Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 3
IgDS'vninidagnr 8. nóv. 1944. ALÞÝDUSLADID Enn er langl í land F YRIR ALLLÖNGU var því spáð af ýmsum þeim, sem . oft hafa reynzt næsta sann- páir um gang þesarar styrj- aldar og annarra merkilelgra atburða, að þessari styrjöld myndi verða lokið einmitt nú |>essa dagána, eða að minnsta kosti yrði þá séð fyrir skjót- an endi hennar. Áður höfðu spádómar margra þessara manna komið næsta vel heim, eins og til dæmis, hvenær inn rás yrði hafin á meginland Ev rópu úr vestri. AÐ ÞESSU SINNI verður ekki annað sagt en, að ósennilegt Bé, að styrjoldin sé að enda, að minnsta kosti blandast engum þenm, sem eitthvað fylgist með fréttum, hugur «m það, að engar horfur eru á því að Þjóðverjar séu í þann veginn að gefast upp og ekkert bendir til þess, að stór kostleg sókn inn í Þýzkaland standi fyrir dyrum, er geti pekið smiðshöggið á ósigur- ínn. S*EIR VORU ekki allfáir, sem héldu, að með árás fallhlífa- sveitanna við Arnhem væri byrjað á lokasókninni á hend ur Þjóðverjum, sem ætti jafn vel að geta knúið þá til upp- gjafar seint í október eða í byrjun þessa mánaðar. Nú er mönnum í fersku minni hvern ig fór fýrir hinum vaska fall hlífaher, hann beið mikinn ó- isigur fyrir ofurefli hins þýzka varnarliðs. Enda þótt svo hafi farið, hefir Montgo- mery hershöfðingi lýst yfir "t' því, að ósigurinn hafi á eng an hátt getað raskað hinni upphaflegu hernaðaráætlun bandamanna, hér sé aðeins um smáóhöpp að ræða, sem jafnan verði að gera ráð fyrir í svo stórfeldum og samræmd um hernaðaraðgerðum. .VÍGLÍNA bandamanna í ,Vest- i ur-Evrópu hefir lítið sem ekk , ert breytzt undangengin mán uð, að minnsta kosti eru þeir litlu nær Berlín, en þangað hlýtur lokasóknin óhjákvæmi lega að beinast. Undanfarna daga hefir aðalorrustan verið um siglingaleiðina til Ant- werpen, en til þessa hafa Þjóðverjar getað komið í veg fyrir, að bandamenn gætu hagnýtt sér hafnarmannvirki borgarinnar, þar eð þeir hafa haft á valdi sínu eyjarnar í mynni Schelde og Maas. Nú er þeirri viðureign að mestu lokið með fullum sigri banda manna og er talið, að nú muni greiðast úr erfiðleikum þeim um aðdrætti, sem til þessa hafa mjög torveldað sókn bandamanna norður á bóginn í Hollandi. k AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM hefir lítið gerzt að undan- förnu. Aðstaðan er óbreytt á landamærum Austur-Prúss- lands og við Varsjá og enn er álitlegur herafli ý*j óðverj a, að vísu að mestu innikróaður, í Eystrasaltslöndunum. En í Ungverjalandi virðist það Mófspyrnu Þjéðverja í S.-Hollandi er lokið með sigri bandamanna Bandamensi ganga á Eand á eyjunni Schouw- en9 segir í BerSínarfréttum MiddeSburg og Willemstad í höndum Breia sem m m MÓTSPYRNU Þjóðverja í Suður-Hollalndi er nú Iokið. Á Walcheren hafa brezkar sveitir tekið borgirnar Middelburg og Veere, en amerískar og pólskar sveitir berjast á götunum í Moerdijk. í þýzkiun fregniun segir, að Bretar hafi gengið á land á Schouwen, sem er nyrst Scheldeeyja, en það hefir ekki verið staðfest í London. Borgin Willemstad, við Maasósa er nú á valdi bandamanna. Er þar með opin siglingaleið • in til Antwerpen, sem Þjóðverj ar hafa haft á valdi sínu og var ið af miklu harðfengi. Vinna bandamenn nú að því að eyða þýzkum herflökkum, sem enn hafast við úti við sjóinn. Þjóð- verjar hafa sjálfir yiðurkennt, að hersveitir þeirra hafi orðið að hörfa norður fyrir Maas. Fyrsta ameríska hernum hef- ir orðið ndkkuð ágengt suð- aústur af Aachen og tekið þar smábæ eftir harða bardaga við þýzka varnarliðið. Loftárás hef ir verið gerð á Dortmund-Ems skurðinn, mesta skipaskurð ÞýZkalands. Voru það hinar stóru Lancasterflugvélar Breta, sem árásina gerðu. Frá vígstöðvurium í Norð- austur-Erakklandi er fátt tíð- inda. 7. her Bandaríkjamanna hefir . orðið nokkuð ágengt og náð nokkrum varnarstöðvum Þjóðverja,,! sem enn verjast af mikilli heift Bylfingarafmæli Rússa: Mörg heiilaáskaskeyfi bárusl AFMÆLIS rússnesku ■ * býltingarinnar var minnzt með mikilli viðhöfn i Rússlandi og víða um heim. Mik ill fjöldi skeyta barst til Moskva í tilefni hátíðahaldanna. Meðal