Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 4
 1 4 4Lt»YBUBLAÐIÐ Finuntadagur 28. sept. 1944. floíjðttbUi&Íft Ötgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- pýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: og 490? Simar afar-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðmrentsmiðjan h.f. Falur fíokkur. KOMMÚNISTAR hafa féng- ið nýja línu frá MoskVa. Nú eiga þeir, hvað sem það kost ar, að troða sér inn I stjóm og stöður og I'eika ábyrga menn! Öðruvísi mer áður brá; og ó- efað eiga ýmsir hinna trúuðu dálítið efitt með að átta sig á því, að kommúnistminn sé nú allt í einu orðinn að réttum og sléttum , .ráðherrasósíaii sma“. En eitt er víst: að Einar Olgeirs son hefir verið fljótur að læra dansinn á hinni nýju línu, enda hefir hann lengi alið þá leyndu von í brjósti, að komast í ein- hvem ráðherrastólinn. * Og nú sækja íorsprakkar kom ' múnista það af þvíííkri áfergju , að fá að vera með í stjóm, að flestum blöskrar. Eitt blaðið hafði nýlega þau orð um ásókn kommúnista í þessu skyni, að þeir „byðu sig nú eins og port- konur“, og em það sizt nokkr- ar ýkjur. Það er betlað og hótað til skiptis. Þeir segja, að það sé sama, hvorfc stjórnin verði fjÖgurra flokka stjóm eða færri, og bjóðast til þess að fallast á áframhaldandi milljónafjár- framlög úr ríkissjóði í niður- greiðslur á afurðaverðinu iinn- anlands og verðuppbætur á út- fluíttar afurðir bænda — bara ef mynduð verði ný stjóm og þeir fái að vera með! Einhver á nú máske bágt með að fcrúa því, að Alþýðúblaðið segi hér satt frá. En líti sá hinn sami þá bara í Þjóðviljann í gær morgun. Þar stendur: „Flokkurinn hefh' marg lýst því yfir, að hann er reiðubúinn til að taka þátt í stjórnarmynd un, hvort sem um væri að ræða fjögurra flokka stjóm eða stjórn færri flökka.“ Og ennfremur segir Þjóðvilj- inn: „Það er kunnam en frá buríi að segja, að Sósíalistaflokkur- inn er andvígur ú tflutningsupp bótum, og harm fel xr, að niður- greiðslan á landbúnaðarafurð- um á innlendum markaði leysi engan van a: en þrátt fyrir þetta mun flokkurinn fallast á þessar að^erðir, ef það er nauðsynlegt til þess, að komið verði á stjórn . . . Hvað Sósíalistaflokkinn snertir er þetta atrifii því i'trætt, og spursmálið u. i verðlar' landbún aðarafurða þ;r ? ékki að hindra samvinnu flo.,kanna um ríkis- stjórn.“ Svo mörg’eru þau orð Þjóð- viljans. Og hvað halda menn nú, að Ein&r Olgeirsson sé búinn að Mtillækka sjálfan sig fyrir forustumc rmm hinna flokk- anna á bak við tjöldin í þeirri von, að geta troðið sér inn í stjóm, þegar flokkur hans hýð ur sig af slfkri áfergju falan fyrir opmxm tjölduan — fyrir eitt ráðherrasæti? •■í En sem sagt: Kommúnistar ætla aðeins að vera með niður- Frti. of ð. b®u. Finnur Jönsson fimmtuaur FINNIJR JÓNSSON er mestur forystumaður ís- firðinga um stjórnmál og at- vinnumál, og hann er einnig einn af helztu og stórvirkustu brautryðjendum alþýðusam- takanna og Alþýðuflokksins á landi hér og meðal merkustu og skeleggustu málsvara og forvígismanna sjávarútvegs og sjómanna á þingi og utan þings. Þessi maður á afmæli í dag — og er ekki nema fimm- tugur. Finnur er ekki ísfirðingur, — ekki Vestfirðingur. Hann er fæddxxr á Harðbak á Mel- rakkasléttu, og uppalinn á Akureyri, og hann er Eyfirð- ingur í báðar ættir. Faðir hans, Jón Friðfinnsson, var bóndi og bátsformaður. Hann var svo mikill hugmaður og dirfsku, að Hornstrendingar muíldu hafa um hann sagt, að hann bölvaði niðri á sextugu, þ. e. hangandi í festi sextíu fáðma niðri í hrikalegu bjargi. Hann var sómamaður og frábær verk- maður á sjó og landi. Hann er nú látinn. Kona hans, Þuríður Sigurðardóttir, er enn á lífi, þrekkona og dugkona og getur enn verið orðheppin og óvenju raunhæf að hætti þeirra álþýðu kvenna, sem þorað hafa að horfast djarflega í augu við máttarvöldin. Finnur fór snemma að stunda alls konar vinnu með föður sínum, meðal annars sjó- sókn. Hann tók gagnfræðapróf í Akureyrarskóla árið 1910, og samá árið varð hann póstþjónn á Akureyri. Hann