Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 28. sept. 1944. fe^Y5t;S< «nt» Kjotverðið — Hafnarfjarðarvegurinn og viðhald hans — Enn um vatnsleysið. FBÁ MANNI er nýlega skrif- affi grein hér í blaffiff um kjötverffiff hefir mér borizt bréf er honum var sent frá „Malar- fcarli,“ og hljóffar þamiig: „VIÐ VORUM að ræða um kjöt verðið og styrki bændanna. Okkur þótti tilkynning Bunaðarþingsins bera nokkuð mikinn þef af grobbi. I>eir kæra sig svo sem ekki mikið um að £á það sem þeir kalla neyt- endastýrk; þeir þykjast eiga alls kostar við okkur malarbúana. En útflutningsverðuppbætur vilja þeir iá möglunarlaust, eða að íslenzka ríkið greiði áfram án þess að brúka kjaít neytendastyrk til enskra þegna!“ „EFTIR ÞVÍ SEM Tíminn og Moggi upplýsa virðist okkur að verðuppbaatur á útflutta kjötið séu kr. 7.80 á hvert kílógram, enda þótt allt andvirðið til bænda sé kr. 7.76 (fjórum aurum minna). Kjöt- verðlagsnefnd upplýsir, að ef við á mölunni étum 4000 smál. af kjöti og 1000 smál. séu útfluttar (auð- vitað útflutta kjötið með „neyt- ■endastyrk" til Bretans frá íslenzka ríkinu).> þá þurfi verðið til okkar í smásölu að vera kr. 11.07 hvert fcg.“ „EN EF VIÐ ÉTUM ekki nema 2000 smál. og flytja þarf út úr landinu 3000 smál. þar af 2000 smálestir styrklaust, verði verðið til okkar á mölinni að vera kr. 1:8.87 kílóið, eða við eigum að borga þær 2000 smál. sem við ekki étum með kr. 7.80 hverf kg.“ „ÖKKUK VIRÐIST að bændur krefjist að fá kr. 7.76 fyrir kg. af kjöti, ef ékki frá neyténdum, 'þá frá ríkinu, auk alls kostnaðar við frystun o. þ. h. Nú viljum við spyrja: Getur það verið að út~ flutningsverðið á kjöti hrökkvi <akki fyrir frystikostnaði, útskip- trn og umboðslaunum Samþandsins, þannig að borga þurfi 4 aura með hverju kg. af kjöti? Væri nú ekki nær að jafna niður útflutta kjöt- inu frítt á okkur neytendur, ef við tökiun á móti því beina leið frá iframleiðendum ? * ‘ „BIFREIÐARSTJÓRI í Hafnar- fjarðarveginum skrifar: „Hafnfirð ing langar til að segja frá við- .gerðinni á veginum þeirra og midr ar hve langan tíma viðgerðin hefir flt&ðið yfir og er það að vonum, fljótt á litið. Honum virðist að mal 'b‘k það sem Reykjavíkurbær not- ar f götui'nar, muni endast miklu íbetur. Já. Verkstjórinn við Hafn- arf.'arðarveginuxn raun samt hafa verið búbm að atlruga þetta á und a.) honum, því aimars hefði hann ekki lagt iafnmikla áherzlu á það sem hann hefir gert í sumar. að nota mestmegnis vélhrært malbik í Hafnarfjarðarveginn. Að þetta efni, vélhrærða malb'ikið, sé betra í götum bæjarins, en í Hafnar- fjarðarveginum, fær illa staðist, -sökum þess, að það kemur allt úr einni og sömu vélinni og allt vélhrært af sömu mönnum fyrir báða aðila." „AFKÖST HRÆRIVÉLARINN- AR eru ekki meiri en það, að 3 bíiar hafa haft undan í sumar að flytja frá henni. En oft hefir hún viljað bila og hefir vinna við'' hrær inguna þá söðvast um lengri og skemmri tíma. Tveir bílanna liafa í'lutt malbikið úr vélinni. í götumar hér, en aðeins einn bíll í Hafnar- fjarðarveginn og mun láta nærrin að 1 bíll af malbiki fari í Hafnar- fjarðarveginn meðan 3 bílhlöss fara í göturnar hér. Sjá því allir að viðgerð þessi hefði tekið óra- tíma ef algjörlega hefði átt að treysta á hrærða malbikið. Hefir því alltaf jöfnun höndum verið hituð tjara við veginn og muln- ingurinn síðan bikaður í veginum sjálfum, enda þótt sú malbikun sé ef til vill ekki jafnendingargóð.