Alþýðublaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 5
JLangardagur 4. nóvember 1944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ANNpJU CJptí^ 0*1 %'' Heilsað uppá fólkið — Frí, sem var ekki frí — Umtal um blöðin — Deildar meiningar — Hvað gerðist — „Óli Skans“ — Hver bauð mér upp? Allt á tréfótum í stoppinu. K)MIÐ þið blessuð og sæl. Þið haldið kannske að ég hafi . verið afskaplega ánægður með þetta langa frí, en það er öðru aær. Fyrstu vikuna þótti mér það svona þolandi, aðra vikuna rétt bærilegt, þriðju vikuna illþolandi og þá fjórðu gjörsamlega óbæri- íegí. Síðan ég fór að heimsækja ykkur fyrir mörgum árum hef ég aldrei haft svona langt frí, því að jafnvel í sumarfríunum hef ég ekki getað annað en skotist til ykk ar daglega, svona rétt til að hlusta á kvabbið í ykkur, nöldrið um hitt @g þetta og dóma ykkar um náung- ann. ÞETTA FBÍ var í raun og veru ðkkert frí, því að á hverjum degi að minnsta kosti í þrjár vikur var tafið alveg víst að samkomulag myndi nást á morgun. Ef maður hefði getað farið burt úr bænum, eitthvað út í buskann, þá hefði ef til vill verið öðru máli að gegna, en þyí var ekki að heilsa. ÝMSIR SÖGÐU með vörunum: „Mikið er gott að vera laus við blöð in.“ En raunverulega meintu þeir: ,,Mikið bölvað ekki sen blaðaleysi er þetta.“ Húsmöðir sagði við míg: „Ja, ég segi nú bara fyrir mig, að mér þykir vænt um þetta stopp. Nú verður mér helmingi meira úr verki, því að nú tefja sögurnar og Hannesinn mig ekki á morgnana.“ Og svo bætti hún við: „Mér þykir bara verst að ég er búin að gleyma því hvernig sagan endaði.“ Já, svona er fölk. Það segir ekki allt af það sem það meinar. ÝMSIR SÖGÐU: „Það gerist bara ekki nokkur skapaður hlutur síð- an blöðin hættu að koma út.“ O- jú, margt gerðist, heimurinn hélt áfram alveg á sama hátt og áður, og var alltaf að skapa eitthvað nýtt, en við vorum bara ekki við- látnir til að segja ykkur frá því. Prentararnir stoppuðu allt í heil- an mánuð til þess að fá nokkurra daga frí næstu sumur, og við blaða- mennirnir verðum að fylgja þeim, enda voru þessir ágætu stríðsmenn líka svolítið að berjast fyrir okkur. JÚ, ÞAÐ GERÐIST ákaflegá margt. Það voru tíðindi', þegar það fréttist um landið, að nú væru þeir búnir að mynda stjórn saman gömlu bardagahestarnir, íhaldið, kommar og kratarnir. Mér þótti þetta svo einkennileg tíðindi að ég gat ekki setið á mér en fór niður á þing dag ínn sem nýja stjórnin gekk fyrir alþingi og hneigði sig. Og ég sá ekki eftir því. ALÐREI hef ég séð Gísla for- seta vera eins virðulegan í sjakketn um sínum og með gleraugun. Það var rafmagnað loftið í neðri deild- arsalnum þegar 6-menningamir gengu inn í nokkurs konar kröfu- göngu. Ólafur Thors fyrstur í sjakk et og með brúsandi brimlöðurshárið yfir útiteknu andlitinu, Brynjólfur. á hæla honum í gráum fötum með heldrimannssvip, en þö gamla bros ið í öðru munnvikinu, Emil Jóns- son dökkklæddur og alvarlegur, Pétur Magnússon, dökkklæddur mikilúðlegur og sterklegur, Áki „penn“ og ósköp feiminn og Finn- ur Jónsson dökklæddur, léttur í spori og brosandi eins og allt' af. OG ÞEGAR ÞEIR voru sestir horfðum við á þá eins og naut á nýviri. Þetta var undarlegur atburð ur, jafnvel í augum þeirra, sem höfðu fylgst með aðdraganda hans. Svo fór ég að svipast um bekki. Mér datt í hug: Var ekki einhver kvenmaður einhvern tíma að bjó^a mér í Óla skans? En hvemig sem ég reyndi að muna hver hún var, tókst mér ekki að rifja það upp fyrir mér. Það verður því bara að bíða. Ég get dansað við Sigurð gamla Guðnason á meðan. Við höf um áður dansað saman. VITANLEGA HEFUR allt lent í óreiðú í bænum, síðan ég hætti að rífast. Þið fáið mig að minnsta kosti aldrei til að viðurkenna annað. Og nú verður að taka til óspiltra mál- anna. Bréfin, sem ég var búinn að fá, áður en stoppið byrjaði, eru öll orðin