Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■. 'rijdnblaðið Otgefandi: Alþýðuflokknrinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í A1 .ýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4nZl og 490S Símar afv,'wiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. Stjúrsarandstaðsn. STÓRNARSKIPTIN virðast hafa valdið nokkrum taugaóstyrk meðal þeirra manna, sem utan við hina nýju stjórn standa. Er engu líkara, en að sumir að minnsta kosti eigi eftir hina löngu utanþings- stjóm erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun, að aftur séu nú tekn upp heilhrigð þingræð- isleg vinnubrögð með skiptingu þingsins í meirihluta, sem standi að stjórn landsins, og minnihluta, sem sé að vísu í and stöðu við hana, en byggi þá andstöðu þó á einhverjum mál- e"nalegum grundvelli. ♦ Einna átakanlegast hefir þessi taugaóstyrlkur stjórnar- andstöðunnar komið fram í hinni hvatvíslegu og ótímabæru tillögu til þingsályktunar um vantraustsyfirlýsingu á hina nýju stjórn, sem Jónas Jónsson, fyrrverandi formaður Fram- sóknárflo'kbsins, flutti á þingi aðeins tveimur dögum eftir að hún var sezt í ráðherrastóiana, og þar af leiðandi áður en nokk ur möguleiki var á því að dæma hana af verbum hennar. Það skal þó sagt þinginu til verð- ugs hróss, að það veitti þessari þingsályktunartillögu þá með- ferð, sem hún átti skilið. Eng- inn annar en flutningsmaður- inn sjálfur greiddi atkvæði með henni, allir aðrir þingmenn Framsóknarflolkksins sátu hjá; hið sama gerðu þeir fimm Sjálf stæðismenn, sem hafa lýst yfir því, að þeir stæðu ekki að hinni nýju stjórn. Allir aðrir þing- menn, sem viðstaddir voru, greiddu atkvæði á móti henni. Mun það einsdæmi, ekki aðeins hér á landi, að þingsályktunar- tillaga til vantraustsyfirlýsing- ar á nokkra stjórn hafi fengið svo háðulega útreið. * En þó að állir þingmenn Framsóknarflokksins, aðrir en Jónas Jónsson, sýndu þá hátt- vísi að sitja hjá við þessa at- kvæðagreiðslu, hefir einnig nokkurs fums orðið vart hjá þeim. Stjórnin hafði ekki fyrr verið mynduð, en margir þeirra hurfu í skyndi úr- þingsölun- um til þess að halda æsinga- fundi viðsvegar úti um land á móti henni. Virðist óneitanlega, að betur hefði farið á því, að láta slík fundáhöld bíða þar til stjórnin var byrjuð að starfa og almenníngur gat farið að gera sér einhverja rökstudda hugmynd um verðleika hennar eða vankanta, af verkunum. Miklu hógværar og skynsam legar fer Vísir af stað í stjórn arandstöðu sinni. Hann segizt munu gagnrýna gerðir stjórnar innar eins og rétt þvkir í hvert sinn. En af því skyldi væntan lega mega ráða, að hann að minnsta kosti ætlaði að lofa verkum hennar að tala áður en á hana verði ráðizt. Heilbrigð stjórnarandstaða verður heldur ekki á öðrum grundvelli byggð. Þriðjudagur 7. nóvember 1944 1 1 - ' ' » Fólaskortur á nýju línunni! Nokkur alriði úr forsögu stjórnarmynáynarinnar. , Nýkomið: ' Svissnesk gardínuefni Kjólaefni og sokkar Verzlunin Unnur. ADAM var, svo sem kunnugt j er, ekki lengi í paradís. Og kommúnistar voru heldur ekki búnir að vera lengi í stjórn með Alþýðuflokknum, þegar blað þeirra, Þjóðviljinn, fann hvöt hjá sér til þess, að sýna sitt gamla hugarfar til hans á ný. Á laugardaginn, þegar Þjóð- viljinn sagði frá hinni nýju stjórn, vantaði þó ekki fleðu- lætin. „Framfaraöflin sameinast um ríkisstjórn“ nefndi hann að- alritstjórnargrein sína þann dag. En á sunnudag