Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 6
AU»YÐUBUMH0 KSstndognr 17. nivevlier 1MI Bókaverzl. Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 A. — Sími 3263. Fátt hefir fremur sýnt hví líkt afburða traust eitt- hvert mesta stórveldi heimsins hefur sýnt einum manni, en nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjun- um hafa með kjöri Frankl ins Roosevelts forseta. Það var einsdæmi í sögu Banda ríkjanna, að forseti sæti í einu tvö kjörtímabil, en nú hefir Franklin Roose- velt verið kjörinn í fjórða / sinn, og sýnir það hvílík- um andlegum yfirburðum þessi maður er gæddur umfram aðra menn þjóð arinnar. Hans bezti föru- nautur og stuðningsmaður í öllum hans ráðagerðum og athöfnum er kona hans, frú Elenora Roosevelt. Ævisögur beggja hjón- anna eru enn til í þýðingu Jóns frá Ljárskógum og Geirs Jónssonar magisters, og kosta kr. 60.00 og 52.00. — Kynnizt ævi og þroska þessara merku hjóna. — Fást hjá öllum bóksölum. Aðalumboð: Tvíburaborgirnar íYh. af 4. síðu. var norrænn svipur á öllu, sem min.nti mig á útiskemmtanir heima, þótt margt væri ólíkt. Norðmenniirnir hér um slóðir eru margir og bafa þeir og ís- lenzku landnemarnir komið sér vel saman. Suður í Minneota voru Norðmennirnir í meiri- hluta, og þar lærðu íslending- arnir flestir norsku. Norður í íslenzku byggðunum í Norður- Dakota er mér sagt, að íslend- ingarnir séu í meirihlutá og Norðmennirnir þar hafi margir lært íslenzku. Borgin með ótal tjörnum og görðfum er skemmtileg Oig and- rúmsloftið viðkunnanlegt. Fólk ið er gestrisið — sérstaklega landarnir — og það er eftir- minnilegt fyrir íslending að heimsækja þá. Harxfjölskyldan Frh. af 5. aíðsu og við grétum af meðlíðan með litla englinum, sem lá fölur og kaldur inni \ innra herberginu. Þegar barnið dó, var neyð okk- ar stærst. Þá leitaði ég til fransks flóttamanns, sem átti heima í grenmd við okkur .Hamn kom strax heim með mér. Hann gaf okkur tvö sterlingspund og lét í ljós innilega samúð með okkur í sorg okkar og söknuði. Fyrir fjárhæð þessa keyptum við litla kistu, og í henni sefur nú vesalings barnið mitt svefn- inum langa. Það átti enga vöggu, þegar það kom í heim- inn, og allt líf þess var þraut og þjáning.“ Árið 1853 dó einnig Edgar, einkasonur Marx, en hann var augasteinn allrar fjölskyldunn- ar. Það var um hann, sem Jenny sagði, „að blóðdropamir drupu í munn hans.“ Edgar var átta ára gamall, þegar hann dó. Þá fyrst skildist Marx, að hann vissi sjálfur, „hvað ógæfan raun' verulega er.“ Wilhelm Lieb- knechrt lýsir hinmi djúpu sorg foreldranna yfir missi barnsins eftirfarandi orðum: „Ég gleymi því aldrei, þegar móðirin laut að dánu barninu og grét hljóð- lega .... Marx átti í áköfu sál- arstríði, yrti ekki á nokkum mann og brást -reiður við, ef á hann var yrt. Stúlkurnar flýðtj grátandi á náðir móður sinnar, sem faðmaði þær fast og inni- leiga að sér eins oig hún hygðist vernda þær gegn dauðanum, sem hafði hrifið drenginn henn ar frá henni, með því að vefja þær örmum.