóð verjum að sjálfsögðu mjög að- drætti á birgðum og varaliði. En bandamenn Urðu að sjálf- sögðu að halda uppi loftárásum lá :m,jög vlíðóttumikið landsvæði til þess að Þjóðverjum væri ékki auðið að renna grun í það, hvar innrásin myndi verða gerð. Nokkrum dögum áður en inn rásin var hafin, var hafizt handa um að hreinsa til á Ermarsundi. Tundurspillar, flugvélar og tund urduflaslæðarar bandamanna voru þar að verki og.könnuðu gervallt sundið. Það var ómögu legt fyrir kafbáta Þjóðverja að koma upp á yfirborðið nema verða hséfðir sprengjum þegar í stað, svo að þeim varð þar að sjálfsögðu ekki við vært, því að e'kki geta kafbátar verið sí- fellt í kafi. E-bátar og R-bátar Þjóðverja voru hraktir til stöðva sinna, svo að ek'ki staf- aði innrásaúflota bandamanna hætta af þeim. Stærri skip brezka heimavarnarflotans sigldu fram og aftur um Norður sjóinn og voru reiðubúin til þess að leggja til atlögu við hin stærri herskip Þjóðverja, ef þau skyldu hætta sér á vettvang. Auk þessa bárust upplýsingar sem studdust við ljósmyndir, um stórar fallbyssur, sem Þjóð verjar höfðu komið fyrir úti við ströndina og voru svo vendilega faldar, að bandamenn höfðu ekki orðið þeirra varir til þessa. Skömmu áður en innrásin var gerð, sagði þýz'kur undirforingi skilið við foringjann og þröngv að frönskum fiskimönnum til þess að ferja sig yfir Ermar- sund til strandar Englands. Hann lét bandamönnum í té þýð ingarmi'klar upplýsingar um varnir Atlantshaifsiveggjarins á Normandieströndum. En þegar ihér var komið sögu, fór Iþví alls fjarri, að Atlantshafs- véggurinn væri bandamönnum hulinn dómur framar — öðru nær. Bretar höfðu fyrir löngu æskt eftir Ijósmyndum frá ferðafólki er sótt hafði meginlandið heim á friðartímum. Þúsundir Ijós- mynda bárust, og með aðstoð þeirra var auðið að safna marg víslegum og þýðingarmiklum smáatriðum. Þær sýndu til dæmis iþröngan stíig, sem ekki sást á nokkrum landabréfum, er lá upp fjallshlíð, þar sem t Þjóðverjar höfðu komið fa-11- byssum fyrir, og hliðarstíg, er lá bák við ferðamannagistihús, sem Þjóðverjar höfðu breytt í. rammgert virki. Strax í marzlok var tekið að flytja hersveitir út á Ermar- sundsströndina, svo að þær væru tilbúnar að stíga um borð 'í innrásarbátana fyrirvaralaust. Nær tvö búsund hersveitir voru fluttar til hafnarborganna þar úti á ströndinni. Herflutningar þessir fóru fram með mjög skipu lögðum hætti og samkvæmt fyr irfram gerðri áætlun. Jafr^mt voru aðrar hersveitir að æfing- um uppi í landi. Rommel mar- skólki hefði efalaust ekki lít- Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.