stundaði það starf til ársins 1918 við góðan orðstír, en laun lítil. Hann var svo við verzlun til 1920, að hann varð póstmeistari á ísa- firði. Finnur Jónsson Finnur Jónsson, brantryðjandinn, atorku- og bardagamaðurinn Þegar Finnur flutti til Isa- fjarðar, var hann kvæntur maður og átti þrjú börn. Pbst- meistaralaunin voru ekki há, og víst hefði Finni Jónssyni, svo starfhæfur maður sem hann er, verið annað vænlegra til góðrar afkomu hin fyrstu ár sín á ísafirði, en að eyða geipi- miklum tíma í það, er hann tók sér þar fyrir hendur. Finnur rækti embætti sitt af dugnaði miklum, en hann gerðist brátt umsvifamikill í verkalýðsmál- um og stjórnmálum. Hann hafði á Akureyri snemma tekið að vinna að málum almennings í samstarfi við Erling Friðjóns- son og undir hans handleiðslu og var starfsmaður hjá Friðrik • Möller, póstmeistara en Möller sá var faðir Ólafs Friðrikssonar, og Finnur kynntist Ólafi, full- um eldlegs áhuga brautryðj- andans. Þegar Finnur kom til ísa- fjarðar, var verkalýðsfélagið Baldur máttlítlð -— og illræmt. hjá flestum, sem nokkurs máttu sín. Finnur tók þar for- ystu, og var þá skipt sköpum Baldurs. Var Finnur óþreyt- andi og frábær sem formaður félagsins, var það á annan ára- tug, og eftir verkföllin 1926 og 1931, sem voru hin söguleg- ustu, hafði Baldur unnið fullan sigur, hefur síðan reynzt ó- vinnandi borg, jafnt íhalds- mönnum seni. þjónum þeirra, kommúnistum, og hefur ráðið geipimiklu ura þróun bæjar'- •mála og um landsmálaviðhorf á ísafirði. En sú var tíðxn, að Finnur sá ekki annan kost vænni en gera félagið að leyni- félagi, þar eð þeir, sem því lögðu lið, voru settir á svartan lista hjá atvinnurekendum. Er saga Baldurs, fyrr og síðar, öll hin merkasta og lærdómsrík- asta, og í félaginu ríkir andi festu, öryggis og hófsemi, ándi þess, sem er sterkur, en um leið ÞEGAR LITIÐ ER á stjórn- málastörf Finns Jónsson- ar á fimmtugs afmæíi hans, er það mjög áberandi, hversu þau minna á athafnasöm störf margra brautryðjenda og at- orkumanna, er verið hafa nyt- samastir og bezt hlutgengir f fylkingarbrjósti í baráítunni fyrir jafnaðarstefnunni á Norðurlöndum. Finnur er upp- alinn við frekar þröng kjör. Byrjar kornungur að vinna og aflar sér gagnfræðamenntun- ar. Og strax í æsku, þegar al- þýðuhreyfingin á íslandi er að mótast af jafnaðarstefnunni, kastar Finnur sér af kappi, orku og áhuga út í óvinsæl störf óbroskaðrar og veikrar ixreyfingar. Hann varpar ten- ingunum, markar braut sína og leggur gunnreifur til orustu í einlægri trú á góðan mál- stað. Og aldrei hefur Finnur hvikað af þessari braut, þó oft hafi verið örðug gangan og tvísýnt um árangur. Störf Finns hafa eflt áhrif og afköst Alþýðuflokksins, og fært fjölda manna í alþýðu- stétt aukin réttindi og bætt kjör. Og hann hefur sjálfúr vaxið með störfunum, eins og alltítt er um ágæta menn. Finnur Jónsson hefur mikið 1 fengizt við útvegsmál, þó ekki til þess, með einkarekstri' að ,afla sjálfum sér fjár, heldur með það fyrir augum, að sem > raunhæfur og langsýnn. En Finnur lét ekki aðeins til sín taka í verkalýðsmálum ís* firðinga. Iiann lét sig miklu skipta verkalýðsmálin yfirleitt — og þá einkúm á Vestfjörð- um. Hann stofnaði þár verkalýðs félög og síðan Alþýðusamband Vestfjarða, og formaður þess var hann í mörg ár —- og Bald- ur hinn ísfirzki hefur jafnan bezt verði rekin samnýtt út- gerðarfyrirtæki sjómanna og verkamanna. Hefur Finnur þar, eins og í öðrum störfum sínum, sýnt hina mestu at- orku, fyrirhyggju og hæfni. — Mun óhætt að fullyrða, að fá- ir menn hér á landi séu Finni færari við stjórn og rekstur útvegsmála. Alþýðuflokknum hefur verið ómetanlegur styrkur af þing- setu Finns Jónssonar. Þar hefur hann reynst hinn Ötul- asti forystumaður, harður í sókn og íiæfur í bezta lagi til hagnýtra starfa. Hefur hann alla sína þingsetu verið fór- maður sjávarútvegsnefndar neðri deildar alþingis og einn af allra áhrifaríkustu þing- mönnum í sjávarútvegsmál- um. Finnur hefur um langt skeið setið bæði í stjórn