Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ í Iðnó, þegar Alþýðusambandsþingiið var sett í gær. ' Kosning þingforseta og nefnda fer fram í dag, en fundur hefsf bl. 9,30 fyrir hádegi ATJÁNDA ÞING' Alþýðusambands íslands var sett í gær kl. 2.25 í Alþýðuhúsinu Iðnó og munu hafa verið viðstaddir setningu þingsins um 200 fulltrúar, en alls munu fulltrúar þingsins vera 210 til 220 að tölu. Áður en forseti Alþýðusambandsins, Guðgeir Jónsson, bók- bindari, setti þingið lék hljómsveit nokkur íslenzk alþýðulög og Fyrsfi desember verður fánadagur Tii minningar um sambandslögin frá árinu 1918 MEÐ forsetaiírskurði um fánadaga o. fl., 17. ágúst 1944, er ákveðið, að 1. deSember skuli vera fánadag ur í minningu þess, að þann dag árið 1918 gengu sam- bandslögin í gildi, en með þeim var ísland viðurkennt frjálst og fullvalda ríki. 17. júní 1944 var lýðveldi Stofnað á íslandi. Mun því sá dagur hér eftir verða þjóð- hátíðardagur íslendinga eins og 1. desember var frá 1918—1944. ____ Minningaralhöfnin um þá, sem fórusl með Goðafossi ier fram á morgun kl. 2 AMORGUN kl. 2 eftir hádegi fer fram minningarathöfn í dómkirkjunni um þá skipverja og farþega, sem fórust í hinum hörmulega atburði, þegar e. s. Goðafoss var sökkt 10. þ. m. Jafnframt fer fram útför Eyj- ólfs Eðvaldssonar loftskeyta- manns, sem lézt á leiðinni í land í björgunarskipinu. Sér Bjarni Jónsson vígslubisk up mun halda minningarræðuna og kirkjukór dómkirkjunnar undir stjórn Páls ísólfssonar mun syngja. Ennfremur mun strengjasveit Tónlistarskólans aðstoða og Guðmundm' Jónsson syngur einsöng. Minningarathöfninni verður útvarpað, og ennfremur verður komið fyrir hljóðmögnurum á landssímahúsinu, svo fólk sém ekki kemst fyrir í kirkjunni geti fylgst með athöfninni fyrir ut- an kirkjuna. Nánustu aðstandendum beirra er fórust svo og ríkisstjóm og sendiherrum erlendra ríkja er fyrst og fremst ætlað rúm í kirkj unni, en aðrir geta fylgst með at- höfninni eins og áður er sagt í útvarpinu og fyrir utan kirkj- una. Það mun líka óhætt að full- Frfe. á 7. sí®u. alþjóðasöng verkalýðsins. í setningarræðu sinni sagði Guðgeir Jónsson meðal annars: „Þetta er í þriðja sinn, sem við komum saman til þings í yfirstandandi styrjaldartímum. Fyrirrennari minn, sem forseti Alþýðusambandsins sagði er hann setti síðasta þing Alþýðu- sambandsins, að þó að við ís- lendingar værum ekki styrjald- arþjóð, þá*hefðu margir íslend ingar látið lífið af styrjaldar- ástæðum. Hið sama verð ég nú að segja við þetta tækifæri. Heilar skipshafnir hafa horfið síðan við héldum þing síðast og margir aðrir hafa farizt. Síð asta slysið mun okkur minnis- stæðast. Við hér höfum misst úr fylkingum íslenzkrar alþýðu stéttar marga ötula og góða fé- laga af þessum ástæðum, en auk þeirra hafa margir aðrir horfið. Ég vil hér minnast þriggja manna, sem mikið hafa komið við sögu samtakanna: Davíðs Kristjánssonar, Hafnarfirði, Guðmundar Jónssonar frá Narf eyri, sem báðir hafa átt sæti á þingum sambandsins og verið í stjórn þess og Friðriks Halldórs sonar loftskeytamanns, sem var ritstjóri „Vinnunnar“, fyrsta ár | ið. Bið ég fulltrúa að rísa úr i sætum sínum og minnast allra [ nefndra og ónefndra, karla og kvenna, sem horfið hafa úr röð um okkar.