Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 7
Fmimtudagur 14. sept. 1944 ALi* Y0UBLAÐ liÐ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugarvegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 'Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Norrænn lagaflokkur eft ir Kjerulf. b) „Þúsund og ein nótt“, vals eftir Strauss. c) Mars eftir Herzer. .20.50 Frá útlöndum (Jón Magnús son). 2,1.10 Hljómplötur: Lög leikin á c-ello. 2115 Upplestur: „Myndin af kónginum“, smásaga eftir Gunnar M. Magnúss (Höf- undur lés). 21.35 Hljómplötur: Amerískir ættjarðarsöngvar. £inar Sigurfinnsson bóndi í Iðu í Biskupstungum er S^xtugur í dag. Tónlistarmenn Frh. af 2. síðu. Tónlistarfélagið !haldið uppi fcennslu á ýms strengjahljóð- feeri,, svo sem fiðlu og selló og ennfremur á píanó og hefir Tón listarskólinn haft ágæta kennslu krafta í þeim greinum. ÍEn aftur á móti hefir verið skortur á iblástursleikurum, en til jþess að nálða ibót á þiví hefir félagið ráð- íst í að senda þessa tvo hljóm- listarmenn til framhaldsnóms í flautu og oiboeleik. . 'Munu iþeir stunda nám í Manóhester og er námstíminn ásetlaður 1—2 ár og munu þeir félagar taka að sér kennslu við Tónlistarskólann á þessi hljóð- færi, jafniframt, sem þeir leika í hljómsveit Tónlistarfélagsins. (Þá hefir Tónlistarfélagið í Shyggju að senda á næstunni 1—2 menn til n'áms erlendis til ,að læra á fagott og clarnett, í því augnamiði að þeir tækju að sér kennslu við Tónlistarskól- ann Iþegar þeir koma frá námi. Tónlistarfélagið vinnur nú að jþví að kioma hér upp lítilld sym- fóniskri hljómsveit, og sem und irbúndng að þvlí er stofn-un strenigj akvartetts Tónlistarfé- lagsins er stofniaður var síðast- ÍLiðið vor. Jafnframt þessu er hafinn undirlbúningur að stofn- un 14 manna strengjahljómsiveit ar, sem ráðgert er að taki til starfa upp úr miðjum þessum mánuðí.* Félagslff. Ármenningar! Hlutavelta félagsins verður í ÍR-húsinu, sunnudaginn 17. sept. Við treystum hverjum ein- asta félagsmanni, að vinna ötul lega að söfnun góðra muna til hlutaveltunnar. Tekið verður á móti gjöfum í ÍR-húsinu frá 'kl. 1—8 e. h. n. k. laugardag. Stjórn Ármanns. Óður Bemadettu á kvikmynd. Fáum við hana um jólin? St. FREYJA nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8,30. Jón Árnason: Erindi. Upplestur? Æðstitemplar. Jennifer Jones. FT er staðhæft, að tími kraftáverkanna heyri for- tíðinni til. Og þó . . . Lítiþ frönsk bóndastúlka fær því áorkað, vegna barnslegs traust á guðslegri forsjóh og einfaldleika trúar sinnar, að vatn í brunni einum, nálægt borginni Lourdes í Frakklandi, veitir þeim, er þess neyta, bata af þjáningum og líkamskvill- um. Síðan er hún tekin í heil- agra manna tölu af páfanum í Rómaborg. Lítil, amerísk stúlka, sem áður streittist við að halda í sér lífinu með því að leika smá hlutverk í leikhúsum New York borgar, er allt í einu orð- in frægasta „stjarna“ í þöfuð- borg kvikmyndanna, Holly- wood og það fyrir leik sinn í kvikmynd, þar sem hún á að sýna litlu, frönsku stúlkuna. Ög svo segja menn, að tími kiaftaverkanna heyri fortíð- inni til. Franska stúlkan hét Berna- detta, en sú ameríska héitir Jennifer Jones, en hét áður Phylis Isley og er, mann fram af manni komin af leikurum í báðar ættir. Fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Óður Berna- dettu“ fékk hún viðurkenningu The Acedemy of Motion Pic- ture Arts and Sciences, sem sú leikkona, sem á síðastliðnu ári hafði leyst hlutverk sitt betur af hendi en nokkur önnur. Svo sjálfsögð þótti Jennifer Jones í hlutverk frönsku stúlkunnar, að henni var ekki einu sinni leyft að bera snefil af fegrunarmeð- ulum, „sminki“ eða þess háttar framan f sig, meðan á töku myndarinnar stóð, en það mun vera algjört einsdæmi um leik- konu. Þegar nú tekið er tillit til þess, að höfundur sögunnar um Bernadettu, Tékkinn Franz Werfel, segir, að barátta Berna- dettu við