var allur vinskapur versnaður. Þá er aft- ur byrjað að tala um „Alþýðu- blaðsklíkuna“ í hinum gamal- kunna tón, hún sökuð um „refa- brögð“ og „opinberan fjandskap við stjómarsamstarfið,“ og þeir, sem að Alþýðublaðinu standa, kallaðir „skemmdarvargar,“ — „erindrekar afturhaldsins“ og annað í þeim dúr — allt eftir hinum gömlu, góðu kokkabók- um, sem Þjóðviljinn hefur byggt skrif sín á hingað til. * Nú munu menn spyrja: Hvað kemur til, að kommúnistablað- ið skuli svo skyndilega hafa farið út af hinni nýju línu og fallið til baka í sínar gömlu syndir? Jú, það er frásögn Alþýðu- blaðsins af stjórnarmynduninni og málefnasamningnum um hana á laugardaginn, sem fór í taugarnar á ritstjórunum. Al- menningur mátti ekki fá að vita sannleikann um hinn ólíka þátt Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins í undirbúningi stjórn- armyndunarinnar. Hann mátti ekki fá að vita, að það var Al- þýðuflokkurinn, sem gerði öll hin róttæku stefnumál stjórnar- innar að skilyrði fyrir þátttöku sinni í henni: samþykkt launa- laganna fyrir opinbera starfs- menn þegar á þessu þingi, lög- gjöf um almannatryggingar, — eins og þær eru fullkomnastar fyrirhugaðar erlendis, þegar á næsta ári, innkaup eða smíði stórvirkra nýrra framleiðslu- tækja fyrir sjávarútveg, iðnað og landbúnað fyyrir 300 millj. króna strax og fáanleg eru, skáttlagning stríðsgróðans, ef nýrra skatta gerðist þörf, án þess að skattar séu hækkaðir á lágtekjumönnum, og endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Og sízt af öllu mátti atmenningur fá að vita, að Sósíalistaflokk- urinn hefði aftur á móti engin skilvrði sett fyrir þátttöku sinni í stjórninni! Að segja frá þessum stað- reyndum, eins og Alþýðublaðið gerði á laugardaginn, án þess þó, að með svo miklu sem einu orði væri verið að hnýta í Sósíalistaflokkinn eða Sjálf- stæðisflokkinn, kallar Þjóð- viljinn á sunnudaginn „að dyngja . . . óhróðri á samstarfs- flokka Alþýðuflokksins og hrúga saman slíkum lygum um stjórnarmyndunina, að fádæm- um sæti“! Ekki vantar nú stóryrðin. En það er allt minna í grein Þjóð- viljans um afsannanir þess, sem Alþýðublaðið sagði. Hann við- urkennir, að Alþýðuflokkurinn hafi sett mörg skilyrði — ,,ný og ný skilyrði,“ eins og hann orðár það — fyrir þátttöku sinni í stjórninni: þegir bara um það, í hverju þau voru falin! Og hverju hefur hann að svara þeirri straðreynd, sem Alþýðu- blaðið sagði frá, að Sósíalista- flokkurinn hefði aftur á móti I | engin skilyrði sett fyrir þátttöku sinni? Þjóðviljinn segir: „Sósíalistaflokkurinn setti þau önnur áhugamál sín,*) sem hann gjarnan vildi fá fram, ekki sem skilyrði, til að sprengja á, heldur sem sam- komulagsatriði." Og síðar í greininni: „Harðvítug skilyrði frá hálfu Sósíalistaflokksins . . . hefðu líklega frá upphafi eyði- lagt alla möguleika á stjórnar- myndun.“ Jæja! Þarna geta menn nú væntanlega lesið það milli lín- anna, hve miklu Alþýðublaðið hefur logið, þegar það sagði, að Sósíalistaflokkurinn hefði eng- in skilyrði sett fyrir þátttöku sinni í stjórninni! Athugum málið þó ofurlítið nánar —1 hvað á bak við þessi hógværu orð Þjóðviljans býr. Hann segir enn síðar í grein sinni: „Hins vegar sýndi það sig, þegar Sósíalistaflokkurinn fór að ræða við núverandi forsæt- isráðherra um áhugamál sín, að samkomulag fékkst um ýms þeirra án þess, að gera þau að opinberum skilyrðum. Þannig var t. d. komið samkomulag milli Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins um sam- þykkt launalaganna, áður en Alþýðuflokkurinn setti það að skilyrði.