Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 3
Pömntudagiur 28, sept. 1944. Kyrrsiöðuhernaður ¥*|AGAR hinnar hröðu sóknar og miklu atburða a vestur- vígstöðvunum virðast liðnir hjá, í bili að minnsta kosti. Segja má, að kyrrstöðuhern- aður ríki nú á allri vesturvíg línunni. allt frá Nancy og Luneville í frakklandi í suðri að ! Eindhoven í Hollandi í norðri. ÁÐUR IIEFIR verið að því vik- ið hér í þessum dálki, hver nauðsyn Þjóðverjum er að . snúast nú til varnar af öllu afli. Það hefir vafalaust ver- ið nokkuð til ,í tilkynningum Þjóðverja um viðureignina í Frakklandi á sínum tíma, að þeir flyttu sig' til „samkvæmt áaetlun", það virðist nefni- lega nú komið á daginn, að þeir hafi ekki veitt þá mót- spyrnu, sem þeir gátu. En þeim mun harðsnúnari er bar átta þeirra, er leikurinn hefir ! borizt að bæjardyrum Þjóð- vprja sjálfra. EN MARGT bendir til þess, að bandamenn sæki ekki eins mikið á' í sókninni í austur, til Þýzkalands, eins og þeir gætu, þegar þess er gætt, að þeir hafa óhemju yfirburði í lofti og voldugan og vel út- búinn her. Það er alls ekki ó- sennilegt, að bandamenn geri það af ásettu ráði að hafa lát á sókninni. Þeir hafa enn ekki hreinsað fullkomlega til að baki sér í Frakklandi. Þjóð verjar. verjast enn í Calais, Dúnkerque, St. Nazaire og Brest. Ýmislegt bendir ti.1 þess, að bandamenn telji það mjög mikils um vert að ná höfnum eins og til dæmis Calais á sitt vald. Meðal ann ars hafa þeir á einum fimm dögum varpað niður 7500 smálestum sprengria á þessa borg. í Calais eru mikil og góð hafnarmannvirki og þar er einna stytzt yfir sundið og því hægast um aðflutninga alla. Þess vegna reyna banda menri nú öll ráð til þess að eyða setuliði Þjóðverja þar. NÚ BERAST þær fregnir, að 1. brezki fallhlífarherínn, sem undanfarna daga hefir barizt svo harðfengilega við Arn- hem, hafi orðið að láta undan síga fyrir Þjóðverjum. Meira að segja hafa bandamenn við urkennt, að undanhaldið hafi verið svo hratt, að þeim hafi ekki gefizt tími til að flytja særða menn og hergögn yfir Lek. Þetta þýðir, að Þjóð- verjar hafa unnið fyrsta sigur sinn um langan tíma og hann verður að sjálfsögðu til þes's að stappa í þá stálinu, enda þótt hann geti engu breytt um endanleg úrslit í styrj- öldinni. ÞAÐ ER EKKI ósennilegt, að um stund verði háður kyrr- stöðuhernaður á vesturvíg- stöðvunum. Eftir því sem líð ur á haustið versna veðurskil yrði og aurbleytur hafa áður stöðvað heri á þessum sömu slóðum. Að vísu er ósenni- legt, að ástandið verði svipað ftt>Tn>IRU>IW" Orrudan um Holland: Herforingjar bandamanna í París Myndin sýnir nokkra helztu herforingja bandamanna í Paris eftir að Þjóðverjar höfðu ver- ið hraktir þaðan. Fimm frems^u mennirnir eru, taldir fi'á vinstri til hægri: Omar N Brad- ley hershöfðingi, Dwight D. Eisenhower yfirhershöfðingi, Sir Arthm: Coningham flugmar- skálkur, Joseph Pierre Koenig hershöfðingi og Sir Arthur Tedder flugmarskálkur. Myndin er tekin við Sigurbogann í París 25. fyrra mánaðar. Aðeins 2000 komusi undan af 8 þús., sem þar svðfu fil jarðar Brstar halda sékttmsii áfram á svæðieui sniESi