Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagnr 7. nóvember 1944 ALE>YÐUBLAQ1Ð S Lesendurnir kvaddir til aðstoðar — Reglurnar og fyr- irmælin, sem böm og unglingar verða að fara eftir — Dæmi um fermingargjafir eins barns. Utvarpsrœða úr járnbraufarvagni. HKEINUSTU vandræði eru meff aff koma blaffinu til kaup endanna. Síffan verkfallinu lauk hefir veriff svo erfitt aff fá fólk til aff bera út blaffið, aff þaff mun ekki hafa komist til allra kaupendanna, og til næstum engra, á réttum tíma, þ. e. strax á morgnanna. Þetta er vitanlega alveg ófært á- stand fyrir afgreiffslu blaðsins og fyrir alla þá mörgu sem kaupa blaffiff og vilja fá þaff heim til sín. Ég VIL NÚ skora á þá, sem geta látiff börn sín eða unglinga, vinna eitthvað fyrir hádegið að leita eftir því hjá afgreiðslu blaðsins, hvort ekki er hægt að fá eitthvað heppi- iegt hverfi til útburðar. Börn, sem ekki fara í skólann fyrr en eftir kl. 1 geta það hæglega, því að þau eiga að vera búin að bera út í hverfi sitt kl. 10. TTLTÖLULEGA go,tt kaup er greitt fyrir útburð á blaðinu og foreldrar vita það að barnið eða unglingurinn hefir mjög gott af því á allan máta að vinna fyrir einhverju kaupi, að finna til þess að það sé að hjálpa tíl þess að bæta afkomu heimilisins og að gæta starfis sem það veit að því er treyst til að leysa vel af hendi. ÚTBURÐUR BLAÐA er og til- valinn fyrir roskið fólk, sem ekki vinnur neitt ákveðið starf. í»að er algengt erlendis að roskið fólk beri út blöð og hefir það gefist mjög vel. Útburður blaða er ebki erfið- ur og venjuleg hverfi eru ekki etærri en það, að það er vel hægt að ljúka við að bera blöðin í þau á tveimur tímum og jafn vel skemmri tíma og ætlast er til að blaðið sé borið út kl. 8—10 á morgnanna, en þó helst sem fyrst á morgnanna. Ég vænti þess að ef þið getið útvegað obkur fólk í þetta starf þá gerið þið það nú þegar. SAMA VIÐFANGSEFNIÐ kem- ur allt af upp þegar snjórinn fer að þekja göturnar hér í Reykja- vík. Ég sleppi alveg þeim svívirði- lega skrílshætti drengja, er þeir ofsækja vegfarendur með snjó- boltakasti og slasa fólk stundum með því að eyðileggja föt þess. En það eru sleðaferðirnar, sem ég vil enn einu sinni gera að umtalsefni. UNDANFARNA DAGA hafa börn, að minn-sta kosti þar sem ég hefi getað fylgst m-eð því, næst- um því lokað götunum fyrir bif- reiðum. Ég hefi séð -hvernig bif- reiðastjórar, og þá ekki sízt á er- lendum bifreiðum, hafa bóbstaf- lega ekki þorað að fara um göt- urnar af ótta við að börn á sleð- um yrðu undir þeim. Þeir hafa stöðvað bifreiðir sínar, og ef þeir hafa verið svo heppnir að hafa annan mann með sér í bifreiðun- u-m, þá hafa þeir látið þá ganga með þ-eim gegnum þvöguna til þess að reyna með því að forða slysum. Oft hefir þó legið nærri að slys yrðu. LENGI ER BÚIÐ að berjast fyrir því að koma upp nægum barnaleikvöllum hér í Reykjavík. Segja má að vísu, að þeir séu ekki enn orðnir nógu m-argir, en þeir eru alveg nógu margir til þess, að það er engin afsökun fyrir því að börnin séu á götunum. Foreldrar eiga að setja barni sínu það skil- yrði