Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐiÐ Fttstudagur 17. néyember Fundur í Alþýðu- flokksfélagi Rvík- ur á sunnudaginn FUNDUR verður lialdinn í Alþýðuílokksfélagi Reykjavíkur suonudaginn 18. þ. m. kl. 2 e. h. í Al- þýðhúsinu (Gengið inn frá Hverfisgöfu. Á fundinnm verður kosn- ing fulltrúa á þing Alþýðu- flokksins. Haraldur Guð- mundsson alþingsmaður ræð ir um nýsköpun atvinnutækj anna (innkaupaáætlunina þá verða og ymis flokkmál- til umræðu. Útvarpshöll fyrirhug- uð við Suðurgölu og Hringbrauf NNÝLEGA hefur útvarps- stjóri skrifað hæjarráði og kennslumálaráðuneyitinu um það, hvort ekki væri tækilegt að hefja hyggingu útvarpsstöðv ar á Melunum, sunnar kirkj- garðsins, án þess að það kæmi í bága við íþróttavöllinn. í uppdrætti skipulagsnefnd- ar er gert ráð fyxir útvarpsbygig ingu á Melunum simnan kirkju garðsins og sunnan Hringbraut ar. Gerir nefndin ekki ráð fyrir öðrum byggingum á svæðinu frá Melavegi að bæjarbygging unum nýju. en útvarpsbygging Frh. á 7. siðu Hvers vegna hrundi ölfusárbrúin? Verkfræðingár gela mjög loðin svör um ástæður fyrir Allsherjarnefnd sameinaðs þings gerir ráð fyrir að ný brú verði byggð v á næsta ári ALLSHERJAJRNEFND sameinaðs alþingis hefir skilað áliti tun þingályktonartillögu um byggingu nýrrar brúar yfir ölfusá. Er í áliti nefndarinnar birt skýrsla verk- fræðinganna, sem falið var að gera athugun á brúnni og því sem olli því, að hún hirundi. Eins og kunnugt er 'hafa margir sjónarvottar haldið því fram að. togböndinn í stólpunum 'hafa verið ryðguð og úr sér gengin, en um þetta atriði segja verkfræðing- amir, að það verði að teljast ólíklegt. Hér Æer á eÆtdr áiiit aiMier jar- nefndar sameinaðs alþirugis. Frá allsherjarnefnd. „Síðan allsherjarnefnd skil- aði áliti sínu á þskj. 450, hafa verkfræðingar þeir, er vega- málastjóri fékk til þess að at- huga burðarþol Ölfusárbrúar- innar ,lokið starfi sínu, og fer álit þeirra hér á eftir: „Til vegamálastjóra, Reykjavík. Samkvæmt beiðni vegamála- stjóra höfum vér undirritaðir athugað burðarþol Ölfusárbrú- arinnar miðað við núverandi á- sigkomulag brúarinnar og mögu leikanna fyrir því að styrkja hana þannig, að öruggt væri að leyfa umferð þyngri bifreiðum en nú er heimáuð. Aðgerðir þær, sem fram fóru á brúnni, eftir að hún féll nið ur, voru allar miðaðar við það, að iunnt yrði að nota brúna Tólf amerískir blaðamenn staddir I Feröast milli flugbækistöHva bandaríska hersins á Nýfundnalandi, Clrænlandi og hér á landi HP ÓLF BANDARÍKSKIR blaðamenu eru staddir hér í Reykjavík um þessar mundir. Komu þeir hingað fyr- ir tveimur dögum og munu þeir fara héðan í kvöld. Blaðamennirnir eru á ferða- lagi milli flugbækistöðva banda ríska hersins á Nýfundnalandi, Grænlandi og íslandi og eru 'þeir fulltrúar fyrir öll helztu stórblöð Bandaríkjanna, frétta stofur og útvarpsstöðvar. Blaðamennimir eru þessir: Caroline Iverson, frá viku- blaðinu „Life,“ sem mjög er kunnugt hér. Péter Eclson, frá Newspaper Enterprise Assþciation. William Shippen frá Washing ton Star og North American Ney/spaper Alliance. Renel S. Moore, frá United Press Robert Considine, rithöfund- ur frá International News Ser- vice. Hann hefir skrifað bókina: „30 sekúndur yfir Tokio.