Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLADIÐ Fimmíudaglir 14. sept. 194# í svifsprengju regni á Suður-Englandi Meðan, r&vii£sprengjuskotliríðin á London og Suður-England var í algleýmingi fór Churchill kynnisför með fjölskyldu sinni um hættusvæðið. Á myndinni sjást ýau hjónin og dóttir jþeirra á þeirri flör þar sem þau eru að horfa á skot- hríð Breta á eina af svifsprengjunum. Til hægri sést Ghurc- hill roeð sjónauka og hinn venjulega vindi’l í munninum, til hægri kona hans, og. í miðið dóttirin, Mary. • í Sí> HVAÐ SEGJAHIN BLOÐIN? Frh. af 4. síðu. verðinu nú ætti þess vegna að geta orðið auðveldari en ella. læra menn bezt. Látum fylgis- menn þeirra fá hana! * Einar Olgeirsson er orðinn að almennu athlægi fyrir út- varpsræðu 'sína á alþingi á mánudagskvöldið, því að meiri heilaspuna hefir enginn hlust- að á hér á landi. Vísir skrifar í gær með þessa dæmalausu ræðu í huga: . ,,Þegar hnxnið er''skdllið yfir ætla kommúnistar að tvöfallda fiskiílotann, byggja hús og mann- virki og búa hér til sérkennilegt fyrirmyndarríki, þar sem allt er rekið með halla, — eða réttara sagt þar, sem afkoman skiptir engu máli í nþtíð eða framtíð. Þar gala gaukar og þar spretta laukar, að maður tali nú ekki um smjör- ið, sem drýpur af hverju strái. Hverju máli skiptir það, þótt við íslendingar séum ekki samkeppn- isfærir og getum því ekki selt vör ur okkar á erlendum markaði? Einhvers staðar úti í övissunni eiga kommúnistar von á nýju al- heimskerfi, þar sem íslendingar fá allt, sem þeir þurfa, enda þótt énginn hlutur beri sig heima fyr- ir. Og svo lifum við í voninni og hallarekstrinum, — stofnum banVa með hallanum og kaupum inn allt, sem við þörfnumst. ÞaC vérðúr ekki amalegt að lifa einhvers stað ar úti í óvissunni þegar þar að kemur“ — og nærast andlega á froðu- mælgi Einars Olgeirssonar! Ræða Emils Jénsscnar Frh. &f 4. síðu. búnaðarafurða vcrið tiltölu- lega miklu hærra en það befði áít að vera, jafnveí samkvæmt sex-mannanefnd arútreikningnum, að vísu áður en hann gekk í gildi, og gefur það tilefni til að ætla, að einhver tilslökun á Eg vil því ætla, að á þessu sviði, Iandbúnaðarvöruverð- inu, sem raunar hefur allra mest áhrif á framfærsluvísitöl- una af öllu, séu einnig mögu- leikar til samkomulags á þeim grundvelli, sem ég hef hér minnst á. Af öllu þessu vil ég svo draga þá ályktun, að hv. ríkisstjórn sé á rangri braut með frumvarp sitt, þar sem í megin atriðum er farið inn á að lögbjóða kauplækkun. Hin aðferðin sé réttari og vænlegri til varanlegs árangurs, að ná samningum um að festa það sem er, fyrst um sinn, á meðan séð er, hverja stefnu og hverja þróun okkar atvinnuvegir geta tekið, í ná.nustu framtíð. t Kapphlaupið mikla Frh. af 3. síðu. SÓKN bandamanna úr vestri verður að ýmsu leyti að telj ast öllu áhrifameiri og lík- legri til að stytta ófriðinn, þegar þess er gætt, að í vest- urjaðri Þýzkalands eru mestu iðnaðarhéruð landsins, í Ruhr- og Rínarbyggðum. Með töku borga eins og til dæmis Essen, • Dússeldorf, V/ uppertal, Dortmund