Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 7. nóvember 1944 I Geysis-spilin eru komin, á markaðinn aitur Mjög takmarkaðar birgðir Heildverzlun Árna Jénssonar Hafnarstræti 5, Reykjavík Sími 5805. Samkvæmiskjófar Fjölbreytt úrval Rappr Þérðarsðn 4 (o. Aðalstræti 9 — Sími 2315 Nálmsíeypusneiin geta íengið atvinnu hjá oss nú þegar JárBisteypan h.f. Ánanaustum Forsaga sfjórnarmyndunarinnar Frh. af 4. síðu. lag í samningsuppkasti Ólafs Thors skilyrðislaust. Það var allt samkomulagið við Sjálf- stæðisfilokkinn um aðalatriðið, sem Þjóðviljinn er að hrosa sér af! En Alþýðuflokkurinn var hins vegar ekki á því, að láta þetta atriði vera svo laust í reipunum. Hann gerði það að skilyrði, að þessi grein mál- efnasamningsins yrði orðuð þannig, sem og gert var sam- kvæmt kröfu hans: „Af erlendum gjaldeyri bankanna í Bretlandi og Bandaríkjunum sé jafnvirði eigi minna en 300 millj. ís- lenzkra króna sett á sér- stakan reikning. Má eigi ráð- stafa þeim gjaldeyri án sam- þykkis ríkisstjórnarinnar og eingöngu til kaupa á eftir- töldum framleiðslutækjum: 1. Skip, vélar og efni til skipabygginga o. fl. samtals að minnsta kosti 200 milij- króna. 2. Vélar og þess háttar til aukningar og endurbóta á síldarverksmiðjum, hrað- frystihúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipa- smíði o. fl. um 50 milljonir króna. 3. Vélar og þess háttar tii áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýtingu landbúnaðar- afurða og jarðyrkjuvélar og efni til rafvirkjana o. fl. um 50 milljónir króna.“ Þjóðviljanum finnst nú ma- ske, að það hafi verið óþarfi af Alþýðuflokknum, að gera svo handföst ákvæði um nýsköpun atvinnulífsins í málefnasamn- ingi stjórnarinnar að skilyrði fyrir þátttöku í henni, eftir að kommúnistar voru búmr að vinna það dæmalausa afrek, að ná samkomulagi við Sjálfstæð- isflokkinn um ekki neitt með því að fallast skilyrðislaust ' á samningsuppkast hans. En þeir, sem ætlast til, að nýököpun at- vinnulífsins verði eitthvað ann að en orðin tóm, munu máske lita eitthvað öðruvísi á það mál, Hitt er svo annað mál, að fyrir þá, sem umfram allt vildu kom ast í stjórn, hvernig sem stefna hennar væri og hvað lítið sem hún gerði, var vafalaust miklú vissara að vera ekki með nein allt of ákveðin skilyröi. # Að endingu skal svo aðeins sagt út-af því, sem Þjóðviljinn segir í grein sinni um mót- spyrnu í Alþýðuflokknum gegn þátttöku í stjórnarmynduninni, að bar er ekkert upplýst annað en það, sem sagt var í Alþýðu- blaðinu á laugardaginn, að Al- þýðuflokkurinn hefði ekki ver- ið neitt sérstaklega óðfús til stjórnarmyndunar með Sósíal- istaflokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Það var ekld vegna þess, að hann sæi ékki fljótt, að hægt var að fá fullboðlegan mál efnasamning um stefnu stiórn- arinnar og framkvæmdir, brátt fvrir hið skilyrðislausa jáyrði Sósíalistaflokksins, heldur af hinu, að traustið á þessum tveimur flokkum var takmark- að. Það hugarfar, sem lýsir sér í árásargrein Þjóðviljans á Al- þýðuflokkinn og Albvðublaðið á sunnudaginn, strax á öðrum degi, sem hann lcemur út síð- an stjórnin var mynduð, bendir líka -ótvírætt til bess. að það hafi ekki verið ástæðulaust, að því er Sósíalistaflokkinn snert- ir. Eða var bar pðeins um fótaskort að ræða á hin- nýju linu? Við sjáum, hvað setur. Plötusmiðir og járnsmiðir , geta fengið atvinnu hjá oss nú þegar StálsmiSfan Eí.f. Gufupressan er flutf í Langaveg 73 Tökum aftur ullarkjóla í hreinsun Úrval af amerískum karlmannafötum og frökk- um. Einnig drengjaföt á 9 ára og eldrí ÞórhcSlur Friófinnsson klæðskeri, Lækjargötu 6A. — Sími 5790 Hvor vsnriur, Kooseveii eud ueweyt Frh af 5. si^n fyrir áhrif þeirra og til að friða þá, að Harry Truman var kjörinn varaforsetaefni demo- krata, því að þeim þótti V/all- ace allt of frjálslyndur. Republikflokkurinn er að miklu leyti undir stjórn ' auð- valdssinna, hinna vellríku verzl- unar- og iðnaðarmanna, og er Dewey þeirra fulltrúi. Leiðtogi hinna frjálslyndu var Wendell Willkie, og var hann felldur vegna þess, að hann lét ekki nógu vel að vilja auðvalds- klíknanna. Enginn vissi hvort Willkie hefði stutt Dewey eða Roosevelt, og tóku blöðin að rífast um það strax og hann var látinn, hvoru megin hann hefði verið. Sá, sem bezt hefur haldið fram stefnu