Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 7
> Mlf Mí íií-sftfe&íWvsSitlS Mlðvikudagur 20. sept. 1944 *U>YOUBLAÐIÐ Bœrijm í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ) ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 20.30 Útvarpssagan: Úr „Borgum“ eftir Jón Trausta, V. (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Selveiði á íslandi fyrrum og nú, síðara erindi (Björn Guðmundsson, Lóni, (Björn Guðmundsson, Lóni — Lúðvík Kristjánsson rit- stjóri flytur). 21.35 Hljómplötur': Cello-konsert eftir Tartani. Frá Alþýðusambandi íslands Alþýðublaðið fengið eftirfarandi til birtingar: „Að gefnu tilefni vill Alþýðu- samband íslands taka fram eftir- farandi: Á fundi kjötverðlagsnefndar 14. þ. m. þar sem tillaga sú var sam- þykkt um verðlag á kjöti, er blöð- in hafa birt, var fulltrúi Alþýðu- sambandsins í nefndinni, Hermann Guðmundsson, eigi viðstaddur þar sem hann var á sama tíma á samn- ingafundum vegna vinnudeilu Hlíf ar við atvinnurekendur. En á fundi kjötverðlagsnefndar, sem haldinn var 18. þ. m. mótmælti fulltrúi Al- þýðusambandsins tillögu þeirri um verð á kjöti, er samþykkt var á fundinum 14. sept. og mótmælti þá einnig að nefndin vísaði frá sér þeirri skyldu sinni að ákveða verð á kjöti, og er þetta í fullu samræmi við fynri afstöðu fulltrúa Alþýðusabandsins í kjötverðlags- nefnd. Alþýðusamband íslands. Vinnan. Frh. af 6. sí&u. Af efni ritsins má nefna Tvö Ijóð, eftir Jón úr Yör, Alþýðan krefst reikningsskila, grein eftir Stefán Ögmundsson, Þætt ir úr baráttu ellefu alda, eftir Björn Sigfússon, Krossanesverk fallið árið 1930, eftir Aðalbjörn Pétursson, Örlög skáldanna (kvæði) eftir Herman Wilden- wey, Hvíld, fegurð, menning, eftir Dagsbrúnarfélaga nr. 2295. Tveir brautryðjendur, eftir Guð geir Jónsson, Fallegi, hvlti hest urinn (Smásaga) eftir William Saroyan, Síldin, efir Óskar Jóns son, Sparnaður almennings og innra frelsi, eftir Halldór Péturs son, framhaldssaga, bókafréttir, frá sambandsskrifstofunni o. fl. VESTURVÍGSTÖÐVARNAR. Frh. af 3. síöu. og fögnuðu ákaft hermönnum bandamanna. íbúar í Eindhoven eru um 110.000 að tölu. Þar er mikill iðnaður og ein frægasta verk- smiðja þar í borg er viðtækja smiðja Phillips, en viðtæki frá þeirri verksmiðju eru kunn um allan heim. í Norður-Frakklandi halda bandamenn áfram að kreppa að Þjóðverjum í hafnarborgunum við Ermarsund. Kanadískax sveitir eiga í hörðum götubar- dögum í Boulogne. Varnir Þjóð verja í Calais og Dunkerque eru einnig sagðar á þrotum. Um það mil 1400 amerískar flugvélar af ýrnsmn gerðum réð ust í gær á þýzku iðnaðarborg irnar Hamm og Soest og loft-, varnabyssustæði Þjóðverja viða í Hollandi. 2 söiigvarar á ferð um landið. Davína Sigurðsson og Einar Sfuriuson, sem bæöi fara innan skamms uian. ]VT ÝLEGA eru frú Davína * ™ Sigurðsson og Einar Sturlu- son söngvarar komin úr söng- för um Norður- og Austur- land. Fengu þau alls staðar hinar beztu viðtökur, og hús- fyllir var á flestum þeim stöð- um, sem þau sungu á. Á næstunni munu þau fara í söngferð um ýmsa staði hér Sunnanlands, m. a. til Akra- ness, Keflavíkur og ef til vill Selfoss og víðar. Tíðindamaður Alþýðublaðsins hitti Einar Sturluson að máli í gær og spurði hann um ferða- lag þeirra um Norðurland. „Þetta var jafnframt skemmti ferð hjá okkur,“ segir Einar, „og notuðum við tækifærið til þess að syngja á þeim stöðum, sem við áttum helzt viðdvöl á um leið.