og Krefeld væri verulegur hluti hins þýzka þungaiðnaðar úr sögunni, en án hans er að sjálfsögðu ekki hægt að heyja styrjöid. — Sókn Rússa hefir ef til vill mest hernaðargildi að því ieyti, að hún bindur gífurlegan mann afla Þjóðverja, sem annars mætti nota til varnar gegn sókninni úr vestri, hún tákn ar það, sem Þjóðverjar hafa jafnan óttast mest, styrjöld á tvennum vígstöðvum. Þeflar innrásin vsr gerð Erih. af- 5. siðu. flugherinn telur sig geta innt sinn þátt innrásarinnar af hendi, ætti ekki að þurfa að óttast það, að flotinn láti sinn hlut eftir liggja.“ Eisenhower brosti við. Þetta var hin mikla stund, sem þjóð- ir bandamanna höfðu lengst þráð og mest lagt í sölurnar fyrir. Hann leit af félögum sín- um hverjum af öðrum og gerð- ist alvarlegur í bragði. Því næst mælti 'hann rólega: „Jæja, sé þá teningnum kastað.“ Mennirnir, sem við borðið sátu, risu á fætur og hröðuðu sér út, til þess að gefa fyrir- skipanir sínar. ,,Géða ferð,“ kallaði Éisenhower á eftir þeim. Því næst tók Eisenhower að ganga um gólf fram og aftur. Þeir, sem sáu hann á þessari stundu, eru sammála um það, að hann hafi verið þungstígur og alvarlegur í bragði. Þar kom þó, að hann hélt aftur til herflutningabifreiðar sinnar. MANNI virtist yfirmaður innrásarhersins svo sem ekki þurfa að leggja hart að sér síðustu dagana áður en inn rásin hófst. Daginn fyrir inn- rásina hafði Eisenhower ekkert annað þarfara að gera en heim sækja hersveitir sínar. Hann ók um morguninn til hafnar- borgar í grennd við bækistöð sína og spjallaði við brezka hermenn, sem þar voru fyrir. Um kvöldið ók hann svo til flugvalla, þar sem menn úr flugher Bandaríkjamanna unnu að því að ferma flutningaflug- vélar sínar. Hann ók frá einum flugvellinum til annars. Og alls staðar gaf hann sig á tal við menn sína. Þegar áhafnir flugvélanna klifruðu upp í farkosti sína, kallaði hershöfðinginn til þeirra: ,‘Góða ferð.“ Vissulega var það örlagarík ákvörðun, er hann afréð, að sveitir fallhlífar- hermanna -skyldu svífa tíl larðar handan Átlantshafsveggj- arins alllöngu áður en innrásin hæfist. Margir undirmenn Eis- enhowers, brezkir og amerísk- ir, voru eindregið andvígir þeirri ráðstöfun. Ef svo skyldi fara, að landgangan mistækist, þýddi þetta að sjálfsögðu það, að nokkrar sveitir sefðra og mikilhæfra hermanna væru glötuninni ofurseldar. En Eis- enhower tók á sig ábyrgð þessa. Han gerði sér það að sjálfsögðu ljóst, að með þessu sendi hann margan vaskan dreng í opinn dauðann. Það gerðu þeir sér og ijóst, sem hetjuför þessa fóru. Síminn hringdi í skrifstofu Eisenhowers klukkan sjö inn- rásardaginn, hinn sjötta júní. Harry Butcher, vinur og að- stoðarmaður Eisenhowers, varð fyrir svörum. Þetta var Leigh- Malloi’y, sem tilkynnti, að fall- hlífarhersveiif.rnar hefðu lent mun greiðlegar en jafnvel hin- ir bjartsýnustu hefðu dirfzt að vona og að landganga fyrstu hersveitanna hefði gengið að óskum. Butcher hélt( þegar til herflutningabifreiðar Eisen- howers og hugði yfirhershöfð- ingjann njóta enn náðar