“ Þarna kemur loksins þrauta- lending Þjóðviljans! En hún er bara bláber lygi, — til annars var ekki að grípa,'— og skal það nú sannað: Strax í fyrsta svari sínu, 9. október, við málaleitun Ólafs Thors, núverandi forsætisráð- herra, um þátttöku í stjórnar- myndun með Sjálfstæðisflokkn- um og Sósíalistaflokknum, gerði Alþýðuflokkurinn launa- lögin að skilyrði fyrir jáyrði sínu. En í eftirfarandi viðræð- um fékkst Ólafur Thors ekki til að lofa samþykkt þeirra á þessu þingi. Þremur dögum seinna, 12. október, ítrekar Alþýðuflokk- urinn þetta skilyrði í nýrri skriflegri orðsendingu til Ólafs Thors, þar sem tekið er fram, að „fyrir burfi að ligpja,“ áð- ur en Alþýðuflokkurinn heiti þátttöku í stjórninni, samninsar um að hún „tryggi afgreiðslu launalaganna á yfirstandandi alþingi á grundvelli frumvarps- ins með breytingum til móts við óskir B.S.R.B.“ Þá loksins læt- ur Ólafur Thors undan og svar- ar í síðustu orðsendingu sinni, daginn eftir, 13. október: „Eins og vður er kunnu^t, hef ég verið mótfallinn |»ví, að væntanleg ríkisstjórn gefi fyrirheit um að tryggja fram gang launalaga á þessu þingi . . . Þér hafið hins vegar tjáð mér, að hér teliið lövin í yfirvofandi hættu á þessu þingi og í tvísýnu í náinni framííð, nema því aðeins, að ríkisstjómin taki ábyrgð á samþykkt þeirra, og að þér þvx sjáið yður til neydda, að tryggja þetta mikla áhuga- mál yðar á ofangreindan hátt . . . Eg tel, þrátt fyryir of- angreinda annmarka á stjórn- aryfirlýsingu varðandi Iauna- lögin, að ekki sé verjandi, að *) en nýsköpun atvinnulífs- ins; Þjóðviljinn lætur hér í það skína, að kommúnistar hafi haft eitthvert frumkvæði um það atriði í stefnuskrá stjórnar- innar eða sett fram einhver skilyrði varðandi það; skal síðar I vikið að því. láta bresta á henni, og felst því á hana.“ Á þessum orðum Ólafs Thors í síðasta bréfi hans til Al- þýðuflokksins áður en saman gekk um stjórnarmyndunina geta menn séð, hve satt það er, eða hitt þó heldur, sem Þjóð- viljinn segir, að komið hafi verið á samkomulag milli Sjálfstæðisflokksins og Sósíal- istaflokksins um samþykkt launalaganna, áður en Alþýðu- flokkurinn setti það að skilyrði! Og jafnframt geta menn af þess- um orðum Ólafs Thors gengið úr skugga um það, hver það vár, sem knúði fram trygging- una fyrir samþykkt launaag- anna á þessu þingi. * Þá skal vikið að hinum digur- barkalegu ummælum í grein Þjóðviljans um þátt kommún- ista í því, að stjórnin setti ný- sköpun atvinnulífsins á stefnu- skrá sína. Þjóðviljinn segir: „Sósíalistaflokkurinn hafði (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). frá upphafi samningsumleitan- anna gert nýsköpun atvinnu-' lífsins að aðalatriðinu. Og um það hafði náðst samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn. . . .“ Já, en samkomúlag um hvað? í uppkasti Óafs Thors að mál- efnasamningi fyrir stjórnina stóð þetta um það, sem er þungamiðja nýsköpunarinnar á sviði atvinnulífsins: „Kappkostað verði að inni- stæðum landsmanna erlendis verði varið til þess að bygúia upp atvinnuvegi lands- ins og færa þá í nýtízku horf.