Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 6
Leikhúsið LeiMéiLagið er nú byxjað að sýna Pétur Gaut á ný og eru nýir leikarar í sumum hlutyerkunum. Myndin er úr þriðja þætti og sýnir Lárus Pálsson í hlutverki Pétur Gauts, Regínu Þórðar- dóttur í hlutverki, „hinnar grænklæddu“ og afsprengi hennaf sem Haugur Óskarsson leikur. Sjónleikurinin verður næst sýnd- ur annað kvöid kl. 8. Hugvifsmaðurinn Anders Ceisíus Pranah. af 5. síðu. I þannig að orði, að í Rómá- borg væri mest um kardínálá, preláta og klerka og aðra slíka fávita — duglitla menn, er reikuðu um göturnar og skég^- ræddu í kaffihúsum. Og um aðra borgarbúa hafði han'n svipaða sögu að segja. Þó kunni Celsíus það vel við sig í Rómaborg, að hann dvaldist þar sumarlangt. Það var ekki fyrr en haustið 1734, sem hann fór, til annarra staða, þar sem hann gat komizt í kynni við nýtízku stjörnurannsóknir. — Það voru líka Síðustu forvöð,1 fyrir hann, þar éð aðéins voru nokkrir mánuðir til stefnu,r unz hann skyldi halda aftur héim til Svíþjóðar og taka við embaétti sínu. | •• J • ■ • -■■; f Párís fann Cel’síus loks það, sem hann hafði leitað að í þessari utanför sinni, áhuga fyrir stjörnufræðirannsóknum og ágæt áhöld til þeirra rann- sókna. Celsíus skrifaði háskóla Æðinu og fór þess á leit, að skólinn verði nokkurri fjár- upphæð til kaupa á nauðsyn- légustu áhöldum við' stjörnu- rannsóknir. — Háskólaráðið komst í mikinn vanda við þessa málaleitun, en varð þó við tilmælurn Celsíusar að lokum og skyldi vera látið heita svo, að áhöld þessi væru keypt bókasafni háskólans til handa. En rannsókrarstofa var engin v.lð Uppsaláháskólann um þessar. mundir. Oelsíusi var einnig leyft að sitja fundi vís- indafélagsins í París og hlusta á umræður þser, sem þar áttu sér stað og jafnan voru mjög deilugjarnar. Það umræðu- efnið, sem einna mest var um deilt, vár kenningarnar um lögun hnattarins. Kenning Newtons var sú, að jörðin væri líkust appelsínu að lög- un, en Descartes hélt því hins Úfbreiðið AlþyðublaSið öaiajaíanajajaiaap vegar fram, að henni svipaði einna helzt til sítrónu. Helztu eðlisfræðingar og stjörnufræð- ingar Parísarborgar, með Ja- ques Cassini, forstöðumann rann sóknarstofunnar í París í broddi fylkingar, héldu fram kenningu Descartesar, en hin- ir yngri eðlisfræðingar og stjörnufræðingar voru hins veg ar allmargir fylgjendur New- tons og hinna byltingakenndu kenninga hans. Ef kenning Newtons var rædd, hlaut það að liggja í hlutárins eðli, að breiddai'baug arnir væru styttri á héruðunum í grennd við heimskautin en í námunda við miðbaug. Það var því ákveðið að gpra út tvo mælingarleiðangra, annan til Peru, sem er skammt frá miðbaug, en hinn í norður- vegu, til íslands, Norður-Nor- egs eða Lapplands. Að ráði Celsíusar var ákveðið, að leið- angurinn færi til Lapplands og skyldi Torneá vera upphafs- staður mælinganna. Hinum sænska stjörnufræðingi var sýnd sú virðing, að honum var falið að festa kaup' á ýmsum áhöldum leiðangrinum til handa, er hann gisti Lundúni á heimleiðinni, og