svefns- ins. En Eisenhower sat uppi í rúminu og kepptist við að lesa reyfara. Butcher tjáði tíðindi þau, er Leigh-Mailory hafði haft að flytja: „Það gleður mig ósegjanlega að heyra þetta,“ varð Eisenhower að orði. Ramsay flotaforingi tilkynnti brátt, að þátttaka flotans hefði gengið í hvívetna að óskum og væri tjónið lítt teljandi. Land- gangan virtist hafa komið Þjóðverjum mjög á óvænt. — j Ramsay hafði sent herskipalest ‘ yfir Ermarsund kvöldið fyrir innrásardaginn. Strandvarnar- skyttur Þjóðverja hófu ákafa skothríð á hana, en þegar hún var horfin sýn, virðast þær hafa gengið til náða, því að þegar hin raunverulega innrás hófst, varð lítt viðnáms vart af þeirra hálfu. Þegar Eisenhower snæddi morgunverðinn, var hann glað- ari í skapi en hann hafði verið mánuðum saman. Hann ræddi við Butcher um aðrar þær inn- rásir, sem hann hafði skipu- lagt og stjórnað. Hann ræddi um herförina til N.-Afríku, sem hann stjórnaði frá Gi- braltar, innrásina á Panteller- ia og Sikiley, sem hann stjórn- aði frá Möltu og innrásina í Ítalíu. Hann taldi, að innrásin í Frakkland myndi hafa gengið greiðlegast fyrir sig af öllum þessum innrásum. Hann hafði mestar áhyggjur vegna veðursins og þegar áður en Butcher kom, hafði hann farið út og skyggnzt til veðurs. Brátt rann sólin upp og stafaði geislum ‘sínum á haf og hauð- ur. Tveim sólarhringum eftir að innrásin var gerð, hafði innrás- arherinn náð öruggri fótfestu í Frakklandi. Og því fór alls fjarri, að innrásin hefði kostað þær hinar gífurlegu mann- fórnir, sem menn höfðu spáð og búizt við. Viku eftir að inn- rásin hófst, hafði innrásarber- inn náð á vald sitt fimm hundr- uð fermílna iandsvæði á megin- landi Evi’ópu. Orustunni var að sönnu engan veginn lokið. Margir hugprúðir og hraustir drengir munu hníga í valinn áður en úrslit hennar verða ráðin. En bandamönnum hafði auðnazt að ná á vald sitt sporði brúarinnar inn í Frakk- land. Það, sem Filippusi Spánar- konungi og Napoleoni mistókst og Hitler áræddi aldrei að reyna, þorðu og gerðu hersveitir bandamanna undir forustu Eis- enhowers hershöfðingja. innkaupasamband rafvirkja. Frá stjórn Innkaupasam- bands rafvirkja hef ur blað- inu borizt eftirfarandi: FJÓRAR heildverzlanir hér í Reykjavík, sem virðast hafa valið sér það hlutverk meðan lítið er að gera við innflutnings verzlunina, að leiðrétta þær fréttir, sem blöðin hafa flutt undanfarna daga af stofnun Irxnkaupasambands rafvirkja h+‘„ fara af stað með þetta verk sitt í dagblaðinu Vísi og árétta það í Alþýðublaðinu og í Morgunblaðinu. Af því að heildverzlanir þessar vilja láta líta svo út, sam það, er sagt var í frétt biaðanna um fjölda þeirra rafvirkja, sem að -sam- bandinu standa, sé stórkostlega falsað, sjáum við okkur til- neydda að gefa eftirfarandi upp- lýsingar: Að hlutafélaginu Innkaupa- samband rafvirkja standa 24 rafvirkjafyrirtæki víðsvegar á landinu, en ekki 12 eins og heildverzlanirnar halda fram. En hins vegar skrifuðu aðeins 12 af þessum aðilum undir stofnsamninginn og var firm- að tilkynnt