Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 6
Mið'víkudur 27. sept. 1944. Draumurinn búinn Þessi mynd sýnir Framz. Miiller, þýzkan herahöfðingja (til hœgri) um borð í amerísku herskipi á leið til Englands frá Normandie í Frakklandi, þar sem hann var tekinn tii fanga. Hann hafðd fjórum sinnum hlotið heiðursmerki frá Hitler fyrir vasklega framgöngu í trunni á þriðja ríkið. En nú ed sá draumur búinn. Á myndinni sést hann á tali við amejísk- 1 an liðsforingja. i _____ ____________________________ ____________ Frmarp urn kasrp á eiptiii ssÍtiEiÍslns SamlpfféSa braöafelrgSaiögurai, sem gefin .•;' vóru.-,$t "s8|SastiI®ié vor Eókafregn: ÍKÍSSTJÖENÍN hefir.Jagt fyrir alþingi frumvárp til laga um heimild fyrir rífeis- sjóð til að kauna eigúir setu- liðsins á íslandi, cn þeíta frum- varp er samhljóða bráðabirðga- lögum sem gefin voru út s. I. vor, en frá þeim hefir ekki ver- ið skýrt fyrr: Frumvarpið er svohljóðandi: „1. gr. Ríkisstjórninni heirnil ast að ka.upa fvrir ríkissjóðs hönd eignir setuliðsins á íslandi. 2. gr. Ráðstöfun og sala þeirra eigna, sem yfirteknar verða skv. heimild í 1. gr., skal framkvæmd af 5 manha nefnd, sem ríkis- stjórnin skipar. B’jórir nefndar- manna séu tilnefndir af stjórn- málaflokkunum, ein af hverj- um, en ríkisstjórnin skipar for- mann, og sé hann jafnfranjí íramkvæmdastjóri. Forkaupsrétt til kaups á fast- eignum eiga, að öðru jöfnu, bæj arfélög og sveitarfélög, þar sam fasteignin er. 3. gr. Ríkisstjórninni veitist heimild til að fela hæstarétti að nefna þriggja manna matsnefnd til að ákveða bætur handa land eigendurn hér á landi vegna landspjalla, er þeir hafa orðið fyrir af völcktm setuliðsins. Hæstiréttur ákveður. hver matsmanna fer með formennsku í nefndinni, og skal hann vera lögfræðingur. 4. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarákvarðanir um bætur. 5. gr. Nú tekur ríkisstjórnin til umráða eða eignar mann- vírki, sem setuliðdð á hér á landi, og er þá ríkisstjórninni heimilt að fengnu samþykki hlutaðeigandi bæjar- eða sveit arstjórnar að láta þau vera á- fram þar, sem þau eru, gegn bóturn, sem nefnd sú, er um getur í 1. gr. ákveður. 6. gr. Ríkisstjórninni er heim- illt að setja nánari fyrirmæli um allt, er lýtur að framkvæmd laga þessara, og getur hún ákveo ið í þeim, að bótanefndin geti stefnt fyrir sig með opinberri innköllun i Lögbirtingablaðdnu, innan tiltekins tíma, kröfuhöf- um að viðlögðum kröfumissi ípreclucion); Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrum- varp þetta eru svohljóðandi: „Frumvarp þetta er samhljóða bráðabirgðalögum frá 26. apríl 1944. Greinargerð fyrir bráða- brigðalögunurn er svohljóðandi: „Fjármálaráðherra hefir tjáð mér, að til þess að greiða fyrir burtrýmingu hernaðarmann- virkja hér á landi, þegar að þvi kemur, og með það fyrir aug- um, að verðmæti þau, sem í þessum mannvirkjum eru, komi að <sem beztum notum fyrir landsmenn, telji hann nauðsyn- legt, að ríkisstjórninni f. h. ríkis sjóðs sé veitt heimild til að festa kaup á éignum setuliðsins. Með því að ég tel það brýna nauðsyn, að ríkisstjórninni f. h. ríkissjóðs sé veitt ofannefnd heimild, gef ég út bráðabirgða- lög samkvæmt 23. gr. stjórnar- skrárinnar á þessa leið:“ “ BÆKUR, sem fjalla um ferðalög, landafundi og