Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 3
Mtniumdagui 14. sept. IS44 OTSUSUaB. lappbiaupfS nttkla EFTIR AÐ RÚSSAR höfðu hrakið Þjóðverja úr landi sínu, tekið um helming Pól- lands og voru komnir að landamærum Austur-Prúss- lands, tóku menn að spá því, að þeir yrðu á undan Bretum og Bandaríkjamönnum til BexJínar, en það virðist hafa verið ákveðið, að taka höfuð- borg Þýzkalands herskildi og ! lofa Berlínarbúum að sjá sig urgöngu með nokkru öðru sniði en þeir höfðu hugsað ser, er Hitler hóf styrjöldina fyrir fimm árum. Margt benti til þess að Rússar myndu , verða fyrri til, enda var sókn þeirra með ódæmum hröð, en bandamenn háðu harðar orr- ustur við Caen og á Norman- dieskaga og urðu að kaupa hvert fótmál dýru verði. SÍÐAN hefir margt bréytzt og rás viðburðanna hefir orðið með öðrum hætti en hinir bjartsýnustu andstæðingar nazistanna gátu gert sér von ir um. Á fáum vikum hafa sigursælir herir Bandaríkja- manna og Breta brotið á bak aftur mótspymu þýzku herj- anna í Frakklandi, tekið meg inhluta Belgíu, sótt inn í Hol land og berjast nú á þýzkri grund. Hins vegar hefir meg- inþunga hinnar rússnesku , sóknar verið beint suður og austur á bóginn, á Balkan, en litlar sem engar breytingar orðið á vígstöðunni við Aust ur-Prússland og við Varsjá. Vitað er, að Þjóðverjar hafa unnið að því baki bfotnu að treysta varnir sínar í Austur- Prússlandi og dregið að sér varalið. Er svo að sjá, sem Þjóðverjar hafi ekki lagt fram ýtrustu krafta sína í vörninni í Póllandi, en leggi þeim mun meiri áherzlu á að treysta varnirnar nær heimalandinu. Þá er ekki ó- sennilegt, að Rússar vilji fyrst uppræta eða gersigra þýzku herina, sem enn hafast við í Eystrasaltslöndunum og og bíði þess, sem verða vill í Finnlandi, en úr því mun nú fást skorið, er frestur sá, er þýzka setuliðinu hafði verið gefinn til þess að hverfa á brott úr Finnlandi, er á enda á morgun, 15. september. VEL MÁ VERA, að þá hefjist að nýju sókn Rússa í vestur, til Berlínar, og þá væntan- lega lokasóknin. Frá Varsjá til Berlínar eru um 550 km., en Rússar eru, sem kunnugt er, í grend við Varsjá, og svip uð vegalengd. er frá landa- mærum Belgíu, þar sem bandamenn hafa ráðizt inn í þýzkaland, til Berlínar. Þetta ,,kapphlaup“ til Berlín ar verður að líkindum hin stórkostlegasta og afdrifarík- asta keppni, sem sagan kann frá að greina og allt á huldu um úrslitin. f Frh. af 6. sdðu. Vopnabésshiimálarnir við Rúmena: Rússar Bukovínu, Bessarabiu m sfriðs Svæðin sem Rússar fá Kort þetta 'gefur nokkra hugmynd um svæði þau, er Rúss- ar eiga að fá afftur frá Rúmenum, saónkvæmt vopnahlésskil- málunum, sem nú fhaffa verið birtir. Á- tmiðju kortinu til hægri eru Bessaratbia og Búkovina, en þar vestur af er Transsylvanía, sem Ungverjar fengu frá Rúimenum árið 1940, en Rúmenar fá nú afftur, samkvæmt skilmiálunum. Vesturvígsiöðvarnar: Bretar eiga 15 km. ófarna til Þýzka- lands fyrir norðan Álbertsskurðinn 66® þús. íkveikjusprengjum varpa® á Frank- furt og Stuttgart í hrikalegum loftárásum BANDAMENN halda áfram sókninni í Belgíu og sækja Kanadamenn og Pólverjar fram í áttina til Hollands og verður vel ágengt, en Bretar hafa sótt fram norður af Albertsskurðinum og voru er síðast fréttist um 15 km. frá landamærum Þýzkalands. Bandaríkjamenn, sem sækja fram frá Verviers, austur af Liége, eru rúma 20 km, frá Aachen, en aðrar hersveitir hafa komið sér fyrir í hæðum umhverfis borgina. í fyrrinótt réðust fjölmargar brezkar Lancaster- og Hali- faxflugvélar á jámbrautarstöðvamar í Frankfurt og Stuttgart og vörpuðu niður samtals 600 þúsund íkveikjusprengjum. Vom þar eyðilagðar margar jámbrautarlestir, hlaðnar mönnum og hergögnum á leið til Siegfriedlímmnar. Síðdegis í gær réðust um 1000 amerískar flugvélar á olíu vinnslustöðvar í Leipzig og Ludwigshafen og hinar frægu Daimler-Benz verksmiðjur í Stuttgart og iðnaðarstöðvar í Ulm. 53 þýzkar flugvélar voru skotnar niður í loftorrustum, en Bandaríkjamenn misstu 36 flug vélar. Þar sem Bretar sækja fram fyrir norðan Albertsskurðinn verður þess vart, að Þjóðverj- ar