Alþýðu- flokksins og Alþýðusambands- ins, enda hefur haixn í tugi ára unnið forystuhlutverk bæði í •• verkalýðssamtökunum og í stjórnmálum. Þeir mörgu menn er þar hafa með honum unnið, kunna vel að meta frábæra starfshæfni hans og atorku. Fyrir allt þetta hefur hann á- unnið sér traust og vináttu fé- laga sinna og flokksbræðra. Finnur er traustur maður og vinfastur, óáleitinn *ð fyrra bragðí, en harður og óvæginn, Framh. á 6. síðu. ! reynzt hinum máttarminni verkalýðsfélögum við ísa- fjarðardjúp ómetanleg stoð í baráttu þeirra. Þá hefur Finnur um áratugi setið á þingi Alþýðusambands íslands, látið þar mikið til sín taka og verið í stjórn þess sem fulltrúi Vestfirðinga. Ótal blaða greinar hefur hann skrifað um mál verkalýðsins í Skutul og Alþýðublaðið, og um skéið var hann ritstjóri Skutuls og tók ekki laun fyrir, frekar en aðrir Alþýðuflokksmenn, sem það starf hafa rækt, og raunar hef- ur Finnur aldrei þegið nein laun fyrir störf sín að bæjar- og verklýðsmálum. Finni var það þegar í upp- hafi Ijóst, að ekki var nægilegt að starfa að kaupgjaldsmái- um verkalýðsins og auknum Völdum hans og rétti á því sviði. Hann vissi, að ef búa skyldi sæmilega í haginn fyrir allan þorra fólksins við sjóinn, þá yrði að sinna viðskiptamál- um þess og vinna gegn at- vinnuleysi, auka vinnuörýggi og bæta atvinnuhætti. Hann var því snemma ákveðinn kaupfélagsmaður, og lengi vel sat hann í stjórn Kaupfélags ísfirðinga, sem nú er orðið voldugt fyrirtæki. Þá beitti hann sér og'til áhrifa í bæjar- málum og landsmálum. Hann var kosinn í bæjarstjórn ísa- fjarðar árið 1921, og á sama árinu náði alþýðan þar meiri hluta. Þeim meiri hluta hefur hún haldið síðan — að einu ári undanskildu, og hefur sú stjórn bæjarmálanna ísfirzku, sem það ár ríkti, orðið ísfirðingum til varanlegs varnaðar. Finnur hafði á annan áratug, fyrst ásamt séra Guðmundi Guðmundssyni og Haraldi Guð- mundssyni og fyrr og síðar Vilmundi Jónssyni, forystu í bæjarmálum ísafjarðar, og nutu þéir samstarfs og sér- þekkingar ágætra manna, svo sem Magnúsar Ólafssonar, Eiríks Einarssonar og Jóns H. Sigmundssonar. TJrðu oft hörð átök og söguleg um bæjarmál ísafjarðar, því að harðir menn og ekki liðleskjur voru í hópi andstæðinga Alþýðuflokksins. En á fyrsta áratugnum, sem Alþýðuflokkurinn réð málefn- um ísafjarðar, eignaðist bæj- arfélagið flestar lóðir og lend- ur í bænum og umhverfis hann — með tveim fiskverk- unarstöðvum og öllu, sem þeim var fylgjandi. Það var smíðuð bæjarbryggja, stofnað kúabú, reist sjúkrahús, stofnað elliheimilí, skólar stórum bætt- ir og bókasafn eflt. Á sama tíma var, fyrir framtakssemi Alþýðuflokksins, stofnað til hins merkasta atvinnufyrir- tækis, sem ísfirðingar hafa eignazt. Svo var mál með vexti, að útgerð ísfirzkra einstaklinga og félaga hafði farnazt mjög ilía, og svo voru framleiðslu- tækin, hinir aflasælu ísfirzku bátar, seldir burt úr bænum. Þá gengust þeir fyrir því, Fjnnur Jónsson, Haraldur Guðmúndsson, Eiríkur Einars- son og Vilmundur Jónsson, að stofnað var Samvinnufélag ís- firðinga, og árið 1928 hafði það eignazt 5 vélbáta, en 1929 tvo til viðbótar. Hver þessara báta var rúmar 40 smálestir. Þeir vorn vandaðir að gerð og hin beztu skip. Finnur Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins, og fór hann til Nor- egs og Svíþjóðar og samdi um smíði bátanna. Hann hefur svo verið framkvæmdastjóri S. í. fram á þennan dag, en af póst- meistarastöi’fum lét hann þó ekki fyrr en árið 1932. Voru bátar félagsins um hríð höfuð- bjargræði ísfirðinga, og í raun og veru er það óbeinlínis til- vist þeirra að þakka, að síðan 1934 hafa ísfirðingar eignazt mörg önnur góð skip og óvenju vönduð. Þá má og nefna það, að S; 1 hefur frá upphafi vega haldið skipum sínum svo vel við, að frábært má kalla, og í fótspor félagsins hafa svo önnúr ísfirzk útgerðarfélög fetað i þessu efni sem lýmsum öðrum, og hefur þetta verið mjög mikilvægt fyrir öryggi ísfirzkra sjómanna. Frh. af 6. síðu. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.