fyrir því að mega fara með sleðann út, að það sé ekki með hann úti á götunum og ef það hlýðir því ekki þá á að tafca sleð- ann af barninu. HÉR ER UM öryggismál barns- ins að ræða. Það ætti því fyrst og fremst að vera skylda foreldr- anna að vinna að þessu af fremsta megni. Börnin m-ega fekki fara sínu fram. Drengirnir, sem senda kúina hríð á vegfarendur sýna hversu hættulegt það er að börn alist upp eins og villidýr á götunum. Skorð ur verður að setja við framferði þeirra. Eldra fólkið verður að hlýta lögum og reglum. Hvers vegna eiga þá börnin ekki að hlýða þeim lögum og reglum, sem þeim eru sett u-m framferði þeirra á götum úti? UNDANFARIÐ hafa prestarnir verið að ferma börnin og ferm- ingargjafimar hafa streymt til þeirra. Ég heyrði um barn, sem fékk að gjöf eftirtaldar bækur: 7 eintök af Bertel Th-orvaldsen, 2 eintök af Lögreglustjóra Napole- ons, 2 eintök af þyrnum, 8 eintök af Minni-ngu-m Sigurðar Briem, 1 eintak af Ljóðmælum Páls Ólafs- sonar, 1 eintak af Heimskringlu, 2 eintök af Sjömílnaskónum og 1 eintak af Um ókunna stigu. Bless- að barnið hefir nóg til að lesa fyrsta kastið. Það er efcki ráðlegt að skrifa á bækurnar sjálfar, þeg- ar þær eru gefnar fólki við há- tíðleg tækifæri. Annars eru bækur ágætar tækifærisgjafir. Hannes á horninn. Myndi-n er úr kasninga-baráttunni um íorsetakjörið í Bandaiikjunum og sýnir Rooisevelt for seta ver-a -að flytja útvarpsræðu til kjósenda úr járnibrautarklefa. Hjá honum -eru sonur hans Jarnes 'Roosevielt höfuðsmaður og kona hans. < Benedikt S. GröndaE: Nonni í sjúkrahúsi Fréttatilkynning frá rík- isstjórmnni. U. TANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefir undanfarið gert fyrir spurnir um Mðan íslendinga í Mið-Evrópu. Hafa þegar borizt upplýsingar frá all mörgum jþeirra. Er líðan 'þeirra yfirleitt góð og segjast þeir ekki þurfa á fjáhhagslegri aðstoð að halda. I bréfi frá Jóni Sveinssyni rithöfundi (Nonna) segir að hann dvelji nú á sjúkrahúsi í Eschweiler nálægt Aachen í Þýzkalandi, en hann er nú nærri 87 ára. Skýrir hann einn- ig frá því að hann hafi nýlega haft samband við Skyldfólk sitt hér með aðstoð Rauðakrossins. oosevelt eða Washington, D.C. ÞAÐ er sama hvað um er að vera í heiminum, — fjórða hvert ár ganga Bandaríkj-a- menn til kosninga og velja sér forseta. Kóngar og keisarar geta setið við völd, þar til moldin tekur við þeim, hvernig sem þeir stjórna, og þingbundn- ar stjórnir geta frestað kosning um, en í Bandar-íkjunum verð- ur forsetinn að fara eða sitja á- fram eftir vil'ja kjósendanna, þegar kjörtímabi'l hans er út- runnið. Það hefur lengi verið hefð, að enginn forseti sitji lengur í Hvíta húsinu en tvö kjörtíma- bil, enda er það flestum mönn- um feikinóg, því að forseta- staða Bandaríkjanna er eitt erfiðasta þjóðhöfðingjastarf veraldarinnar. F-orsetinn verð- ur að stjórna þjóðinni í stríði og friði, standa gegn miskunnar- FíO'RSETAKJÖRIÐ í Bandaríkjunum fer fram í dag Hefur Alþýðublaðinu nýlega borist grein um það frá fréttaritara sínum í Bandaríkjunum Benedikt S. Gröndal — og birtist hún hér