Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 7
MiSvikndagqr 22. ndv. 1944. AL8»YÐUBLAÐ1Ð_____________________________3 « .......■ .. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. NæÆuxvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast B. S. R., sími 17,20. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir., 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukenmsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingrféttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðni Jóns- son magister: Stokkseyrar- ardraugurinn 1892; frásögu þáttur. b) Kvæði kvöldvök unnar: Glámskvæði Gríms Thomsen. c) 21.10 Friðgeir H. Berg: Vesturheimsför um aldamót, síðari lestur. d) 21.35 Upplestur úr rit- xun Oscars Wilde (Sigurður Einarsson skrifstofustjóri). Tónleikar. 22.00 Fróttir. Dagskrárlok. Saga Eyrarbakka. í greininni Saga Eyrarbakka í Alþýðublaðinu nýlega misritaðist föðurnafn Stokkseyrar-Dísu. Hún hót Þórdis Markúsdóttir (en ekki Magnúsdóttir). Orðsending frá meindýraeyði. Herferð gegn rottum er nú haf- in hér í bænum. Þeir sem hafa af þessum vágesti að segja mega ekki láta bregðast að kvarta um j>að. Við munum svo koma og hjálpa yður til að losna við þenn- an ófögnuð. Kvartið í síma 3210 kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. til 24. þ. m. Tjarnarbíó sýnir þessa dagana mynd sem nefnist Fáni herdeildarinnar og fjallar um leynistarfsený í Belgíu. Aðalhlutverkin leika Clive Brooks Jane Baxter og Clifford Evans. Gamla Bíó sýnir skopmyndina Rio Rita. Að alhlutverkin lika Bud Abbott og Lou Costello. Virkjun Göngu- skarðsár Frh. af 2. síðu. árkrókskauptúns og síendurtek ar áskoranir þaðan leyfum við okkur að flytja þessa ábyrgðar beiðni, sem er svipaðs eðlis og nýflutt tillaga til þingsályktun ar um ríkisábyrgð á rafveitu- láni fyrir Vestmannaeyjakaup- stað á þskj. 503. Á Sauðárkróki eru talin góð virkjunarskilyrði í Gönguskarðs á og sá höfuðkostur, að aflstöð in verður þar í miðju kauptún inu, svo að engar leiðslur þarf nema innan staðarins. Á Sauðárkróki eru nú um eitt þúsund manns, og rafmagn er vart til ljósa. Verður því ekki lengur unað. Ef Gönguskarðsá verður virkjuð, fæst þar 800 ha. orka og verður hún fljótlega fullnotuð af kauptúninu. Fyr- irtækið ætti því að geta borið sig f járhagslega, þótt í það yrði ráðizt á dýrum tíma. Væri bætt úr rafmagnsþörf Sauðár- króks, mundi sparast innflutn- ingur á olíu til frystihúsa stað arins og kolainnflutningur til hitunar og suðu. Sömuleiðis mun fyrirhuguð síldarbræðslu stöð á Sauðárkróki þurfa mikið rafmagn. Eins og nú eru miklir erfiðleikar á um innflutningi á kolum og olíu, er það að von- um, að keppt sé að því að koma upp rafstöðvum þar, sem virkj unarskilyrði eru góð, eins og hér er um að ræða.