Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 7
Psitaidagar 17. nóvcmber 1944 ALÞVÐUBLAÐIÐ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í LæknavarS- íítofimni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur • annast Hreyfill, .sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.09 Fréttir. 30.25 Útvarpssagan (Helgi Hjörv- ar). 31.00 Píanókvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 87, eftir Pvorsjak. 31-15 TónlLstarfræðsla fyrir ung- linga (Róbert Abraham söngstjóri). 21.4® Spuirningar og svör um ís- lenzkt mál dr. (Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Píanókonsert, nr. 2, eftir Beethoven. b) Symfónía, nr. 40, í g-moll, eftir Mozart. Dagskrárlok. Tvð slys, sem lögregl una vantar upplýs- ingar um Rannsóknarlög- REGLUNA vartar upp- lýsingar um tvö slys, sem urðu hér í bænum 5. og 13. þessa mánaðar. Sunnudaginn 5. nóvember kl. 8,05 um kvöldið varð bifreiða- slys á Hverfisgötu, rétt fyrir inna-n Smiðjustíg. Aætlunarbif- reiðin til Vífilstað staðnæmdist yinstra megin á vegarhielm- ingnum. Bifreiðarstjórinn varð að laga keðju á hægra aftur- hjóli og skreið hann undir bif- reiðina. Lá hann allur undir benni, nema hvað annar fótur foans stóð svo sem hálft annað fet út á götuna. Allt í einu kom fólksbifreið eg ók eftir götunni af töluverð- um hraða, fór hún yfir fót bif- reiðarstjórans og braut hann um ökla. Rannsóknarlögregluna vant- ar upplýsingar um fólksbifreið- ina, sem olli slysinu og biður þá, ®em urðu þess varir að tala við Jhana. Hitt slysið varð 13. nóvember M. 8,30 að kvöldi. Stúlka gekk eftir götunni, en maður á reið- bjóli ók á hana og felldi hana Sð þeim afleiainigum að hún féll í götuna, en maðurinn hélt áfram án þess að skeyta um fcana. Stúlkan fékk heilahrist- ing og liggur í sjúkrahúsi. . Útvarpshöllin Frb. af 2. síðu. unná. Umhverfis hana er svo gert ráð fyrir torgi eða opnu svæði. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að útvarpsbyggingin verði reis þaima. Bn áður haifði 'bæj- arstjórn ákveðið áð ekki skyldi byggt á þessu svæði fyrr en í- þróttamönnum væri aéð fyrir öðru svæði fyriir íþróttavöll. Er því ekki að vita hvenær hægt verður að hefjast handa um útvarpsbyggiíngu þessa, þar sem hinn nýi leikvangur í- þróttamanna er ekki tilbúinn. Ölfusárbruin Frh. af 2. síðu. £t Minningarorð Gísli iónsson lisfmálari LÖGMÁL LÍFSINS heldur áfram striti sínu, hvort sem okkur líkar það betur eða vetrri, — Samlfélrðamenniii’nár hverfa hver af öðrum af sjónar- sviðinu, þegar kallið kemur. Nú er einn af góðkunningjum mínum fallinn í valinn. Það er Gísli Jónsson listmálari. Ég vildi feginn mæla nokkur minn- ingarorð eftir Gísla við burtför hans. En ég’get víst ekki gert það svo að í lagi sé, og því verða þessi minningarorð ósköp fátæk leg. — Gísli Jónsson var að ýmsu leyti merkilegur kvistur á jMenzkoom tmeiöi. Óg hans muin verða minmzt þó að hamn kæm ist ekki á neinn hátind í list sinni. Það má að því leyti líkja honum við alþýðuskáldin, stök ur þeirra lifa oft lengi, og sum- ar þeirra en stóru kvæðin. Þetta er nú svona skrítið, þó að sum- um finnist það, vitlaust. Gísla var listhneigðin í blóð borin, og náði hann furðu góðum árangri í málaralistinni þó að lítt lærð ur væri á því sviði. En hann fór sínar eigin götur þar eins og víðar, og vildi ekki ■ samþýðast nýjum stefnum. Hánn lagði höfuðáherzluna á það að líkja sem mezt eftir lands aginu, setmi hann málaði, og það tókst honum oft vel. En slík að- ferð er ekki að öllu leyti viður- kennd í kokkabókum listarinn- ar, og því gekk honum illa að ná viðurkenningu fyrir hæfi- leika sína. Margir hafa þó haft ánægju af