Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 2
ALÞÝÐU3LAÐIÐ Miðvftudasw 8. uóv. 1M4. Stjórn Bifreiðadjórafélagsins Hreyfill I fremri röð, frá vinstri: Þorgrímur Kristinsson, gjaldkeri, Berg- steinn Guðjónsson, formaður, Tryggvi Kristjánsson, ritari. í aftari sröð, einnig frá vinstri talið: Magnús Einarsson, meðstjómandi, Ingjaldur ísaksson, varaform., Ingvar Þórðarson, varagjaldkeri, Björn Steindórsson, vararitari. Bifreiðarsfjórar halda hátíðlegl fíu ára atnæfis Fyrsfa hveraraforkustöðin seff • • upp að Reykjakoti í Olfusi Færeyskf skip ferst hér við land með 13 manna áhöfn FÆREYSKT skip að nafni Verðandi, sem lét úr h“ofn á Siglufirði 25. f. m. og ætlaði til Reykjavíkur, hefir ekki kom ið fram ennþá, og er talið full- víst að skipið hafi farizt. Á skipinu voru 13 menn, allt Færeyingar. S-kip þetta var orðið gamalt. Skipstjóri var einn af neynöustu otg beztu skdpstjórmuim færeyska flotans Ole Lartsen að nafni. Dómisr fyrir landbelg- NÝLEGA var kveðinn upp dómur í hæstarétti í mál- inu valdstjórnin gegn skipstjór- anum C. P. Aland frá Fleet- wood á bv. Utrecht 303 frá Ymuiden, Hollandi, er 3-ærðnr var fyrír landhelgisbrot í Meðal landsbugt. Skipstjórinn var dæmdur í 29.500 króna sekt og allur afli og veiðarfæri gerð upptæk.. í forsendum dóms'h*- ar segir m. a.: Þriðjudaginn 6. júní kom varðskipið Óðinn að hollenzka togaranum TÞrecht 303, að veiðum í Meðallánds- bugt. Var- skipstjóranum á tc#- aranum tilkynnt að hann væri að veiðum í landhelgi og skipað að vinda upp vörpu sína. Vegna veðurs var ekki hægt að gera staðarákvarðanir- fyrr en kl. 19.40 sama dag. Skipstjóri botnvörpungsms og stýrimaður voru viðstaddir ,þesr, ar staðarákvarðanir og miðanir voru gjörðar og sambykkíu bær. — Hins vegar sagoist skipstjór- inn ekki hafa vit?$: að horn hefði væri að veiðum í land- helgi. Happdrætti Háskóla íslaaás. i Dregið/Verður .í.9. flokki á föstu j dag. Athygli skal vakin á því, að ; engir miðar verða afgreiddir á föstudaesmorgun, og eru því síð- jistu forvöð að endurnýja í dag og á morgun. BIFREIÐASTJÓRAFÉ- LAGIÐ Hreyfill heldur 10 ára afmæli sitt hátíðlegt með samsæti að Hótel Borg í kvöld. Félagið var stofnað 6. október 1934, en áður höfðu verið gerð- ar nokkrar tilraunir til þess að koma á félagsskap og samtökum meðal bifreiðastjóra. Það var Jón Sigurðsson framkvæmda- : tiici Áiþýðusambandsins, sem átti frumkvæðið að stofnun fé- lagsins. ,og hefir alla tíð síðan stutt þennan félagsskap með ráð um og dáð. Þegar félagið var stofnað voru kjör bifreiðastjóra ákaflega bág borin, þá var algengast að þeir hefðu 250 kr. í kaup á mánuði og alveg ótakmarkaðan vinnu- tíma. Þá áttu nær engir bif- reiðarstjórar bifreiðir sínar, en urðu að sæta því að vinna hjá öðrum. Fyrsta umbótin á kjör- um bifreiðastjóranna fékkst rétt Qftir að félagið var stofnað. Tókust þá samningar um ýmsar kjarabætur, þar á meðal um á- kveoinn vinnutíma 12 stundir á sólarhring og 2 frídaga í mán- uði. Síðan befir smátt og smátt tekizt að bæta kjörin. Nú er vinnutíminn ákveðinn 10 stund- ir, en frá þeim tíma dragast 2 tímar í mat. Þá eru og ákveðin sumarfrí og þessháttar. Kaup er að sjálfsögðu allt annað en var fyrrum. Þegar bifreiðastjórar fóru sjálfir að eignast bifreiðir var félcgunum skipt í 2 deildir, sjálfseignabifreiðastjóra og vinnuþega. Er stjórnin þannig ■a puð, að hvor deildin kýs 3 menn,'en formaður er sameigin legur. Eitt stærsta skrefið, sem bif rcicarstjórar hafa. stigið til auk inna samtaka var það, er þeir stofnuðu Bifreiðastöðina Hreyf- 11, er þetta samvinnufélag og í því um 85% sjálfseignarbif- reiðarstjóra