“ — Hve lengi voruð þið á ferðalaginu? „Við vorum í 12 daga, lögð- um af stað laugardaginn 3. sept. og komum aftur 14. þ.m.“ — Hvaða staði heimsóttuð þið? „Við fórum fyrsta daginn alla leið til Akureyrar og vor- um þar um kyrrt á sunnudag- inn og skoðuðum okkur um þar, m. a. hinn fagra listigarð Akureyringa. Á mánudagskvöldið kl. 7 héld um við svo fyrstu söngskemmt- un okkar, undirleik fyrir okkur annaðist bæði þá og síðar í ferðalaginu, Páll Kr. Pálsson. Aðsókn að Jjessari skemmtun var sæmileg, þó var ekki alveg húsfyllir, en undirtektir áheyr- enda virtust mér góðar. Á þriðjudag fórum við til Húsavíkur og sungum þar kl. 9 um kvöldið, og var aðsókn þar sæmileg. Vorum við svo á Húsavík um nóttina, en á mið- vikudag fórum við til Eski- fjarðar og komum við á Gríms stöðum á Fjöllum. Á Eskifirði sungum við á fimmtudags- kvöld kl. 9 fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Á föstudag fórum við að Hallormsstað og skoðuðum þar gróðrarstöðina, en héldum svo til Seyðisfjarðar og sungum þar kl. 9 um kvöldið og fengum góðar viðtökur. Síðan fórum við til Egilsstaða og gistum þar. Á laugardag héidum við svo aftur til Akureyrar og komum við í Ásbirgi. Sungum við á Akureyri í bakaleiðinni, en þá á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar. Var þá húsfyllir og und- irtektir ágætar. Á sunnudaginn fórum við til Kristnesshælis og sungum þar fyrir sjúklingana, en á mánu- 'daginn sungum við í sjúkra- húsinu á Akureyri. Á þriðjudag kvöddum við svo Akureyri og fórum með Ægi til Siglufjarðar og sungum þar kl. 11.30 um kvöldið. Þar tók Þormóður Eyjólfsson söng- stjóri karlakórsins Vísi á móti okkur með mikilli rausn. Frá Siglufirði fórum við svo á miðvikudag með mótorbát til Haganessvíkur og þaðan með bifreið til Sauðárkróks og sungum þar í kirkjunni kl. 9 um kvöldið, og var það síðasti staðurinn, sem við sungum á í þessum leiðangri. Þar tók á móti okkur og sýndi okkur hina mestu vinsemd Eyþór Stefánsson tónskáld og organ- leikari. Á fimmtudag héldum við svo til Reykjavíkur, þakklát í huga fyrir hinar góðu viðtök- ur og' gestrisni, sem við mætt- um alls staðar þar, sem við komum á ferðalaginu.“ — Hafið þíð í hyggju að syngja fyrir okkur Sunnlend- inga? „Já, \ io hofum ráðgert að fara eitbhvað. hér nrn ná- grennið á ns?cí>,'mi. t. d. t l Ákraness, Keflavíkur, og ef til við Selfcs: c- víðcr. TJri' það hvort viq. sy^sjrin h'** PvL' höfum v'.ð f-Ik'áðið enr.“ segir Einar að lck- -n. Sjálfsagt m.’u’du Re*-kvíV- ingar fagna Y.ví s” rige kost á að heyra þei-**a. en Davína Siy’ruS-«on f°" a? landi burt, en húr er nú bráa*’m. á förum til E-xíiartrH Einnig mun Einar háfa í hvggju' að fara til Svíbjoð.ar til söngnáms, þegar strícinu lýkur. 'm Frh. af 2. siðú sínu við tillöffu til þingsálvkt- unar (þskj. 299) varðandi end- urskoðun á lögum nr. 33, 3. nóv. 1915, (vinnulöggjöfin). . Að þessu hníga þungvæg rök, einkum þau, að í lögum nr. 33, 3. nóv. 1915 felst van- traust á þegnskap og skyldu- rækni opinberra stayfsmanna og að í skjóli þessara laga hef- ur verið þröngvað kosti þeirra óhæfilega og hlutur þeirra ver- ið fyrir borð borinn miðað við aðra þegrta þjóðfélagsins. Fyrir því skorar þing B.S.RjB. á hæstvirt alþingi að sam- þykkja áðurnefnda þingsálykt- unartillögu og væntir þess, að endurskoðuninni verði hraðað, svo sem kostur er.