ónýt. Eins finnst mér að þau bréf, sem álpast hafa til mín méð- an á því stóð séu líka orðin ónýt. Ég hendi þeim því í bréfakörfuna, en skal engu henda sem ég fæ héð an af. Setjist þið nú við og skrifið mér. Það dugar ekki að leggja árar í bát. ÞAÐ ER ERFITT að fá mjólk, ó- mögulegt að fá nýjan fisk, engin tök á að fá smjör eða egg. Allt al- veg eiiis og áður. Rafmagnið hefur hins vegar verið í lagi. Vetrar- dagskrá rafveitunnar er ekki byrj- uð enn og við skulum vona að hún byrji aldrei, en rafmagnið var hins vegar hækkað meðan við sváf um í prentarastoppinu. Samþykkt var að byggja Hallgrímskirkju og Kofoed-Hansen fór með Giiðmundi Hlíðdal í mánaðarfrí vestur í Ame ríku. Hins vegar dó engin stúlka í \ hermannabíl. SeiEdlsveinn óskast nú þegar. — Upplýsingar í afgreiðslunni. Alþýðublaðið, sími 4900. Beztu þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vinarhug á 25 ára hjúskaparafmæli oltkar. Hansína Jóhannsdóttir, Jón Stefánsson, Hofi, Eyrarbakka. Tuttugasta bók Guðmundar G. Hagalím? snillingsins í íslenzkri smásagnagerð. Förunaufar. Hér segir Guðmundur Gislason Hagalín í 9 sögum frá ýmsum samferðamönnum sínum, ungum og gömlum, konum og körlum, sérkenni- legu fólki, smábrellnu stundmn., en skapstóru og stórbrotnu, þrælandi og stritandi alþýðu- fólki, yfirstéttarmönnum, sjómönnum, bænd- um, börnum, unglingum, ungum stúlkum og gömlum kerlingum, hertum í erfiðri lífsbaráttu, . sem ekki gefast upp, þótt á bjáti, en bíta sam- an tönnunum og berjast fyrir tilveru sinni og sinna. — Sagan Messan í garðinum er Ijóðræn lýsing á göfugum hugsjónamanni, Fjallámað- ur segir frá hraustum ofurhuga, Brellur skýra* frá smáglettni milli kaupmanna d smáþorpi, Sanda-Gerður er átakanleg ástarsaga stór- brotinnar konu, Skilningstréð er saga um tvo blóðheita unglinga, Móðir barnanna segir frá fórnum og striti einstæðings konu, Kirkjuferð, er lengst og stórbrotnust, lýsing á sérkennilegum kvenmanni, sem er heit í ástum og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, Tveir mektarbokkar er smellin lýsing á viðureign stórbokk- ans og geithafursins og Frændur er bráð-skemmtileg lýsing á útvegsheimili og afstöðu tveggja frænda, hvors til annars, sem báðir vilja sækja sjóinn fast. FÖRUNAUTAR er 505 síður að stærð í stóru broti og ber öll merki hins sérkennilega stíls og frásagnarmáta Guðmundar Hagalíns, þessa alkunna snillings í íslenzkri skáldsagna- gerð. Margir telja, að honum hafi aldrei tekizt betur en í sumum sögunum, sem eru í þessari ágætu hók. fsrún. Á næstu 3 til 4 árum verða gefin út nokkur úrvals skáldrif heimsbákmennfanna í veglegri, samstæðri útgáfu í 12 bindum. Verður tekin ein skáldsaga frá hverri þjóð og ekki valin önnur verk en þau, sem standa f fremstu röð í bókmenntum viðkomandi þjóðar. Hver bók verður um 300 bls. í stóru broti. • * \ Eftirtaldir menn velja bækurnar og annast jafnframt þýð- ingar, flestir eða allir: Bogi Ólafsson, mennfaskólakennari, Gunnar Gunnarsson, rifhöfundur, Ingvar Brynjólfsson, mennfaskólakennari, Jón IVIagnússon, fiB. kand., Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, IVIagnús G. Jénsson, menntaskólakennari, Ólafur Jóh. Sigurðs- son, rifhöfundur og Þórhaliur Þorgilsson, magisfer. Nöfn framantalinna manna manna eru örugg trygging fyr- ir því, að bækurnar v^rði vel valdar og í vönduðum þýðingum.TiI útgáfunnar verður vandað í hvívetna um allan ytri búnað. Hér er fvímælalaust um að ræða ritverk, sem verður veg- leg og varanleg eign. Bækurnar verða aðeins seldar áskrifendum og verður verð þeirra auglýst síðar. Útgáf una kostar Bókaútgáfa Guð- jóns Ö. Guðjónssonar, og tekur hún á móti áskrifendum í síma 4169. Notið þetta einstæða tækifæri til að auðga heimili yðar að úrvalsskáldritum I vönduð- um þýðingum. I /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.