Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 7
Mlðvikudur 27. sepb lHíML ALÞYÐUBLAÐtö .7 Bœrinn i dag. Næturla'knir er í Uifkmivarð- Stofunni. sími 5030. Næturvörður cr í Lyfjabúðinni iíðunn. Næturakstur annast B. S. R., Ífími 1720. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingíréttir. :20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sýkiar og sníkjudýr, IV. (Ófeigur Ófeigsson læknir). 30.55 Hljómplötur: íslenzkir ein- siöngvarEur og kórar. .21,15 Upplestur: „Suður um höf“, bókarkafli eftir Sigurgeir Einarsson (Gils Guðmunds son rithöf.). 21.35 Hljómplötur: Lancidr — gamall dans. 21.50 Fréttir. Dagskrárlo'k. Ingveldur Jónsdóttir ’ úangeyrarvegi 3 í Hafnarfirði er sjötug í dag. OngbarnaverndarstöSin Líkn . Templarasundi 3 er opin á þriðj u dögum, fimmtudögum og föstudög uin frá kl. 3.15 til kl. 4 fyrir börn á aldrinum allt að tveggja ára. Fyrir barnshafandi konur á mámi-■ dögum og miðvikudögum kl. 1 til 2 sd. (afalinaflugbáturinn Frh. a£ 2. síðu. iira flugvélakaupum og ýms- um fyrirætlunum félagsins. Flugfélaginu hefir borizt skeyti um, að Örn Johnson framkvæmdarstjóri félagsins, sem dValið hefir vestra um nokk urra mánaðaskeið á vegum þess, hafi átt að taka við Cata línaflugbáttmum í gær. Smári Karlsson, einn af yngri flug- mönnum félagsins, er kominn vestur og mun hann aðstoða Örn við að fljúga vélinúi heim, en auk þeirra verða með í för- inni islenzkur vélamaður og tveir útlendir sérfræðingar. Er flugþáturinn væntanlegur til Reykjavíkur í byrjun næsta mánaðar. kaup Bergur G. Gislason, formaður Flugfélagsins sagði, að ekki væri unnt að segja með vissu, hvað vélin myndi kosta, þegar hún væri hingað kornin og nauðsyn legar breytingar hefðu verið gerðar á henni, en hann kvaðst mega fullyrða, að hér væri um óvenjulega hagstæð kaup að ræða, og væri vafamál, hvort hægt hefið verið að komast að betri kjörum eftir stríð. Catalínaflugbátar þykja mjög öx-ugg farartæki og geta þeir haldið áfram fluginu, þótt ann ar hreyfillinn bili. Vængjáhaf flugbátsins er um 32 metrar og hann getur verið á lofti i allt að sólarhring og tekur 7000 lítra af benzini. * tltbúnaður allur í vélinni verður eins og beztur tíðkast erlendis, bæði radio-sendi- og móttökutæki, sjálfvirk miðun- artæki og gert er ráð fyrir sjálfvirkum stýrisútbúnaði. Yfirmenn flugherja .Banda- ríkjamanna og Breta hér, svo og sendisveitir þessara þjóða hafa greitt fyrir Flugfélaginu í þessu máli og yfirleitt sýnt mikinn skilning og áhuga um flugmál íslendinga. — Flugfé-' lag íslands á nú álls fjórar flug vélar, allar tveggja hreyfla. Fr þar með talinn flugbáturinn. 225a@00 km. flognir á þessu ári Skáli á Tindafjallajöldi Frh. af 2. síðu. víðast hvar mjög brattar, en eftir að komið er upp á brún- ' irnar er leiðin greiðfær, og er hægt að komast með hesta alla leið upp á næst hæsta tind jök- ulsins. Ungmf. „Þórsmörk“ í Fljóts- hlíð veitti fjallamönnum aðstoð við flutninga efnisins með því að útvega þeim hesta víðsvegar að úr sveitinni og voru 40 héstar fengnir til flutninganna. Skáli |þeSsi er 4X5 m. að stærð, með svefnlofti, litlu eld „búsi og forstofu, og er áætlað að hann taki 25 manns. Er hann svipaður að fyrirkomulagi og skáli Ferðafélags íslands við Hagavatn. Fjallamenn hafa í huga að fara.ferð austur á Tindafjalla- jökJl eftir mánaðamótin, með það fýrir augum að' athuga flug. vallarstæði, sem virðist ákjós- anlegt í nágrenni við hinn ný- byggða skála. tmsssssmsaaisqfa Otbreiðið AlbÝðablaSS. CBaamttöjanöiaia Dýrlíðarlagafrum- varpið F-h. af 2. síðu, til síðari umræðu. Umræður urðu engar og var gengið til at- kvæða um tillöguna. Var hún samíþykkt með 31 atkvæði gegn 1 og afgreidd til rkissti innar sem ályktun alþino'i.s. MS® nýfa dýrtáSar- Sagafmmvarp Hjartans þakklæti til alira þeirra. sem auðsýndu samúð og hjálp við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, Þ>érsjn-tiar Jóhönnu ÓSafsdótt ur. Fyrir mina hönd, barna og tengdabarna. Jón Ingvar Jónssou. Það, sem af er þessu ári, hafa flugvélar félagsins flogið sam- tals 225.000 km. eða í um 1000 klukkustundir. Alls hafa verið fluttir 3877 farþegar. Til Ak- ureyrar hafa verið farnar 245 ferðir, til Egilsstaða 46 ferðir, til Borgarfjarðar 28 ferðir og til Hornafjarðar 35 ferðir. Auk þess hafa verið farnar margar skemmri ferðir í sjúkrflutning um og ýmsum öðrum erinda- gerðum. Starfslið Flugfélags íslands