Alþýðublaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 2
2 AUÞYPUBL/»*?5£, Þriðjudagur 13. sept. l&M Stldveiðum lokið: Bræðslusíldaraflinn varð meiri heldur en í fyrrasumar Minna saltað ennþá, vegna tunnuskorts SÍLDVEIÐUM EiR LOKEÐ að þessu sinni og eru nær öll sfcip á heimleið eftir ágætt síldveiðisumar. — Það fór betur en áhorfist með síldveiðarnar og munu fá dæmi þess, að önnur eins ósköp af síld hafi veiðzt á jafnskömmum tíma og raunin varð á að þessu sinni. Sfldveiðin varð meiri en í fyrrasumar. Nú fengust 1.530.000 mál í bræðslu, en í fyrra 1.263.000 mál, Hins veg- ar varð saltsíldin heldur minni nú en í fyrra og olli því aðal- lega skortur á tunnum. Voru nú saltaðar 33.347 timnur, en í fyrra 44.850. Afkoma sjómanna og útgerðarmanna verður að teljast góð eftir þessa ágætu útkomu. • V Olfusárbrúin var að nokkru leyti reisf við á sunnudaginn var Haldið áfram vi9 aS rétta hatia vtð alian mánudaginn. Búizt við, að alimikið af járni í brúnni þurfi gagngerðrar viðgerðar við. ASUNNUDAGINN var lok- ♦ ið að fullu undirbúningi að því að hefja Ölfusárbrúna — og voru gerðar tilráunir til þess þann dag, en aðstæður voru slæmar vegna roks og rigningar. Það tókst þó að hefja hrúna nokkuð upp, en því starfi er nú haldið áfram eins og auðið er. Þegar lokið hefur verið við að reisa brúna, mun verða haf- izt handa um viðgerð á henni, en enn er ekki vitað, hvergu mikið þarf að gera við hana. Vitað er, að járn í brúnni hafa beyglast mikið óg sum jafnvel sprungið — og þar á meðal nokkuð af uppihöldunum, sem sett voru ný í brúna í sumar. f>að mun taka nokkurn tíma að gera við þetta, íí'tir að búið er að rétta brúna við. Alþýðublaðið hefur spurzt fyrir um það, hvort nokkur líkindi séu til þess, að hægt verði að styrkja brúna svo vel og örugglega, að hún verði fær fyrir bifreiðar og þunga- flutninga, en um það atriði mun ekki vera hægt að segja með neinni vissu en sem komið er. . Alitsgerð verkfræðinganna Gústafs Pálssonar og Bolla Thoroddsens, sem falið var að rannsaka orsakirnar til hruns brúarinnar og ástand hennar áður en hún hrundi, hefur enn ekki borlzt sýslumanni Árnes- inga, en verkfræðingarnir munu þó hafa lokið við rann- sókn sína. Á sunnudag var ófært nær allan daginn að ferja yfir Ölf- usá. Mun þó hafa verið brotizt Ífir hana með dálítið af mjólk. gærmorgun var komið betra veður og var þá ferjað yfir fólk, farangur og mjólk. Búnaðarþing kemur saman á {immludag- inn iil aukafundar. STJÓRN Búnaðarfélags ís- lands hefur boðað fulltrúa á búnaðarþing saman til auka- fundar, sem hefjast á nk. fimmtudag klukkan 9 fyrir hádegi. Er boðað til þessa aukaþings út af umræðum þeim, sem fram hafa farið á alþingi und- anfarna daga og samningaum- •' leitunum þingflokkanna. — Mun þing þetta standa yfir að- eins í nokkra daga eða fram um næstu helgi. Haustfermingarbörnin í Laugamesprestakalli, eru beð- in að koma til viðtals í Laugnar- neskirkju n. k. föstudag kl. 5 e. h. Úrslií Walters- keppninnar: Valur sigrar KR. 5:1. URSLITALEIKUR Walters- keppninnar fór fram á í- þróttavellinum á sunnudaginn var í ofsaroki. Áttust þar við KR og Valur og fóru leikar svo, að Valur vann með 5 gegn 1 marki. Forseti íslands var viðstadd- ur þennan leik, sem var síð- asti kappleikur í meistara- flokki á þessu sumri. í fyrri hálfleik kusu KR- ingar að leika undan vindi, og settu