“ Réttindi og skyldur. „4. þing B.S.R.B. skorar á hæstvirt alþing að samþykkja tillögu til þingsályktunar (þskj. 325) um undirbúning lög- gjafar um opinbera starfsmenn, réttindi þeirra og skyldur, og eigi B.S.R.B. fulltrúa í nefnd, er fjalli um þetta mál.“ Dómnefnd um ágreiningsatriði. „4. þing B.S.R.B. álítur nauð- synlegt að setja í lög ákvæði til bráðabirgða um skipun dóm- nefndar ,er skeri úr um þau á- greiningsatriði, er upp kunna að koma út af lögum, samningum og reglugerðum, er varða starfs kjör starfsmanna ríkis og bæia og ákvörðun einstakra starfsmanna í launaflokka og fleira þess háttar, sem ekki næst samkomulag um milli að- ila. Dómnefndin sé^ þannig skipuð, að ríkisstjórnin eða hlutaðeigandi bæjarstjórn til- nefni einn mann í hana, stjórn B.S.R.B. annan, en hæstiréttur hinn þriðja, og sé hann formað- ur dómnefndarinnar.11 Samstarf við önnur launþega- samtök. „Út af umræðum þeim um samstarf, sem fram hafa farið milli fulltrúa frá Alþýðusam- bandi íslands og Farmanna- og f iskima n nasambandi íslands annars vegar og fulltrúa frá B.S.R.B. hins vegar, vill alls- herjarnefnd leggja eftirfarandi tillögur fyrir þingið: I. Fjórða þing B.S.R.B. á- kveður að kjósa tvo fulltrúa, er haldi áfram viðræðum. við Al- þýðusamband íslands og Far- manna- og fiskimannasamband íslands um möguleika á au'knu samstarfi við þessa aðila í fram- tíðinni. II. Fjórða þing B.S.R.B. sam- þykkir að kjósa 5 manna milli- og manntabbækv Innilegt þakklæti vottum við öllum er sýndu samúð vj& andlát og jarðarför GySrúsiar lllugadéttur. Aðstandendur. þinganefnd í félagsmálum, sem hafi það verkefni að gera til- lögur um réttarstöðu bandalags- ins innan þjóðfélagsins og jafn- framt um afstöðu þess til ann- arra launþegasamtaka í lahd- inu. Bæði nefndarmenn og full- trúar starfi í samráði við stjórn B.S.R.B.“ Fulltrúar til að ræða við stjórn Alþýðusambandsins og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins voru kjörnir: Lárus Sigurbjörnsson og Guðjón B. Baldvinsson. í rnilliþinganefnd í félags- málum voru kjörin: Rannveig Þorsteinsdóttir, Sveinbjörn Sigurjónsson, Hjálmar Blöndal, Guðmundur Pétursson og Þor- steinn Ö. Stephensen. Eftirlaunasjóðirnir. „4. þing B.S.R.B. felur • stjórn bandalagsins að vinna að því, að allir starfsmenn þess opinbera fái full réttindi, hver í sínum eftirlaunasjóði, niiðað við þann tíma, sem þeir hafa unnio í þjónustu þess opinbera, þótt þeir hafi ekki greitt ið- gjöld í lífeyrissjóð embættis- manria eða lífeyrissjóð bama- kennara fyrr en lög’nr. 101 og 102 1943 tóku gildi. Sami rétt- ur verði tryggður öðrum opin- berum starfsmönnum, sem ið- gjöld greiða öðrum starfandi iífeyrissjóðum lögum kvæmt.“ sam- Frh. af 2. síðu. aukagrein (t. d. einhverju af þeim erlendu málum, sem þegar eru kennd í háskólanum, al- mennri sögu eða almennri bók- menntasögu). Þetta mundi bæði auka atvinnuskil- yrði kandídatannna og bæta úr kennaraskorti, sem nú er mjög tilfinnanlegur í skólum hér á landi. Loks skal á það bent, að efl- ing kennsludeildar háskólans í íslenzkum fræðum mundi fram vegis gera kleift að sinna bet- ur erlendum stúdentum, sem hingað munu leita, gera það tvímælalausara, að hér v?eri höf uðstöð íslenzkra og fornra nor rænna fræða, og vera hin þung vægasta röksemd fyrir því, að íslendingar endurheimtu hand- rit þau, er enn eru erlendis, en væru hvergi betur komin er hér á landi og því betur sem meir væri hér unnið af vísindalegum rannsóknum þessara fx*æða. . . .