Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 4
ALÞYPUBLADIÐ Miðvikudagtir 20. sept. 1044 fU{>tí|dublodi^ Otgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- ^ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4°CI og 490C Símar afar-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. KOfflfflDDÍStlSht kjðtverð. ÞÁ hafa menn nú fengiS að vita, hvað kjötið muni kosta á þessu hausti og fram á næsta haust samkvæmt hinni nýju vísitölu landhúnaðarins, reiknaðri út á grundvelli sex manna nefndar samkomulags- ins sællar minningar. Atvinnu- málaráðherra skýrði alþingi frá jþví í fyrradag. Sagði hann að kjötverðlagsnefnd hefði nú gert áætlun um það, hvað útsölu- verð kjötsins þyrfti að verða innanlands til þess að bændur bæru það úr býtum, sem til hefði verið ætlazt með sam- ,-komulagi sex manna nefndar- innar, og hefði niðurstaða henn- ar orðið sú, að kjötið yrði inn- anlands að kosta kr. 11,07 hvert kílógramm, ef haldið yrði á- fram að greiða uppbætur úr ríkissjóði á útflutt kjöt, en kr. 18,87, ef þær uppbætur yrðu niður feldar. Hár er þó í hvor- ugu tilfelli reiknað með fjár- framlögum úr ríkissjóði til þess að lækka útsöluverðið innan- lands, en segja má, að það skipti ekki svo ýkjamiklu máli fyrir neytandann, hvort hann greiðir það. útsöluverð, sem nefnt hefir verið, 'beinlíns, með því að leggja það fram við búðarborðið, eða óbeinlin- is, í auknum sköttum og skyld- um til ríkissjóðs. % Menn eru nú að vísu orðnir því nokkuð vanir, að fram af þeim sé gengið með hækkun kjötverðsins frá ári til árs. En fáir munu þó hafa látið sig dreyma um annað eins og það, sem nú er boðað. En hér hafa þeir þó aðeins það, sem þeim var fyrirbúið með samkomulagi sex manna nefndarinnar í fyrra sumar. Þjóðviljinn kallar í gær hið boðaða kjötverð „nýja Ingóifs- styttu“. En það er rangnefni. Miklu réttara væri að kalla hið nýja kjötverð „kommúnistískt kjötverð“, þvi að hvað er það annað en árangurinn af póli- tískum hrossakaupum komm- únista við fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í sex manna nefndinni — hinum „rausnarlegu veitingúm“ til handa bændum, sem Brynjólfur Bjarnason og Éinar Olgeirsson voru efíir á að hæla sér af á alþingi í fyrrahaust? * Það voru kommúnistar, sem fóru með umboð verkalýðssam takanna í sex manna nefndinni, eins og allir muna. Alþýðuflokk urinn átti þar engan fulltrúa. En auk kommúnista sátu í nefndinni Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Nefndin átti, sem kunnugt er, að reikna út visitölu land- búnaðarframleiðslunnar, sem af urðaverðið skyldi síðan byggt á til stríðsloka og skyldi hlið- sjón 'höfð af því, að tekjur bænda yrðu í sem mestu sam- ræmi við tekjur annarra vtnn- Gylfi Þ. Gíslason: Verðlagsmál landbúnaðarins ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að ófriðurinn hef ir haft í för með sér mjög til- finnanlegt markaðstap fyrir landbúnaðinn. Verð landbúnað arafurðanna á erlendum mark- aði hefir og ekki hækkað neitt svipað því og annarra útflutn- ingsafurða landsmanna. Fyrir stríð nam útflutningur landbún aðarafurða tæjum 10 millj. kr. á ári, en á stríðsárunum hefir hann aðeins numið rúmum 12 millj. kr., þótt heildarútflutn- ingurinn hafi þrefaldast. Éf ekki hefði verið gripið til sérstakra ráðstafana er því auð sætt, að hagur þeirra, sem land búnað stunda, hefði farið mjög versnandi samtímis því að tekj ur manna við sjávarsíðuna stór- jukust vegna aukins