“ John M. Terrel frá News- week Magasine. ^ Albert Huqhes frá Christian Science Moniton í Boston. Watson Davis frá Science Service Syndicate. Watson Davis frá Science Serviee Syndicate. Frank J. Cipriani frá Chica- go Tribune. Carl Levin frá New York Heráld Tribune BJía öa mannaf élag íslandS hafði í gær hádegisboð að Hó- tel Borg fyrir bandarísku blaða mennina. Voru þar viðstaddir auk þeirra íslenzkir blaðamenn, Finnur Jónsson dómsmálaráð- herra, nokkrir alþi'ngismenn, fulltrúar úr stjómarráðinu og nokkrir fulltrúar frá banda- ríska flugliðinu hér á landi. Formaður tBlaðamannafélags- ins Valtýr Stefánssoii bauð gestina velkomna, en Bjarni Guðmundsson, blaðafuílltrúi ríkisstjómarinnar kynti boðs- gestina og íslenzku blaðamenn iná fyrir þeim. Nokkrar ræður voru fluttar undir botrðum. Meðal annars mælti Finnur Jónsson dóms- og félagsmálaráðherra nokkur orð. Óskaði hann frelsis til handa öllum þeim sem eiga við kúgr un og áþján að búa og hinum frjálsu sameinuðu þjóðum skjóts sigurs í styrjöldinni. — Var ræðu ráðherrans tekið af xnikilli hrifningu. til bráðabirgða fyrir létta um- 'ferð, á meðan verið væri að byggja brú, og var þá gengið út frá því, að sá tími yrði 12 mánuðir. Skal hér gerð grein fyrir ein- stökum hlutum brúarinnar. 1. Festarstöplar. Festarstöplar brúarinnar eru allir hlaðnir úr grágrýti. Við borun í stöplana koríiu í ljós, að steinlími því, Bem heldur saman steinunum, er orðið mjög ábóta- vant, og varð vart við holur í þeim. Stöplamir vestan árinn ar hafa fyrir nokkrum árum ver ið styrktir með þeim hætti, að utan um þá hefir verið steypt steinsteypukápa með styrktar- járnum, og er auðvitað að því talsvert öryggi. Enn fremur vaT nú norðvesturstöpullinn þyngd ur með því að hækka hann um ca. 75 cm. Má því telja að óhætt sé að treysta stöplunum þann tíma, sem um er að ræða, að brúin verði notuð héðan í frá (ea. 12 mánuði), enda þótt um hana verði leyfður þungaflutningur allt að 6 tonnum. En þó skal á það bent, að ekkert er hægt að segja um ásigkomulag feátajám anna í stöplunum en þó er ólík- legt, að þau hafi ryðgað, þar sem þau hafa legið í steinsteypu og eru smíðuð úr seigu smíða- járni, eins og tíðkaðist fyrir 50 árum. 2. Turnar. Turnar eru smíðaðir úr sterkri vindiljárngrind, sem hef ir verið vel haldið við og má ganga út frá, að þeir séu full- traustir. 3. Tumundirstöður eru hlaðnar úr grásteini, og er sama um þær að segja og stöplana, að stein- límið er farið að láta á sjá, og í einni undirstöðunni losnuðu steinarnir, þegar brúnni var lyft, vegna þess að átakið varð þá nokkuð skakkt á turntopp- inn. Yfir allar tumundirstöðurn- ar hafa nú verið steyptar járn- bentar steypupiötur til þess að halda saman steinunum í undir stöðunum. 4. Burðastrengir. Áður en brúin féll niður, voru burðarstrengir þrír hvorum megin, 1 stk. 3“ vír og 2 stk. 2“ vírar (miðað við þvermál). Var vírunum fest í festihólka, sem síðan voru boltaðir við festijárn steinstöplanna. Víramir dróg- ust út úr hólkunum við norð- vesturstöpul brúarinnar, og féll brúin þá niður að norðanv. og hékk með öllum, þunga á syðri strengjasamstæðunni. Ekki voru sjáanlegar breytingar á þeim vírum eða festiun, þrátt fyrir þessa miklu áreynslu. Til styrkingar þeim vírafest- Fundur Sfúdenfafé- lags Alfsýéuflokks ins í dag IÐAG fel. 4.30 heldur Stúdentafélag Alþýðu- flokksins fund í húsi Verzl- unarmannafélags Reykja- víkur. . Á dagskrá fundarins er kosnig fulltrúa á þing Al- þýðuflokksins og almennar umræður um stjómmál. Á- ríðandi er að allir félagar mæti á fundinum. um voru samt klemmdir 8—10 stk. 1“ vírar (þvermál) utan um gömlu vírana við hvorn stöpul og þeim fest í festijárn stöpl- anna. Vírum þeim, sem losnað höfðu úr festihólkunum við norðvesturstöpulinn, var fest með hliðstæðum hætti (en fleiri vírum) við festijárn þess stöp- uls. Síðan var bætt einum nýj um burðarstreng (1%“ þver- mál) við hverja vírasamstæðu, þannig að nú er hvor hlið bor- in uppi af 1 stk. 3“ vír, 2 