var auk þess boðið að taka þátt í leið- angrinum. Celsíus fór þess á leit að fá fjarvistarleyfi sitt frá háskólanum framlengt um eitt ár til þess að geta tekið þátt í för þessari og var orðið við þeim tilmælum hans. (Niðurlag á morgun.) Frh. á 4. síðu. greiðsiunum á útsöluverði af- urðanna innanlands og verðupp bótunum á útfluttar afurðir bænda, ef þeir fá að vera með í stjórn! Fái þeir það hins vegar ekki, ætla þeir að vera á móti þeim! Þá á að snúa blaðinu við og hótanirnar að koma til fram kvæmda. Það er alveg eins og portkonan sem í bræði sinni hreytir úr sér ónotum til manns ins, sem fram hjá gengur og ekki hefir viljað þiggja tilboð hennar. Ja, þvílíkur stjórnmálaflokk- ur! Finnur Jónison fintmfupr Frh. aí 4. síöu. Smátt og smátt jukust svo störf Finns Jónssonar utan ísa- fjarðar, að afskipti hans af bæjarmálum hlutu áð minnka, og árið 1942 gaf hann ekki kost á sér í bæjarstjórn, en sonur hans, . Birgir, var þá kosinn. í skólanefnd var Finn- ur kosinn fljótlega eftir komu sína til ísafjarðar, og skóla- nefndarmaður er hann ennþá, enda mikill áhugamaður um fræðslumál. •• \ \ Finnur varð alþingismaður ísfirðinga árið 1933 og hefur verið endurkosinn síðan, og hefur þó verið unnið ósleiti- lega að falli hans, sendir stundum mestu mektarbokkar Sjálfstæðisflökksins þeirra er- inda, auk þess, sem hjástoðin hefur gert sitt til, jafnvel það, að merkja frambjóðendur sína nafnspjöldum frægra og vin- sælla foringja, sem fallnir eru í valinn. En ' ísfirðingar kjósa ekki nafnspjöld. Finnur hefur a þingi látið til sín taka mörg mál, en þó einkum báu, sem varða fólkið við sjóinn, sjávar- útveg og öryggi sjómanna, og hefur hann á þeim sviðum haft forystu um margt, svo sem sitthvað, er varðar síldar- útveg, talstöðvar í bata, éftir- lit með skipum, aukningu út- vegsins og afkomu, og jafnan hefur hann þótt harðfylginn sér um þau málj sem hann á annað borð hefur haft afskipti af. En þrátt fyrir áhuga sinn á högum fólksins við sjóinn, hef- ur honum ekki sézt yfir, að' hagur bændanria varðar hvern fulltrúa á alþingi, og Finni hefur jafnan verið það ljóst, að svo bezt verður rétt stefnt- og heillavænlaga í þjóðmálum' okkar, að hinar vinnandi stétt- ir til sfávar og sveita vinni saman af skilningi og þjóðfé- lagslegum þroska. Um málefni ísfirðinga hefur Finnur jafnan verið vökull á alþingi, vann. ósleitilega — og með góðum á- rangri — á erfiðleikaárum að ríkisábyrgð vegna bátahafnar á ísafirði og vegna rafveitufram- kvæmda þar. Hann hefur margt gert síðan til hagsbóta ísfirðingum í skólamálum, í- þróttamálum, hafnarmálum, rafveitumálum og öðru fleira, sem nauðsynlegt er og gagn- legt, og raunar má fullyrða, að Vestfirðir allir eigi hann vís- an stuðningsmann hvers þess máls, sem Vestfirðingum má til gagns verða og sóma. Finnur hefur innt af hendi mikið starf í .stjórn síldarverk- smið'ja ríkisins og í síldarút- vegsnefnd, og var hann nokkur ár formaður beggja þessara stofnana. Hann var og skipað- ur í útflutningsnefnd ríkisins 1939. Hann er mikill