Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 3
Mi&vötudur 27. sept. Ift44. Ruhr-hérað BAEDAGARNIR, SEM NÚ eru háðir í Hollandi og enn er efcki vitað, hvemig fara muni, eru ekki' háðir um Hol- land eingöngu eða Arnhem, heldUr eru þeir fyrst og fremst um Ruhr-héraðið í ’ Þýzkalandi, rnesta og þétt- býlasta iðnaðarsvæði Evrópu og jafnvel aHs heimsins. Þar eru mestu stálsmiðjur álf- unnar, þar er sanœankominn á litlu svæði þungaiðnaður- inn, sem hefir lagt nazistum tii vopnin, sem þeir brutu undir sig meginMuta Evrópu með. Þess vegna leggja banda menn allt kapp á að lama iðnaðarmátt Þýzkalands með sókn til Ruhr og margendur teknum árásum á Ruhr. RUHRHÉRAÐ er, eins og kunn ugt er, norðan til í Vestur- Þýzlialandi. Það er liítið um sig. Má segja, að það sé allt að 25 km. breitt frá norðri til suðurs og um 65 km. frá vestii til austurs. Þar eru mestar kolanámur Evrópu og þaðan er tiltölulega stutt til járnnámanna í Lothringen, Saar og Luxemburg og það er vegna þessa, að Ruhr er svo mikilvægt í iðnaði Þýzka lands. Samgöngukerfi Ruhr er afar fjölþætt og fullkom- ið. Um það liggja jámbraut ir í allar áttár, árnar eru skipgengar og þar úir og grú ir af skipaskurðum. Kola- framleiðsla héraðsins fyriír stríð voru um 125 milljónir smáísta, eða 70% allrar kola framleiðslu Þýzkalands. Það an kom ejmnig um 40% af allri stálframleiðslu Þjóð- verja, en auk þess eru þar áð sjálfsögðu fjölmargar verksmiðjur er framleiða alls konar vélar og ahöld, aufc hergagna. FRÆGUSTU OG STÆRSTU verksmiðjur í Ruhr, sero. mest hafa lagt af mörkum í vopnaframleiðslunm eru að sjálfsögðu Krupps-verksmiðj urnar, en auk }>eirra roá nefna Rheimetall-Eisen und Stahlwerke, Kalk-Mauser, Rhemische Stahlwerke og ó- talmargar aðrar. Verksmiðj- ur þessar smíða fallbyssur, skriðdreka, flugvélar. bif- reiðir og alls konar vélar til herna ðarþarf a. STÆRSTA 30RG í RUHR er Essen með um það bil 700 þús. íbúum. Þar er aragrúi af verksmiðj um ýmiskonar, en Kruppssmiðjurnar eru þeirra mestar. Auk vopna verksmiðj anna er þar næst stærsta eim reiðasmiðja Evrópu, en hin stærsta er í Kassel. Krupps- verksmiðjurnar hafa nú um áratugi smiðað vopnin, sem Þjóðverjar hafa beitt í hin- um tíðu styrjöldum og fram- leiðsla þeirra þykir einhver hin fullkomnasta, sem til er á sviði hinna hraðvirku víg- véla. Þar voru risafallbyss- urnar smíðaðar, sem skotið var úr á París úr meira en 100 km. fjarlægð í fyrri Framh. á 6. siöu Gravelines Lumbres f Le Poriel Á Ermarsundssírömím Deai North Sea STATUTE MltES &ovm GRIS St. \ Omer BOULOGNEfiýlp FRÁNCE Kortið sýnir borgirnar á Ermarsundsströnd Frakklands, sem mest hefir verið barizt um að undanförnu. Á miðri myndinni er Calais, sem enn er á valdi Þjóðverja, sem orðið hefir fyrir skæðum loftárásum bandamanna undangengin dægur. Þar er gott skipalægi. Nokkru sunnar og vestar er Gris Nez-höfði (Cape Gris Nez). en þar eru langdx-ægar fallbyssur Þjóðverja sem þeir skjóta af á Dover og aðra bæi á suðurströnd Englands. Efst til hægri er svo Dun- kerque, sem einnig er á valdi Þjóðverja. Er tíðlndataust af fallhlHarllðinu við kmhm t Lokas@rgfitain hafisi um Catais EISENHOWER hershöfðiiigi hefir skipað svo fyrir, að fáar fregnir skuli birtar- af bardögunum við Amhem, þar sem fallhlífarlið bandamanna berst af miklu harðfengi við Þjóðverja, en ekki hefir enn tekizt að leysa það úr her- kvínni. Brezkar hersveitir hafa nú bætt aðstöðu sína milli' Nijrnegen og Eindhoven og þeim hefir borizt liðsauki til sveitanna á syðri bakka Lek. Austar í landinu eru þeir í sókn við Maas, á 65 km. víglínu. Lokasennan er nú hafin um Calais og hafa kanadískar sveitir á sínu valdi virkin suðvestur og vestur af borginni og hæðar- drögin þar t grend. Um 600 Lancaster- og Halifaxflugvélar gerðu í gær harða hríð að borginni og vörpuðu niður samtals 3500 smálestum sprengna á stöðvar Þjóðverja. Sprengjum var einnig varpað á fallbyssustæði Þjóðverja á Gris Nez-höfða, suðvestur afj Caíais. Ennþá vrrðist aðstaða fall- ílífasvejtan na í Mið-Hollandi njög alvarleg, en bandamenn áta ekkert