Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudag'ur 14. sept. 1944 AyÞTÐUBLAÐIB 5 Um ltvikmynd, sem sýnir ógnir styrjaldarinnar — Kennari skriíar um börnin og kvikmyndirnar Þegar bandamenn tóku Carentan Mynd þessi var tekin, er hersveitir bandamanna sóttu inn í borgin^t Carentan á Cher- bourgskaga, en um þá borg voru 'háðar miklar orustur, þegar heiteveitir bandamanna brut- ust gegnum Atlantshafsvegginn á Frakklandsströnd. Myndin var tekin af myndasmiðasveit Bandaríkja'hersins og símsend vestur um haf. í aðaibækistöð Sisenhowers: Síðari grein innrásin var gerð. Þesfar KVIKMYNÐIN „Hetjur á heljar slóð“, sem Gamla bíó sýnir hbi þessar mundir gefur okkur glögga hugmynd um líf og' bar- áttu þjóðanna í Evrópu á undan- förnum hörmunga árum. Þegar hið stritandi fólk lifir í starfi sínu, gleði og sorgum og á sér einskis ills von, hellist hörmung stríffsins yfir byggffir þess og í einu vet- fangi er allt gjörbreytt, fólkiff ligg iur lirplest og deyjandi viff húsdyr sínar en húsiff stendur í björtu báli. Hatriff brennur úr þeim aug- um sem fyrir örlítilli stund glömp- uffu af gleffi og í staff akuryrkju og gróffurstarfa hefst barátta upp á líf og dauffa við hina æffandi myrffandi fasista í árásarhug... KVIKMYNDIN segir söguna af því, er þýzki nazisminn grár fyrir járnum réðist yfir sveitir Rúss- lands myrðandi og brennandi og hlífandi engu í ætlan sinni að skapa örvæntingu og ógn svo að fólkið snerist ekki til varnar og baráttu. En síðan er lýst vilja fólks ins til viðnáms, fórnum þess og hugdyrfsku gegn árásarmönnunum. 1 myndinni eru ægilegar sýningar og þær eru ekki skemmdar með staðleysum, enda geta þeir sem þekkja lífsskoðun nazismans skilið framferði hans betur en hinir. EFNI KVIKM YNDAlilNNAIl er tekið frá Rússlandi og hafa mest- ar sögur farið af hinni glæsilegu baráttu rússnesku þjóðarinnar, en sams konar sögur má gjöra um baróttu allra þeirra þjóða sem þýzki hakakrossinn hefir lagst yfir eins og svartur skuggi. Það virðist nú sem skammt sé þess að bíða •að upp stytti — en það eru ekki fáir í heiminum um þesssar mund ir sem bíða þess með nokkrum kvíða hvernig sigurvegararnir fara fram i lokin gagnvart hinum smáu og þjáðu. KENNARI SKRIFAR: „Viltu gjöra svo vel að biðja dyraverð- ina í Gamla bíó um skýringu á eft irfarandi: Ég fór í bíó kl. 3 s. 1. sunnudag. Ég sá í auglýsingum að myndin var bönnuð fyrir börn und ir 12 ára aldri. — Það vakti því enga furðu mína, er ég heyrði dyra -vörðinn vera að þjarka við litla stúlku, sem leiddi aðra ennþá ’minni, um það hvort þær voru 12 ára, og ég heyrði ekki \ betur en liann bannaði þeim inngöngu. — En þegar ég kom inn, varð ég þvS meira undrandi er ég sá marga litla drengi sitja í hóp á fremstu bekkjunum. Ég þekkti suma þeirra og vissi um aldur þeirra, því að þeir voru úr skólanum, þar sem ég kenni. — Enginn fullorðinn var með þeim. —•“ „HVERNIG STENDUR Á þessu? því er sumum börnum hleypt inn, en sumum ekki? Og hvers vegna er börnum yfirleitt hleypt inn á sýningar, sem bannaðar eru fyrir þeirra aldur, enda þótt einhver fullorðinn sé með þeim? Eru ekki áhrif myiidarinnar á barnið svip- uð, Iþótt fullorðinn sitji h'já því?