Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudur 27. sept. 1944. ALÞYÐUB LAOiff___________________________ » Útvaipsráð ávarpað — Ljóðskáidakvöldið — Smásagna- kvöld — Hverjum er skipulagið til hagsbóta? — Um kaldar „sturtur“ við Laugaveginn —“ Flugeldar sem skotmörk. Loftvamasveitir bandamanna skjóta flugeldum, er þær nota sem skotmörk til þess að æfa skotfimi sina á. Hér sóst ein þeirra að slíkum æfingum að næturlagi. Flugeldar þessir eru taldir hin ágætustu skotmörk fyrir skyttur þær, sem hafa það hlutverk með höndum að granda flugvélum óvinnanna. Siðari grein; strokumaður segir frð. EG VIL þakka útvarpsráði fyr ir ijóðaskáldaþáttinn á laug- ardagskvöldið. hað var tilbreyting í útvarpsdagskránni. Það er ágætt að fá hina ókunnu höfunda til þess að kcma fram i útvarpinu með kvæði sín og útvarpsráð má vera visst um það, að útvarpshlustend- um þykir vænt um það. Mikill fjöldi íslendinga stundar kveðskap aríþróttina, og þeir mega gjarna koma fram fyrir landslýðinn, sem enn gera ekki kröfu til þess að á þá sé litið sem stórskáld og ekki ætl ast til þess að þeir séu viðurkennd ir með ritliöfundalaunum, KVÆÐIN, sem lesin voru, voru að vísu mjög misjöfn, en það er eðlilegur hlutur og meðal þeirra voru prýðileg kvæði, sem sómt hefðu sér ágætlega í kvæðabókum stórskáldanna. — Ég veit að ég mæli fyrir munn flestra útvarps- hlustenda, er ég segi, að útvarps ráð ætti að ihalda áfram á þesssari braut. Hvernig væri að taka upp í vetur í dagskrána eittlivert kvöld ið þátt, sem héti smásaga kvölds- ins. Mættu koma fram í honum þeir, sem leggja stund á að semja smásögur. — Ég hygg að þetta yrði vinsæll dagskrárliöur. HVERJUM ER skipulagið til hagsbóta? spyr gamall sveitamaður í bréfi til mín og dieidur áfram: ,,í Morgunblaðinu nýlega var grein með fyrirsögninni „Deilurnar um kjötverðið“ undirritaður J. P. Þar segir svo á einum stað m. a. „Kostn aðm- við slátrun fjárins, fluning- ar, geymslu og sölu kjötsins, er orðinn gífurlegur og meira að segja komið svo langt sums stað- ar á landinu að það kostar meira að slátra lambinu, heldur en lambs verðið var allt fyrir 12 árum“. Á öðrum stað í greininni er skýrt frá því að bændur hafi nú í sumar fengið kr. 6.50 fyrir kilóið af alikálfa- og nautakjöti en þess séu nokkur dæmi að það hafi verið selt í Reykjavík fyrir kr. 20.00 kg.“ „ÞAÐ ERU HAGSÝNIR MENN, sem koma afurðasölu bænda í það horf sem að ofan getur, en það er erfitt að skilja að framleiðendum eða neytendum geti verið það hag' kvæmt. Það væri áreiðanlega þörf á því að J. P. eða einhver annar _ góður maður vildi skýra frá því sem fyrst, hverjum slíkt fyrirkomu lag, sem nú virðist vera á afurða sölu bænda sé til hagsbóta. Fram- leiðendum og neytendum mun of- urefli að meta að verðleikum kosti þessa skipulags án frekari skýr- inga.“ ÓÁNÆGÐUR BAÐGESTUR skrifar: ,,Mig langar til að benda þér á Hannes minn, þessar köldu ,,sturtur“, sem baða alla vegfarend ur, ér fara um Laugaveg, þó svona útbúnaður sé að sjálfsögðu vdð miklu fleiri götur, ef það gæti orð ið hvatning fyrir húseigendur að gera svo við þakrennur.húsa sinna að viðunandi megi teljast. En ef það ekki hrífur, þá ætti að gefa r beina skipun til bæj arfélagsins um að láta gera við þakrennur húsa, er snúa að aðalgötum, á kostnað húseigenda, ef viðgerð er ekki lok ið innan ákveðins tíma, þar sem bæjarstjórn hefir beinna hagsmuna að gæta, sem sé eigna sinna ,,'gang stéttanna“ er stórskemmast í rign ingatíð.