Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 2
 «lWr0UBlA9S» Pímmtmiag'uj 14. sept. 19^4 Forseti heimsótti Hafnarfjörð og Keflavfk í fyrradag Myndariegar viðfökur á báðum sföðum ; i FORSETI ÍSLANDS kom til Keflavíkur kl. 2 á þriðju- dag. Hafði heiðurshlið verið reist á Vatnsnestorgi í kaup- staðnum og tóku þar á móti forseta Alfreð Gíslason lögreglu stjóri, Karl Magnússon héraðs- læknir og séia Eiríkur Bryn- jólfsson. Skátar stóðu heiðurs- vörð við hliðið og heilsuðU for- seta með fánakveðju, en mann- fjöldinn sem safnazt hafði þarna saman, hyllti hann meö húrra hrópum. Bauð lögreglustjóri forseta velkominn, en forseti svaraði með ræðu. Því næst söng kirkju kór staðarins þjóðsönginn. Var síðan farið heim til lög- reglustjórans og dvalist þar um stund, en því næst var farið til sjúkrahúss, sem verið er að reisa í Keflavík og lagði forseti hornstein að 'byggingunni. Þá var forseta boðið að horfa á sundsýningu í hinni nýju sund laug staðarins, en þaðan var farið að höfninni og skoðuð mannvirki þar. Að því loknu sat forseti kaffi boð hjá hreppsnefndinni í sam- komuhúsinu og fluttu þar ræð- ur Alfreð Gíslason lögreglu- stjóri, Karl Magnússöfi héraðs- læknir, Ragnar Guðleifsson forstjóri, Helgi S. Jónsson og séra Eiríkur Brynjólfsson, en forseti svaraði með snjallri ræðu. Til Hafnarfjarðar kom forseti kl. 18.00 í fyrradag. Bæjarfó- geti, bæjarstjóri og bæjarstjórn höfðu ekið til móts við hann. Var ekið til Hellisgerði, sem var fagurlega skreytt. Þar bauð bæjarstjóri forseta velkominn með ræðu, að viðstöddum f- fólks, sem forseti ávarpaði. Lít- il stúlka færði forseta blóm. Karlakór söng undir stjórn séra Garðars Þorstéinssonar. Kristján MagnúSson, formað ur Magna, afhenti forseta fall- ega ljósmynd af Hellisgerði að gjöf frá framkvæmdastjórn Hellisgerðis. Síðan skoðaði forseti Flens- borgarskóla og hið nýja ráð- hús bæjarins. Við sundlaug Framhald á 7. síðu. Allar leíðir austur voru Ekki hægt að ferja yfir ÖSfusá, við brúna. Nýr ferjustaður tekinn í notkun við Laugar- dæli, skamml fyrir austan Selfoss. NÚ FARA vandræði þau, sem hrun Ölfusárbrúar veldur, fyrir alvöru að gera vart við sig. Samgöngur austur fyrir ána hafa nú teppzt með öllu, því að í fyrrinótt hljóp svo mikill vöxtur í ölfusá að ekki hefir verið hægt að ferja yfir liana síðan. Komst því engin mjólk austur yfir ána í gær, svo mjólkurskortur vofir nú yfir í bænum, ef ekki úr rætist. Tveir íslenzkir fónlisf- armenn fara fil námsí Tónlhiarfélagið sfofnar 14 manna strengjahljómsveit TVEIR efnilegir íslenzkir tónlistarmenn earu nú á förum til Englands til fram- haldsnáms þar á blásturshljóð- færi. Menn þessir eru Ámi Bjömsson, sem fer tii að læra á flautu og Andrés Kolbeins- son, sem ætlar að leggja fyrir sig oboeleik. Fara þeir báðir á vegur Tónlistarfélagsins, en var útveguð námsvist ytra fyrir milligöngu British Coimcil. Á undanförnum árum hefir M. mt 2. t&te. Hins vegar mun seint í gær-' dag hafa verið hafinn undirbún ingur að því að koma ferju að ánni við Laugardæli, sem em nokkm fyrir ofan Selfoss. Er þar gamall ferjustaður, og tal- inn vera góður, því þar er áin ekki eins kropp og á ferjustaðn- um niður hjá Selfossi né eins straumþung og þar. Er þama bílvegur að ánni báðunt megin svo hægt verður að flytja mjólk og aðrar vömr á bifreiðum að og á ferjustaðnum. Búizt er við, að ferjan þarna yfir ána verði tilbúin til flutninga í dag, ef allt gengm- vel. Nú er liðin rúm vika frá því að Ölfusárbrúiri hrundi, eins og kunnugt er. Síðan hefir veríð unnið svo að segja dag og nótt að því að reyna að ná brúnni .