Alþýðublaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 7
Þnðjudagnr 19. sept. 1944 ALÞYDUBLAÐIÐ 7 \ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarðstof unni, sími 5030. ■ Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. i Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ 20.30 Erindi: Um sýkla og sníkju- dýr, III. (Ófeigur Ófeigs- son læknir). 20.50 Hljómplötur: a) Kvartett Op. 59, nr. 1, eftir Beethov- en. b) Kirkjutónlist. 20.55 Einsöngur (Þorsteinn H. Hannesson (tenor): a) „Syngi, syngi, svanix mín- ir“, eftir Jón Laxdal. b) Caro mio ben, eftir Giord- ani. c) Plaisir d’amor, eftir Martini. d) Mary of Allen- dale, eftir Lane Wilson. e) Aría úr óperunni „Tosca“ eftir Puccini. f) „Sverrir konungur" eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Und irleik annast dr. Victor v. Urbantschitch). 21.50 Hljómplötur: Kvartett Op. 59, nr. 1, eftir Beethoven. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Happdrætti Hlutaveltu Ármans. Dregið var í Hlutaveltu happ- drætti Ármans í skrifstofu Borg- arfógta í gærkvldi og komu upp þessir vinningar, nr. 23558, íslend ingasögur, 20014 ottomansskápur, 25915 málverk, 29023 ritsafn Da- víðs Stefánssonar, 2663 frakka- efni, 25206 fataefni, 22863 lituð Ijósmynd, 17165 skíði, 13764 þús- und og ein nótt, 17594 værðarvoð, 25780 bakpoki, 15124 lituð Ijós- mynd, 7894 værðarvoð, 5923 Gríma 9448 rykfrakki. Vinninganna sé vitjað sem fyrst í Körfugerðina Bankastræti. Félagslíí. Í.R.-ingar! Skemmtikvöld heldur félagi'ð fyrir félaga og gesti í Tjarnar- Café, næstkomandi föstudag klukkan 9 e. h. — Þátttakend- um úr innanfélagsmóti félags- ins og þeim, sem- unnu að hlutaveltunni, er boðið. Stjórnin. Frá Breiðfirðingafélaginu. Fundur fyrir þátttakendur í sumarferðum félagsins verður í Oddfellowhúsinu n.k. mið- vikudag klukkan 21. Þeir, sem eiga myndir frá ferðunum, eru vinsamlega beðnir að koma með þær til sýnis. Ferðanefnd Breiðfirðingafélagsins. ÍÞAKA. Fundur í kvöld kl. 8.30. Líkindi eru til að skipið fari í kvöld til Vestfjarða. Þeir, sem kynnu að óska að fá far ættu að láta skrá sig í skrif- stofu vorri fyrir hádegi í dag. Alþingi: Tillögunni um endur- skoðun vinnulöggjaf- arinnar vísað til nefndar. Frumv. um bráða- birgðaverðlag Sand- búnaðarafurða til 1. umræðu. ÞinqsAlyktunartil- LAGA Guðm. í. Guð- mundssonar um endurskoðun vinnulöggjafarinnar og laganna um verkfall opinberra starfs- manna var til umræðu í sam- einuðu þingi í gær. Guðmundur fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu. Aðrir tóku ekki til máls Var tillögunni að svo búnu vís að til allsherjarnefndar og um- ræðunni frestað. I neðri deild fór fram fram- hald fyrri umræðu um frum- varp Ásgeirs Ásgeiirssonar og Áka Jakobssonar um bráða- birgðaverðlag landbúnaðaraf- urða. Var því vísað til 2. um- ræðu og nefndar. Fimm Fram- sóknarmenn greiddu atkvæði gegn því, að málið gengi til 2. umræðu. Lokaþáffur orusiunnar um Varsjá hafinn. Amerísk flugvirki færa PóSverJusn þar v©pn frá Bret- landseyjum. ^ VO lítur nú út að til ^ lefksloka dragi í Varsjá. Hinar pólsku hersveitir í borginni berjast undir for- ystu Bors hershöfðingja við Þjóðverja á vesturbakka Weichselfljótsins, en frá aust urbakka þess halda Rússar, sem nú hafa útborgina þar, Praga, á valdi sínu, uppi stöðugri skothríð á þá. Rétt norðan við Varsjá eru Rúss- ar nú einnig komnir vestur að Weichel. Stór floti amerískra flug- virkja frá Bretlandseyjum flaug í gær austur yfir Varsjá og lét vopn og vistir síga niður til hinna hraustu pólsku hersveita í borginni, en flugu síðan áfram austur á Rússland. Er það í fyrsta sinn, sem bandamenn hafa sent vopn til Varsjá frá Bretlandseyjum, en