Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 7
X Miðvikudagur 8. nóv. 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ ..... ........ t Bœrinn í dag. Fyrsla hveraraforku slöSin Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugarvegs- apótek. Naeturakstur annast Bifröst. sími 1508. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Óperusöngv- ar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) „Fyrsta kirkjuferðin mín“, frásöguþáttur eftir séra Ásmund Gíslason (Árni Sigurðsson prestur). b) „Fimm vetra kom ég fyrst að Stað“ kvæði eftir Matthías Jochumsson (Þul- ur flytur). c) Upplestur: „Sjómenn", bókarkafli eftir Peter Tut- ein (Hannes Sigfússon). d) Kvæði kvöldvökunar: , „Erfðir“ eftir Stephan G. Stephenson (Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri). e) Mandólín-hljómsveit leik ur (Sigurður Briem stjórn ar). Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði gengst fyrir sauma námskeiði fyrir félagskonur. Þátt- taka tilkynnist fyrir 10. þ. m. Nánari upplýsingar gefur stjóm félagsins. Æfingar félagsins í vetur, verða fyrst um sinn á þessa leið: Fimleikar í Austurbæjar- skólanum. Fyrsti flokkur: Þriðjud. kl. 3V2—9Vz sd. Miðvikud. kl. 8V2—9V2 sd. Föstudaga kl 8V2—9lá sd. Annar fl. og 2 fl. knattspm.: Þriðjud. kl. IV2—8V2 sd. Föstudaga kl. IV2—8V2 sd. Drengjaflokkur til 16 ára: Þrið’jud. kl. IV2—8V2 sd. , ET ^ ' í fimleikasal Menntaskólans: Meistara og 1. fl. knattsp.m. Mánudaga kl. 9—10 sd. Miðvikudaga kl. 8—9 sd. íslenzk glíma: Miðvikudaga kl. 9—10 sd. Föstudaga kl. 7—8 sd. Laugardaga kl. 8—10 sd. Handbolti kvenna: Mánudaga kl. 8—9 sd. Föstudaga kl. 8—9 sd. í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar: Frjálsar íþróttir Þriðjudaga kl. 6— síðd. Föstudaga kl.. 6—7 síðd. í Sundhöllinni: Æfingar í sundi á mánudög- um og miðvikudögum kl. 9—10. síðdegir. Æfingar eru þegar byrjað- ar. — Iðkið íþróttir! Æfið í K. R. Stjóm K. R. Frh. af 2. síQu. Þegar komið var fram í sept- ember var mér ljóst að um eng ar rannsöknir i Henglinum né neinar tilraunastöðvar myndi verða um að ræða á þessu ári eða jafnvel næsta ári, nema eitt'hvað sérstakt yrði aðhafzt. Akvað ég þá að byggja eins litla og ódýra tilraunastöð og frek- ast væri unnt og var stöð þessi síðan smiðuð í Vélsmiðjunni Jötni, h. f. er ég veiti forstöðu. Var unnið að byggingu stöðvar- innar af kappi og var hún tilbú in síðari hluta laugardags 30. septembers s. 1., en þá var lagt af stað með hana austur yfir fjaill. Þar sem engar mælingar höfðu verið framkvæmdar á bor holunni að Reykjakoti, hvorki á þrýstingi eða gufunni, enda þótt smíðuð hefðu verið áhöld til þeirra hluta, var fullkomin óvissa um það, hvort þrýsting urinn væri nægilegur fyrir gufu vélina. Var þvtí allmikiil glímu- skj álfti í okkur sem að uppsetn ingunni stóðum, þegar byrjað var að tengja vélina við gufu- borholuna, en um það sáu verk stjórar og læilingar frá Vél- smiðjunni Jötunn h. f., er sýndu hinn mesta áhuga fyrir þessu verki. Loks eftir nokkra klukku tíma var búið að ganga frá vél arhúsinu og öllum tengingum og kl. 7.30 um kvöldið Meypti ég gufunni á vélina, er tók þeg ar að snúast fyrst 'hægt, en síð- an hraðar og hraðar er hún hitnaði og liðkaðist. Gangsetning þessarar fyrstu jarðgufu aflstöðvar vakti mikla ’hrifningu þeirra, er við voru staddir og lustu menn upp fer- földu húrrahrópi fyrir þessum atburði. Síðar um kvöldið var rafall- inn tengdur við aflvélina og kveikt á rafmagnsljósum. Var þar með uppsetningu