••‘upp, svo hún verði fær til þess, ,að hægt verði að koma flutningi yfir hana, en ennþá hefir ekki tekizt að rétta brúna við og líð 'ur sjálfsagt nokkur tími þar til því verður lokið, ef það þá heppnast. En öngþveitið í samgöngun- um um Suðurland nú orðið stór •kostlegt vandamál, sem á ein- hvern hátt verður að leysa hið allra bráðasta. Aldrei eru vöru- flutningar meiri en einmitt að haustinu, í sláturstlðinni, þegar bændurnir eru að koma afprð- um á markaðinn og draga aftur vörur í bú sín í'yrir vetur- Fch. á 7. Afkoma Reykjavíkurbæ|ar fyrri helming árs Tekjurnar námu 10.7 milljónum króna, en gjöldin 9.5 milljónum króna. Búið var aS innheimta einn fjérða útsvar- anna, eða um 7.4 milljén krónur. BÆJARSTJÓRN Rvíkur gaf í gær út yfirlit um afkomu bæjarsjóðs fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs. Samkvæmt rekstursyfirlitinu námu tekjurnar kr. 10,7 milljón króna, en gjöldin 9,7 milljón kr. Áætlaðar heildartékjur fyrir allt árið eru 34,8 milljónir kr., en útgjöldin 24,4 milljónir kr. 30. júní höfðu verið innheimt ar kr. 7,4 milljónir króna,. eða tæplega einn fjórði hluti hinna áætluðu heildar upphæða, en útsvörin eru alls áætluð kr. 27,6 .milljónir króna. Aðrir háir tekjuliðir bæjar- ins voru á þessu tímabiU fast- eignagjöld að uppliæð kr. 1,2 milljónir, sérstakir skattar tæp T milljónir króna, frá Trygg- ingarstofnun ríkisins 590 þús. kr. og tekjur af eignum bæjar- ins 313 þús. kr. ITelztu útgialda liðir voru þessir: gjöld, samkv. ákvæðum alþýðuiryggingarlag- anna kr. 1,4 milljcn, til fram- færslumála 1,1 milljón kr., til barnaskólanna 925 þús. kr., lög gæzla 895 þús. kr., stjórn kaup staðarins kr. 885 þús. kr., þá skal þess getið að til nýrra gatna var varið á þessu tíma- bili 950 þús. kr., en áætluð heildarupphæð til þeirra er 2 milljónir. Ölfusárbrúin: Voru strengirnir farnir að dragast úr uppihöldum löngu áður en brúin brast? - ; Nýir vifnisburðir við réttarhöldin á Selfossi, er lýsa dæmafáu eftirlifsleysj, ef réttir eru 70" IÐURSTÖÐUR verk- fræðinganna, Gústavs Pálssonar og Bolla Thorodd- sens, á ránnsókninni á á- standi Ölfusárbrúar áður en hfin hrundi liggja enn ekki fyrir, en talið er líklegt að skýrsla þeirra muni berast sýslumanni Árnesinga í dag eða á morgun. Þrálátur orðrómur gengur um það, bæði hér í Reykjavík og eystra að úppihaldsstrengir brú arinnar hafi verið famir að dragast út úr uppihöldum all- löngu áður en brúin hrundi — og uppihaldsstrengirnir slitn- uðu einmitt úr þessum uppi- höldum. Þetta hefur nú og komið fram við réttarhöldin. Davíð Friðriksson bifreiðastjóri hefur borið það fyrir réttinum, að hann, ásamt tveimur félögum, sínum hafi klifrað að uppihöld- unum eitt sinn í sumar og hafi hann ekki getað betur séð en að strengirnir hafi verið farnir að dragast úr uppihöldunum sem svarar 2 til 3 cm. Þetta staðfestir og það, sem bifreiðstjórarnir tveir, Jón Guðmundsson og Guðlaugur Magnússon, sögðu í viðtali við Alþýðublaðið, og hafa síðan staðfest fyrir 'rétti, að brúin hafi verið farin að hallast all- mikið til austurs. Þá mun það og hafa verið upplýst, að vegheflarnir hafa hvað eftir annað farið yfir brúnia þrátt fyrir ba,nnið, en veghefianir munu vera 7—8 smálestir áð þyngd. Þetta var gert þrátt fyrir bannið og regl- Urnar — en vegheflarnir starfa í þjónustu vegagerðarinnar og eru eign hennar. Auk þess kom það mjög oft fyrir að stórar og þungar bifreiðar voru dregnar yfir brúna — þannig að tvær voru á henni í einu. Vegamálastjóri hefur gef^ út tilkynningu um að ,,eftir- litsmaður Ölfusárbrúar" hafi athugað festar brúarinnar rúmum sólarhring áður en slys ið varð