hundshátt og vantrú samtíðar sinnar sé aðeins hlið- stæða, dregin upp, til þess að skýra tilgang þeirrar styrjaldar, sem nú er háð gegn nazisman- uip: „Það, sem barizt er um,“ segir hann, „er, hvort mann- kyhinu. á að vera búið andlegt líf eða andlegur dauði,“ þá er þao svei mér ekki svo lítið, sem Jennifer litlu ^jefur verið feng- ið í hendur, og sem hún þá hef- ur skilað með þeim ágætum, sem raun ber vitni. Láti að líkum, þá fáum við að sjá þessa ágætu kvikmynd ó ruestkomandi jólum. Sem stend ur fer fram sýning hennar á hinum svokölluðu „frumsýn- ingabíóum,“ þ. e. kvikmynida- húsum stórborganna í Amer- íku, sem 'hafa um lengri eða skemmri tíma einkarétt frá kvikmyndatökufélögunum á því, að sýna myndir þeirra, en núna 11. sept. verður hún laus úr þeirri prísund og má úr því Leiðimar auslur Frh. af 2. siðu. inn, svo þetta bitnar tilfinnan- lenga á öllum almenningi í sveit um sunnanlands. En það er ekki nóg, þótt takast kunni að koma Olfusár- brúnni upp, þannig að hægt verðí að koma flutningi yfir hana, það verður að koma sam göngunum almennt í öruggt horf til hinna blómlegu byggða Suðurlandsundirlendisins. Lítil bót virðist ætla að verða að veginum um Brúarhlöð, og hafa bifreiðar setið fastar á þeirri leið í hópum undanfarna daga, og er svo komið að vegur inn er ófær með öllu nú sem stendyr, og þó svo kunni að reynast, að eithvað verði hægt að lappa upp á hann, verður hann aldrei akfær til frambúðar Sagt er að unnið sé að viðgerð um á Hreppaveginum, og að reynt verði að hraða þeirri við- gerð eftir föngum, en sjálfsagt' verður það ekki unnið á skömm um tíma. Undanfarna daga hafa geysi legir vatnavextir verið ,í ám sunnan lands, svo að hlaup hef ir komið í jökulsár. Þannig hef ir t. d. Hafursá i Mýrdal graf- ið undan vestari stöpul brúar- innar þar, svo að brúin laskaðist allmikið, og er nú ófær bifreið- um. Óvíst er talið hvort takast muni að gera við brúna, svo ennþá bætist þarna tálmi á veg um austursveitanna. Að Kirkjubæjarklaustri bíð- ur nú fiöldi fólks að komast hingað. Það á þess engan kost að komast suður fyrr en minnk ar í Klifandisá svo að hægt verði að fara um hana á vaði. Nýjar aóvarasiir j Alúðar þakkir vottum við Öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður,’ Jóns Sigurðssonar, áður Rauðarárstíg 1. Böm og tengdaböra. vaniar okkur nú þegar fil að biaðtS um Grettlsgötu, Laugarnesveg, og Vesturgötu. HÁTT KAUP. Talið við afgreiðsiuna. AlþýSublaðsð. — Sími 4900, Vegamálastjóri hefir því að mörgu að hyggja þessa daggna, og veitti ekki af að hann láti hendur standa fram úr ermum, enda virðist líka svo að hann hafi ofurlítið rumskað, eftir hrun Ölfusárbrúarinriar, því nú hefir hann gefið út fyrirmæli til biireiðastjóra um að aka gæti lega yfir allar hengjbrýr á land inu. Sérstaklpga hvetur hann bifreiðarstjóra til að fara með varúð yfir brúna á Jökulsá í Axarfirði. Yfir hana má ekki fara með meiri þunga en 5 smálestir og er þungi bifreið- anna innifalinn í því. Enn frem ur hvetur hann langferðabif- reiðastjóra til þess að láta far- þega fara út úr bifreiðum og ganga yfir brúna. Á landinu mun nú vera um fimm hengibrýr og eru þær all ar smíðaðar um aldamót, og eru því farnar að gefa sig, sem eðli- legt er, og ef til vill fá þær sömu.endalok og brúin á Ölfusá, ef ekki verður haft vakandi eftir lit með þeim og umferðarregl- um um þær framfylgt, og þar höfðu meiri aðgæzla en var við Olfusárbrú. Handknattleiksflokkur kvenna fró Vestmannaeyjum, sem nú dvelur í Hafnarfirði, keppti við stúlkur úr knattsp^ félaginu Haukar í fyrrakvöld og. fóru . leikar þannig að Haukar unnu með 5 mörkum gegn 3. sýna hana, með leyfi að sjálf- sögðu, í hvaða kvikmyndahúsi, sem er, og er vitað til þess, að eitt bíóanna hér í bænum hef- ur mjög eindregið óskað eftir að fá myndina til sýninga og þá aðallega sem iólamynd. — Allir þeir, sem lesið hafa sög- una „Óður Bernadettu,“ en