tefla fram öhörðnuðum ung lingum úr æskulýðsfélögum Hitlers, Hitler-Jugend og fá þær engan veginn staðizt sókn Breta. i Hersveitir Pattons halda á- fram að streyma yfir árnar Mos el og Metz, bæði á brúm, sem vetrkfræðingasveitir . koma á þær og með ferjum. Mótspyma Þjóðverja fer harðnandi og fagnar, sem teknir hafa verið, segja, að Þjóðverjar leggi jafn- skaðabæiur auki En Rúmenar fá aftur Transsylvaniu, sem Hiiler gaf Unperjum Þeir verða að leggja til tóif herfylki og berjast undir stjórn ffiú&sa T GÆR voru birtir vopnahlésskilmálar þeir, er Rússar hafa sett fram og Rúmenar fallizt á. Malinovsky mar- skálkur undirritaði samninginn fyrir hönd handamanna. Sam kvæmt skilmálanum skulu Rúmenar berjast með handa- mönnmn gegn Þjóðverjum og Ungverjum og leggja til þess 12 fótgönguliðsherfylki, er lúti yfirstjóm Rússa. Landa- mæri Rússa og Rúmena skulu vera eins og þau voru í júní 1940, þ. e. a. s. Rússar fá Bukovinu og Bessarabíu, en hins vegar fá Rúmenar aftur nokkum hluta Transsylvaníu, sem Hitler gaf Ungverjum það ár. Þá eiga Rúmenar að greiða Rússum stríðsskaðabætur fyrir ýmis spjö'll, sem orðið hafa í Rússlandi af völdum ó- friðarins, er nema um 300 milljónum dollara. Þá eru í skil- málunum ýmisleg ákvæði um kyrrsetningu allra Þjóð- verja og Ungverja í Rúmeníu, afhendingu þýzkra hergagna og skipa, afnot af járnbrautum og öðruni samgöngutækjum, útvarpi, sakaruppgjöf pólitískra fanga o. fl. --------------------------* SKULDBINDINGAR RÚMENA Samkvæmt fregnum, sem bor izt hafa frá Rúmeníu, eru vopna hlésskilmálar Rússa ekki taldir ósanngjarnir eftir atvikum. Rúmenar leggja til a. m. k. 12 fótgönguliðsherfylki, er taka eiga þátt í sókninni á hendur Þjóðverjum og Ungverjum und ir stjórn Rússa. Allir Þjóðverj- ar og Ungverjar, bæði hermenn og óbreyttir borgarar í Rúm- eníu skulu kyrrsettir. Fangar úr öllum löndum ’bandamanna verði þegar látnir lausir, svo og pólitískir fangar. Öll þýzk hergögn og skip í rúmenskum höfnum skulu afhent Rússum, svo og skip bandamanna, sem kunna að’ vera í rúmenskum höfnum og munu Rússar síðar Iáta. hin síðastnefndu af hendi við rétta eigendur. Rússar taka í sínar hendur samgöngukerfi landsins og mannvirki, sem nauðsynleg teljast til styrjald- arrekstrarins. Rúmenar verða að leysa upp öll félög og sam- tök, er teljast starfa á fasistísk- um grundvelli og refsa stríðs- glæpamönnum eða afhenda þá bandamönnum. Rússar taka Lomia í Póiiandi O '1ALIN birti í gær dag- skipan, þar sem greint er frá því, að borgin Lomza við Narew, sem mikið hefir verið barizt um að undanförnu, sé nú á valdi Rússa. Var það 2. 'hvítrússneski herinn, sem tók borgina. Miklir bardagar eru sagðir geisá við Praga, útborg Varsjár. í Suður-Póllandi eru Rússar komnir að landamærum Tékkó sDóvakíu, eftir að þeir höfðu brotizt þangað um skörð í Norður-Karpatafjöllum. mikið upp úr Mosel-varnarlín- unni og Siegfriedlínunni sjálfri. Hermenn úr franska heima- hernum hafa náð hafnarborg- inni La Rochelle á sitt vald. Borgin, sem er við Biskayaflóa milli Nantes og Bordeaux, var notuð sem kafbátastöð. EISENHOWER AÐVARAR ERLENDA VERKAMENN I ÞÝZKALANDI Eisenhower hefir bixt áskor- un til erlendra verkamanna í Vestur- ög Suðui'-Þýzkalandi um að hverfa nú þegar á brott úr verksmiðjum þeim, er þeir neyðast til að vinna í og leita skjóls í skógum og annars stað ar þar sem hentugt þykir. Seg- ir í áskoruninni, að nánari *yr- irmæli verði birt í útvarpi og með flugmiðum. Jafnframt var boðuð aukin loftsókn á hendur Þjóðverjum. STRIÐSSKAÐABÆTURNAR Rúmenar verða að greiða Rússum skaðabætur fyrir spjöll, er þeir hafa valdið í Rúss- landi eða á eignum Rússa, er nema sem svarar 300 millj- ónum dollara, en Rúmenar tóku, sem kunnugt er, all- mikinn þátt í bardögunum á Krím og víðar á austurvígstöðv- unum og ollu ásamt Þjóðverj- um miklum spjöllum á undan- haldinu. Um skaðcbætur til Breta og Bandarkjamannía verð ur rætt síðar. Geta Rúmenar greitt skaðabæturnar með korn vöru, skipum og' iðnaðarvörum eftir nánara samkomulagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.