“ „DAGINN eftir spurði ég svo Hörð litla í 10 ára bekknum, sem ég kenni: „Hvernig fórst þú að komast inn á Tarzan“? —- Hann sletti í góm með fyrirlitn-, ingu. — Hvort það var fyrirlitn- ing á dyraverðinum eða því, að hafa getað brotið þarna settar regl- ur, veit ég ekki. — ,,Ég gekk bara inn“ sagði hann. —“ „ÉG ER EKKI að amast við því, þótt börnin fari í bíó. En væri ekki haégt að koma á einhvers kon ar samvinnu kvikmyndahúsa og skóla? Ég held t. d. að það væri til mikilla bóta að banna al'gerlega börnum á skólaskyldualdri aðgang að kvikmyndahúsum á tímanum kl. 5—7 e. h., það er sá tími, sem börnunum er eðlilegastur til þess að lesa í skólabókunum og búa sig undir næsta dag. Sérstakar barnasýningar mætti svo hafa á sunnudögum. —“ AF TILEFNI þessa bréfs skal ég taka þetta fram: Leyft er að börn sæki kvikmyndir, sem ann- ars eru bannaðar fyrir börn, — ef þau eru í fylgd með, fullorðnu fólki. Þetta er einkennilegt leyfi, því að myndin getur ekki á neinn hátt haft minni áhrif á barnið þó að fullorðinn maður sé með þvi. — Hins vegar er og oft einnig erf- itt að koma í veg fyrir að eitt og eitt barn komist inn og er þó reynt eins og mögulegt er að koma í veg fyrir það. KVIKMYNDIN, sem nú er sýnd' í Gamla bíó er algerlega bönnuð fyrir börn og er í því efni engin undantekning gefin þó að börnir. séu í fylgd með fullorðnum. Lög- regluþjónar standa við dyirnar og heimta vegabréf af smávaxnasta fólkinu til þess að koma í veg fyr ir að börn komist inn. AÐ KVÖLDI laugardags hins 3. júní hélt Eisenhower hershöfðingi hina fyrstu af fjórUm ráðstefnum, þar sem ákveða átti, á hvaða stundu innrásin skyldi hafin. Þeir, sem sátu ráðstefnur þessar auk Eis- enhowers, voru þeir Montgo- mery, Arthur Tedder og Sir Bertram Ramsay, sjóliðsfor- ingi. Síðastur mætti til ráð- stefnunnar Sir Trafford Leight- Mallory, yfirmaður flugflota innrásarinnar, en hann kom loftleiðis frá Lundúnum og ferðaðist í einkaflugvél sinni. Veðrið var hið bezta þennan sumardag, og flestir myndu hafa spáð því, að góðviðri myndi haldast. En veðursér- fræðingar innrásarinnar voru hins vegar ekki ánægðir með veðurhorfurnar. Veðursérfræð- ingarnir, er störfuðu á vegum innrásarhersins, voru þrír að tölu, tveir Bretar og einn Bandaríkjamaður. Þeir höfðu unnið að þessum þætti innrásar- undirbúningsins vikum saman. En þeir voru engan veginn á- nægðir með yeðurhorfurnar. Þeir töldu, að veður á Ermar- sundi og i Frakklandi kynni brátt að sþillast, <en það hafði að sjálfsögðu það í för með sér, að flugskilyrði urðu óhag- stæð, auk þess sem vænta mátti, að hvessa tæki og sjór að ýfast, en það hlaut að sjálfsögðu að torvelda landtökuna á Frakk- landsströnd mjög mikið. Það var ákveðið að bíða á- tekta, þar til klukkan hálffimm sunnuda.ginn hinn fjórða júní. Yfirmenn innrásarinnar skildu að svo búnu og ákváðu að veita sér það að sofa nokkrar klukkustundir. Þegar þeir mættu svo til annarrar ráð- stefnunnar á sunnudagsmorgun- inn, höfðu veðursérfræðingarn- ir svipaða sögu að segja. Það var því ákveðið að fresta inn- rásinni um sólarhring að minnsta kosti. Ef veður héidist óhagstætt, .gat svo farið að fresta yrði hernaðaraðgerðun- um jafnvel vikum saman, unz byrlega- blési að nýju. Raun- verulega var aðeins um einn dag að ræða í hverjum mánuði. þegar hagstætt var að hefja innrásina. Tungl varð að vera fullt, til þess að flugherinn gæti veitt landgöngusveitunr- um nauðsynlegan stuðning. Auk þess varð að standa þannig á sjávarföllum, að fjara væri 3 klukkustundum fyrir dögun daginn, sem innrásin yrði haf- in, því að áætlanirnar um land- gönguna höfðu verið