“ Tveir ungir menn uppvísir að 9 inn- broium og þjófn- uSum ÝLEGA hefur ranrr " lögreglan i Reykjaví'k haft hendur í hári tveggja ungra manna, sem framið hafa 9 inn- brot frá því 22. ágúst í sumar. Menn þessir eru báðir milli tvítugs og þrítugs, annar þeirra er fæddur 1919 en hinn 1920. Öll þessi innbrot nema eitt hafa þeir framið i félagi ist svo sem samvinna þeixra hafi verið hin bezta. Eins og áður var sagt, þá frömdu þessir félagar fyrsta innbrot sitt af þessum niu 22. ágúst í sumar. Brutust þeir þá inn í Kron á Skólavörðustíg 12. Stálu þeir þaðan 2000 kr-' í peningum, þrem .karlmanns- fötum og 4 pörum af skóm. Þá brutust þeir inn i Efna- laug Reykjavíkur tvisvar sdnn- um í október og stálu þaðan njokkru af skiptipendngum og frakka. Að öðru þessu innbro" aðeins annar þeirra, sá yngri. í september brutust þeir svo inn í Herrabúðina á Skólavö-^-^-i stíg 2 og stálu þaðan nokkru af fatnaði. 1 sama mánuði brutust þeir inn í verzlunina „Krónan“ á Vesturgötu og stá'lu þar um 60 krónum i penángum og nokkru af sæleæti og vindiingum. í október brutust beir svo ina í mjólkurbúð á Sólvalla- götu 9 og stálu þaðan um 130 krcnum af skipt;— í sama mánuði stálu þeir þrem vindlingakössum úr veit- ingastofunni á Laugavegi 32. Loks brutust þeir svo inn á tveim stöðum aðfaranótt 5. ,névember, hjá Andrési Andrés syni Laugavegi 3 og stálu það an 750 krónum og nokkru af fatnaði; ennfremur brutust þeir inn sömu nótt í skrautgripa- verzlun Bjöms Péturssonar Laugavegi 74 og stálu þaðan .gullhringjum og fleiru fyrir samtals um 3000 krónrn'. Rannsókn í málum manna hefir staðið yfir að und anfömu eða frá þvií að þeir frömdu tvö síðustu innbrotin og sitja þeir nú i gæsluvarð- haldi. Mikið af þýfinu hafa þeir get að staðið skil á, nema, pening- um þeim sem þeir hafa stolið, þá munu þeir hafa greitt óðara og þeir öfluðu þeirra til ríkis- ins, það er að segja eytt þeim í áfengiskaup. Auk þessara afbrota, sem nú hafa verið talin og þeir hafa játað á sig, játa þessir, félagar að hafa brotist inn í kjalla’- Hringbraut í október í fyrra haust og stolið þaðan ýmsu dóti; fatnaði, verkfærum á- vöxtum og fleiru. HinningaraShöfss Frh. af 2. síðu. yrða, að Öll þjóðin hlusti alvöru gefin og hljóð þær 75 mínútur sem ráðgert er að athöfnin standi yfir. Hlusti á hinar hinnstu kveðjur, sem hinum 14 fullhugum íslenzku sjómanna- stéttarinnar og hinum 10 far- þegum, sem voru á leið heim til ættlands síns, verða sendar á þessari alvörustundu. Nýja Bíó sýnir Æfintýri í leikhúsi. Aðal- hlutverkin leika BEirbara Stan- wyck og Micheal O’Shea. Alþýðusambandsþing Frh. af 2. síðu. nánustu fjölskylduböndum. Ég fer ekki í einstökum atriðum að ræða þetta þinghald, en það mun tala til meðferðar flest hagsmuna og velferðarmál verkalýðsins. Við skulum ganga til starfa til heilla fyrir land og lýð. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin og segi hér með 18. þing Alþýðusam- bands íslands sett.“ Þá skýrði forseti frá því, að stjórn sambandsins hefði boðið fulltrúum frá Bandalagi starfs manpa ríkis og bæja og Far- manna- og fiskimannasambandi ísland að vera viðstaddir þing- setninguna. Tók formaður B. S. R. B., Sigurður Thorlacíus því næst til máls og árnaði þinginu allra heilla í störfum sínum. Þá voru þrjár nefndir skip- aðar: Kjörbréfanefnd: Marteinn Sigursson, Verkamannafélagi ! Akureyrarkaupstaðar, Sigurður J Ólafsson, Sjóm.fél. Reykiavikur og