Eisidliöven eg Mljmegen HP ILKYNNT var í aðalbækistöðvran Eisenliowers síð-' degis í gær, að leifar 1, faHhlifarbers bandamanna, sem barðist við Arnihem, hafi verið fluttar yfir á suðurbakka Lek. Af 7000—8000 manna liði, sem sveif til jarðar við Arn'hem, komust 2000 aftur yfir Lek. Fallhlífarsveitirnar urðu að skilja eftjr um 1200 særða menn og mestöll hergögn sín. Fréttaritarar eru á einu máli um, að fallhlífarliðið hafi bar- izt af fádæma hreysti og gert bandamönnum kleift að koma sér fyrir á Eindhoven-Nijmegen svæðinu. Annar herinn hrezki hefir enn fært út kvíarnar sunnar í % Hollandi, á Eindhoven-Nijmegen svæðinu og fleiri hersvéitir hafa farið yfir Antwerpen-Turnhout-skipaskurðinn. Þjóðverjar láta meira til sín taka í Iofti og kom til snarpra loftbardaga f gær. Þýzkar flugvélar reýndu að trufla hernaðaraðgerðir bandamanna við Waal, en 22 þeirra voru skotnar niður. Engar breytingar hafa orðið á víglínu Bandaríkjamanna, allt frá Áachen til Luneville í Frakklandi. ÓSIGURINN VIÐ ARNHEM n Lundúnaútvarpið dreguí’ enga dul á, að. bándamenn hafi beðið lægra hlut 'í orrustunni við Arnhem. Fréttaritarar segja, að liermennirnir, sem komust suðu’r yfir Lek hafi verið ör- þreyttir, svangir og illa til reika, en þeir hafi verið fullir baráttu kjarks. Þá segja fréttaritarar, að vörn fallhlífarhersveitanna hafi verði með fádæmum vaskleg og muni hún lengi í minnum höfð. Þjóðverjar, sem voru miklu lið fleiri sóttu að þeim úr mörgum áttum, beittu skriðdrekum, fall byssum, *eldvörpum og ýms- um vopnum öðrum, en banda- menn létu aldrei hugfallast. Að faranótt mánudags, er sýnt þótti að ekki væri unnt að verjast og var í seinasta stríði, er menn höfðust við í sömu skot gröfunum mánuðum og ár- um saman. Tækninni hefir fleygt fram og breytt hern- aðaraðgerðum. En á hinn bóg lengur, var byrjað að flytja lið- ið til. Af 7000—8000 mönnum, sem svifu til jarðar, komust 2000 suður yfir Lek, en ekki vannst tóm til þess að koma undan um 1200 særðum mÖnn- um. Svo til öll hergögn fallhlíf arliðsins voru skilin eftir. í Lundúnafréttum er bent á, að vörn fallhlífarliðsins hafi neyít Þjóðverja til þess að fara ýmsar krókaleiðir með liðsafla sinn til þess að koma honum á vettvang, en á meðan tókst her. sveitum Dempseys hershöfð- ingja að koma sér örugglega fyr ir og mynda breiða geil á Eind- hoven-Nijmegensvæðinu allt til landamæra Þýzkalands. Vinna bandamenn nú að þvi að efla aðstöðu sína þar. Hafa inn má vel vera, að sóknin á hendur Þjóðverjum yerði erfiðari en menn héldu eftir hina hröðu framsókn og sigra undanfarinna mánaða í sum- ar. Þjóðverjar orðið hart úti í bar dögum. á þeim slóðum, einkum hefir mannfall verið mikið í 10. og 107. skriðdrekaherfylkinu. Á 360 km. víglínu frá Aachen í Þýzkalandi til Luneville í í Norður-Frakklandi hafa engar breytingar orðið svo teljandi sé undanfarin sólarhring. Kanada menn halda áfram að kreppa að setuliðinu þýzka, sem enn verst í Calais og halda uppi hrikaleg- um loftárásum á virki borgar- innar. í gær' vörpuðu brezkar Lancaster- og Halifaxflugvélar niður 1500 smálestur sprengna á borgina. Danir krefjasl að lög- reglumennirnlr verSi lálnir lausir ' ¥^\NIR hafa krafizt þess af þýzkum yfirvöldum, að danska lögreglan verði aftur látin taka við störfum og að lögregluþjónarnir, sem hand- teknir hafa verið og fluttir ;til Þýzkalands verði látnir lausir, þar eð fullkomið öngþveiti ríki í landinu. Hafa ýmis samtök og félög í Ðanmörku sent Þjóðverjum kröfu um.