málverkum hans. Hann ferðaðist til ýmissa staða á landimiu til að rnáila myndir, og hafði oft fjölbreytt myndaval. Hafa myndir hans borizt víða, þó að þær séu ekki á listaverka- söfnum. Þáð mun hafa valdið Gísli nokkurri gremju hvað' listahæfileikar hans voru lítið metnir á hærri sviðum. Sjálfur var hann allvel ámægður með kunnáttu sína, og honum þótti vænt um allar viðurkenningar á því sviði. Enginn þarf þetta öðrum að lá, því að flestir eru með sama marki brendir. Gísli var hár maður vexti, drengilegur ásýndum, og prúð- ur í allri framgöngu. Skemmti- legur félagi og góður vinur vina sinna. — Hann var nokkuð upp á kvenmhöndma sem kaillað er, og á allmarga afkomendur. Fyrri konu börn hans eru upp komin. En síðari konu börnin eru sum í æsku ennþá/ Er nú kveðinn harmur að fátæku heim ilinu hans, þar sem hann er Rorf inn þaðan fyrir fullt og allt. En það lifir eftir minningin um góðan vin, og hugljúfan föður. Gísli Jónsson var fæddur á ^órustöðum í Grímsmesi 4. sept. 1878. Lézt í Reykjavík 9. nóv. 1944. Vertu í guðs friði vinur. M. G. henni var lyft. Eftir að aðgerðir fóru fram á brúnni, voru gerðar athugah ir og mælingar á formbreyting um brúarinnar, og kemur þá í Ijós, að Hún svignar 8—10 cm á miðju, þegar 6 tonna bíll ek ur hægt yfir hana. Þegar TVz tonns bíll ékur hægt yfir brúna, svignar hún um 12 cm á miðju. Það má fullyrða, að slíkar formbreytingar, sem hér um ræðir, eru mun meiri en traust megi telja, þegar einnig er tek ið tillit til þess, að flestir hlutar brúarinnar eru orðnir 53 ára gamlir* svo sem stöplar, burðar strengir og þverbitar. Langbitar voru endurnýjaðir fyrir ca. 15 árum, og sömuleið is mun brúargólfið vera yngra. 8. Burðarþol brúar Samkvæmt fyrirgreindum at hugunum á ástandi brúarinn-* ar tejorra vér ekki rétt, að leyfa ölkuitækjum þyngri en 6 tonna að fara yfir brúna og að fólk í hin um stóru áætlunarbílum sé lát ið ganga yfir brúna. Vegna ald urs brúarinnar og hinnar miklu svignunax langbitanna, leggjum við til, að úr því verði bætt með því að setja nýja þverbita með tilheyrandi togböndum í bilin á milli núverandi þverbita. Mundi það dreifa vagnþungan um betur á strengi og langbita og á þann hátt auka öryggið. 9. Aukið burðarþol. Eins og áður hefir verið tekið fram, er viðgerð sú, sem fram fór á brúnni, eftir að hún féll niður, öll miðuð við það, að brú in sé til bráðabirgða eða til ca. eins árs notkunar. Fari aftur á móti svo, að útlit verði fyrir^ að nota þurfi brúna um lengri tíma, verður að sjálfsögðu að gera frekari ráðstafnir í tæka tíð, áður en 12 mánuðir eru liðn ir, og mundum vér leggja til, að bætt yrði einum burð arstreng í hvora brúarhlið og þeim fest í steypta stöpla, svo að öruggt verði til lengri notk unar, þannig að hinn nýi streng ur létti áreynslu af þeim bráða birgaðarfestingum, sem eru nú á gömlu. strengjunum. Einnig hafa verið athugaðir möguleikar á því að setja mun gildari langbita í stað þeirra, sem nú eru, en þá kemur í ljós, að þyngdaraukning, sem þá er orðin, er það mikií (ca. 65 kg. pr. hl.m. hvorum megin), að hætta er á, að öðrum eldri hlut- um brúarinnar, þ. e. stöplum og tumum, verði ofboðið. Verði áðurnefndar styrking- ar framkvæmdar á brúnni ,yrði aftur athuguð svignun brúarinn ar og ástand, og teljum vér þá líklegt, að óhætt verði að leyfa um hana umferð 8 tonna bíla. Reykjavík, 10 nóv. 1944. Árni _ Pálsson. Benedikt Grön- dal. Árni Snævar.“ Að fengpu áliti verkfræðing- anna hefir vegamálastjóri ritað nefndinni eftirfarandi: Reykjavík, 13. nóv. 1944. „Hér með sendist afrit af á- liti þeirra verkfræðinga Árna PóiLsacin, Araia Snævars og Ben. Gröndals um burðarþol Ö1 fusárbrúar. Komast þeir að þeirri niður- stöðu, „að ekki verði leyft þyngri ökutækjum en 6 tonna að fara yfir brúna, og að fólk í hinum stóru áætlunarbílum sé látið ganga yfir brúna.