hans, sér- staklega í utanríkismálum, er senator Ball frá Minnesota, sem er republikani og neitar að styðja Dewey. Hvað ber á milli? Þeir Roosevelt og Dewey hafa fundið margt til að rífast um, síðan þeir byrjuðu að kepp- ast um hylli fólksins fyrir rösk- um mánuði síðan. Um 80% allra blaða Bandankjanna eru með Dewey, af því að eigendur þeirra eru auðkýfingar, sem hata Roosevelt, en báðir flokkar hafa jafna aðstöðu til að kaupa tíma í útvarpinu fyrir ræður. Það kostar um 240 000 krónur að fá hálftíma ræðu útvarpað, svo að dýrt er drottíns orðið hér vestra. Þegar Dewey var boðinn fram, þekkti þjóðin hann tiltölu- lega lítið og vissi ekkert hver stefna hans í hinum ýmsu vandamálum þjóðarinnar var. Hann hafði unnið sér frægð fyrir að koma upp urrí glæpa- menn á fyrri árum, hann var ungur (42 ára), hann hafði unnið sig upp í ríkisstjórasæti New York og hann hafði fallega rödd í útvarpi. Þetta vissi fólk- ið, en ekki mikið meira. Svo hóf hann ferðalög sín um landið og hélt ræðu eftir ræðu. Smám saman vann hann sig inn í hug fólksins og honum jókst ber- sýnilega fylgi, svo að nú síð-^ ustu vikurnar fyrir kjördag er algerlega tvísýnt, hver vinnur. En við skulum nú. líta laus- lega á það, sem ber á in^lli í kosrýngabaráttunni. 1. Einstaklingsframtakið. Dewey er að sjálfsögðu al- gerlega á móti því, að stjórnin láti sig iðnað eða verzlun nokkru skipta og vill algerlega frjálsar hendur fyrir einstak- lingana. Roosevelt hefur síðast- liðin 12 ár látið stjórnina teygja sig æ lengra inn á þessi svið, og hún hefir þar nú víða hönd í bagga. 2. Tryggingar. Roosevelt hefur fært amer- ísku þjóðinni víðtækar trygg- ingar. Nú lofar Dewey meiri og betri tryggingum. 3. Verkalýðsmál. Það er viðurkennt, að Roosevelt er fyrsti forsetinn, sem hefur verið vinsamlegur verkalýðnum og eitthvað hefur gert fyrir hann. Dewey hefir ásakað stjórnina fyrir of mikla skriffinnsku í þessum málum og fyrir lélegan verkamálaráð- herra (Madame Perkins), og- hann lofar öllu fögru. SkrifsiofuitÉlka, helzt með kunnáttu í hraðritun, óskast í utan- ríkisráðuneytið 2ja mánaða tíma. Utanríkisráðuneytið. til sölu í Austurgötu 38, Hafnarfirði. Olíuvélar og eldhúsáhöld, á Hverfisg. 62, frá kl. 8—11 f.h. | 4. Stríðið. Dewey hefur lofað, að allir herforingjarnir skuli verða á- fram, ef hann fái völd, og stríð- inu lokið hið fyrsta. Hann seg- ir, að Roosevelt hafi ekld búið Bandaríkin undir stríðið. Þa5 er hins vegar staðreynd, að þetta er eina stríðið, sem Bandaríkin hafa verið búin undir, og hergagnaframleiðslan undir stjórn Rooseveltsstjórnar- innar gengur kraftaverki næst. 5. Kommúnistar. Dewey ásakar Roosevelt um að hann leiti stuðnings kommúnista og leiðtoga þeirra, Earl Browders, sem er sak- felldur afbrotamaður. Hann var dæmdur fyrir að skorast undan herþjónustu í fyrra stríðinu og síðan hefur hann verið dæmd- ur og fangelsaður fyrir vega- bréfsfölsun. Roosevelt hefur í ræðu algerlega afneitað kom- múnistum og segist ekki kæra sig um stuðning þeirra eða annarra erlendra stefna. 6. Utanríkismál. Dewey hefir ráðizít á stjórn- ina fyrir að reka leynilega utan- ríkisstefnu í mörgum málum„ Hann hefur þó fallizt á Bretton Woods tillögurnar um þjóða- bandalag og mun fjdgja þeina fram, ef hann nær kosningu. Það er þó merkilegt, að meðal fylgismanna Deweys eru allir helztu einangrunarsinnarnir, eins og McCormick offursti., — hinn illræmdi blaðakóngur í Chicago. Margir efast um ein- lægni Deweys í þessum málum, þótt hann tali fallega. Auk þessa hefur Dewey á- sakað stjórnina um margt. Hún er of gömul og of þreytt. Það er talað um að Roosevelt kunni að deyja áður en 4 ár eru liðin. Þeir eiga að rífast of mikið í stjórninni o. s. frv. Dewey á- sakar Roosevelt um vöntun á heiðarleik og báðir aðilar hafú notað stór orð í kosningabar- áttunni. Republikanar hafa jafnvel dregið hund Roosevelts, Fala, inn í áróður sinn. Þótt Bandaríkjamenn rífist nú um stjórnmál í nokkrar vikur, og kjósi sér forseta, — hafa þeir ekkert dregið úr her- gagnaframleiðslu sinni og út á við er þjóðin jafn einhuga og nokkru sinni. Það er ógerning- ur að spá nokkru um úrslit kosninganna, en frjálslyndir menn um heim allan hljóta að vona fastlega, að Roosevelt forseti verði endurkosinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.