í Reykjavík. Er þetta fyrirtæki að eins í byrjun, því að ætlun þess er að annast sameiginleg - innkaup fyrir bif- reiðarstjóra, stofna viðgerðar- verkstæði o. s. frv. Ágætt félagslíf er í Hreyfli -? samibeldni meðal 'bifreiðar- stjóranna, enda er það fyrsta skilyrðið fyrir því að þeir geti bætt kjör sín. Þeir geta sannar- lega, eins og aðrar alþýðustéttir séo góðan árangur af starfi samtaka sinna, er þeir líta yfir þessi tíu ár. Verður hafizt hauda á hverum í FYRSTA HVERAGUFU raf stöðin er nú orðin að veru leika. Bauð Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur blaðamönn- um austur að Reykjakoti í Ölf- usi til að skoða hana sunnu- daginn 1. okt. s. 1. Veður var með versta móti þann dag stormur og snjókoma, en blaðamenn settu það ekki fyr ir sig. Skýrði Gísli Halldórsson aðdraganda þessarar fyrstu til- raunavirkjunar og sýndi stöð- ina í gangi. •Urn það varð ekki efast ao gufuvélin snerist fyrir gufunni, j sem kom þarna um mjóa pípu upp úr jörðinni. En milli gufu- vélarinnar og rafalsins var reimdrif og frá rafalnum lágu rafmagnslei ðslur um litla töflu í eitt ljós á þakinu og önnur tvö inni í vélarhúsinu, sem var byggt úr stálplötum. lijósin brunnu skært og rólega eins og venjuleg rafljós, en gufuþrýst- mælarnir sýndu 1,2 loftþyngda yfirþiýsting á innstreymisguí- unni og 120° hita, en venju- legan loftþrýsting og 100° hita við útsreymið, sem fór beint út í loftið. Snúningshraði aflvél- arinnar, sem er venjuleg lítil gufuvél með 135 mm. stimpil- þvermáli og 75 mm. slaglengd, var um 260 snúningar á mínútu: Þar sem vél þessi er mjög lít- il og auk þess gerð fyrir há- þrýstigufu og notar aðeins ör- litinn hluta þeirrar gufu, er streymir þarna upp úr borhol- unni, þá er aflframleiðsla henn ar mjög lítil eða aðeins nokkur hundruð vött. Stöðin er útbúin sjálfvirkum smumingstækj um, þannig að ekki þarf að lita eft- ir henni nema kvölds og morgna. Skýrði Gísli Halldórsson frá aðdraganda þessarar tilrauna- virkjunar og frarrikvæmd henn ar eins og hér segir: ,,Að Reykjakoti í Ölfusi var um s. • 1. áramót boruð 22 m. djúp 31/2 víð hola, sem gaf frá sér aflmikla .gufu. Ritaði ég grein um borun þessa í Vísi þ. 11. fébrúar og ritaði siðan b^ej- arfulltrúunum bréf þ. 18. febr. þar sem ég stakk upp á því aö Reykjavíkurbær tæki til athug unar virkjunarmöguleika gufu hvera til aflframleiðslu og upp hitunar Bréf þetta var nokkru síðan lagt fram í bæjarráði og var samþykkt að beina þeirri áskor un til þingmanna Reykjavíkur, að þeir beittu sér fyrir þvi á al- þingi a ð hafnar yrðu rannsókn ir á virkjunarmöguleikum gufu hvera í Hengli. Skömmu síðar eða í marzbyrjun var sam- þykkt svohljóðandi þingsálykt- unartillaga: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta í samvinnu við Reykjavíkur- kaupstað, hið allra fyrsta fram fara rannsókn á virkjun gufu hvera í Henglinum til hita og rafmagnsframleiðslu. Skal semja við Reykjavíkurkaup- stað um skiptingu kostnaðar við rannsóknir þessar milli rík- issjóðs og bæjarsjóðs Reykja- víkur. og heimilast að greiða nauðsynlegt fé í þessu skyni úr ríkissjóði." 