hinnar fyrstu hveragufu raf- stöðvar á í'slandi lokið. Blaðið hefir frétt að þeir borg arstjóri, rafmagnSstj óri, hita- veitustjóri, framkvæmdarstjóri rannsóknarttáðs ríkisins og Gísli Haa.ldórsson hafi farið austur að skoða jarðgufu raf- stöðina og myndi Reykjavíkur- bær hafa 1 undirbúningi kaup á nýjum stórum jarðbor. Leikfélag Hafnarfjarðar. Ráðskona Bakkabræðra verður leikin í 65. sinn í kvöld kl. 9. Nú fer að verða hver síðastur að sjá þennan skemantilega leik. BAZARINN verður næstkomandi föstu dag. Þeir, sem vilja styrkja hann með gjöfum, gjöri svo vel að koma þeim í Góðtempl arahúsið á morgun kl. 3—6 síðd. eða eftir kl. 10 árd. á föstudag. Nefndin. Kenni að sníða og taka mál. Kvenna- og barnafatnaður. Einnig nýjar, amerískar tízku- teikningar. Herdís Maja Brynjólfs., Laugaveg 68. Sími 2460. Veglegur skáli Víkinga í Sleggjubeinsskarði. SLJNNUDAGINN 29. október var skíðaskáli Knattspyrnu félagsins Víkings í Sleggju- beinsskarði fyrir ofan Kolvið- arhól, vígður. Við þetta tæki- færi bauð stjóm Skíðádeildar Víkings ýmsum gestum upp í hinn nýja skála til að skoða hann. Meðal gestanna voru, forseti í. S. í., stjóm íþrótta- bandalags Reykjavkur, og nokkrir eldri og yngri áhuga- menn úr Víking, sem stuðlað hafa á einn og annan hátt að byggingu skálans. Byrjað var á byggingu skíða- skála þessa sumarlð 1942 og hafa áhugasamir félagar úr Vík ing unnið við byggingu hans í sjallfböðavinnu, an nokkurn styrk fékk félagið til efniskaupa og mun nú eiga skálann þegar hann er fullge.rður, skuldlaus- an. Skálinn er hinn snotrasti bæði að ytri og mnri fragnngi og Víkingum til hins mesta sóma. Gmnnur skálans er stein- steyptur, en veggirnir eru þilj- aðir og síðan múrhúðaðir. í gólf inu eru olíusoðnar mashonit- plötur. I suður álmu byggingar innar er skíðageymsla, for- stofa, eldhús og vatrassalerni. Aðal skálinra er 5X6,60 m., og em þar borð og bekkir fyrir um fimmtíu manns. Skálinn er raflýstur, með Ijósamótor, og er Ijósaútbúnaður allur hixrn frumlegasti. Á veggjum aðal skálans eru nokrir vegglamp- ar gerðir og gefnir til skálans af Marteini Guðmundssyni myndhöggvara. í loftinu er ljósa króna, og er 'hún skíði og skíða- stafur. Skálinn er upþhitaður með stórri „kamínu“ og olíu- ofni. Innaf aðalskálanum er svefnskálinn. í honum eru rúm fyrir 36 manns. Stærð hans er 5X4,40 m., flatarmál skálans er 90 fermetrar. Eins og áður er sagt er' skálinn raflýstur og vatn er leitt í hann. Margar ræður voru fluttar við vágslu skólans, og skíðadeild Ví'kings bámst margar kveðjur og heillaóskir frá öðram íbrótta félögum, m'eð þessa myndar- tegu byggingu. Formaður sMðadeiMarí^rær Alexander Jóhannssgpy, bauð gesti velkomna o^jpptj síðan sögu skálabyggingarSÍnar með fáum orðum, og þakkaði félög- um, þeirra fórnfúst starf og stuðning við framgang verks- ins. Aðrir ræðumenn vom: Þor- björn Þórðarson, fyrrv. form. Víkings, Benedi'kt G Waage, for seti Í.S.Í., Guðjón Einarsson, Óskar Norðmann, Kristján Ó. Skagfjörð, formaður SÍríðafé- lags Reykjavfkur, og afhenti hann SkíðadeiMinni mynd af Snæfellsjökli að gjöf, þá talaði Guðm. Kr. Guðmundsson skrif stofustj., Gunnar Bjarnason for maður íþróttabandalags Rvikur, Jón Kaldal, formaður Skíða- deildar í. R., Steinþór Stein- dörsson, formaður Skíðaráðs Reykjavíkur, og Agnar Lúðvígs son. Guðmundur Hofdal færði Skíðadeildinni slökkvitæki að gjöf, ti'l bess að 'hafa í skálan- um, ef eldsvoða bæri að hönd- um og önnur slökkvitæki mun félagið eiga til, og er að þessu