fiskútflutn ings og stórhækkaðs verðs á fiskafurðum. En reynt var að jafna metin. Brezku verðupp- bæturnar 1940, voru að lang- mestu leyti látnar ganga til landbúnaðarins og munu flestir hafa talið það réttmætt. Verð- lagsnefndir . landbúnaðarvara hækkuðu verðið á innlendum markaði mjög og ríkissjóður tók að greiða uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Ráðstafan- ir þessar, einkum hin síðasta, hafa mjög verið gagnrýndar, og jafnvel verið talað um „ölmus- ur til bsenda“. Með sanngirni verður þó ekki á móti mælt, að eðlilegt var að landbúnaðurinn fengi hlutdeild í þeim tekju- auka, sem þjóðarheildinni féll í skaut, stríðsgróðanum. Hitt er svo allt annað mál, hvort tekju auki sá, sern bændum var feng inn, var hæfilega mikill í sam- anburði við tekjuaukningu ann arra stétta, og hvort skynsam- legt var að veita landbúnaðin- um hlutdeild í stríðsgróðanum á þennan hátt. Útreikningar, sem ^erðir hafa verið á grundvelli niðurstöðu 6 manna nefndarinn ar, sýna, að á árunum 1940—42 hækkuðu landbúnaðarafurðirn- ar meira en svaraði til kaup- hækkunar verkamanna á sama tíma, svo að tekjuauki land- búnaðarins virtist á þessum ár- um hafa verið meiri en nauðsyn legt var til samræmis við aðr ar stéttir, og verð afurðanna því hærra en þurfti. Þjóðarbúið á þá samkvæmt því nokkuð inni hjá landbúnaðinum, ef svo mætti að orði kveða. Um það, hvort skynsamlegt hafi verið að haga hluttöku landbúnaðarins í tekjuauka þjóðartbúsins á þenn an hátt, er það að segja, að fyrst sú stefna var almenn-t tekin að „dreifa stríðsgróðanum“, var að vísu varla við að búast, að hér væri öðru vísi að. farið. Sá sem þetta ritar hefði talið skynsam- íegra að taka þá stefnu í upp- hafi að festa stríðsgróðann er- endis til þess tíma, er hægt ¥7 FTIRFARANDI grein ■"-‘í um verðlagsmál land- búnaðarins birtist í nýút- komnum Kaupsýslutíðind- um og hefur Alþýðublaðið tekið hana upp úr þeim með góðfúslegu leyfi höfundar- ins. Orfá inngangsorð greinar- innar hefur Alþýðublaðið leyft sér að fella niður, að öðru leyti er hún tekin upp orðrétt, . hefði verið að nota hann til hag kvæmra kaupa á framleiðslu- tækjum og öðrum varanlegum verðmætum, i stað þess að veita honum nær óhindrað ínn í land- ið, auka neyzlu þjóðarinnar um stundarsakir, án nokkurrar vissu um að það geti orðið til frambúðar, færa fjármálakerfið allt úr skorðum með geigvæn- legri dýrtíð og valda þannig margskonar misrétti innanlands og stofna gjaldeyri þjóðarinn- ar í bráða hættu. Ef stríðsgróð inn hefði verið festur erlendis sem sameign þjóðarinnar, hefði eftir stríðið eða þegar ástæða hefði þótt til, mátt skipta hon- um milli atvipnuveganna og ráð stafa honum til viðreísnar og framfara í þeim. Hluttaka land búnaðarins í stríðsgróðanum hefði þá t. d. getað orðið á þann veg, að með honum hefðu verið kostaðar stórfelldar ræktunar- framkvæmdir, vélakaup, byggða samfærsla o. s. frv. eða styrk- veitingar til þessa. En fyrst slík stefna varð ekki ofan á gagnvart stríðsgróðanum almennt, var varla við því að búást, að hlut- taka landbúnaðarins yrði með öðrum hætti en þeim, að verð af urðanna væri hækkað og tekj- ur hinna einstöku framleiðenda látnar aukast. Þó má á það benda, að „dreif- ing stríðsgróðans“, að því er landbúnaðinn snertir, var sér- staklega varhugaverð sökum þess, að alílt kaupgjald var og er bundið framfærslukostnaðar- vísitölu, sem landbúnáðarvör- urnar hafa mjög mikil áhrif á, svo