1 Með þessari sambykkt hefði mátt ætla að skriður kæmist á rannsóknir þær sem á er minnzt, en þó eru nú liðnir 7 mánuðir og þar með bezti tími ársins án þess að neitt hafi ver ið gert að hálfu hins opinbera að þessum rannsóknum. Frh. á 7. síðu um aililiia rannsóknir Hengiinum? Jóhatmes á Borg dæmdur fyrir frek- leg verðlagsbrot IpO ÝLEGA hefir Hæstirétt ur kveðið upp dóm yfir Jóhannesi Jósefssyni, eig- anda Hótel Borg, fyrir brot á verðlagsákvæðum. Var Jóhannes dæmdur til að greiða 10 þúsund krónur í sekt og gert að endurgreiða ólöglegan hagnað að upphæð kr. 13,527,00. í undi-rrét'ti hatfði Jóhanirues verið djæmdur í 8 þúsund króna aekt og gert að endurgreiða ó- löglegan hagnað, yfir 23 þús- und krónur. Hæstiréttur hefir því hækkað sektina um 2 þúsund krónur, en lækkað endurgreiðsluna af ólöglagum hagnaði um rúmar níu iþúsund og fjögur hundruð krónur. Alþingi kemur affur saman á fösludag \ '' A LÞINGI var eins og kunnugt er, frestað sam kvæmt beiðni ríkisstjórnar- innar og átti fresturinn að vera 10 dagar og var því gert ráð fyrir að það kæmi aftur saman í.dag. Nú er hins vegar ákveðið að þingið hefji fundi aftur á föstudag. konur eru 'beðnar að fjöknteauiai á funidinn og mega þær tajfca með sér gesti. Kvenfélag Alþýðu- flokksins heldur fund í kvöld VENFÉLAG Allþýðuflokks ins heldur fund í kvöld kl. 8,30 í fundarsal ALþýðu- brauðgerðarinnar. Á fundinum flytur formaður flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son, erindi um stjórnmálavið- horfið, en frjálsar umræður verða á 'sftir. Auk þess verða ýms félagsmál rædd. Fólags- Þegar herflufninga- skipinu var sökkt við ísland Q ÍÐASTLIÐINN laugardag ^ voru tilkynnt nánari til- drög þess, að amerísku herflut* ingaskipi var sökkt af kafbáti Sl Norður-Atlantshafi, á leið til íp lands fyrir um það bil ári síðanu Úm það bil 300 hermenn og sjó • liðar og 38 skipverjar fórust er skipinu, sem hét „Henry R. Mallory“ sem var í skipalest* var sökkt. Árásin var gerð í hríð arbyl og stórsjó. Margir þeirra, sem staddir voru neðan þiljst fórust er tundurskeyti hæft® skipið. Veðurhamurinn torvelá aði, að unnt væri að setja á flot björgunarbáta og fleka. Allmargir amerískir hermenn, sem enn eru á íslandi, komusfe lífs af við þetta tækifæri og nokkrir þeirra sem af komust, hafa farið frá íslandi síðan þetta gerðist. Þeir, sem björguðust úr hinu sökkvandi skipi, voru flest ir fluttir tli íslands, en nokkrir til Bretlands. Tónlisfarfélagið æflar að koma ijéiæri inn á hverf heimili Viðtal Fið féEagsíns ym hina nýfiv fi-BÍJóðfæraverzlun þess Tónlistarfélag REYKJAVÍKUR hefir stofnað hljóðfæraverzlun og er í þann veginn að flytja inn hljóðfæri í allstórum stíl. Mun verzlun þessi eiga á leiðinni um 100 píanó og er þegar farið að selja þau fyrirfram. Allur á- góði, sem verður af hljóðfæra- verzluninni rennur til væntan- legrar Tónlistarhallar, sem fé- lagið hefur ákveðið að koma upp. Af tilefni stofnunar þessarar nýju hljóðfæraverzlunar hefir Alþýð-ublaðið snúið sér til Ragn ars Jónssonar formanns Tónlist arfélagsins og sagði hann meðal annars: „Þessi nýja hljóðfæraverzlun Tónlistarfélagsins er stofnuð af brýnni nauðsyn. Tónlistarskól- inn er sívaxandi og einnig mjög vaxandi áhugi fyrir hljómlist hér í bænum. En skortur á hljóf færum hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun í þessum mál- um. Kennarar Tónlistarskólans hafa jafnvel ekki getað fengi® boðleg hljóðfæri. Fyrsta spori® í þá átt að bæta úr þessu var það, er við keyptum strengja- hljóðfærin frá Englandi og gafsfe það mjög vel. Annars er það og tilgangur Tónlistarfélagsins að reyna a® koma hljóðfæri inn á hvert ein- asta íslenzkt heimili og iriun fé~ lagið einskis láta ófreistað í þvé! efni. Við erum nú í þann veninn a® fá um 100 píanó til heimilisnotk unar, en við munum auk þess flytja inn píanó og önnur hljóð- færi jafnskjótt og losnar uitt viðskipti milli landanna. Til þess að gera fólki kleyfl; að geta eignast hljóðfærin ver® ur tekin upp sú aðferð að selja hljóðfærin með afborgunu» þeim sem þess óska.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.