könnunarleiðangra, virðast vera mjög vinsælar hjá ís- lendingum, enda hÖfum við eignazt margt slíkra bóka,- — eigi sízt hin síðustu ár. Er það vissulega vel farið, því að bækur þessar eru margar hverjar í senn fróðlegar ,, og skemmtilegar. Þær lýsa frám- andi slóðum og stórbrotnurh brautryðjendum, auk marg- þættra lýsinga á óvenjulegum háttum landlags og þjóðlífs, svo og mannraunum og hetju- dáðum. Sá, er línur þessar skrifar minnist þess að hafa lesið sér til mikillar ánægju þýddar bækur þessa efnis, sem komið hafa út- hin síðari ár, svo sem ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar, sem Ársæll Árnason gaf út af miklum myndarskap. Sókn mína til heimskauíanna eftir Hróald ’ Ámundsen í þýðingu Jóns Ey- þórssonar, Friðþjóðfs sögu Nan sens eftir Jón Sörensen í býð- ingu Kristíinar Ólafsdóttur, ferðalýsingar Sven Hedins, sem Sigurður Róbertsson og Her- steinn Pálsson hafa þýtt, Um ókunna stigu í þýðingu þeirra Pálma Hannessonar og Jóns Eeyþórssonar og nú síðast Fjallið Everest í þýð- ingu Skúla Skúlasonar, sem hér mun gerð að umræðuefni,- Viðtökur þær. sem bækur þess- ar hafa hlotið, sýna það, að þær eiga erindi til íslenzkra lesenda, enda hihar merkustu, hver á sínu sviði. Það má merkilegt heita, að ekki skuli vera meira til á ís-, lenzku um Everest, þennan konung fjallanna, en raun ber vitni. Veldur því þó ekki það, að skort hafi rit um þessa hæstu gnípu jarðarinnar og baráttu þá, sem við hana og um haná hefur verið háð.’En ekki hvað sízt vegna þessa, er það vel farið, að íslenzkir les- endur skuli nú eiga völ á á- gætri bók um þetta efni, sem er í senn girnileg til skemmt- unar og fróðleiks. Val bókarinn ar þýðing og búnaður allur hefir tekizt með ágætum. Sir Francis Younghusband hefur ritað margar bækur, sem eink- um fjalla um ferðir hans um lendur Miðasíu, en þessi bók hans er talin eitt bezta yfir- litið um ferðir í Himalayu, er ritað hefur verið. Skúli Skúla- son ritstjóri hefur, annazt þýðinguna, og er hún gerð af kostgæfni, en Snælandsútgáf- an gefur bókina út. Er þar um að ræða nýtt útgáfufyrirtæki, sem fer af stað með miklum myndarskap, vandar val cig búnað bóká sinna jafnframt því, sem þar kennir stórhugs og . íramtakssemi, og mun á- stæða til þess að gera sér góð- ar vonir um störf þess í fram- tíðinni. Bók þessi um Everest grein- ir á skilmerkilegan hátt frá þeirri baráttu, sem háð hefm verið við þessa hæstu gnápu jarðarinnar af fræknum full- hugum, sem allir hafa þó borið lægra hlut í viðureign- inni við fjallið, sumir týnt líf- inu, aðrir komizt við illan leik aftur úr leiðöngrum sín- um á þennan 8840 metra háa bergrisa. En jafnframt er greint frá baráttu frækinna fjallagarpa við ýmsa aðra hrika tinda Himalayufjalla og lýst landsháttum og þjóðarhögum a þessum slóðum. Þarna er greint frá mönnum, sem hugðu djprft og brá hvergi við hætt- ur né bana. Lýsing hinna ein- stöku fjallagarpa og leiðangra orkar mjög á hug lesandans. En höfundurinn leggur eigi síður áherzlu á að lýsa fegurð ýmissa staða en hæð þeirra og hnattstöðú. Þetta eykur mjög á gildi bókarinnar, og ef til vill verða tveir síðustu kaflar hennar athugulum og fróðleiks fúsum lesanda . ríkastir í minni, þótt sumir aðrir séu raunar æsilegri og viðburða- ríkari. Bókin um Everest