miðaðar við það. Að kvöldi sunnudags hins 4. júní, heimsóttu þeir Churchill og Smuts Eisenhower. Síðar bættist svo de Gaulle hershöfð- ingi í hópinn. Þeir fjórmenn- ingjarnir sátu lengi á ráðstefnu og ræddu um mál þetta, enda þótt það væri hlutverk Eisen- howers að sjálfsögðu að taka hinar endanlegu ákvarðanir. — Þegar gestirnir voru farnir, stefndi Eisenhower aðstoðar- mönnum sínum um undirbún- ing og framkvæmd innrásarinn- ar til þriðju ráðstefnunnar. — Veðursérfræðingarnir voru brátt kvaddir til þess að láta álit sitt í ljós. Og nú voru þeir mun bjartsýnni um veðurhorf- urnar. Það virtust sem sé allar líkur til þess, að góðviðri héld- ist á Ermarsundi og Frakklandi næstu tvo sólarhringa að minnsta kosti. Yfirmenn innrásarinnar ræddu þessu næst fram og aft- ur, og eftir fjörutíu og fimm mínútna ráðstefnu var hin end- anlega ákvörðun tekin um upp- haf innrásarinnar. En þó var ákveðið að halda fjórðu ráð- stefnuna klukkan hálffimm á mánudagsmorguninn og leggja þá síðustu hönd á undirbúning- inn. Eisenhower hélt þessu næst til herflutningabifreiðar sinnar, lagði sig fyrir og svaf nokkr- ar klukkustundir. Klukkan fjögur um morguninn hélt hann aftur til aðalbækistöðvarinnar. Við borðið sátu þeir Tedder, Montgomery, Leigh-Mallory, Ramsay flotaforingi og formenn herforingjaráðs þeirra hvers um sig. Þessu næst voru veðursér- fræðingarnir boðaðir á fund | þeirra, einn í einu. Þeim bar j öllum saman um það, að veður- | horfurnar væru hinar hagfelld- ustu. Eisenhower hershöfðingi skýrði viðhorfin fyrir viðstödd- um. Allt var þegar undirbúið. En hann min\ti á það, að ef inn rásin yrði ekki bráðlega hafin, væri mikil hætta á því, að könn- unarflugvélar Þjóðverja yrðu varar við það, að bandamenn hefðu dregið saman mikinn flota skipa og innrásarbáta þarna á höfnum Suður-Eng- lands. Hann færði og rök að því, að herskip Bandaríkja- manna og Breta gætu * vart hafzt við marga daga á Ermar- sundi úr þessu, og þess vegna bæri að hraða innrásinni sem mest. Hann lagði og áherzlu á mikilvægi þess, að sem allra skemmstur tími liði frá því að innrásarflotinn legði úr höfn og þangað til gengið yrði á land í Frakklandi. Eisenhower kvað það að vísu mjög tilviljun háð, hvort veður héldist hagstætt eða ekki. En hann kvað það hlutverk sitt og annarra viðstaddra að taka á- kvörðun um það, hvort þetta tækifæri skyldi hagnýtt eða beðið lengur. En hann minnti líka á það, að þeim væri að sjálfsögðu öllum ljóst, hvaða afleiðingar það gæti haft að fresta innrásinni von. úr viti. Það yrði að ferma og afferma innrásarflotann mörgum sinn- um, og< auk þess ættu þeir það á hættu, að baráttukjarkur inn- rásarhersins dvínaði, ef hann væri .látinn bíða þess von úr viti, að hafizt væri handa um hernaðaraðgerðir. Eisenhower sneri sér að Ramsay flotaforingja og spurði: „Hvert er álit yðar?“ Ramsay svaraði: „Eg vildi gjarna heyra álit flughersins.“ Leigh-Mallory kvað enga á- stæðu til þess að ætla það, að flugherinn væri ekki reiðubú- inn til þess að inna sinn þátt innrásarinnar að höndum, enda þótt ekki væri auðið að ganga að því vísu, hvernig veðrið yrði. „Allt í lagi,“ svaraði Ram- say og brosti ertnislega: ,,Ef Framh. á 6. síðu. Óska eftir a$ gförast áskrifandi að Heimskrínglu í skinnbandi — — óbundinni. » (nafn) , (heimiii) Sendist til: Helgafellsútgáfan. Box 263.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.