þetta, sem meðal ann ars er undirrituð af forystu- mönnum verkalý ðssamtakanna, verzlunarm.anna, heildsala, iðn. ráðsins og kaupfélaganna. Pancke, þýzki lögreglustjór- inn í Danmörku reyndi oð koma á samvinnu við umboðsstjórn- ina dönsku þegar. eftir að lög- reglumenr*ji!mir jhöfðu verið handteknír, en það var árang- urslaust. Sumar fregnir herma að Pancke eigi að taka við störf um dr. Best og hafi ‘hann kom- ið með grimmilegar hótanir, ef menn þverskallast við boðum hans. Iiefir hann hótað að taka þúsundir gisla og leggja Kaup- mannahofn í rúst að öðrum kosti’. __________________________9 Rússar komnir inn í Ungverjaland og Júgóslavíu, segir Berlín "EJ ÚSSAR halda áfram að upp ræta þýzka herflokka, sem enn' verjast á Eistlandsströnd og verður vel ágengt. Þá sækja þeir að Riga, höfuðborg Lett- lands úr norðri, norðaustri og austri og kreppir æ meir að þýzka setuliðinu þar. í Suður- Póllandi geisa harðir bardagar á landamærum Tékkóslóvakíu og láta Þjóðverjar undan síga, en skæruflokkar vinna þeim allt það tjón, er þeir mega. Berlínarfregnir greina frá því, að barizt sé af heipt í grend við Szeged í Suður-Ungverja- landi, en Rússar hafa enn ekki getið þess, að þeir væru komnir inn í Ungverjalandi. Szeged er þriðja stærsta borg landsins og mikilvæg járnbrautarmiðstöð. Þá hefir útvarpið í Berlín einn- ig skýrt frá því, að Rússar væru komnir inn í Júgóslavíu frá Rúmeníu við Járnhliðið í Dóná. Dóná. Sandamenn ganga á land í Albaníu "OANDAMENN tilkynna, að þeir hafi sett lið á land í Albaníu og á eyjum undan Dal matíuströnd. Sumt liðið var ílntt loftleiðis, en annars var það flutt á skipum úr brezka flotann. Ekki er þess getið, hvort hér sé um fjölmennt lið að ræða. Hersveitirnar, sem gengu á land í Albaníu eru iir Adría- hafshernum svonefndá, sem ný lega var myndaður. Allmargk tundurspillar og önnur smærri herskip voru flutningaskipim- um til verndar. Bandamenn halda áfram ioft árásum sínum á stöðvar Þjóð- verja á eyjum í Eyjahafi. Með- al annars hefir verið gerð horð áxás 'á ílugvöll og önnur mann- virki á Krít. Óstaðfestar fregn. ir berma, að Þjóðverjar háfi flutt lið sitt frá eyjunum Nax- os og Paros, milli Krítar og Grikklands. Miklar loftáráslr á Þpkalarid í gær og f fyrrinóft ¥ OFTSÓKNINNI á hendur Þjóðverjum var haldið á- fram af fullum krafti í gær. Um 1100 Liberatorflugvélar og flugvirM Bandaríkjamanna réð ust einkum á borgimar Köln, Mainz, Ludwigshafen og Kass- el. Þær voru varðar um 750 orrustuflugvélum. Xom til á- taka við þýzkar orrustuflugvél ar og misstu Þjóðverjar 41 flug vél í bardögunum. 42 sprengju flugvélar Bandaríkjamanna og 7 orrustuflugvélar komu ekkii aftur tll bækistöðva sinná.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.