er líkleg til mikilla vinsælda, enda fjallar hún um æsilegt efni. En hún er líka lesendum sínum sjóður aukinnar þekkingar og fróðleiks, sem hverjum manni er hollt að kunna skil á. Hún er sér í lagi líkleg til þess að- verða kærkomin æsku landsins og vísa henni nýjar leiðir. Þar með á ég ekki við það, að ís- lenzkir æskumenn muni leggja upp með nesti og nýja skó og heita för sinni upp á tind hæstu gnípu jarðarinnar. En hún er líkleg til þess að vekja ungum mönnum hvöt þess að kynnast ættlandi sínu, sem er fagurt og tígulegt og hefur upp á margan brattan, torkleif- an tind að bjóða. Og ef til vill verður bókin um Everest til þess, að einhver íslenzkur ferðalarigur leggi leið sína til Rongbukklaustursins og upp jökuldalinn að rótum Everests. Jón Eyþórsson hefur ritað stutta lýsingu á Himalayufjöll- um, sem eykur mjög á fróð- / leiksgildi bókarinnar, og þýð- andinn, Skúli Skúlason, rekur helztu æviatriði Sir Francis Younghusbands, höfundar bók- arinnar. Auk þessa er bókin svo prýdd tuttugu og tveim myhdum. Helgi Sæmundsson. Þýzkur strokumaður i«|ir fré. Framh. af 5. síðu. mennirnir, sem verið höfðu í æskulýðsfylkingunni eða stormsveitunum, gengu margir hverjir af trúnni. En þegar hinar vopnuðu SS- sveitir komu á vettvang, sáum við brátt hvert stefndi, og þær voru almennt hataðar af her- mönmmum. Enginn okkar trúði lengur á þýzkan sigur. Hinir bjartsýnustu gerðu sér vonir um það, að Hitler mynai takast að semja sérfrið annað hvort við Rússland eða Eng- land. Margir félaga minna gerðu slíkt hið sama og ég — þeir struku undan merkjum. En áróður nazista um ellefu ára skeið hefur þó valdið því,, að það er fráleitt að gera sér von um það, að þýzki herinn rísi upp sem heild og neiti því að halda hinni vonlausu bar- áttu áfram. Félagiiíf. MYNDAKVÖLD vegna vesturferðarinnar verður í V.R.-húsinu í kvöld kl. 8,30. Söngmærin Þessi mynd er af amerísku söngkonunni Georgia Carroll, sem fræg varð af söng sínum með danshljómsveit Kay Kys- ers. Nú eru þau sögð gift. Nngi Iðnnemaiam- SEINNNI þingf andur Iðn- nema sambands íslands^ var haldnn í Góðtemplara hús- nu í Re3rkjavík 24. þ. m_ kl. 2 e. h. Umræður urðu um lausn þess ara mála: Skólamálið, Iðnámslögin, Launakjör iðnnema og samræm ngu kaupgjalds. Samstarf við sveinafélögin, Stofnun nýrrá ■ iðnnemafélaga og önnur mál. Ályktanir voru gerðar um þessi mál og fleiri. Ríkti al- mennur áhugi meðal fulltrúa. í lok þrngsins flutti formaður samþandsstjórnár stutt ávarp til fulltrúa og sleit síðán þing- inu. Rukr-hérað Frh. af 3. síðu. heimsstyrjöld og mikill hlutí skriðdrekanna, er æddu yfir Frakkland á sínum tíma og síðar inn á gresjur Rússlands, var smíðaöur þar. N ÞÚSUNDIR hinna hrað- gengu skriðdreka og eldspú- andi fallbyssna liggja nú sc-.ra verðlaust brotajárn á vígvöll unum í Rússlandi, á Ítalíu og í Frakklandi og sprengjuregn ið úr flugvélum bandamanna dynur nú svo að segja dag- lega á verksmiðjum Ruhr- héraðs. En liandan landamær anna bíðtir mesti her, sem veraldarsagan kann frá áð greina. Ef trúa má spádóm- um þeirra, sem mestu ráða um málefni Evrópu í svipinn, er hætt við því, að vopna- framleiðslu gæti minna í Ruhrhéruðunum í framtíð- inni en verið hefir að undan- förnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.