áhuga- maður um sem bezta nýtingu íslenzkra sjávarafurða og um aðgerðir til að a,fla markaða fyrir íslenzkan fisk, en þegar ég nefni fisk, þá tel ég þar síldina með, þó að slíkt sé ekki lengur vani. Hefur Finnur oft farið utan í þágu sjávarútvegs- ins, og einmitt nú er hann í sendiför á vegum ríkisstjórn- arinnar til þess að útvega nægileg veiðarfæri handa vél- bátaflotanum fyrir næstu vetrarvertíð. Loks skal það alveg sérstak- lega tekið fi'am, að Finnur er mikill andstæðingur kommún- ista, og mun það sannfæring hans, orðin til í deiglu langr- ar reynslu og mikils raunhæfs starfs í þágu hins vinnandi fólks, að eigi verði óþarfara starf unnið í þessu landi mál- stað þeirrá, sem néyta síns brauðs í sveita síns andlitis, heldur en að styðja í einu eða neinu að vexti og viðgangi Kommúnistaflokksins, því að hann lítur svo á, að hið vinn- andi fólk muni vara sig á í- haldi og aftufhaldi, en hnífinn í bakið fái það síður varazt. En það sögðu þýzkir auðjarlar í Þýzkalandi, að kommúnist- arnir þýzku væru þeim nauð- synlegir sem hnífur í bak vei'kalýðshreyfingunni og lýð- ræðisjafnaðarmönnum. « Þá er Finnur hóf starfsemi sína í verkalýðsmálum og stjórnmálum, var hann frekar illa máli farinn. Hann var stirð máll, og auk þess hefir hánn veika rödd, og stundum virtist ekki njóta sín rökvísi hans og þekking á málum fyrir þær sakir, hve erfitt honum reynd- ist að koma hugsunum sínum í orð. En áhugi Finns. var ódrep- andi, hann var alls óhræddur við að leggja til bardaga og jafn vel virtist- njóta þess að deila um mál, sem honum var annt um, og nú er svo komið, að Finnur er orðinn mjög góður málflytjandi,' rökfastur, óhlíf- inn, án þess þó að vera stórorð ur, og oft óvenjulega fundvís á kjarna málsins, en auk alls þessa hefir hann þann góða kost sem ræðumaður, að hann getur orðið heitur, án þess að verða æstur. Þá,er það og svo, að þó að Finni léti ekki sérlega að skrifa blaðagreinar, þá er hann byrjaði á slíku, er hann nú orðinn í riti mjög sannfær- andi, og gætir þar hinna sömu kosta og í ræðumennskunni, rökfestu- og glöggskyggni á höt'uðatríði, enda lætur hann ekki það til sín taka, sem hann þekkir ekki vel og hefir ekki gert sér Ijósa grein fyrir. Fæstum þykir Finnur við- kunnanlegur í viðmóti, 'þá er þeir kynnast horium fyrst, og sumir hafa þá sögu að segja, að hann sé beinlínis burr og hrjúfur við fyrstu kynningu. En þeim, sem hafa kynnzt hon- um nokkuö að ráði, fer á ann- an veg. Þvkir þeim hann þá vera hinn bezti félagi. Hann er og samvinnu- og samn-: ingalipur, þegar hann hefir sannfærzt um það, að mönnum sé alvara um að vilja leysa mál á þann veg, að vel megi við Una. Hanrx er og starfsmaður glöggur og kappsamur, og nýt- ur íxann þess eins hjá andstæð- > ingum sem Skoðanabræðrum. j Árið 1914 kvæntist hann Auði Sigurgeirsdóttur frá Hall i gilssiöðum í Fnjóskadal, en hún lézt árið 1933: Hún var góð kona og greiixd, ágæt móðir og afbrigða húsfreyja, Þau hjón eignuðust sex böxm, þrjá sonu og þrjár dætur. Þau eru öll upp komin, og öll eru