þeir mark sitt í þeim hálfi leik, en Valsmenn lögðu allt kapp á vörnina. í síðari hálfleik lék Valur undan vindi og skoruðu þá Öll sín mörk, enda var vörn KR opin, þar sem þeir lögðu of mikið í sóknina ,en gættu ekki að sama skapi varnarinnar. Mikill mannfjöldi horfði á leikinn, sem var mjög fjörugur og allvel leikinn á köflum. Hvað verður kjötverðið eflir 23. þessa mán.! Úlsöluverðið verður ca. kr. 11,07 kg„ef það verður ekki greitf niður! Og þó því aðeins, að úifluit kjöf verði verð- bæft, annars kr. 18,87 kg.i - m/ .... Upplýsingar gefnar af atvinnumálaráðherra á alþingi f gær. A ÐUR en gengið var til dagskrár á fundi sameinaðs þings í gær, kvaddi atvinnuxnálaráðherra, Vilíhjálmur Þór, sér hljóðs og skýrði frá bréfaskiptum milli ráðuneytisins og kjötverðlagsnefndar varðandi verðlagningu nýs dilkakjöts. Ráðherrann kvaðst hafa skrifað kjötverðlagsnefnd 15. þ. m. og hent nefndimni á mauðsyn þess, að kjötið yrði verðlagt nú þegar. I svarií nefndarinnar væri það talið miklum vandkvæðum bundið að ákveða kjötverðið eins og sakir stæðu. Ef greiddar verða úr ríkissjóði uppbætur á útflutt kjöt, þannig að bændur beri úr býtum fyrir það eins og sex manna nefndin gerði ráð fyrir, þyrfti verðið innanlands að vera ca. kr. 11,07, samkvæmt áætl- un nefndarinnar, til þess að bændur fengi það verð, sem sex manna nefndin áætlaði. Er í þeirri áætlun ekki gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiðii niður verðið á innanlandsmarkaði. Ef útflutta kjötið yrði ekki verðbætt úr ríkissjóði, heldur færi fram verðjöfnun milli þess og kjötsins, seni selt yrð? á innanlandsmarkaði, til þess að hændur bæri úr býtum verð sex manna nefndarinnar fyrir allt kjöt, hvort sem það væri flutt út eða selt innanlands, þá yrði útsöluverð kjötsins að vera ca. kr. 18,87, samkvæmt áætl- un kjötverðlagsnefndar. Atvinnumálaráðherra kvað ’almennt byrjað í dag að slátra norðanlands, og kvaðst hann ætla, að sama væri raunin aust anlands og vestan. Taldi ráð- herrann mikla nauðsyn til þess, að hafin yrði sala kjötsins hið bráðasta. Hvort tveggja væri, að mikil þörf væri orðin fyrir kjötið og að húsrúm þryti mjög skjótt fyrir kjötið í írystihús- unum, ef sala þess hæfist ekki þegar í stað. Að l'okum lýsti ráðherrann því yfir, að hann sæi sér ekki annað fært en láta boð út ganga um að selja kjötið sama verði og verið hefir, kr. 6.50, ef ekk- ert yrði aðgert í þessum efnum af hálfu þingsins, enda þótt svo kynni að fara, að það verð yrði rúmum tólf krónum lægra, en það, sem bændum yrði úrskurð að. Samkvæmt þessari ákvörðun ráðherrans gaf kiötverðlags- nefnd svo út auglýsingu um það í gær, að kjötverðið skyldi vera óbreytt, kr. 6.50 kg. til 23. þ. m. Verður mismuuurinn greid'dur með framlögum úr ríkissjóði þann tíma, samkvæmt þingsályktuninni frá 14. þ. m. Alþýðuþlaðið sneri sér í gær til Tómasar Jónssonar kjötkaup manns og spurðist fýrir um það, hvenær von væri á nýju.kjöti í búðirnar. Kvað hann það vera uþp úr miðri vikunni. Slátrun væri hafin norðanlands en sök- um flutningsörðugleika myndi kjötið ekkí koma á markað hér í bænum fyrr en seinni part vik unnar. Merkiieg bókasýn- ing í Landsbéka- safninu. Elzfa békin er árinu 1540. frá AÞESSU SUMRI eru liðin • 100 ár frá því, að fyrst var prentuð bók í Reykjavík. Árið 1844 var aðeins ein prentsmiðja í landinu, Viðeyjarprentsmiðja, en