“ Leggja þeir jafnframt til, að til frekara öryggis verði fest nýj- um þverbitum undir brúna og þeir festir í strengina með nýj- um togböndum. Jafnframt telja þeir, að ef horfur verði á því, að nota þurfi brúna um lengri tíma, þ. e. fram yfir ár, þá verði að gera ■’rekari öiryggisráðstaifanir, og leggja til, að þá verði bætt ein um burðarstreng 2V2 þuml. að Innilegt þakklæti, til allra þeirra, sem auðsýndu mér samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, Þórdísar Guójónsdóttur Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Erlendsson Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför litla drengsins okkar, Þórirs Ágústs Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir Jón Ágústsson Margrét Ásmxmdsdóttir Höfðaborg 44 fyrlr 25 aura á dag getið þór keypt 5 þúsund króna tíftryggittgu fyrfr son yðar eða dótttir (12 ára) ttl útborgunar við 55 ára aldur. TrjfBgið hjá „SJÚVÍ'* þvermáli í hvora brúarhlið til þess að létta áreynslu af þeim bráðabirgðarfesingum, sem nú eru á gömlu strengjunum. Telja þeir líklegt, að þá yrði óhætt að leyfa umferð 8 tonna bifreiða um brúna. Með tilvísun til þessa, tel ég ' og sjálfsagt að hefjast sem fyrst handa mn að koma fyrir nýj- um þverbitum undir brúpa. Það mun kosta, mjög lauslega áætl- að, ekki minna en 4Q þús. kr. Kemur þá til álita, hvort ekki ætti þegar í stað að reyna að útvega. 2 nýja burðarstrengi. Strengirnir, svo og að koma þeim fyrir, kostar sennilega ekki minna en 75 þús. kr. Enn hefir ekki verið unnt að byrja á nýrri brú, sérstaklega vegna þess, að nægilegt efni er hér ekki fáanlegt og brezk yfir völd hafa neitað um útflutnings leyfi á steypustyrktarjárni, og hafði þó utanríkisráðuneytið mjög eindregið farið fram á sér staka undanþágu, enda var tal in ærin ástæða til að vænta þess að Bretar féllust á, að hér væru alveg óven j ulegar ásitæður, fyrir handi. Verður nú að leita til Ameríku, en þaðan hefur sótzt mjög seint að ná í járn. En því hæpið, að byrjað verði á nýju brúnni að nokkru ráði fyrr en síðla vetr- ar eða í vor snemma, með því líka, að timbur í steypumót kem ur ekki fyrr en undir áramót. Ég tel þó, að þess megi vænta, að nýja brúin geti verið ful- gerð undir árslok 1945, ef ekki stendur á brúarefni. Þrátt fyr ir það tel ég öruggara og eft ir atvikum réttara að reyna að útvega sem fyrst tvo nýja strengi frá Bretiandi, þó að það taki 2—3 mánuði minnst. Má þá sjá til, er þeir koma, hvort hemta iþætti að 'kosta því til að bæta þeim við á gömlu brúna eða geyma, þar til hún yrði ef til vill sett upp annars staðar, styrkt og endurbætt, og þá með al annars á nýjum strengjum, því að ekki myndi þykja öruggt að nota lengur gömlu streng- ina. Leyfi ég mér því að leggja það til, að rökstuddu dag- skránni verði breytt þannig, að ríkisstjórninni verði falið að styrkja brúna á þann hátt, sem lagt er til í áliti verkfræðing- anna. Geir G. Zoega. Með tilliti til þessara nýju Igaign leggur .alMierjamiefnd tii að alþingf samþykki eftirfar- ainidi rökstudda dagskrá: Þar sem meginefni tillögunn ar hefir þegar verið framkvæmt samkv. upplýsingum frá vega- málastjóra, og með því að á- kveðið er, að ný brú verði smíð-r uð á næsta ári, og í fullu trausti þess, að fulls öryggis sé gætt um viðhald og styrkleika gömlu brúarinnar, þar til er' nýja brú in er tilbúin, sér þingið ékki á- stæðu til frekari aðgerða og tek ur fyrir næst mál á dagskrá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.