að verðhækkun þessara af- urða hefir víðtækar afleiðingar í fjármálakerfinu öll.u, ög hefði þetta m. a. átt að mæla gegn „dreifingu stríðsgróðans“ og hvetja til sérstakrar varfærni í verðlagsmálum landbúnaðar- ins. Það hefði ennfremur að ýmsu leyti verið auðveldara í framkvæmd að- ráðstafa hluta stríðsgróðans til landbúnáðar- ins sem heildar en annarra at- vinnuvega, í stað þess að dreifa honum. Ýmislegt bendir til þess andi stétt. Fyrir Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn, sem stöðugt eru í kapphlaupi um bændafylgið, var því um að gera, að tekjur hinna vinnandi stétta við sjóinn yrðu áætlaðar sem Ihæstar; því hærra yrði af- urðaverð bænda ákveðið. Ein- hver skyldi hins vegar hafa ætl að, að kommúnistar yrðu hér á verði og léti ekki hækka af- urðaverðið upp úr öllu valdi á kostnað verkalýðsins og neyt- enda í bæjunum. Þeir gátu hindrað það; því að allir þurftu að verða sammála í sex manna nefndinni til þess að niðurstaða hennar næði lagagildi. * En hvað gerðu kommúnistar? Þeir þóttust sjá sér færi á borði til þess að slá sér upp við bænd ur, engu síður en Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn, buð ust til að „veita þeim rausnar- lega“, eins og Brynjólfur og Einar orðuðu það, gáfu upp eða gengu inn á hinar fáránlegustu tölur um tekjur verkamanna til þess að réttlæta hækkun afurða verðsins — þeir kærðu sig ekk ert um það, þótt hún væri gerð á kostnað verkalýðsins — og árangurinn sjá menn i dag: hið nýja kjötverð! Það þýðir því ekkert fyrir Þjóðviljann, að tala um „nýja Ingólfsstyttu“ í sambandi við það. Sá þáttur, sem kommún- istar eiga i hinni nýju ,óheyri- legu verðhækkun kjötsins, verð ur ekki af þeim skafinn, hvað svo sem skriffinnar Þjóðviljans reyna til þess. að þær miklu fjárhæðir, sem greiddar hafa verið úr ríkissjóði í útflutningsbætur, myndu koma landbúnaðinum að varanlegu gagni, ef þær hefðu gengið til þess að kosta samræmdar fram kvæmdir til bættra búnaðar- hátta. Oftsinnis hefir verið bent á það opinberlega, að verð land- búnaðarafurðanna sé nú miklu hærra en það sé ei-lendis og hægt myndi að fá samskonar vörur innfluttar fyrir. Þetta er satt, en það er þó ekki rétt að telja þetta einungis bera vott um annað hvort eða hvort tveggja. sérstakt okur á þessum vörum eða óhæft rekstararfyrir komulag í landbúnaðinum. Vafa faust má auka rekstrarhag- kvæmniÚ landbúnaðinum mjög verulega, en hún er þó ekki minni nú en meðan verðið var lægra. Hér er fyrst og fremst um að ræða eitt éinkenni þess sjúkleika, sem nú þjáir fjármála kerfi þjóðarinnar allt. Ekki ein- upgis landbúnaðarvörurnar, heldur yfirleitt flestallar vörur, sem framleiddar eru í landinu, eru nú mun dýrari hér en er- lendis, að þeim sjávarafurðum þó undanskildum, sem nú er sér staklega hátt verð á í markaðs- löndum okkar. Vinnulaun eru og miklu hærri hér en í ná- grannalöpdunum. Meginorsakir þeirrar hækkun ar, sem orðið hefir á landbúnað- Auglýsingar, sem birtast eiga 1 Alþýðublaðicu, verða að veni komrar til Auglýs- iugaskrifstofunnar í Alþýðuhúsmu, (gengið ii— frá Hverfisgöíu) ffyrlr kl. 7 að kvöldl. Sími 4906 arvorunum, eru annas vegai" „dreifing stríðsgróðans“ meðal bændarjia og hins vegar hið sjúka fjármálakerfi. Engu að síður er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að fyrirkomu- lag það, sem nú er á verðákvörð- un landbúnaðarafurða, sem sé~ að'miða verð þeirra við að tekj- ur bænda séu hliðstæðar