hún var flutt til Reykjavík- ur þá um sumarið. Þessa merkilega afmælis er minnzt í landsbókasafninu með þeirn hætti, að komið hefur verið fyrir í lestrarsal safnsíns nokkrum sýningarkössum og er þar sýnt meginið af því, sem prentað var á íslenzku árið 1844 í Reykjavík, Viðey og í Kaupmannahöfn. Til samanburðar eru svo sýndar Hólabækurnar frá 1744, ennfremur eina íslenzka bókin, sem til er frá árinu 1644, en það er Þorláksbiblía, og loks elzta prentuð bók á íslenzku, Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar frá 15^0. Þá er og sýnt lítið sýnishorn af íslenzkri bókagerð arið 1944, þar á með- al nokkrar prentminjar frá stofnun lýðveldisins. Sýningar- kassar þessir verða látnir standa í lestrarsal safnsins nokkra daga, en hann er opinn alla virka daga kl. 1—7 síðd. Haustfermingarbörn Dómkirkjuprestanna komi til við tals í Dómkirkjuna í þessari viku sem hér segir: séra Friðrik Hall- grímsson fimmtudag kl. 5, séra Bjarni Jónsson föstudag kl. 5. 70 ára afmælf Ísafoíd- ar, blaðs Björns I DAG eru 70 ár liðin síðan Björn Jónsson stofnaði blað ið 'Ísafold, en það mun lengi verða talinn einn af merkustu þáttunum í sögu í'slenzkar þlaða mennsku. Með stofnun ísafoldar 'hófst nýtt tímabil í stjórnmálasögu landsins. Gerðist ísafold mjög 16 ára telpa sví- virt í Reykjavík Erl. maður réðst á hana, er hún var að fara heim tii sín um miðnætti í fyrra- kvöld. RLENDUR maður réð- ist á 16 ára gamla telpw Iiér í bæmun «m miðnættí á simnudagskvöld og svívirti hana. Er þeíta emi eitt dæmið um það hversu hættulegt það er fyrir stúlkur að vera einar á ferli á fáförmun götum í myrkri Telpan hefir gefið rannsóknar- lögreglunni skýrslu um þennaK svívirðilega athurð og segir hú» þannig frá: Uim klukkan 22 á sunnudags- kvöld fór telpan heimianað £rá sér úr húsi vestur í bæ í heim- sókn 'til kucnningja isinna í Aust urbænuim. Er hún hafði dvalið þar nokkra istund igekk hún heim á leið og fór um Lauiga- veg í Miðbæinn og Sem leið liggur vestur í bæinn. Er hún. var næstum komin heim veit hún ekki af fyrr en ráðizt er aftan að henni og tekið um hendur hennar og þær færðar aftur á bak. Er henni svo ýtt inn í húsaport. Telpan braust um til að reyna að losa sig en það reyndist árangurslaust. Æpti hún þá af öllum kröftum, en um leið sló maðurinn hana í höfuðið og fek-k hún við það 'mikinn sviima og missti meðvitund. Er hún raknaði við var maðurinn að svívirða hania. Maðurinn þaut svo fburtu og telur telpan að þetta hafi verið erlendur mað- ur. Telpan var svo aðframkomin að hún komst varla heim, en strax var lögreglunni, gert að- vart og fór hún á staðinn. Sást þar að eins iað mikið traðk var á grasibletti í húsaportinu. Uim ið er nú að rannsókn þessa ó- þverramáls. BHreið eiur á hús ! IFYRRINÓTT ók fólksbif- reið úr Reykjavík á húsið nr. 53 við Strandgötu i Hafn- arfirði og meiödist einn far- þegi í ibifreiðinni svo að flytja varð faann í sjúkrahús. 1 bifreiðinmi voru auk mianns ins sem slasaðist tvær konur- og bifreiðarstjórinn, og hlutu þau nokkrar skrámur, en ekki al- váríeg meiðsli. Ókunnugt er um ástæðuna Þ.-rir því hvernig árekstur þessi atvikaðst. ....... ...... fljótlega áhrifarík í landsmiál- um, ekki aðeins í isjálfstæðis- haráttunni á' stjórnmiálasviðinu, heldur og í atvinnumálum al- mennt og menningarmálum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.