“ Dauði sonarins var Jenny von Westphalen hið mesta áfall ör- laganna, sem fyrir móður gat komið. En hún sigraðist á harm- inum með aðdáunarverðum sál- arstyrk og hvatt mann sinn til þess að veita hinu þunga and- streymi viðnám. Jenny von Westphalen lézt hinn 8. dag desembermánaðar árið 1881. Karl Marjó átti þá aðeins fimmtán mánuði ólifaða. Félagslíf. Handknattleiksæfing kvenna í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson ar kl. 10 í kvöld. Öfbrciðið Aiþýðublaðið. Breytt til um fundar- tíma Lögþingsins FærSur til sam- kvæmt eldri sið LÖGÞINGIÐ í Færeyjum samþykkti nýlega að þing ið skyldi næst koma saman á Ólafsvökunni, en undanfarin ár hefir þingið starfað að vetrin- um. Með þessari breytingu er áftur snúið að tilhögun fyrri tíma um Ólafsvökuna og Lög- þingið. Þá hefur Lögþingið sam- þykkt að vinna að því að komið verði upp sem fyrst í Færeyj- um skipasmíðastöð, sem vinni að nýbyggingum og viðgerðum jöfnum höndum. Nú er unnið mjög að því í Þórshöfn að komið verði þar upp íþróttavelli, sem í einu og öllu fiullnægi kröfum tómaíns, en það er vitanlega fyrsta skil- yrðið til þess að hleypa lífi í íþróttamáli. Er gert ráð fyrir að íþróttavöllurinn verði í hin- utm f-agra Gumdadal við Þórs- höfn. Byrjað er á þessu starfi og er unnið að útisundlaug og velli fyrir handkpattleik. Bæjar- stjórnin hefur samþykkt að styðja þetta fyrirtæki árlega, en ájþrótltaráðið í Þórshöfn ihefur það með höndum og efnir til fjársafnana handa því. Mikill vöxtur er í ungmenna- hreyfingu Færeyinga. Eru nú í sambandinu 20 félög. í bRs^nm mánuði verður ungmennamót f Þórshöfn. Formaður sambands- ins er Páll Patursson, en það hefur á sitefntuskrá sinni að kenna færeyskri æsku að elska land, þjóð, mál og fána þjóðar- innar. Jén Ótafsson: Fjárkröfur og peningagildi SVO sem kunnugt er hefir*" hln stórkostlega breyting sem orðið hefur á gildi peninga í seinni tíð, haft margvísleg og víðtæk áhrif í þjóðfélaginu. Fjárkröfux, sem áður voru lögbundnar með hámarki og voru þá mikils virði, eru nú orðnar hiægilega líitils virði. Sem dæmi af þessu tagi vil ég nefna bótakröfu eftir 225. gr. siglingalaganna frá 30. nóv. 1914, þar sem hámark bóta- kröfu fyrir mannslíf, sem týnst hefur við árekstur skipa, er sett við kr. 4.200.00. Ákvæði greinarinnar að þessu leyti hljóðar svo: „Nú hefur mannsbani hlotist af árekstrinum, og má þá ef þess er krafizt, dæma hinn seka, þótt eigi verði álitið,* að hann hafi unnið til hegningar, til þess að gjalda manni eða 'konu hiins dóna eða börnum,' ■hans, bætur fyrir miissi þess, sem átti að standa straum af þeim og skal ákveða í bæturn- ar tiltekna upphæð eitt Skipti fyrir ölL Hvorki þessar bætur né bætur fyrir líkamsmeiðsli mega fara fram úr 4200 krón- um.