og enga missmíði fund- ið. Skal ekkert fullyrt í þessu, efni hér, en nú liggur fyrir framhurður þriggja bifreiða- stjórá, sem hafa um lagan'tíma farið oft á dag um brúna — og hann stangast alveg við ,,til- kynningu“ vegamálastjóra. En nauðsynlegt er að þetta mál verði upplýst til fullnustu, því að stjórn á brúm landsins snertir svo mjög öryggi lands- manna, og stjórnin og eftinlitið með Ölfusárhrú virðist sannar- lega ekki hafa mátt vera bág- bornara en allt bendir nú til að það hafi verið. Vísitalan 272 siig fyrir september. KAUPLAGSNEFND og Hag stofan hafa reiknað út framfaersluvísitölu fyrir sept- embermánuð og er hún 272 stig, það er 6 stigum hærra en hún var fyrir ágústmánuð. Stafar hækkun vístiölunnar aðallega af verðhækkun á kartöflum. Kveðjuhljómleikar Eggerfs Sfefánssonar Eggert STEFÁNSSON söngvari hélt kveðjulhljóm- leika í Iðnó í fyrrakvöld, en hann er nú á förum til Ameríku. íku. Á söngskránni vor.u cm. a. lög eftir Sigtvalda Kaldalóns, bróð- ur Eggerts og lék haun undir 'í jþeim löguan. Hin lögin veru eftir Árna Thorsteinsson, Pál ís óMsson og Áskel Snorrason. Fyrst flutti Vilhjálmur Þ. Gáslason skólastjóri forspjall, en síðan hófst söngurinn. Auk Kaldalóns, aðstoðaði Gunnar Sigurgeirsson ameð undirleik, en Lárus Pálsson. leák'ará’ las kivæði. Álheyrendur, sem voru eins margir og búsrúm frekast leyfði tóku söng Eggerts ágætlega vel og bárust honum margir blóm- vendir. Úrslif Walterskeppn- innar á sunnudag URSLITALEIKUR Walters- keppninnar fer fram n. k. sunnudag kl. 5 s. d., og eru það Valur og K. R. sem keppa til úrslita. Forseti íslands mun verða viðstaddur þennan leik, sem er síðasti knattspyrnuleikur sum- arsins í meistaraflokki. Lúðrasveit ameríska hersins mun leika á vellinum frá kl. 4.30 og þar til kappleikurinn hefst. Dómari verður Mr. V. Rae. Afkoma ríkissjóðs í júnilok: Tekjurnar námu alls fyrsfu sex mán- uði ársins 44.4 milljónum króna Én reksfiiirsijfgjöldin námy á sama fíma uni 33.9 mðlijémsm króna, en þar meS eru ékki reiknaöar ógreiddar uppfoæfur á landbún- / búnaðarafurðir. R íKISSTJÓRNIN . gaf. í gær út yfirlit sitt um tekjur .og .gjöld ríkissjóðs annan ársfjórðung þessa árs, en ríkisstjórnin hefir þá venju að gefa út slíkt yfirlit ársfjórðungslega. Samkvæmt þessu yfirliti hafa innheimtar ríkissjóðstekjur numið til loka júnímánaðar kr. 44.440.308.00 (en í þessu eru taldar 3,5 milljónir króna, sem voru eftirstöðvar frá fyrra ári.) -— Vérðtollurinn er stærstur þessara upphæða, kr. 15,6 millj. tæpar, Vörumagnstollur varð 5 milljónir 266 þús., Stimpil- gjald tæplega milljón, bifreiða skattur og benzíntollur kr. 883.272. Á þessu tímabili urðu tekjur af ríkisstofnunum kr. 16,5 milljónir tæpar. Þess skal getið að í jan.—júní 1940 varð vörutollurinn 1,9 millj. kr. en vörumagnstollur 1,9 milljónir króna. Rekstrar- útgjöld ríkissjóðs námu alls kr. 33.910.056.00 — og er tekjuaf- gangur því um 11 milljónir kr. Hæstu útgjaldaliðirnir eru til kennslumála 5,5 milljónir kr. til landbúnaðarmála 4,2 millj. kr., til vegamála 3,6 milljónir kr., til dómsimála og löggæzlu 3 milljónir kr., til heilbrigðis- mála 2,4 milljónir kr. kostnaður við innheimtu tolla og skatta 1,2 milljónir kr., til vitamála 1,1 milljón, til samgangna á sjó 1,5 milljón króna og til kirkju mála 1 milljón kr. Þess skal getið, að >þó að reikn ingsyfirlitið i júnílok sýpi tekju afgang, sem nemur um 11 millj. króna, þá gefur það ranga hug mynd um afkomu ríkissjóðs, því að enn mun þá hafa verið eftir að greiða stórar upþhæðir af upþbótum á landbúnaðarafurðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.