uppskátt um bar- daga á þeim slóðum, samkvæmt skipun Eisenhowers. Þýzka út- vrarpið skýrir hins vegar gleið- gosalega frá viðureigninni þar og segir, að búið sé að gersigra fallhldfaliðið. Þýzku fregnimar eru taldar mjög ýktar, ef ekki uppspuni einn. Á vígstöðvunum milli Nij- megen og Eindhoven, þar sem 2: brezki herinn sækir fram, hef- ir árásum Þjóðverja verið brund ið og fallhlífalið og vistir hafa borizt hernum undanfarihn sól- arkring. Brezkar sveitir eru í sókn við Antwerpen-Tumhout- skipaskurðinn og verður vel á- gengt. Þýzki loftherinn hefir nofckrum sinnum látið til sín taka en jafnan beðið lægi’a hlut, enda hafa bandamenn enn sem fvrr mikla yfirburði í lofti'. , Eandaríkjahersveitir úx 1. og | 3. hemum eru í sókn á svæðinu frá Aachen til Nancy. Sveitir úr her Pattohs hafa enn farið yfir Mosel hjá Epinal við rætur Vogesafjalla og hersveitir Patch hershöfðingja sækja einnig fram á Belfortsvæðinu. Mahntjón Þjóðverja á vestur- vígstöðvunum er nú talið nema allt að einni nailljón manna, Þar af hafa bandamenn tekið yfir 500 þúsund fanga, hinir hafa fallið eða verið teknir höndum. Um það bil 1100 Liberator- flugvélar Og flugvirki Banda- ríkjamanna, varðar 500 orrustu flugvélum fóru í gær til árása á þýzkar borgir að baki víglín- unni. Aðalárásunum var emk- um beint gegn borgunum Hamm. Osnabruck og Bremen. Allmargar þýzkar fxugvélar lögðu til orrustu, en 28 þeirra voru skotnar niður. i®rá repasmip sprengf í lofi sspp A ÐFARANÓTT 16. þ. m. varð mikil sprenging í vopnaverksmiðjunni á Kóngs- bergi í Noregi. Miklar skemmd ir urðu og hefir vinna lagzt nið ur í smiðjunni að verulegu leyti. Þar unnu um 900 menn að vopnaframleiðslu Þjóðverja ttalfa: Bandamenn komnir 10 km. norður af Rimini ANDAMENN halda áfram sókninni nci'ður á bóginn með Adríahafsströnd eftir töku Rimini fyrir skemmstu og eru nú kcmnir um 10 km. norður fyrir hana. Á miðvígstöðvunum sækja Bandaríkjasveitir fram frá Flórens í áttina til þjóðveg arins milli Rimini og Bologna. Bandamenn hafa birt yfirlýs ingu þeirra Roosevelts og Chur- chills um, að ítalir fái brátt aukna sjálfsstjórn og gert er ráð fyrir, að ítalir hafi sendi- fulltrúa í löndum bandamanna innan skamms. Bandamenn munu senda sérfræðinga til Ítalíu til aðstoðar við endur- reisnarstarfið þar í landi. Von- ast þeir Roosevelt og Churchill til þess, að Ítalía taki sér brátt stöðu við hlið hinna frjálsu þjóða og hagur landsins dafni. Aystyrvígstö'ðvarnar Mær alH Eistland á valdi Rússa ----o—-- Í3ÚSSAR halda áfram stór- sókninni í Eystrasaltslönd unum og hafa nú nær allt Éist- land á valdi sínu, en sækja að Riga, höfuðborg Litháen úr morgum áttum. Áttu þeir að- eins um 15 km. ófama þangað, er síðast fréttist. í fréttum Þjóð verja er sagt frá því, að Rúss- ar hafi dregið að sér um 1000 skriðdreka í grennd við borg- ina, er bíði þess, að lokaáhlaup ið hefjist. Þjóðverjar reyna að koma hermönnum og gögnum mdan sjóleiði-s en verður lítið ágéngt og halda fliigvélar Rússa ippi linnulausum iloftárásum á skip Þjóðverja undan ströndum Eistlands og Litháen. x í Suður-PÓUandi halda Rúss- ar áfram sókninni í Karpata- fjöllum, en Ungverjar segja í fréttum sínum £,*á þvf, að þeir eigi í harðri varnarbaráttu á suðausturlandamærum lands- ins. Allir vopn- og vinnufærir menn Ungverjalands hafa Verið kailaðir til starfa og verið mynd að eins konar heimavarnarlið. Hefir ungverska útvarpið hvatt þjóðina til mikilla átaka, þar eð nú sé barizt ,,upp á líf og dauða“. í fyrradag misstu Þjóð- verjar alls 49 flugvélar yfir austurvígstöðvunum. Vopnaverksmiðjan á Kóngs- bergi er eina vopnaverksmiðj- an í Noregi. Þjóðverjar hafa starfrækt hana síðan 1940 og framleiddu þar fallbyssur, vél- byssur og önnur smærri vopn. Að undanförnu hafa Þjóðverjar einkum framleitt þar 40 mm. loftvarnabyssur af hinni frægu Bofors-gerð. Norskir skemmdarverkamenn stóðu að sprengingunni og er tal ið, að tjónið af völdum hennar sé mjög tilfinnanlegt fyrir Þjóð verja eins og á stendur. (Frá norska blaðafulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.