með. Keppinautur Roosevelts. Myndir sýn-ir k-eppinaut Roosev-alts, TThomas E. Dew-ey, fylkis- stjóra í New York x'íki, þar isem h-ann ier að flytja -eina af kosn- ingaræðum sínum. lausri gagnrýni þings og þjóðar, tala við hina lægstu jafnt sem hina hæstu og vera fulltrúi landsins á óteljandi stöðum. — Jafnvel hinn óþreytandi Theo- dore Roosevelt, sem braut allar hefðir. sem voru í vegi hans, vogaði sér ekki að bjóða sig fram þrisvar í röð. Það var frændi hans, Franklin Delano Roosevelt, eða FDR, eins og þeir kalla hann, sem fyrstur sat þrjú tímabil við völd, og hefur sterka möguleika á að sitja það fjórða. Kosningafyriikomulagið. Forsetakosningar Bandaríkj- anna, sem fara fram í nóvem- ber, byrja í raun og veru snemma vorið áður. Þær byrja, þegar meðlimir flokkanna kjósa fulltrúa sína á flokksþing þau, sem síðan velja frambjóðendur til forsetaembættisins. Það var í slíkum kosningum (hérlendis kallaðar „primary electics“), — er Wendell Willkie beið ósigur og dró sig í hlé. Það er oft spennandi barátta um það, hver ko^inn verð-ur for- setaefni á flokksþingunum, þótt það gengi frekar rólega að þessu sinni. Þegar kvikmyndin um Wilson forseta kemur heim, munu menn geta séð hvernig slíkar kosningar fóru fram um 1912, og enn í dag eru þær svipaðar, nema ofurlítið rólegri. Þegar flokkarnir hafa kosið frambjóðendur sína, hefja þeir kosningabaráttuna. Hún er margþætt og mikil áróðursstarf- semi, sem eytt er í geysifé, þótt þingið hafi nú á dögum eftirlit með því. Á kjördag er ekki kosið um sjálf forsetaefnin — heldur eru kosnir kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Sá flokkurinn, sem meirihluta hlýtur í hverju ríki, hlýtur alla kjörmenn þess. Hin ýmsu ríki hafa að sjálfsögðu mismunandi marga kjörmenn, eftir fólksfjölda, en alls eru þeir 311. Með þessu fyrirkomu- lagi hefur það komið fyrir, að maður hefur hlotið meirihluta kjörmanna og verið kosinn for- seti, án þess að hafa meirihluta kjósenda á_bak við sig. Frambj óSendurnir. Að þessu sinni eru frambjóð- endur til kosninganna að hálfu aðalflokkanna þeir Franklin D. Roosevelt og Thomas E. Dewey, ríkisstjóri í New York. Venju- lega eru einnig í framboði full- trúar smáflokka, t. d. kommún- ista, sósíalista, bindindis- eða bannmanna o. fl. Frambjóðandi sósíalista er nú sem oft áður Norman Thomas, en kommún- istar bjóða ekki fram og styðja Roosevelt af miklum ákafa. Flokkaskipting Bandaríkj- anna er gerólík því, sem í Ev- rópu þekkist. Mismunur á repu bli-kana og demokrataflokkun- um er minni en búast mætti við, og eru mörg þau deiluefni, sem aðskildu flokkana á fyrri árum, horfin úr sögunni. I báðum flokkunum má finna frjálslynda menn og afturhaldssama menn. I flokki demokrata er forsetinn sjálfur leiðtogi hinnaí frjáls- lyndu og næstur honum vara- forsetinn Henry A. Wallace. En hinir íhaldssömu eru flestir í suðurríkjunum, afkomendur gömlu þrælaeigendanna, og hafa margir þeirra verið mjög ótryggir fylgismenn Roosevelts undanfarið. Það Var aðallega Framh. á 6. síðn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.