Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 2
 Ý ^ ’P' :Í * '' \ ^ ^ } ' *l£Y9UBL£*HБ 'ÓÁ.l íV> iííí -V.\ :Ú l'-Kielfe'/’ííi'Ö. _ Sfiiðvifcudagur 20. sept. 1044 Brúin yfir Hafursá er afftlr fær. Farið um hana fyrsta sinn í gær. BRÚIN yfir Hafursá í Mýr- dal er nú komin í samt lag og munu bifreiðar hafa farið yfir hana fýrsta sinni í gær. Brúin láskaðist eins og kunnugt er í vatnavöxtunum um daginn með þeim hætti, að cinn stöpull brúarinnar losn- aði. Hefur þetta valdið mikl- um vandræðum í samgöngum fyrir Skaftafellssýslur, en nú virðist hafa rætzt úr því. Haustfermingarbörn Fríkirkjusafnaðarins eru beðin að koma til viðtals í Fríkirkjuna á morgun firiimtudág kl, 5. Séra Árni Siguxðsson. fullu fylgi vio frv. nyrra Gerði einhuga samþykktir í mörgum hags- munamálum opinberra starfsmanna ÞingiÖ sendi forseta islands heillaóskir. FJÓRÐA þingi Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja var slitið í fyrrakvöld og hafði þá setið síðan á laugar- dag. Þingið sóttu 58 fulltrúar frá ölltun félögmn Bandalags- ins, en þau eru 20 að tölu. Þingið ræddi helztu hagsmunamál starfsmanna ríkis og bæja og þá fyrst og fremst Launamálin, en frumvarp mn laun ríkis- starfsmanna var borið fram á alþingi í gær, flutt af mönnum úr öllum þingflokkimum. , ^ - 4- Fjárveilinganefnd vill iáfa byrja að bfgfgja Olfusárbrú nú þegar --- - Gert er ráS fyrir, að nýja brúin muni kosta fullgerð um 2 milljónir króna. U JÁRVEITINGANEFND alþingis hefir skilað á- liti um þingsályktunartillög una um endurbyggirigu Ölf- usárhrúar — og leggur nefnd in eindregið til að hafinn verði nú þegar undirhúning- ur að smíði nýrrar ölfusár- brúar, en gert er ráð fyrir að hún muni kosta um tvær milljónir króna. - J__Álit fjárveitinganefndar er í heiíd á þessa leið: „Fjárveitinganefnd hefir rætt við atvinnumálaráðhcrra, fjár- málaráðhera og vegamálstjóra um mál þétta. Allir þessir aðilar létu í ljós áhuga á því, að allt yrði gert, sem unnt er, til að greiða úr þeim erfiðleikum, sem af þvi leiðir, að umferð- in um brúna hefir teppzt. Fyrir alllöngu hefir vegamála stjóri lokið við að gera upparátt og áætlun um kostnað við smíði nýrrar brúar á þessum stað, og var kostnaður við brúaxgerð- ina áætlaður 1 milljón og 600 þús. kr. Hins vegar kom það fram í þessum viðræðum, að yrði brúarsmiðin hafin nú þeg- ar eins og ráð er fyrir gert, þá mundi kostnaður við brúargerð ina nema 2 mdlljónum króna. Fjárveitinganefnd leggur ein dregið til, að hafin verði nú þeg ar undirbúningur að smíði hinn ar nýju brúar og því verði hrað að svo sem JErekast er föng á. Fjárveitinganefnd ræddi við ráð herra þá, er komu á fund henn- ar, um fjárhagshlið þessa máls og gengur út frá þvi, að ríkis- stjórnin, sem þá hafði ekki end anlega fengið frá að fé verði fyrir hendi til þessara fram- kvæmda. Þá leggur nefndin á það megináherzlu, að kostað verði kapps um að greiða eftir beztu getu fyrir fólks- og vöru flutningum yfir ána og leitað til þess allra úrræða, sem að gagni mættu verða, bæði að því er snertir öryggi og afköst við flutningana. Reynslan hefir sýnt, að þetta verkefni er mjög torvelt. Þess vegna lítux nefndin svo á, að með því eina móti fáist viðunandi bráða birgðalausn á þessu vandamáli, að kleift reynist að gera svo við gömlu brúna, að hún geti orðið nothæf til umferðar, meðan ver ið er að smíða nýju brúna, en það tekur eðlilega langan tíma. Fj árveitinganefnd leggur til, að tillagan verði samþykkt með svofelldri breytingu. Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar hefja smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá hjá Selfossi. Skal gerð og styrkleiki brúarinnar miðast við hinar hraðvaxandi flutn,- ingaþarfir, er þar koma til greina. Jafnframt er xíkisstjórn inni falið að láta framkvæma nauðsynlegar ráðstafanir til þess að bæta úr erfiðleikum þeim, er skemmdir á Ölfusár- brúnni valda. Skal í því efni lögð sérstök áherzla á það, að gerðar séu ýtrustu tilraunir til þess að bæta svo skemmdir á brúnni, að hún geti — og það sem fyrst — orðið nothæf til flutninga, meðan smíði hinnar nýju brúar stendur. Allan kostn að, sem leiðir af frarnkvæmd- um þeim, er tillagan fjallar um, héimilast ríkisstjórninni að greiða úr ríkissjóði.“ Verð á böðum í Bað- húsi Reykjavflmr hækkar BÆJARRÁÐ hefir sam- þykkt, eftir tillögu bað- húsvarðar, að verð á böðum í Baðhúsi Reykjavíkur verði sem hér segir: kerlaugar kr. 2.00, steypiböð kr. 1.50 og almenn- ingssteypiböð kr. 1.00. Verðlags stjóri hefir fallist á þetta verð á böðunum. Er hér um nokkra hækkun að ræða, því verð á kerlaugum var áður kr. 1.50 og verð á steypiböðum í eins- mannsklefum kr. 1.00. Þeim hluta Baðhússins, sem áður var notaður sem þvottahús, ketil- 'hús og kolageymsla, hefir verið breytt í einn klefa með 6 steypi- böðum, búningsklefa og af- greiðsluherbergi. Verðið á böð um í þessum almenningsklefa er sem fyrr segir kr. 1.00.. á' J r'&í; • i • . Guðjón B. Baldvinsson, rit- ari bandalagsins, sagði í við- tali við Alþýðublaðið í gær: „Þetta fjórða þing okkar sýndi góð samtök opinberra starfsmanna og mjög mikinn áhuga fyrir störfum og lausn vandamálanna. Eg vil líka taka það fram, að opinberir starfs- menn geta verið öðrum til fyr- irmyndar um einingu og sam- heldni. Gleggsta dæmið um þetta er stjórnarkosningin, en stjórn bandalagsins var öll endurkosin einróma. Eg vil líka fullyrða það, að opinberir starfsmenn standa einhuga um þær samþykktir, sem þeir hafa gert. Þurfa þeir, sem nú eiga að fjalla um málefni þeirra á alþingi, ekki að vera í neinum vafa um það.“ í þinglokin samþykkti þing- ið, samkvæmt tillögu stjórnar- innar, að senda forseta Islands svohljóðandi skeyti: „Þing starfsmanna ríkis.og bæja árnar yður, herra for- seti, allra heilla vegna stofn- unar lýðveldisins og óskar þess, að störf yðar verði til mikillar blessunar fyrir þjóðina.“ í stjórn bandalagsins eiga sæti: Sig. Thorlacius, form., Lárus Sigurbjörnsson, varafor- maður og meðstjórnendur: ;— Guðjón B. Baldvinsson Ás- mundur Guðmundsson, Ágúst Sæmundss., Kristinn Armanns- son og Þorvaldur Árnason. Helztu samþykktir þingsins' í launa og réttindamálum voru þessar: Launamálið. „I. Fjórðaþing B.S.R.B. lýsir ánægju sinni yfir því, að þing- menn úr öllum flokkum skuli nú hafa borið fram á alþingi frumvarp til nýrra launalaga fyrir starfsmenn ríkisins, þar sem í aðalatriðum er ráðin veru leg bót á því misrétti um launa- kjör, sem þeir hafa átt við að búa, miðað við kjarabætur ann- arra stétta þjóðfélagsins að undanförnu, og því ósamræmi, sem verið hefur í launum starfsmanna ríkisins innbyrðis. Þingið lítur þó svo á, að starfs- menn ríkisins myndu enn vera afskiptir, miðað við aðrar stétt ir, þótt frumvarpið næði fram að ganga, og telur því fulla sanngirni mæla með því, að launastiginn verði færður til frekara samræmis um minnst 15% hækkun frá tillögum frv., og komi mest hækkun til lægstu launaflokkanna. II. Fjóröa Þing B.S.R.B. fel- ur stjórn bandalagsins að taka við breytingartillögum þeim, sem bandalagsféiög gera við frv. til laga um laun starfs- manna ríkisins, og bera þær fram við alþingi. Breytingartil- lögurnar séu komnar í hendur stjórnarinnar fyrir 27. þ. m.