þannig; þó það stæði þar á eftir opið fyrir nýjum meðlimum. Alls munu vera á landinu 36 til 40 fyrirtæki, sem hafa þessa atvinnu að aðalstarfi og hafa rétt til þess. Við þessi 24 fyrir- tæki, sem innan sambandsins eru, starfa nú 78 iðnlærðir menn. Við þau fyrirtæki, sem. utan við sambandið standa, starfa 29 menn, sem rétt hafa til að kalla sig rafvirkja, og get- ur svo hver, sem vill, reiknað út, hvað mikill hluti rafvirkja- stéttarinnar það er. sern að sam- bandinu stendur. I Mgbl„ sem fyrst blaðanna sagði frá stofnun sambandsins, hafði að vísu slæðzt með sú villað að að þvi stæðu nálægt 80% starfandi rafvirkjameistara, en átti að vera 80% starfandi rafvirkja, og leiðréttist það hér með. Að tekið var svo til orða, að nálægt 80% stéttarinnar stæði að þessu, —- mun hafa stafað af því, að ekki hefur verið búið að reikna það út nákvæmlega; enda skiptir það í sjálfu sér ekki svo miklu máli. í leiðréttingu sinni halda heildverzlanirnar því fram,a<? af 145 löggiltum rafvirkj ameístur- um á landinu séu aðeins 12 í Innkaupasambandinu. Þarna er mjög vikið frá réttu máli. Sann leikurinn er sá, að hjá fyrir- tækjum þeim, sem í samband- inu eru, starfa, eins og áður er tekið fram, 78 rafvirkyfír, þar- af 41 með löggildingu, en 18 hjá þeim raftækjaverkstæðum,. sem utan við sambandið eru. 33 rafvirkjar, sem fengið hafa> löggildingu, vinna nú að ýms- um öðrum störfum, svo sem hjá rafveitum víðs vegar um land- ið o. fl. og teljast því ekki með þeim hluta stéttarinnar, sem hér um ræðir. Það, sem vantar á þær tölur, sem heildverzlan- irnar gefa upp, sennilega eftir fjögurra ára gömlum skýrslunl frá Rafmagnseftirliti ríkisins, eru þá 49 menn. Þar af munu nokkrir vera dánir, nokkrir vera erlendis og afgangurinn ýmis konar menn, svo sem. trésmiðir, bílstjórar og bænd- ur, sem hlotið hafa leyfi til að annast viðhald á sveitabæjunx og smærri stöðum, vegna vönt- unar á rafvirkjum. Vir ðingarf yllst. Stjóm Innkaupasam- bands rafvirkja h.f. Athugasemd. Þessa athugasemd hefur blaðið sýnt raftækjaverzl- unum þeim, sem þar una- ræðir, og hafa þær beðið blaðið fyrir eftirfarandi at- hugasemd við hana: AÐ þarf í rauninni engu að svara því, sem að framan segir, því það fer fyrir ofan. garð og neðan og snertir ekkert fyrri grein okkar. Stofnendur að hlutafélaginu Innkaupasamband rafvirkja, eru taldir með nöfnum í Lög- birtingarblaðinu og getur þar hver talið, sem vill, og reiknað „nákvæmlega“ út. Um með- limafjölda sambandsins var aldrei talað. Hvergi var sagt, að á síðasta ársfjórðungi fyrra árs, og 'tveim fyrstu ársfjcrðungum þessa árs, hafi enginn innflutn- ingur verið á rafmagnsvörum frá Bandaríkjunum. Þar, sem talað er um ,,útf]utningsbann“' er átt við, að engin framleiðslu leyfi hafi verið veitt. Vörur, sem veitt er framleiðsluleyfi fyrir, koma hiijs vegar oft ekkl til landsins, fyrr en mörgura mánuðum síðar. Aths. Alþýðublaðsins: Með þessum orðaskiptum er um- ræðum um þetta mál lokið hér í blaðinu. liibreiðið Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.