þeir eru orðnir nokkuð margir, því upplag bókarinnar er al- veg á þrotum, ef ekki þegar þrotið, munu bíða með eftir- væntingu komu kvikmyndar- innar. Suðurlandsför forseta Frh. af 2. síöu. Hafnarfjarðar tók Hallsteinn Hinriksson á móti forseta með stuttri ræðu og afhenti honura fallegan blómvönd. Þá heimsóttu forsetahióíú-' bæjarfógeta og dvöldu þar um stund. Um kvöldið sátu forseta hjónin kvöldverðarboð bæjar- stjórnar og sýslunefndar. Und- ir borðum héldu þessir menn ræður, Bergur Jónsson bæjar- fógeti, Björn Jóhannesson for- seti bæja'rstjórnar, forseti ís- lands, séra Garðar Þorsteinsj- son, Emil Jónsson alþm. og Bjarni Snæbjörnsson læknir. Að kvöldverðinum loknum bæjarstjórnin forsetahjónv"-- til Bessastaða. í gær heimsótti forseti ýmsa staði í Kjósarsýslu og er þar með lokið ferðalagi hans um Suðurland. Kjallaraíbúðir. MARGIR fjársjóðir eru dýr- mætir mannkynlnu, en engir eins og heilsan, einkan- lega, þegar hún er á förum. iMín reynsla af kjallaraíbúð ætti að geta afhjúpað að nokkru leyti leyndardóm þeirra sjúk- dóma, er af kjallaraíbúðum stafa. Eg hef verið í kjallaraíbúð- um hér um bil um 10 ára skeið. Dvaldi í meira lagi inni að vetrum. Önnur íbúðin blasti móti suðri, hin sólarlaus. Voru grafnar niður um meter, en þó rakalitlar, vegna góðrar upp- h-itunar. Fyrir hér um bil 11 árum veiktist ég álíka og svo margir aðrir. Veikin var tauga veiklun, sem lýsti sér þannig, að ég var a/aFxóstyrkur í taug- um, máttfarinn, kvíðinn, ekki góður svefn, hjartsláttur, hjartataugar í ólagi, kvala- stingir í höfði, einkanlega á morgnana. Einnig megraðist ég mjög mikið, þrátt fyrir góða matarlyst og alígott fæði. iAf framangreiddu fór ég í sjúkrah,ús til rannsóknar. Var ég rannsakaður af lærðustu læknum á fullkomnum spítala, en bara án minnsta árangurs. Þarna var ég spurður um margt — sem máli skipti, en ekki minnist ég þess, að ég væri að spurður, hvers konar íbúð ég býggi í. Á þessum tíma hafði ég óljósan grun um, að sjúkleik- inn stafaði af 5 ára kjallaraí- búð. Næstu 4 ár lánaðist mér að fá að vera í Jb.úðum ofar kjöllurum. Jiafði ég þá frekar góða heilsu. Nú í hin 4 síðustu ár hef ég verið í kjallaraíbúð, sólarlausri að mestu. Einnig unnið í kjall- ara á daginn, og er nú svipað- ur sjúkdómur að heimsækja mig og fyrir nálega 11 árum, er ég gat um hér að framan. Nú er hér ekki fæðinu um að kenna, heldur er það kjallara- loftið með sinni heilsuspillandí uppgufun úr rakri jörð ásamt koísýrunni, sem er að svipta mig heilsu. Þetta er afar skilj- anlegt. Sofi maðui’ í hreinu lofti, safnar maður ' súrefna- forða í blóðið í svefninum, en hvernig fer, ef maður safnar eiturútgufunarefnúm frá lung- um og húðinni og þar við bæt- ist hin óholla upþgufun frá jörðinni? Nú vilja kannske sumir spyrja: Ertu viss um, að kjall- araloftið hafi verið orsök til sjúkdómsins? Já, ég hef athug- að þetta allvel, og hef reynslu- sannfæringu um, hvílíkt heilsutjón af því leiðir, að vera í kjöllurum. Veit ég vel. að stundum er öðru um að kenna, t. d. röngu mataræði, sætind- um, of miklu hveitiáti og krvddi, en hið banvæna kjall- araloft má ekki gleymast. Það er lífsnauðsyn, að þetta verði tekið til gagngerðrar rannsóknar af vísindamönnum þessa lands, það er lífsnauðsyn allra þeirra, sem í kjöllurum verða að búa. Hins vegar veit ég, að marg- ir, sem búa í fyrsta flokks í- búðum opna ekki glugga, sem skyldi og syndgast þannig á heilsu sinni, og er þá mjóst á mununum og að vera í kjall- ara. , Ríkir og fátækir, minnist hiversu geysimikla þýðingu hreint ofanjarðarloft hefur fyrir heilsuna. Og minnist minnar reynzlu, er þér líðið af sams konar sjúkdómi og ég lýsti hér að framan. Þér læknar! Hvílík nauðsyn er ekki að fá skorið úr því — hvaða áhrif kjallaraloft hefur á heilsu manna, er þér stríðið við hin kynlegu tilfelli nútíma taugaveiklunar. Kjallarabúi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.