“ Frumvarp um iaun opinberra starfs- manna lagt fram á alþingi. Flutt af fulltrúum allra flokka. p' RUMVARP til laga um laun starfsmanna ríkis- ins var lagt fram á alþingi í gær. Er það flutt af eftir- töldum mönnum. Guðm. I. Guðmundssyni, Bernharð Stefánssyni, Brynj. Bjama- syni og Magnúsi Jónssyni. Fmmvarp þetta er samið af milliþinganefnd í launa- málum, er f jármálaráðherra skipaði í júlí 1943. Áttu sæti í þeirri nefnd fulltrúar stjórnmálaflokkanna, ríkis- stjórnarinnar og Bandalags ríliis og bæjar. Frumvarpið er, ásamt greinargerð mikill bálkur. Endurskoðun vinnulöggjafar- innar. „4. þing B.S.R.B. lýsir fylgi Vth. 4 7. Bfða. Ný árás: ÁÁj Hermaður ræðslá B ára ieipu á Laugar- nessvegi. AD lítur svo út, se*n <fe- hæfuverk Iiermannsiaej sem réðst á stúlkuna á Aa- vallagötunni á sunnudagskvSM ið hafi smitað út frá sér, því í fyrrakvöld var önnur áráí. gerð af hermanni, á 13 án telpu inn á Laugamesvegi, og særðist stúlkan á hníf, sem her miaðurinn otaði að henni. Klukkan um hálfellefu á mánudagskvöldið var lögregl- an kvödd inn á Laugarnessveg og hitti hún þar telpuna, sem skýrði frá því, að hermaður hefði ráðist á sig og otað að sér hníf, er hún hefði ekkí viljað fylgja^t með honum. Kvaðst hún hafa verið á gangi suður Laugnarnésveginn og hermaður veitt sér eftirför, og ávarpað sig, en hún gaf þv£ engan gaum — og hélt áfram. Veit hún þá ekki fyrri til, en hermaðurinn ræðst á hana og ætlar að draga hana út fyrir veginn, en hún streyttist á móti. Tók þá hermaðurinn upp hníf og otar að henni, en hún ber að sér lagið, en hlýtur við það skurð á hægri hendi. Enn- fremur meiddist telpan á hné í viðureigninni. Rétt í þessu ók bifreið uns. veginn og staðnæmdist rétt hjá þeim. Við það brast hetj- una móðinn og tók til fóta sinna og flýði í burt, en telp- an fór inn í næsta hús, og var þar gert að sárum hennar, og fór hún því næst heim til sí». Frumvarp fðl lap y ingar Lögfestlng tveggja désentsemfoætta í viS- skiptafræ^ianríy verkfræ'éicieilciar, ©g stofnuit tveggja dósentsembætta I sögu og bók- menntum. ENNTAMÁLANEFND neðri deildar flytur frumvarp til laga um breyt- ingu á og viðauka við lögin um Háskóla íslands og iögin um laun háskólakennara. í frumvarpi þessu felast þrjár breytingar: lögfqsíing embætta þeirra tveggja dósenta í við- skiptafræðum, sem nú eru við laga- og hagfræðideild háskól- ans; stofnun tveggja dósents- embætta í bókmenntum og sögu við heimspekideild háskól ans, og lögfesting verkfræði- deildarinnar, sem starfað hefir við háskólann síðai haustið 1940. Skulu vera þrír prófes- sorar í verkfræðideild samkv. frumvarpi þessu í bréfi til menntamálanefnd- ar færa kennarar háskólans i íslenzkum fræðum, þeir Sigurð ur Nordal, Alexander Jóhannes son og Björn Guöfinnsson, m. a. svofelld rök að þeirri aukn- ingu á kennslukröftum háskól- ans í norrænum fræðum, sem hér er gert ráð fyrir: „Hvort sem litið er á almenna eflingu þjóðlegrar, íslenzkrar menningar, varðveizlu tungu. glæðing þjóðrækni og þjóðemis vitundar eða hagnýtingu þeirra. verðmæta, sem þjóðin á í hók- menntum sínum og sögu, hlýtur meiri og betri þekking jafnam að verða traustasta undirstað- an. Engri einni stofnun er frem ur ætlandi né skyldara að aUka þá þekkingu en kennsludeild há skólans í íslenzkum fræðum. En til þess, að hún geti náð þeim tilgangi betur' en hingað til þarf að bæta skilyrði hennar til þess að leysa af hendi rannsóknir, gera þær arðbærar fyxir nem- endur og vinna úr þeim, 'bæði fyrir fræðimenn. og almenning. Þess verðux að gæta, að víða er enn um lítt numið og rutt svið að ræða. Vér teljum fram ar öllu brýna þörf á meiri verka skiptingu milli kennara deildar innar en hingað til hefir átt sér stað. Með þessari aukningu kenn- araliðs háskólans í íslenzkum fræðum höfum vér auk þess, sem áður er bent á, í huga, að unnt yrði að veita nemendun- um meiri og betri kennslu, með al annars í erlendum bókmennt um og sögu, gera námið fjöl- breyttara og kandídatana hæf- ari til skólakennslu, ef til vill svo, að áður en langt um liði, yrði bætt við til kennaraprófs Frh. á 7. sfflu t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.