“ Þetta hámarksverð gildir enn óbreytt. Það er vitanlegt, að 4200 kr. voru álitleg fjárhæð áfið 1914, en hve lengi mundi sú fjárhæð endast nú til framfærslu, t. d. ekkju með 5 börn, svo dæmi sé tekið. Það getur auðveldlega komið fyrir, að íslenzk skip verði fyr- ir árekstri innbyrðis eða við erlend skip án þess að stríðs- orsökum verði um kennt. Kæmi slíkt. fjnir og mann- tjón yrði, þá gætu aðstandend uf einungis farið eftir 225. gr. siglingalaganna og væru þá illa settir. Þeir fengju engar bætur frá Stríðsslysatryggingúnni. Þeir fen-gju bætur frá Slysatrygg- ingu ríkisins, sem eru smáar og gætu ekki gert hærri kröfur til bóta fyrir framfærendur sína en kr. 4.200, jafnvel hve mikil sök, sem kynni að vera hjá þeim, er teljast yrðu valdir að slysinu. Þetta virðist mér ekki ná nokkurri átt., Ákvæðinu um hámark bóta- kröfunnar í 225. gr. siglinga- laganna þarf að breyta og það sem allra fyrst. Reykjavik 15. nóv. 1944 Jón Ólafsson. Dómnefndin og dós- enlsembæflið UT AF GREIN í blaði yðar í gær vil ég taka það fram að dómnefndin um hæfni um- sækjenda um dósentsembætti í guðfræði leit svo.á, að hún ætti aðeins að segja til um það, hvort umsækjendur væru hgsf- ir eða ekki hæfir til embættis- ins, en ekki koma með tilnefn- ingu, enda er hvorki ætlast til slíks 1 Tögum Háskólans né reglugerð. Sá réttur er áskil- inn kennuru mguðfræðideild- ar. Þess er rétt að geta, að stúd- entar við nám í guðfræðideild eru talsvert fleiri en segir í blaðinu. ÁsmuncLur Guðmundsson. Sektir fyrir verðlagsbrot Nýlega hefir Sápuhúsið, Aust- urstræti 17, verið sektað fyrir of háa álagningu á greiður og skæri Sekt og ólöglegur hagnaður nam kr. 250.80. ■ < ' --~v # \ Rigmor Hanson. Danssýningar og dans skóli Rigmor Hans- son FRÚ RIGMOR HANSON' . hafði danssíningu í Pola® Bear leákihiúsáimi s. 1. SJUininru*- dag og komu'slt færri &ð er». viMu. Var dianissýnmgtuim ifrú- arinnar tekið mieð mikl'um fögnuðu. M Rimor hefur niú ákveð- áð að endurtaka danssýningui sáfna á isuinnudagáinn fceimiur I síðasta sinn, vegna þess að I næstu viku byrjar dansskóli frúarinnar. Á föstudaigum kl. 4 verðux kennisla fyrir iböm. Á þriðju- dögur verður keonisla fyría? byrjendur .á .sama .tíma. .A miðvikudögum verður kemnsls fyrir fullorðna sem vilja læra uýj.u®tu damsama: Jitterlengj Rumbu oig nýjasta dansinn, La -Saimiba. Kenmsla þessara flokka fer fram í Liistamanmá skálanmum. Hinsvegar verður byrjendaiflokkium fullorðna S dansi og stepp kennt á fimmtm dagskvöldum í fundarsal Al- þýðiubrauðgerðarimnar. Skýr- fceirtji að( damssikólairuum verða afhent í dag kl. 5 — í Lista manmaskólanum. ».1 1—1. Il11— Skákbók vænianleg í vefur T FYRRAKVÖLD veitti Ás- mundur Ásgeirsson móttökia verðlaun „Skákmeistara“ ís- íands 1944. Að lokilnni þeírri athöfn af- henti Baldur Möller Skáksam- bandinu hamdijit að skákbók, en í henni eru 50 skákir, sem íslendingar hafa unnið á skák mótum erlendis. Árni Snævarr, forseti Skák- sambands íslands þakkaði gjöf iúa og gat þess, að hann hefðí kynnt sér handritið. Er það full búið til pxentunar og .vandlega frá því gengið. Baldur Möller gat þess, að, hann hefði ákveðið, að bók þessi .skyldi tileimkuð1 Eggerí Gilfer. í ráði er að bók þessi verði gefin út á þessum vetri ef unnt er. Skemmtikvöld heldur Norræna félagið að Hó- tel Borg í kvöld kl. 8,30. Erindl flytur Peter Hallberg um SvíþjóS, hlutleysi hennar og hin Norður- löndin. Þá syngur Guðrún Þor- steinsdóttir frá Akureyri með að- stoð Páls ísólfssonar. Að síðustu verður dans. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.