“ „ÉG TILTEK LAUGAVEG. Ég gæti gefið þér upp f.jölda húsa við hann innan frá Barónsstíg niður að Skólavörðustíg er hafa gjörónýtar þakrennur. Heldurðu að Iþað sé notalegt að ganga í mikilli um- ferð niður umræddan veg í helli- rigningu, vaða pollana í skóhlífa- leysinu og fá svo öðru hverju eins og helt sé úr fati yíir höfuðið á sér?“ „AF RENNSLINU af húsþökun- um myndast svo að segja sam- felldur skurður í gangstéttirnar svona 40—-50 cm. frá húsaröðiimi, í votviðrum safnast svo vatn í þá þegar vatnið fossar stöðugt af hús- þökunum, ganga sletturnar upp um mann allan, nema maður gangi svona 40—50 sm frá en þá er mað ur nákvæmlega komin í bílfæri, eða út á götuna. Heldurðu að það sé fagleg' auglýsing að stilla fagur legu glingri í glugga og hafa svo ónýtar þakrennur yfir þeim, hver stoppar til að skoða? Ekki ég!‘. Hannes á horninu- FRAMKOMA foringjanna vakti mikla óánægju meðal okkar. Sumir yngri liðsforingj- arnfr gerðu sér í fyrstu far um að koma sér sem bezt við hina óbreyttu hermenn, en þess varð skammt að bíða, að þeir hefðu verið sendir brott.Liðsforingj- unum gekk margt í móti, en þeir virtust reyna að hefna harma sinna með þyí að gera okkur óbreyttu hermönnunum allt til miska, sem þeir gátu. Við’ hefndum okkar svo á liðs- foringjunum með svipuðum hætti. Það var til dæmis al- gengt, að við segðum ekkert brenni eða vatn fyrir hendi, ef, liðsforingi bað okkur að afla slíks. Aðalástæðan fyrir ósam- lyndi óbreyttu hermannanna og liðsforingjanna var þó efalaust sú, að liðsforingjunum kom ekki til hugar að láta eitt og hið sama ganga yfir þá og ó- breyttu hermennina. Þegar okkur vqru sendar birgðir heiman frá Þýzkalandi, völdu liðsforingjarnir alltaf hið bezta úr sér til handa. Þeir höfðu eins mikil vínföng og þá lysti. Þ'jónar þeirra voru jafnan að framreiða aukamálsverði handa þeim, Og liðsfoi-ingjarnir voru svo sem ekkert að spara brennið, enda þótt það væri mjog af skornum skammti. Og félögum mínum brá mjög í brún, þegar þeir fréttu af hinni nþklu loftsókn banda- manna gegn Þýzkalandi. sér í lagi, þegar þeir fréttu. að borg- ir þær, sem þeir áttu heima í, hefðu orðið fyrir loftárásum. Vonleysi setti að mörgum við þessi tíðindi, en þó urðu ílestir bjartsýnni á framtíðina, þegar þeir höfðu lesið blaðið Das Reich. — Þegar félag- ar mínir höfðu lesið grein- ar Göbbels um hefndarráðstaf- anir, sögðu margir þeirra við sig sem svo: „Þarna sérðu það, Göbbels segir það sjálfur. — Hefndin mun koma.“ Raun- verulega var aðeins eitt um- ræðuefni vinsælt. okkar á með- al. Það voru skeggræður um hina góðu daga árin 1940 og j 1941, þegar hersveitir Hitlers k fóru sveipanda sverði og rændu og rupluðu. Þeir, sem tekið höfðu þátt í sókninni þá, sögðu frá því, þegar þeir fylltu vasa sína gulli, þegar þeir köstuðu eign sinni áv dýr úr í verzlunum í borgum og þorpum Belgíu, Hollands og Frakklands eða þegar þeir sóttu sem fastast fram í Rúss- landi. Þá gekk þeim allt í haginn, og smjör draup af hverju strái. — Þjóðverjum fannst allt þetta of gott fyrir Rússa. En þeir voru næsta fá- fróðir um Rússland. Þýzku hermennirnir töldu sig hátt hafna yfir Rússa, sem þeir litu á sem hálfgildings villi- menn. En stundum, þegar Þjóðverjar sáu rússneska bændur hrakta brott frá heim- kynnum sínum, sögðu þeir sem svo: „Hvað myndum við hugsa, ef fjölskyldur okkar ættu hér hlut að. máli?