“ Frumvarp þetta var til fyrstu umi’æðu í neðri deild í gær. Framsögu hafði Gunnar Thor- oddsen, og var málinu að því búnu vísað til 2. umræðu. veifna á fundi. AÐALFUNDUR Sambands • íslenzkra rafveitna var haidinn á Akureyri dagana 8. og 9. september. Á fundinxim voru rædd ýms mál, er varða rekstur rafveitna, svo sem: Prófun gjaldmæla og stofnun sameiginlegrar mæla- prófunarstöðvar fyrir rafveitur. Um skýrslusöfnun. Um sam- ræmingu á gjaldskrám af reglu- gerðum rafveitna. Um myndun félagsskapar rafveitna til sam- Ti! þess að tryggja tvírífun þeirra ÓN SIGURÐSSON flytur í neðri deild alþingis fnxm- varp til laga um kirkju- og manntalsbækur (sálmaregistxir). Aðaltilgangur frumvárpsins er að tryggja það, að allar kirkju- bækur séu tvíritaðar. Segir um þetta í greinargerð írumvarps- ins m. a. á þessu leið: „Reynslan hefir sýnt, að tví- ritun kirkjubóka er nauðsynleg; margsinnis hafa eld^voðar á prestssetrum grandað' kirkju- bókum og eyðilagt óbætanlega miklar heimildir, af því að eng in samrit voru til. Þetta eitt ætti að nægja til þess, að tvíritun kirkjubóka yrði lögboðin.“ Um varðveizlu kirkjubók- anna segir svo í 3. gr. frum- varpsins: „Kirkju- og manntal/bækur sóknarpresta skulu sendar þjóð skjalasafninu til varðveizlu, er þeir hafa þeirra ékki lengxxr brýna þörf. Þó má aldrei halda þeim lengur en 10 ár, frá því að þær eru fullritaðar. Kirkju- og manntalsbækur sókna skulu afhentar hlutaðeig- andi héraðs- eða kaupstaðar- bókasafrxi til eignar og geymslu, þegar þær eru fullskrifaðar. Nú er ekki til héraðsbókasafn, og skal þá afhenda bækurnar hlut- aðeigandi prófasti, sem kemur þeim í örugga geymslu innan héraðs.“ eiginlegra innkaupa á efni til viðhalds og reksturs. Ennfrem- ur fluttu þessir menn erindi og skýrslur: Stengrímur Jónsson, um stækkanir á raforkuvirkjunum fyrir orkuveitusvæði Reykjavík ur. Jakob Gíslason, um rafveitu rannsóknir. Knut Otterstedt, um húshitun á Akureyri rneð raforkunotkun að nóttu til. Niku lás Friðriksson, um skoðun á raf lögnum, sem eru í notkxm. Ja- kob Gíslason, um raffapgapróf un. Meðlimir sambandsins eru nú 17 rafveitur til almennings þarfa, en auk þess 6 aukameð- , limir, rafmagnsverkfræðingar ’ og i*afvii*kjameistarar, er starfa hjá opinberum stofnunum. Síðari fundardaginn var far- ið í boði Rafveitu Akureyrar ásamt bæjarstiórn og rafveitu nefnd sýndu þar gestum hina nýja vélasamstæðu, sem tekin verður í notkun innan skamms, en við það mun virkjað afl fyr ir Akureyrarbæ aukast frá 2400 hestöflum í 6400 hestöfl. Stjórn sambandsins var öll endurkosin og skipa hana: Steingrímur Jónssoxi, formað ur, Valgarð Thoroddsen, ritari, Jakob Guðjohnsen, gjaldkeri, Knut Otterstedt og Karl Guð- jónsson meðstjórnendur. Knattspyrnukeppni fór fram í gær á íþróttavellinuxn milli starfsfólks Alþýðuprentsmiðj unnar og Víkingsprentsmiðju, leik ar fóru svo að lokum að Víkkigs- prent sigraði eftir harða keppni m eð 3:1. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.