þeirra, sem sendu fcveðjur sínar og árnaðaróskir við þetta tækifæri var Churc- hill forsætisráðherra, sem sendi Stalin skeyti. Hákon Noregs- fconungur sendi einnig skeyti, er stílað var til Kalinin. Ny- gaardsvold forsætisráðherra Norðmanna sendi Stalin einn- ig skeyti. Sambúð Rússlands og Sviss: Svisslendingar vísa á bug ásökunum lússa ITILEFNI af því, að Rússar hafa tilkynnt, að þeir vilji e!kki taka upp stjórnmálasam- band við Svisslendinga, hafa svissnesk stjómarvöld lýst yfir því, að þau geti efcki viður- kennt þær aðdróttanir Rússa, að Svisslendingar hafi rekið stj órnmálastefnu fj andsamlega Rússum. Segja Svisslendingar, að leiðin til samkomulags sé enn sem fyrr opin og ekke.rt henni til fyrixstöðu af hálfu Svisslendingá. Norskfr ráðherrar til Moskva TERJE WOLD dómsmálaráð herra og Tryggve Lie utanrífc- ismálaráð'herra Norðmanna, er dvalið hafa í Svíþjóð að undan- förnu, eru famir þaðan áleið- is til Moskva. Er talið, að norsku ráðherr- arnir muni eiga tal við rúss- neska áhrifamenn í tillefni af því að Rússar hafa tekið Kirke- nes í Norður-Noregi og búizt er við áframhaldandi sókn þeirra suður eftir landinu. Samkvæmt sáttmála Rússa og Norðmanna, skulu norskir embættismenn og foringjar vera í ráðum með Rúss um, er þeir hrekja Þjóðverja úr landií en talið er, að ráðherr- arnir norsku muni nú ræða um þessi mál í Moskva. Á efri myndinni sjást þeir Franklin D. Roosevelt, fforsetaefni demokrata og varaforsetaefnið, Harry S. Truman. Þarna eru þeir að snæða árdegisverð á grasflötinni fyrir utan Hvíta húsið £ Washington og ræða um kosningabaráttuna. Á neðri myndinni naá sjá amdisfiæðing Rooseveits 1 kosninguinum, Thoma's E. Devey ríkisstjóra, þar sem hann ásamt konu sinni, er að stíga upp í flugvél sem mun flytja þau til Chicago til skrafs og ráðagerða um kosninguna. JARLINN af Strathmöre, faðir Elísahetar Englands- drottningar, lézt í gærmorgun í kastala s'ínum í Skotlandi. Hann varð 89 ára að aldri. vera að gerast, sém einna helzt bendir til þess, að brátt hefjist meiriháttar hernaðar- aðgerðir í innvirkjum „Fest- ung Europa“, þar sem Rúss- ar eru komnif að borgarhlið- um Buda Pest, eða því sem næst. Þaðan ætti sóknin að vera auðveldari til Austurrík is og Suður-Þýzkalands, að minnsta kosti hefir ekki frétzt um nein öflug virkjakerfi þar í líkingu við Vesturvegginn, sem Bretar og Bandaríkja- menn verða að rjúfa álitleg skörð í áður en þeir geta sótt fram af fullum krafti. . ÞESSU stigi málsins virðist ekki úr vegi að minnast þeirra orða Churchhills er hann mælti ekki alls fyrir löngu, að menn gætu búizt við, að styrjöldin stæði enn í 5—6 mánuði eða lengur. Þátttaka var gífurleg í forsetkosn ingunum í Bandaríkjunum í gær Í New York kaass tveimur klukkustundum ’C1 NGAR fregnir höfðu borizt um atfcvæðatölur í forseta- ^ kosningunum í Bandaríkjunum seint í gærkveldi, en vitað var, að 'þátttaka hefir verið geysialmenn. Er jafnvel talið, að um 50 milljónir manna hefðu neytt atkvæðisréttar síns. í New York borg hafði fjórðungur kjósenda neytt at- kvæðisréttar síns tveim stundum eftir að kosning hófst. Þátt taka var einnig með ódæmum mikil í Pennsylvaniafylki, þar sem j'afnvel var búizt við, að kosning yrði enn a'lmenn- ari en árið 1940, Roosevelt forseti, sem dvald- ist í gær á landsetri sínu í Hyde Park, kaus snemma. Hið sama gerði Thomas E. Devey, en hann hélt í gær kyrru fyrir á gisti- húsi í New York og fylgdist með kosningunum. í fréttum 1 gærkveldi var einkum getið um afar mikla þáttöku í kosningun um í borgunum Chicago og De- troit, aufc New Yofk, svo og í Pennsylvaniaríki. Ekki var bú- izt við að neinar tölur af kosn- ingunum gætu borizt fyrr en snemma í dag og var tilkynnt í Lundúnaútvarpinu, að útvarp- að yrði fyrstu tölunum til ame rískra hermanna í Evrópu eins fliótt og þær bærust. Um allan heim er beðið með mikilli eftir- væntingu úrslitanna af þessum kosningum, sem þykja vera prófsteinn á það, hvort stefna Roosevelts í uianríkismálum jafnt sem atvinnumálum, hafi verið í samræm i viö vilja meirihluta Bandaríkjaþjóðar- innar. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.