“ Risu fulltrúar þá úr sætum sínum og var þögn stutta stund, en að því loknu hélf forsetinn áfram: „Á þessu ári eru 50 ár liðin frá því fyrst voru stofnuð verka- lýðsfélög hér á landi og verður þess minnzt síðar í sambandi við þetta þing. Ég minnist fyrsta Alþýðusambandsþingsins, sem ég átti sæti á. Það var haust- þingið 1916. — Ósjálfrátt ber ég það saman, er ég lít nú yfir þennan sal. Þá voru ekki margir og þó var litli salurinn í Báru- húsinu uppi, en Báruhúsið var fyrsta verkalýðshúsið, sem byggt var hér á landi, allt of stór. — Nú er þessi stóri salur helzt of lítill. En það hefur sann azt á Alþýðusambandinu, að mjór er mikils vísir. í Alþýðu- sambandinu eru nú yfir 20 þús- undir félagar. Það mun því láta Hærri að einn þriðji hluti til helmingur íslenzku þjóðarinnar sé tengdur Alþýðusambandinu Prh. á 7. síðu Þegar Guðgeir Jónsson setti Alþýðusambandsþingið. Miðvikudagur 22. nóv. 1944». ■ i................... , . ;.i,I. , Frumvarpið um nýbyggingarráH afgreitt óbreytt trl efri deiSdar Frumvarpið var samþykkt með 18 atkvæðum og mótatkvæðalaust |7 RUMVARP ríkisstjórn- arinnar um nýbygging arráð var endanlega sam- þykkt í neðri deild í gær og afgreitt til efri deildar með 18 samhljóða atkvæðum. Voru haldnir tveir fundir í deildinni til þess að ljúka málinu og koma því til efri deildar. Kvikmynd í eöiiiegum liíum af iýSveldís- háííðinni Verður tilbúin næsta vor Fyrri fundur neðri deildar hófst á venjulegum tíma, og kom frumvarpið þá til 2. umr. Meiri hluti fjárhagsnefndar deildarinnar lagði til, að frum- varpið yrði samþykkt óbreytt, eins og frá var skýrt hér í blað inu í gær. í minnihlutanum er Skúli Guðmundsson. Skilaði hann alllöngu ' nefndaráliti og vildi gera á frumvarpinu nokkr ar breytingar, þó engar stór- vægilegar. Hann lagði m. a. til, að báðum bönkunum, Lands- bankanum og Útvegsbankan- um, yrði gert að skyldu’ að leggja hluta af inneignum sín- um erlendis á sérstakan reikn- ing og að þessi upphæð yrði hækkuð upp í 450 millj. Ásgeir Ásgeirsson var fram- sögumaður meirihlutans. Hann kvaðst ekki sjá ástæðu til að bæta neinu við það, sem forsæt isráðherra hefði um frumvarpið sagt við fyxstu umræðu. Varð andi það, að gera ætti báðum bönkunum að skyldu að leggja til hliðar gjaldeyri tók Ásgeir það fram, að tilgangslaust væri að láta þá kvöð einnig ná til U tvegsbankans. Bankinn ætt ó verulegar innstæður erlendis. Gjaldeyriseign þjóðarinnar væri nálega eingöngu í umsjó Landsbankans. Utvegsbankinn fengi Yi hluta gjaldeyrisins fyr ir útfluttar vörur, og andvirði útflutningsins væri öllu varið til greiðslu innflutningsins. Þær 300 millj., sem hér væri um að ræða, yrðu því að takast af inn- stæðum Landsbankans. Og hér væri raunar ekki um neina kvöð að ræða, sagði Ásgeir, umfram það sem verið hefði. BönV”- væri báðum óheimilt að selja er lendan gjaldeyri án leyfis stjórn arvaldanna. Hins vegar væri sjálfsagt að leggja þessa sömu kvöð á Útvegsbankann, hvenær sem ástæða væri til. Ásgeir kvaðst ekki