stk. 2“ vímm og 1 stk. 13A“ vír. Hinum nýju burðarstrengjum var fest þannig, að utan um hvorn festistöpul á vesturbakka var sett vírvaf úr 13á“ vír o, burðarstrengj unum fest í það. austurbakka árinnar var hin- um nýja burðarstrengjum fest á þann hátt, að nýjum festibolta var komið fyrir í brúarstöplin um og vírunum fest í hann, en síðan steyptur nýr steinstöpull fyrir aftan þann gamla og yfir bolta og víra. Var það gert sem öryggi til þess að þurfa ekki ein göngu að treysta á gömlu festi jámin. Má telja, að með þessu séu burðarstrengirnir fullöruggir fyrir umferð 6 tonna vegna, en þó er þess að gæta, að festing arnar eru ekki til frambúðar og þurfa nákvæms eftirlits við. 5. Togbönd. Togbönd þau, sem haldið höfðu uppi brúargólfinu, höfðu öll skemmzt meira eða minna og vora flest öll endumýjuð með traustum böndum, sem era nægilega strek til að þola þunga umferð. Togböndunum hafði verið fest í járneyru, sem hnoðuð voru við iþverbita fomairgóilfs- ins með 2 stk. 3Á“ hnoðum, og var það mjög veik, festing. Nú hafa þessi eym verið rafsoðin við þverbitana, svo að ,þau má telja traust. 6. Brúargólf og gólfbitar. Gólfbitana má nú telja einma veikasta hluta brúarinnar, og veldur sá veikleiki því, hversu brúin svignar, þegar þúng öku tæki fara efti rhenni. Langbítar brúarinnar eru U-járn nr. 22, og er það mjög grönn stærð, þeg ;ar miðað er við þann ökuþunga (6 tonn), sem er nú heimilaður. Sjálft brúargólfið og langtrén undir því voru tekin upp, þegar búið var að rétta brúna við, og tréð alls staðar endurnýjað þar sem það var fúið eða brotið. 7. Athuganir á brú, eftir að Frh. á 7. síðu Teikningar að nýju bæjaríbúðunnm sam þykktar á bæjar- sljórnarfundi í gær Abæjarstjórnar FUNDI í gær lágn fyrir til umræðu teikningar af íbúð- um þéim, sem bærin® befir ákveðið að láta byggja við Skúlagötu og voru teikning- arnar samþykktar. Eins og kunnugt er var upp- haflega ráðgert að byggja 100 íbúðilr, en á þessu svæði við Skúlagötu er ekki hægt að koma fyrir nema 76 íbúðum, og verð- ’Ux því hafist fyrstt haínda um byggingu iþeirra. Meiri hluti þessara fbúða verða tvö herbergi og eldhús, en ednnig nokkrar eitt berbergi og eldhús. 30 þús. kr. úr bæjar sjóði III íþróltahall arinnar Abæjarstjórnar- FUNDI í gær var eam- þykkt að verja 30 þúsund krón um úr bæjarsjóði tdl kaiupa á íþróttaihöll ameráska hensins við Suðoirlandsbraut. ' Em eins og 'skýrt var fná í blaðinu fyrir noikkram dögurn, þá hefir íþróttabandalag Reykjavtíikur fest kaiup á* þesiu bjúái hjá ameníska satuliðinu. Ný béks prammi - efíir Gunnar H. Magnúss M ÝLEGA er út komin ný * bók ætluð biiruunt &g «sng- lingxun. Nefnist hún ÓIi prammi. Höfundur hennar er Gunnar M. Magnúss en útgef- ándi Jens Guðbjömsson. Þetta er tólfta bók hins þekkfa og vinsæla höÆundar, Gunnars M. Magnúss, sem hef- ir sér í lagi getið sér góðan orð stír fyr’ir bama- og unglinga- bækur sínar. — Óli prammi er bráðskemmtileg bók aflestrar og prýðiísvel skrifuð og verður efalaust tekið tverm höndum af íslenZkri æsku. Bókin er sex arkir að stærð prentuð stóm letri á vandaðan pappír. Prentun hefir prentsmiðjan Hólar annazt og er frágangur bókarinnar allur með miMiiin á gætum. Hin breyfla gjaldskrá rafmagnshis sam- þykkf Abæjarstjórnar- FUNDI í qær var aftur til umrædu qjaldskrá rafmaqns ins oq var hún samþykkt með lækkun þeirri, sem ráðuneytið laqði til oq skýrt var frá hér í blaðinu á þriðjudaqinn. Ennþá vantar unglinga til þess að bera Alþýðublaðið til áskrifenda. Fólk snúi sér til af- greiðslunnar, sem gefur ailar upp- lýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.