er nú 20 manns, þar af fjórir flugmenn og 16 starfsmenn aðrir. Blaðamönnum var i gær boð ið í, stutta flugferð yfir bæinn og nágrenni og að skoða við- gerðar- og eftirlitsstöð félagsins á flugvell inum í Reykjavík. Hefir félagið nú góð tæki til al- gengustu viðgerða og ágætum viðgerðarmönmim á að skipa. Iljónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofim sína ungfrú Ingibjörg Bryngeirs- dóttir Vestmannaeyjum og Sigfús Ingimundarson, Reynimel 43. Tenniskeppni fer fram í kvöld (miðvikudag) kl. 8 í íþróttahúsi ameríska hers- ins við Hálogaland. Tveir kunnir amerískir tennisleikarar keppa. ís lendingum er heimill ókeypis að- gangur. Hið nýja dýrtíðarlagafrum- varp er frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42 frá 14. april 1943 um dýrtíðarráð- stafanir og hefir inni að halda eftirfarandi bráðabirgðaákvæði, sem eiga að bætast við 1. grein þeirra: 1. Hækkun sú á verði landbún- aðarafurða eftir verðlagsvísi- tölu samkvæmt lögum um dýrtíðarráðstafanir frá 14. apríl 1943, sem ganga átti í gildi 15. sept, 1944, skal falla niður og verð landbúnaðaraf- urða á tímabilinu 15. sept. ’44 til jafnlengdar 1945 reiknast eftir vísitölu næsta tímabils á undan, sbr. þó 2. lið. 2. Verði hækkun á kaupgjaldi á tímabilinu 15. sept. 1944 til 15. sept. 1945, sem áhrif hef- ir á. vísitölu landbúnaðaraf- urða eða vinslu- og sölukostn- að þeirra samkvæmt útreikn- ingi hagstofunnar, skal verð- lagið hækkað í samræmi við það. Ereytingar þessar skal hagstofan reikna út mánaðar- lega, og koma þær til fram- kvæmda næsta mánuð á eftir. 3. Ríkisstjórnin leggur fram fé úr ríkisstjóði, eftir því sem með þarf, til þess að halda óbreyttu útsöluverði á land- búnaðarafurðiun á « innlend- um markaði til 15. sepí. 1945. Fjárframlag ríkissjóðs í þessu skyni greiðist mánaðarlega og að öðru leyti á sama hátt og verið hefir. 4. Ríkisstjórnin greiðir verð- uppbætur á útfluttar landbún aðarafurðir á tímabiíinu 15. sept. 1944 til jafnlengdar árið ' 1945, eftir því sem með þarf, til þess að framleiðendur fái verð fyrir þær samkvæmt 1. og 2. lið þessara laga. Verð- Asbeslsementsptðlur á þak og veggi Á. Eitiarssssi & Fynk Sfmi 3982 uppbætumar greiðist útflytj- endum, um leið og kaupend- ! ur borga vörurnar. 5. Bráðabirgðaákvæði þessi halda gildi sínu til 15. sept. J 1945 þrátt fyrir ákvæði 3. málsgr. 4. gr. laganna. í greinargerð fyrir frumvarp inu segir: „Frumvarp þetta er byggt á ályktunum um verðlagsmál, sem samþykktar voru á nýaf- stöðnu búnaðarþingi. . . . Flutn ingsmenn hafa óbundin atkvæði um breytingartillögur, sem fram kunna- að koma.“ Nýju bæjarbygging- arnar Frh. af 2. síðu. hluti íbúðanna, eða 75 íbúðir verða 2 herbérgi og eldhúsi, steypibað, toilet, svalir og geymsla í kjallara. Enn hefir engin áætlun verið gjörð um kostnað við bygging- arnar, en bygging þeirra mun verða boðin út undir eins og fullnaðar teikningar liggja fyr- ir, en það mun verða innan skamms. Eins og menn sjá ai íraman rituðu, virðist húsameist arinn hafa , í aðalatriðum hugs að sér íbúðirnar eins og þær bæjaríbúðir, sem risið hafa upp á Melunum, nema hvað þessar íbúðir verða miklu minni en. þær. Hefir og ekki armað heyrst en að kaupendum íbúðanna í stórbyggingunum á Melunum líki mjög sæmilega fyrirkomu- lag þeirra. Almenningur hefir mjög mik inn áhuga fyrir þessum bygg- ingaráætlunum Reykjavíkur- bæjar og er það ákaflega áríð- andi að sem allra fyrst verði byrjað á -byggingunum. Það var Alþýðuflokkurinn, sem upphaflega kom með til- löguna um að þessi íbúðarhús yrðu reist — og einmitt með því fyrirkomulagi að þær yrðu ekki stærri en hér er gert ráð fyrir. Eru slíkar byggingar al- gengar á Norðurlöndum og hafa bæjarstjórnir byggt þær í þús- undatali. Eru þær afar hentugar fyrir fólk, sem er að byrja bú- skap eða eldra fólk, sem ekki hefir mi'kið umleikis. Énn hefir engin ákvorðun verið tekin um það hvort íbúð- irnar verða seldar eða leigðar. Algengast er erlendis að bæjar- sjóðpr eigi íbúðirnar og leigi þær. En vel má vera að heppi- legast sé hér að þær verði seld- ar.. Það ætti og að leggja áherzlu á að hægt verði að taka íbúðir þessar í notkun næsta haust. Myndin sýnir stríðsfanga, sem bandamenn hafa tekið á Ítalíu, streyma inn í herflutningaskip, sem. er opið að framan. Þeir fara ekki upp á þilfarið, heldur inn í skipið undir biljum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.