mikið öryggi, og þyrftu slík tæki að vera ti:l í öílum skíða- og fjallaskálum, og raunar við- ar þar sem slökkvilið ér fjarri. Eins og áður er sagt hafa framkvæmdir við byggingu Skálans að mestuieyti mætt á félögum Knattsnvrnuféla esins Víkings, og SMðadéild felags- Jarðarför föður, tengdaföður og afa okkar, Sfefáns Risnólfssonar, frá Eskihlíð, fer fram föstudaginn 10. þ. m. kl. 1.30 e. h. og hefst með bæa að heimili hans, Bragagötu 38. Jarðarförinni verður útvarpað. F. h. vandamanna. Kjartan Stefánsson. með flötum og kúftum haus. Galv. og ógalv. Lækkað verð. Verzlten 0. Eilingsen hf.: T og menn, vanir rafsuóu, geta fengið atvinnu hjá oss nú þegar. HF. HAMAR. ÞAKKA INNILEGA ölíum er á einn eða annan hátt heiðruðu mig á 65 ára afmæli mínu. Oddur Sigmrgeirsson Bakkastíg 8. ins, en auk þeirra hafa ýmsir velunnarar félagsins og eldri fé lagar lagt þeim lið með fjár- hagslegri aðstoð, og ýmis kon- ar stuðning. Einn af aðal kvatamönnum þess að hafist var handa við byggingu Skálans, var Gunnar Hannesson, ásamt mörgum öðr um, sem með dugnaði gengu fram í því máli. Er þetta virðingarvert fram- tak, sem Skíðadeild VíMngs hef ir sýnt með byggingu þessa skála, framtak sem leitt retur til farsældar o!g heilbrigði fyrir æsku höfuðstaðarins, sem unnir skíðaóþróttinni, því eftir því sem slfkum skálum f jölgar, verð ur fleirum fært að stunda bessa hollu íþrótt, og sækja sér og heilbrigði í faðm fjallanna. í stjórn Skíðadeildar Víkings eru þessir menn: Alexandér Jó- hannsson formaður, meðstjórn endur, Agnar Lúðvígsson, Gunnar Marteinsson. Hreiðar ÁgústSson og Skúli Ágústsson. Laval dæmdur iil dauða fjarverandi 'EJf INN 20. fyrra mánaðar var *•■■■ Pierre Laval, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og nánasti samstarfsmaður Þjóð- verja, dæmdur til dauða, fjar- verandi, af frönskum dómstóli í Marseille, að því er segir í berzkum blöðum, sem nýkomin eru hingað. Um leið var maður að nafni Jean Gaillard, ritstjóri blaðsins „Petit Marseillais“, einnig dæmdur til dauða, ásamt tveim mönnum öðrum, sem viðstaddir voru. Ekki er vitað með vissu, hvar Laval dvelst nú, en talið er, að hann muni vera staddur í Þýzkalandi. Hann flúði til Bel- fort, eins og menn muna, skömmu áður ea París féll í hendur bandamönnum, en síðan hefir verið hljótt um hann. Hann var illa þokkaður í Frakk- landi,-eins og alkunnugt er, fyr ir samstarf sitt við Þjóðverja og þýlyndi við innrásarliðið. Leikfélag Akureyrar sýndi „Brúðuheimilið" eftir Tb- sen laugardags og sunnudags- kvöld s. 1. með frú Gerd Grieg og frú Öldu Möller í aðalhlutverkun- um. Leikurinn fékk góðar viðtök- ur hjó áhorfendum, sérstaklega var leikur frú Öldu Möller róm- aður. Námskeið í sænsku. Séndikennari Peter Hallberg, fil. lic., mun í vetur halda nám- skeið í sænsku í háskólanum fyr- ir stúdenta og aðra, sem þess óska. Kennslan er ókeypis. Nám- skeiðið verður á miðvikudögum kl. 5,30—7 og hefst í dag í 6. kennslustofu háskólans. íslendingar í Árósnm. Utanríkisráðuneytið hefir spurzt fyrir um líðan Islendinga í Ár- ólsumi út af hættóástandi ,þar I borg nýlega og hefir nú svar bor- izt frá sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn, þess efnis að allir ís- lendingar í Árósum séu heilir og við góða líðan. Kvikmynd frá þj óðhátí ðarhöldunum í sum ar var sýnd í New York 21. f. m. 'Loftur Guðmundsson, sem tók myndina í eðlilegum litum var við staddur sýninguna, ásamt uxn hundrað íslendingum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.