áður hafa þeir sent vopn þangað frá Ítalíu. Þekktur fasisti drepinn Frh. af 3. síöv. Það var annar þekktur fas- isti, Caruso, fyrrverandi lög- reglustjóri Mussolinis í Róma- borg, sem verið va.: að yfir- heyra, en sem vitni í máli hans hafði verið kallaður einn af yfirfangavörðum íasistastjórn- arinnar í Rómaborg, Caneka að nafni. Það var þessi maður, sem fékk þá útreið og endalok er að framan greiiiif. Sakadómari dæmir menn fyrir þjófnaði og óleyfileg við- skipíi við hermenn. ÝLEGA hefir sakadómari *• ’ kveðið upp nokkurra dóma yfir mönnum, sem hafa gert sig seka um ýmiskonar þjófnaði og óleyfileg viðskipti við hermenn. Þorsteinsdóttir. Óskar Líndal Arnfinnsson, Eiði, Seltjarnamési. Alúðar þakkir vottum við öllum þeim, er sýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar Qg Elsku litli sonur okkar, / Steinþór, Elldððist gljnvmrlortlViM 1 I\rvnr.n w\ A w n S n v> Fyrsti dómurinn er yfir manni, sem keypt hafði bygg- ingarefni af hermanni íýrir 7000 krónur. SetuliðsmáðnÁhn hafði farið ófrjálsum höndum um þetta efni, og vissi kaup- andi það. Fékk maður þessi 3 mánaða fangelsi og var svipt- ur kosningarétti og kjörgengi. Þá .hefir maður verið dæmd- ur fyrir að stela 500 kr. úr ó- læstri kommóðuskúffu í húsi hér í bænum, sem hann kom í. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi skilorðsbundið og svipt ur kosninagrétti og kjörgengi. Ennfremur er honum gert að greiða 500 kr. i skaðabætur til þess er hann stal frá. Þriðji dómurinn er yfir manni, sem stolið hafði arm- bandsúri frá skipsfélaga sínum og tók við 250 krónum hjá her- mönnum undir því yfirskyni, að kaupa fyrir þá áfengi, en eyddi því svo í eigin þarfir. Hlaut maður þessi 60 daga fangelsi og var sviptur kosningarétti og kjörgengi. Hafði hann verið dæmur fyrir þjófnað áður. Þá hafa 2 menn verið dæmd- ir fyrir að stela hjólbarða af felgu á bifreið, sem stóð í porti á bak við bifreiðastöðina Bif- röst. Hlaut annar maðurinn 45 daga fangelsi, en hinn 30 daga fangelsi skilorðsbundið, en báð ir voru þeir sviptir kosninga- rétti og kjörgengi. Sá er þyngri dóminn hlaut hefir áður gert sig sekann um þjófnað. Sjötti dómurinn er yfir manni sem gerði sig sekann um að stinga upp koffort herberg- isfélaga síns á gisthúsi hér í bænurn og stela úr því 200 kr. í neningum sem. hann eyddi í eigin þarfir. Maður þessi var dæmdur í 3 mánaða fangelsi ng sviptur kosningarétti og kjör- gengi. Þá var honum og ge^ að greiða 200 kr. í skaðabætur til þess er hann stal frá. Maður þessi hefir tvisvar sinn um verið dæmdur áður fyrir þjófnað. Þá er að endingu dómur yfir manni, er tvivegis hefir tekið við peningum hjá setuliðsmönn um í því yfirskyni að kaupa fyr ir þá áfengi handa þeim, en eytt peningunum í bæði skipt- in í eigin þarfir. Var maður þessi dæmdur í 3 mánaða fang elsi og sviptur kosningarétti og kjörgengi. Hafði hann verið dæmdur þrisvar sinnum áður. tengdamóður, Innbroí í skrautgripa verzlun á Vesturgötu 21. | FYRRINÓTT var brotizt inn í skrautgripaverzlun Frank Mikkelsen, Vesturgötu 21 og stolið þaðan ýmsum rnunum. Voru það aðallega úi~ þar á meðal gullúr, og nokkrir dem- antshringar, sem stolið var og ef til vill fleira, en málið er ekki fyllilega upplýst ennþá, og hefir Rannsóknarlögreglan það til meðferðar. Sigmundur Sveinssön, börn og tengdabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, OySrún Gu iSQÍl, andaðist að Elliheimilinu aðfaranótt 17. sept. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhann Hafst. Jóhannsson. Guðlaug Árnadóttir. Athugasemdir um þjóðmál. Frh. af 6. siðu. miklu um verðið, en það er til stór hópur karla og kvenna, — sem seðlaflóðið nær ekki til. Það lítur út fyrir, að þing mönnum og öðrum valdhöfum sé ekki kunnugt um bann hóp nema fyrir og um kosningar. Það er kunnugt, að þrír af fjórum stjórnmálaflokkum hér eða foringjar þeirra, hafa þrátt fyrir ósamlyndi, fylgst nokk- urn veginn að við að skapa hið geysiháa • verðlag. Foringjar Alþýðuflokksins hafa dálítið reynt að hamla á móti þessu, en átt við ofurefli að etja. í bókinni: „Jón Sigurðsson í ræðu og riti“ á bls. 324. segir forsetinn: j.Alþýða og elnkum kjósendur, Verða að hafa gætur á fulltrúum sínum, kynna sér álit þeirra á aðalmálefnum.“ Eg tek mjög svo undir þetta. Kjósendur eiga að kynna sér sem bezt framkomu þing- manna viðkomandi aðalmálum þjóðfélagsins, og mvnda sér skoðun ,af' því, og kjósa sam- kvæmt henni, án alls tillits til kosningaáróðurs. Strax að stríðinu loknu ættl að gera frjálsan innflutning á öllum nauðsynjavörum, og þá einnig verðið. Ennfremur ætti verð á landbúnaðarvörum að færast mjög nálægt því, sem það er á útlendum markaði. Tugmilljóna framlagið úr ríkissjóði til bænda verður að hætta. Eg ætla rétt munað, að fjármálaráðherra skýrði svo frá í ræðu s.l. vetur, að veitt hafi v’erið úr ríkissjóði til landbúnaðar síðastliðið ár rúm- ar 24 milljónir króna. Ef bændur eru um 6 þúsundir talsins, verður þetta rúmlega 4 þúsund krónur á hvern, að meðaltali. En þessu er ekki þannig skipt, heldur hinir rík- ustu, þ. e. þeir, sem eiga mest- an búpening,. fá mest, en þeir, sem hafa misst sauðfé sitt í hina innfluttu sauðfjárpest, fá minnst. Þetta er ‘ekki sagt bændum til hnjóðs. Þeir. munu ekki hafa beðið um styrk nú, heldur en fyrr, en það er mann- legt að taka á móti því, sem að er rétt. Hvað æ>tli Bandaríkin Norður Ameríku þyrftu að leggja mikla fjárhæð fram, til þess að hver bóndi þar fengi Iíka upp- hæð og hér, borið saman við fjölda bænda og þjóðarauð þar og hér, og fá þeir þó minna fyrir smjörið en hér er greitt? Slík fjármálaspeki eða hag- fræði, sem þessi hjá okkur, — þekkizt líklega hvergi á vorum hnetti. En aftur á móti finnst mér mjög skynsamlegt að leggja fram fé til bættrar aðstöðu við landbúnað, til að spara vinnu- aflið, svo sem til hæfilegra og hentugra húsabóta fyrir menn og búfénað, túhbóta, ýmiss konar jarðyrkjuvélar, hentug- ar úthagagirðingar. Þær spara mjög vinnu haust og vor, og gera sauðfé arðvissara. Þetta myndi, að minni hyggju, verða bændum tryggari stuðningur en beint fjárframlag. Hitt er þýðingarlaust að dylja, að land búnaður hér, getur ekki orðið nú, fremur en fyrr. arðviss vegna hnattstöðu landsins. Og einlægt getur hinn voldugi ó- vinur okkar — hafísinn — herj- að á landið, og eftir þeirri hættu þurfum við að muna, og reyna af fr/imsta megni, að verjast henni, og með það fyr- ir augum, ætti að stofna all- sterkan sjóð til styrktar aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar, ef hallæri eða önnur óhöpp sæktu okkur heim á okkar út- hafs hólma. Á höfuðdaginn 1944. Sóknin inn í Þýzkaland Frh. af 3. síðu. 3. her Bandarikjamanna er kom inn inn fyrir landamæri Þýzka lands, milli Metz og Nancy og suðvestast í Belfortskarðinu, þar sem 7. Bandaríkjaherinn i sækir fram. ^ Vestur við Ermarsund halda Kanadamenn áfram að hreinsa til á ströndinni og eru ákafar orustur háðar í Boulogne, þar sem setulið Þjóðverja verst enn, en Kanadamenn eru sagðir komnir inn í hafnarhverfi borg arinnar. Heyrast fallbyssudrun ur og sprengingarnar í Boulogne alla leið yfir til Englands. Höfð inn Cape Griz Nes, milli Bou- logne og Calais þar sem Þjóð- verjar hafa haft hinar lang- drægu fallbysstír, sem skotið hefir verið af yfir Doversund til Englands, er nú að mestu leyti á valdi Kanadamanna. UlbreiSíð áiþýðubiaSiS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.