“ Allt þetta hafði mikil áhrif á mig. Eg sá rússnesk börn í tötrum, konur og gamalmenni, sem bundin höfðu verið, á vagna og ekið var vestur á bóginn dag eftir dag, án þess að fólk þetta hefði minnstu hugmynd um það, hvert förinni væri heitið. Eg sá helfrosin börn á vögnum þessum og bál brennandi bændabýla bera við himin. En ef við létum í Ijós meðaumkun með Rússunum, urðu ávallt einhverjir til þess að segja, að engin meðferð væri of ill fyrir þessa villi- menn. Síðar skipuðu liðsforingjarn- ir svo fyrir, að farið skyldi bet- ur með Rússana, þar eð ætti að láta þá vinna. Rússneskir fangar voru skráðir til þjónustu sem „sjálfboðaliðar,“ og að liðnum tveggja mánaða reynslutíma, fengu þeir fullan matarskammt, vindlingá, vín og þýzka einkennisbúninga. — Sjálfboðaliðar þessir voru alltaf að flýja. Ég var vakinn við það á hverri nóttu, að síminn hringdi og þær fréttir voru sagðar, að þessi og þessi sjálf- boðaliði hefði flúið og banað svona og svona mörgum Þj®ð- verjum. En þrátt íyrir þetta, var ekki horfið frá því ráði, að láta rússneska fanga fylgjast með hernum, enda skorti vinnukraft tilfinnanlega. Sum- ir Rússanna voru meira að segja vopnaðir og látnir gæta skotfærabirgða. Þeir reyndu að sjálfsögðu að gera okkur allt til bölvunar, sem þeir gátu við þann starfa sinn. Þýzku hermennirnir voru mótfallnir þessari meðferð á Rússunum. Þeir óttuðust rússneska ‘inn- rás í Þýzkaland. Þeir vissu, hvað Þjóðverjar höfðu gert í Rússlandi, og það skaut þeim skelk i bringu. Þeir voru sann færðir um það, að Rússar myndu brenna og myrða í Þýzkalandi eins og Þjóðverjar höfðu brennt og myrt í Rúss- landi. Þeim var því engan veg- inn^ hlýtt til Rússanna. Þeir litu á þá sem óvini, er væru ávallt reiðubúnir til þess að snúast gegn þeim og myrða þá. En eigi að síður voru liðs- foringjar okkar hræddir um það, að áróður Rússa myndi hafa áhrif á okkur. Nótt eina tóku Rússar til fanga liðþjálfa og tvo seytján ára gamla óbreytta hermenn. Hinir seytján ára gömlu ung- lingar komu aftur með súkku- laði og vindlinga, sem Rússar höfðu gefið þeim og þau skila- boð, að Rússar- berðust ekki við börn. Og þó undarlegt megi virðast, voru piltar þessir þeg- ar sendir brott, þar eð foringj- arnir töldu hættulegt að láta þá vera samvistum við okkur eftir þetta. Annars var engan veginn ástæða til þess að ætla, að áróður Rússa myndi spilla hugarfari okkar, því að flestir hermennirnir dáðust að Adolf Hitler. Ef eitthvað var öðru visi ep vera átti, sögðu hermennírnir jafnan sem svo: ,,Ef Hitler vissi þetta bara, — myndi hann ekki vera lengi að bæta úr því.“ Þó hlýt ég að láta þess getið, að því fór alls fjarri, að allir hermennirnir væru nazistar. Jafnvel ungu Framh. á 6. síðu. féik! Frá og með næstu mánaöamótum óskum viö eftir ungiingum eða I eldra fófki tii aS bera biaðið tii fastra kaypenda vfðs vegar um bæiniiia V Taiið afgreiSsiuna. r álþfðufeiaSil. — Sími 4900. Áskriffarsímí Alþýðublaðsins er 49W.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.