tekj- um vissra annarra stéfta, getur ekki verið til frambúðar. Að styrjöldinni lokinni verður vafa laust ekki hægt að viðhalda jafn gífurlegum mun og nú á innan lands- og útflutningsverðinu,. þótt einhverri verðjöfnun mætti við koma, svo sem var fyrir styrjöldina, og er þetta einn meginkjarni verðlagsmála land: Frh. af 6. síðu. TÍMINN birtir i gær athygl- isverða ritstjórnargrein um stjórnmálaástandið, sem skapazt hefir við lausnarbeiðni stjórnarinnar. Þar segir meðal annars: ,,Á alþingi gerist sama sagan og endranær. Þar er hver höndin upp á móti annarri. Þeir menn þar, er vildu styðja ríkisstjórnina til að stöðva dýrtíðina, þótt ekki næðist samkomulag um frv. hennar, voru gerðir máttvana, þegar ríkisstjórn- in auglýisti lausnarbeiðni sína. Allir þeir kraftar þingsins, sem hafa verið stjórninni fjandsamlegir, sameinuðust þá um að hindra hverja þá ráðstöfun, sem stjórnin hefði getað sætt sig við. Tilraunir til að mynda þingræðisstjórn, sem áorkaði verulegu í dýrtíðarmálun- um, virðast meira en vonlitlar, þar sem þrír flokkar þingsins hafa lýst sig mótfallna hvers konar lög- bindin.gu, eins og sakir standa, en verkföll kommúnista eru bezti vitnisburðurinn um það, sem vænta má af „frjálsu leiðinni“. Ýmsir halda því fram, að bezta ráðið úr því, sem komið er, sé að láta fara fram kosningar, sem yrðu var.t fyrr en seinast í nóvem- ber. Þetta gæti verið ráð, ef vænta mætti verulegra endurbóta á þinginu. En það er grátlega satt, sem Jakob Möller sagði í útvarps- umræðunum á dögunum, að enn virðiist fjölda manna vanta viljann til að taka á sig þær fórnir, sem af lausn dýrtíðarinnar hljóta að leiða, þótt iþeir sjái fram á hásk- ann, sem af henni stafar. Það er því eigi ólíkleg tilgáta, að kosn- ingar nú' yrðu háðar á grundvelli þrengstu stéttarhagsmuna, heild- arsjónarmiðið gleymdist, mólín yrðu enn fjarri heilbrigðri lausn á hinu nýkjörna þingi, vcgna kosu- ingahitans, og engar breytingar- sem þýðingu hefðu, eru heldur lík- legar á styrkleika flobkanna. Það kynni að vísu að geta hjálpað bæj- arflokkunum éitthvað, ef ófærð og ótíð hamlaði kjörsókn í sveitun- um, en vissulega myndu þær- breytingar, sem af því hlytust, ekki gera nýja þingið gæfulegra til starfa. Flest bendir líka til þess^ að yrði kosið í haust, myndi engar ráðstafanir gerðar nú til að halda dýrtíðinni í skefjum fram yfir kosningarnar. Dýrtíðarvísitalan færi þá í ein 300 stig og ykist síð- an koll af kolli. Hrunið væri þá orðið óumflýjanlégt. Bezta úrræðið úr þessu er tví- mælalaust það, að þau öfl þings- ins, sem ekki vilja stuðla að full- komnu niðurrifi og upplausn, reyni að þoka sér saman um eitt- hvert bráð' birgðaúrræði til að stöðva dýrtíðina fram á næsta vor, en lengur verður það vart dregið að leggja málin undir dóm. kjós- enda, nema ný viðhorf hafi skap- azt á þinginu. Fles-t bendír' til þess, að kosn- ingar á næsta vori væru á allan hátt æskilegri en vetrarkosning'- ar. Evrópustríðið verður þá von- aridi búið fyrir nokkru. Fjármála- viðhorfið út á við yrði þá miklu greinilegra en nú. Þetta, ásamt mörg'u fleiru, ætti að gera mönn- um míklu auðveldara að átta sig á málum þá en nú. Vorkosningar gefa á allan hátt betri vonir um starfhæft þing en vetrarkosning- ar.“ Þannig farast Tímanum orð í gær um stjórnmálaástandið. Bersýnilega telur hann ekki miklar líkur til þess að við- ræðurnar um samstjórn allra Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.