sjá ástæðu til að hafa upphæðina hærri en gert væri ráð fyrir í frumvarp- inu. Margar þarfir væru eftir sem þyrfti að fullnægja, þótt ekki væri um að ræða afgang af útflutningi yfirstandandi árs. Mætti í því sambandi minna á húsabyggingar og annað, sem að þessum málum lyti. Skúli Guomundsson flutti all langa ræðu og gerði grein fyrir breytignartill. sínum.' Hann dvaldi og alllengi við nauðsyn kauplækkunar, til þess að fram leiðslan gæti borið sig. Ásgeir Ásgeirsson benti á í svarræðu sinni, að það værji al- kunn sannindi að dýr vinni ætti rætur sínar að rekja til dýrrar matvöru. Það væri ekki hægt að gera kröfu til þess, að vinn- an væri ódýr, þegar matvæli og aðrar nauðsynjar, svo sem hús- næði, væri dýrt. Verkamennirn ir gætu vel sagt, að þeir skyldu vinna fyrir sömu laun og erlend ir stéttarbræður þeirra, ef þeir fengju kjöt, mjólk og smjör við sama verði og þeir. Það er ákaflega einhæf lausn á örðugleikum atvinnuveganna Frh. á 7. síðu EINS og kunnugt er beitttí Þjóðhátíðarnefnd sér fyr» ir því í vor að kvikmynduð yr@l lýðveldishátíðin. Réð nefndin til sín þrjá Ijós- myndara í þessu skyni og vom það Vigfús Sigurgerisson, Kj&rt an Ó. Bjarnason og Édvard Sigurgeirsson. Verða kvikmyndir þær seœ menn þessir tóku, sendar til.. Ameríku og verða þær fullgerS ar þar. Ráðgert er að skeyta allar filmurnar saman í eina stóm kvikmynd, sem taka mun um tvær klukkustundir að sýna. Framan við myndina verða þættir um land og þjóð, áður en kemur að sjálfum hátíða- höldunum í sambandi við lýð~ veldisstofnunina. í myndina verða teknir kafl- ar úr ræðum þeim, sem fluttar voru á hátíðinni svo og klukkna hringingin. Þá verður íslenzk tónlist í myndinni og mun PáJI ísólfsson sjá um þann þátt. Kvikmyndin verður í eðlilegum litum, og verður reynt að ger& hana þannig úr garði, að hún verði svo fullkomin, sem bezt verður á kosið.. Ekki er fullráðið hvar kvik- myndin verður fullgerð, e». Thor Thors sendiherra mun hafa milligöngu í því máli. Vonazt er til að myndin verðfc fullgerð og komin hingað á næsta vori, og verður hún þá væntanlega sýnd víðsvegar um landið. Tvær milljénir til Sauðárkróks til að virkja Gönguskarðsá np VEIR ALÞINGISMENN,,. þeir Sigurður Þórðarson og: Jón Sigurðsson flytja í sameia uðu þingi tillögu til þingsálykt unar um ríkisábyrgð á rafveitu láni fyrir Sauðárkrókshrepp. Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs allt að tveggjffi millj. króna láni, sem Sauðár- krókshreppur tekur til rafvirkj unar Gönguskarðsár og til þess að standast kostnað við endur- bætur á rafleiðslukerfi kaup- túnsins. Ábyrgð þessi mó þó ekki ná til hærri fjárhæðar em nema mundi 80% af stofnkostn. aði rafveitunnar.“ í greinargerð fyrir tillögnnm segir: „Tillaga til þingsályktunar,. svipaðs efnis og þessi, var flutt á sumarþinginu 1942 og var þá ékki útrædd. Ennfremur var flutt á vetrarþingi sama ár fnr„ til laga um virkjun Göngu- skarðsár í Skagafirði. Var þvf vísað til milliþinganefndar í raf magnsmálum, og hefir ekkert frá henni heyrzt um það síðan. Fyrir aðkallandi nauðsyn Sau® Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.