“ „TJARA SÚ, er notuð hefir verið bæði í Hafnarfjarðarveginn og göt urnar hér, mun vera, að mestu leyti af sörau gæðum, sokum þess, að Vegagerð ríkisins hefir miðlað bænum mestum hluta þeirr ar tjöru, er bærinn' liefir nptað í malbikið. Þess skal getið, að kunn áttumenn í malbikun telja, að tjara sú, er nú flyzt, harðni ekki eins vel í vegunum og hin, er óður fluttist til landsins. Samanburð á vinnu- afköstum og verklægni þeirra, sem vinna í götunum hér, og hinna, sem vinna í Hafnarfjarðarveginum, er ég ekki fær um að gera. Læt aðra um það.“ VELVAKANDI skrtfar: „Vatns- leysið er ennþá mjög tilfinnanlegt hjá fjölda manns, þó hefir það eitt hvað skánað sums staðar. En það verður að vera nóg vatn, fyrir heimilin. Og eins og ég gat um í bréfi mínu á dögunum þá er alltaf nóg vatn á sunnudögum. Það er sönnun þess að heimilin geti, feng ið nóg vatn ef þau sitja fyrir þvi, eins og sjálfsagt er. Ég hefi lítils háttar athugað.til hvers neytenda vatnið er notað, á sama tíma, sem vatnsleysið herjar bæjarbúa. „DAGLEGA ER EYTT fleiri hundruð smálestum af Gvendar- bruimavatni í ullarþvott. Við flestar, ef ekki allar benzínaf- greiðslur er notað feikn af vatni þl bílaþvotta. Nokkra daga um dag inn var sprautað, vatni á „kola- bing“ sem kviknað hafði í. í fárra Framhald af 4. síðu. I '^ska eftir að gjörsst áskrifandi að í skinnbandi — — óbundinni. (nafn) (heimili) Sendist til: Heigaf ellsúlgáfan. Box 2®3. Amerískir stjórnmálamenn. Myndin var tékin á skrifstofu pordell Hull utanríkismálaráðherra Roosevelts, þegar sjö a þekktustu 'þingmönnum Bandarikjanna úx béðuan flokkum, demókrata og repúbllkana, heim- sóttu hann til að ræða við har.n stjórnarstefnuna eftir stráðið. Á myndinni sjást (frá vmstri talið): Cordell Hull utanxíkisrr.álaráðherra, Sam Raybum forseti fulltrúadeildar þingsins, Les lie C. Ahrends, Joseph W. McCormack, Charles A. Eaton, Sol Bloom og Robert Ramspekc. Ansgar Roth: Anders Celsíus. GREIN ÞESSI, sem birtist í Svenska Dagbladet 25. apríl síðastliðinn, er rituð í tjlefni tvö hundruð ára dánarafmælis hins merka vísindamanns, Anders Celsíusar, sem frægastur mun hér á landi af hitamæli þeim, sem við hann er kenndur. Celsíus varð maður skammlífur, en þó lét hann eftir sig mikið og merkilegt ævistarf, enda telja Svíar hann til hinna mestu manna, er land þeirra hefur alið. EGAR stjörnufræðin er komin á það stig, að mennirnir kunna glögg skil á högum og háttum þeirra, er byggja aðra hnetti, og fram- farirnar á vettvangj eðlisfræð- innar hafa gerzt svo stórfelld- ar, að mennirnir geta ferðazt frá jörðunni til annarra hnatta — þá tökum við að stríða á vegum loftsins og reka verzl- un og stunda siglingar á grann hnöttunum, sem verður svo að sjálfsögðu tilefni harðari sam- keppni. Loks mun'verða litið á alla jörðina sem eitt ríki, er eigi í styrjöld til dæmis við konungsríkið Mars. Þessi framtíðarmynd, sem sennilega verður þó aldrei veruleiki, er tekin úr dagbók sænska stjörnufræðingsins Anders Celsíusar, sem hann hélt, \ þegar hann dvaldist i Berlín haustið 1732. Celsíus hafði skömmu áður verið ráð- inn prófessor í stjörnufræði við háskólann í Uppsölum, enda þótt hann væri þá enn ekki fullra þrjátíu ára. Þó voru þau skilyrði sett fyrir embættisveitingunni, að hann tækist á hendur ferð til út- landa til þess að kynnast vís- indamönnum annarra þjóða og auka þekkingu sína. Hann