þau svo vel kostum 'búin, að fágætt mun vera um jafnmörg systkin. ' Finnur er ennþá ungur mað- ur, yngri að þreki og áhuga, heldur en að árum, og mun eng inn vafi' á því Ieika, að margt eigi hann ennþá ógert og oft muni um hann styrr standa. Er það vel. því að hann mun jafn- an þar skipa sér til starfs og stríðs, sem unnið er af í'aunsæi og hófsemi, en þó fullri festu, að gagni íslenzkrar alþýðu til sjávar og sveita. Vil ég levfa mér að þakka honum, sérstak- lega í nafni ísfirzki'ar og vest- firzkrar alþýðu óg sjómanna um land allt, störf hans í haxd nær aldarfjórðung og óska hon- um og hans heilsu og hreysti, Guðm. Gíslason Hagalín. FTLmmtxxdagur 28. sept. 1944. Antik K e r I i amei'ísk, ekta sterin. 3 stærðir. Allir regnbogans litir. Gjörið svo vel og veljið þá liti og stærðir, sem yður henta bezt, sém fyrst. Brautryðjandinn, aforku- og bardaga- Frh. af 4. sí&u. ef veitzt er með illkvitni og hroka að áhugamálum hans og hugðarefnum. Getur hann þá vegið hart ög hraustlega áð ahdstæðingum sínum. En þég- ar hann verður var góðs sani- .starfsvilja- og hæfni samverka- manna sinna, þó á öndverðum meið standi í stjórnmálum,’er hann manná samvinnuþýðast- ur. Hefur þetta berlega komið í ljós í störfum hans, bæði í síldarútvegsnefnd og stjórn ríkisverkspiiðjannn. í nafni Alþýðuílokksins flyt ég Finni Jónssyni hinar beztu. þakkir fyrir ágæt störf, og ein- lægar óskir xxm þa'ð, að fá að njóta hans sem lengst í for- ystusveit flokksins. Og honum þakka ég einnig persónulega fyrir góða vináttu og hina á- kjósanlegustu samvinnu. Stefán Jóh. Stefánssoix. (ANNES Á HÖRNINU Frh. a.f 5. siöu. metra fjarlægð var sjórinn, sem sjáifsagt hefði gert ,,kolabingnum“' sama gagn, og neyzluvatnið. Það er engin nauðsyn að þ vo ull endi- lega ixr Gvendabrunna vatni það er ekki heldur nauðsynlegt að þvo bíla úr því. Þetta getur verið þægi legt, en hundruð eða þúsúndir heimila eiga ekki að líða óþægindi: né heldur á að stofria heilbrigði bæjarbúa í hsefitu þess vegna.“ „í . SBMAE rann heitavatnið engum til gagns út í sandinn. Sjálf sagt hefði mátt bvo úr þvi bæði ull og bíla. Blöðin skýra svo frá að stolið hafi verið hlustunartæki frá þeim mönmim sem eru að at- huga bilanir á vatnsæðunum. Það er auðvitað mjög bagalegt, en heimilin i bænum mega ekki líða við þær tafir sem af því leiða. Það er krafa þeira bæjarbúa, sem eru orðnir langþreyttir á vatnsleysinu, að vatnsnotkun til annara þarfa sé takmörkuð við það, að heimilm hafi vatn.“ „ÞÆR RÁÐSTAFANIR, sem gera þarf til aukningar á vatninu verður að gera fljótt og vel, þar á meðal fyrst og fremst haft svo gott eftirlit í öllum bænum að misnotkun eigi sér ekki stað. Og að ekki sé sóað vatni til eins og ann- ars sem hægt er að komast hjá, svo lengi sem vatnið er ekki meira en það að það gengur út yfir heimilin, störf húsmæðranna, heilbrigði og hollustu ungra og gamalla. Það geta egnin bæjaryfirvöld borið þá ábjrgð að neita borgurunum um neyzluvatn.“ Hannes á hornin*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.