“ Með þessi hálfyrði um það, sem Þjóðviljinn segir, að Sósí- alistaflökkurinn hafi frá upp- hafi „gert að aðalatriðinu,“ voru kommúnistar hæstánægð- ir! Þeir samþykktu þetta orða- Framh. á 6. síðu. MORGUNBLAÐIÐ minnist nokkrum orðum á stjórnar andstöðuna í Reykjavíkurbréfi sinu í gær. Þar segir: „Hin nýskipaða ríkisstjórn mun geta vænst andstöðu úr tveim átt- um. Fyrst og fremst frá hinum óðamála Framsófcnarmönnum, sem hófu andróður sinn áður en þeir gátu vitað um hvað þeir voru að tala. En líklegt er talið að safnað hafi verið utan um blað Björnis Ólafs- sonar ýmiskonar fólki, sem á að vera í stjórnarandstöðu. Þar kenn- ir margra grasa. Þar eru leifar af „bjóðveldismönnum“ Halldórs Jón assonar, strjálingur af liði Egils í Sigtúnum frá dögum ,,Bóndans“ sáluga, Jónas Jónsson með van- trausttillöguna upp á vasann, sem enginn fylgdi á alþingi, og einhver slæðingur af óánægðum mönnum, sem eru ánægðari með sjálfa sig en almenningur með þá. Þegar fréttist um þessa einkenni legu samsteypu, varð manni að orði: Þetta er þá eins og einskon- ar brauðsúpa, þar sem tínt er sam an við kex molar og kringlubitar og alls konar skorpur ýmsra teg- unda, svo enginn getur áttað sig á hvaða lit eða bragð súpan fær. En þetta kenlur sennilega á daginn, þegar suðunni er lokið, og farið verður að framreiða súpuna.“ Þesssu svarar Vísir í gær á eftirfarandi hátt: „Þótt Mgbl. segi margt gáfulega er það sjaldan fyndið. Einum manni varð að orði, sem 1-as þetta, að svo gæti farið, að brauðskorp- ur Vísis yrðu harðar undir tönn Morgunblaðsins áður en því tæk- ist að draga alla þjóðina yfir í •herbúðir korhmúnistanna og drekkja öllu í þjóðnýtingu. Dag skal að kveldi lofa, segir hið forn- kveðna." Þannig eru nú kveðjurnar, sem fara milli Morgunblaðsins og Vísis í tilefni af stjórnar- skiftunum. Koma mönnum þær að vísu varla óvart. * Tíminn ræðst á ríkisstjóm- ina á laugardaginn meðal ann- ars fyrir það að senda fjóra menn á flúgmálaráðstefnuna í Chicago. Hann segir: „Ríkisstjórnin hefir sent fjóra menn á flugmálaráðstefnu, sem haldinn er í Chieago. Munu hinar raörgu ráðstefnur, sem í vændum eru, verða okkur býsna dýrar, ef sent verður þvílífct fjölmenni á þær allar, en núverandi stjórn hugsar líka meira um annað en sparnað. Vafalaust hefði það verið alveg nægilegt að senda einn flug fróðan mann, ásamt sendiherran- um í Washington. Segja má þó, að nokkuð hafi mælt með því að láta póst- og símamálatjórann fara líka, en ekkert mælt með því að senda Sigurð Thoroddsen. Hann mun líka eingöngu hafa farið eft ir kröfu frá kpmmúnistum, sem töldu sig þurfa að hafa eins kon- ar eftirlitsmann með störfum ís- lenzku neifndairmannanna. Eru slíkir pólitískir eftirlitsmenn al- þekktir í „rauða hernum“. En fyrst utanríkismálaráðherrann hefir tal ið sig nauðbeygðan að framfylgja þeirri kröfu kommúnista, að þeir hefðu eftirlitsmann með nefnd- inni, hefði verið háttvísara af hon um að senda einhvern annan en einn af þingmönnum kommúnista, er sýndu Bandaríkjaþingi óvináttu og óvirðingu, er það færði hinu ný- stofnaða lýðveldi íslendinga heilla óskir sínar. Mun vissulega verða tekið eftir þessu vestanhafs og það þykja tákna viss stefnuhvörf í ut- anríkismálaþj ónustu íslendinga.“ Flugmálaráðstefnan í Chica- go er tvímælálaust mjög þýð- ingarmikil fyrir okkur íslend- inga, svo mjög sem land okkar er nú komið í miðdepil flug- samgangnanna milli Ameríku og Evrópu. En er þó ekki eitt- hvað til í því, sem Tíminn segir, bæði um stærð og kostnaðar- hlið sendinefndarinnar svo og um skipun hennar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.