hugðist fyrst heimsækja ítal- íu, en varð að leggja leið sína um Þýzkaland. Þegar hann var þangað kominn, skall vet- urinn á, og neyddist Celsíus til þess að halda þar kyrru fyrir í nokkra mánuði, enda þótt hann ætti þess lítt kost að auka vísindaþekkingu sína þar í borg. Lét hann þess getið í dagbók sinni. að vísindarann- sóknir við hirðina í Berlín væru litlar sem engar nema á vettvangi læknavísindanna. — „Hér ber mest á hermönnum, enda hafast sjö hersveitir við hér í borginni, og heldur ein þeirra vörð dag hvern. Hans hátign fer í liðskönnun dag hvern, og svo framvegis.“ — Prússland átti þó ekki í styrj- öld um þessar mundir. En þetta var lognið á undan storminum, og Friðrik Vil- hjálmur var reiðu-búinn til þess að senda blástakka sína í ný stórræði. — Hinn ungi, sænski prófessor, er hafði ferðazt til útlanda til þess ( að kynnast samherjum sínum, kenningum. þeirra og áhöldum við rannsóknir þeirra á stjörnu himninum, kunni engan veg- inn við sig í Berlín, þar s*em hernaðarandinn mátti sín mest. Hann varð fyrir von- brigðum, og framtíðarmynd hans af stjörnuhimninum er einmitt til komin vegna áhrifa þeirra, sem hann varð fyrir í Berlínarborg. Árið eftir hélt hann til Bo- logna. Þar undi hann hag sín- um mun betur og dvaldist þar í sjö mánuði. Það er frægt hversu himinninn yfir Norður- Ítalíu er heiður, og í Bologna var stór og voldugur stjörnu- turn. En þó var ónæðissamt að ýmsu leyti í Bologna. „Eg kann hið bezta við mig hér i Bologha. Hér getur maður komzt að ágætum kaupum, og ég lifi hér við slíka rausn, að engu er líkara en ég sitji brúð- kaupsveizlu dag hvern. Eg vildi, að ég gæti skipt á Upp- sölum og Bologna, þá skyldi ég aldrei fara héðan brott. Þetta er sanrmefnt Kanaánis land, sem prestarnir fjölyrða mest um“, kemst hann að orði. „Hér veit enginn teljandi skil á Sviþjóð, en hinir fáu, sem hafa heyrt hennar getið, hafa hinar fáránlegustu hugmyndir um hana, einkum þó 'kvenfólk- i-ð, sem spyr svo heimkkulega, að maður getur hlegið sig mátt lausan . . . Flestir hér halda, að Svíar séu kaþólskrax trúar, og ég geri að sjálfsögðu ekkert til þess að breyta þeirri skoðun fólksins. Sér í lagi gezt mér vel að erkibiskupnum.“ Celsíus eignaðist brátt vini og aðdáendur, hvar sem hann kom, og það varð honum til mikilla heilla í framtíðinni. Á- stæðan fyrir því mun eigi hvað sízt hafa verið sú, að hann var óvenjulega frjáls- lyndur og lítið gefinn fyrir það að breyta skoðimum fólks. Þó veit maður það ekki, hvort erkibiskupinn muni líka hafa haldið, að, Svíar væru kaþ- ólskrar trúar. Þegar Celsíus kom svo til Rómaborgar, átti hann sérlega góðum móttök- um að fagna. Klemens páfi tólfti lét honum í té stofu, þar sem hann gæti unnið að til- raunum sínum og rannsóknum og lét meira að : segja 'setja nýjan glugga ó KvMnaRiöll- ina, þar sem Celsíus var bú- inn staður, til þess a^ hann ætti auðveldara með aö vinna að rannsóknum sínum, sem voru eigi hvað sízt fólgnar í því að mæla ljósstyrk sólar- innar og tunglsins með aðferð, sem hann hafði sjólfu.r upp- götvað. Hins vegar átii hann lítt kost á að fást við veiga- miklar rannsóknir á vettvangi stjörnufræðinnar í borginní ei- lífu né ræða við samberja - sína um kenningar sínar og viðhorf. Rómverjar voru, að fáum undanteknum, fáfróðir í þeim fræðum, sem Celsíus lét til sín taka. Hann komst líka Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.