Þorsteinn Pétursson, Dags- brún. Dagskrárnefnd: Gunnar Jóhannsson, Þróttur Siglufirði, Sigurjón Á. Ólafsson, Sjómanna félagi Reykjavíkur, en forseti er •sjálfkjörinn í þessa nefnd. Nefnd til að gera uppástungur um skipun annarra nefnda: Helgi Hannesson, Baldur ísa- firði, Jón Rafsson, Dagsbrún, Lúðvíg Jósefsson, Verkalýðsfél. Norðfjarðar, Jón Einarsson Verkalýðsfél. Austur-Húnvetn- inga og forseti, sjálfkjörinn. Fundur hefst aftur í dag kl. 9,30 og munu fundir standa allan daginn í dag. Verður þá tekin fyrir skýrsla kjörbréfa- nefndar og kosning starfsmanna þingsins og nefnda þess. NýbyggingarráÖiS , Frh. af 2. siðu. að segja, að það verði að lækn ast með því að lækka kaupið, sagði Asgeir. Eitt veigamesta atriði í þeim efnum væri endur sköpun atvinnulífsins. Það væri reynsla alls staðar í heiminum, að þar sem vinnuaflið væri dýrt, ættu sér stað stórstígar framfar ir í framleiðsluháttum. Á það væri ástæða ti‘1 að benda, þegar því væri haldið fram, að kaup Íækkun yrði að koma á undan nýsköpun atvinnulífsins. Þið vitið allir. sagði Ásgeir, að það er mikið fjármagn utan við framleiðsluna. Þeir, sem við framleiðsluna fást, verkamenn, útgerðarmenn og bændur, sitia fastir í sínu starfi og hverfá ekki frá því, þó að illa líti út. Laust fjármagn utan við fram- leiðsluna skipti hundruðum milljóna. Og þetta fjármagn á að rækja eitthvað af þjóðfélags skyldum sínum, áður en þess er krafizt, að það sé tvöfaldað með lækkun innan lands. Þeir stóreignamenn, sem ætla að taka þátt í nýsköpun atvinnuveg- anna, hafa engan rétt til að segja: Lækkið bara kaupið um helming, þá Skulum við vera með! Að umræðum loknum fór fram atkvæðagreiðsla. Breyting artillögur Skúla Guðmundsson- ar voru allar felldar og frum- varpinu vísað til 3. Umræðu með 18 samhljóða atkvæðum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisfl. sátu hjá við allar atkvæða- greiðslur, þeir Gísli Sveinsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sigurðs- son og. Pétur Ottesen. Þegar annari umræðu var lok ið, var fundi deildarinnar slitið, og nýr fundur settur þegar í stað. Var frumvarpið þá tekði til 3. umræðu. Enginn kvaddi sér hljóðs og . var frumvarpið endanlega samþykkt í neðri deild og afgreitt til efri deildar með 18 samhljóða atkvæðum. Þessar litl-u telpur, sem eiga heima í Hollywood og eru tvíburax, níu mánaða gamlar, eiga innan skamms að leika í kvikmynd. Voru þær valdar úr 1100 umsækjendum um hlutverk þau, sem þeim exu ætluð. Þær heita Donna og Eilisa Lambextson. , Tvær kvikmyndasfjörnur Áusiurbæjarskólinn kemur upp bóka- safni fyrir nemend- ur sína Lesbókagjaldinu er varið fii bóka- kaupa fyrir nemendurna Q ÍÐASTLIÐINN mánudag boðaði Sigurður Thorla- cíus, skólastjóri Austurbæjar- bamaskólans og Gísli Jónasson yfirkennari, blaðamenn á sinn fund og sögðu þeim frá nokkr- um atriðum í sambandi við starf semi skólans, sem þeir töldu að kynna þyrfti fyrir aðstendend- um barnanna, til að koma í veg fyrir misskilning, sem gætti hjá einstöku foreldrum, og er það einkum í sambandi við hið svo kallaöa pappírsgjald og lesbóka gjald, sem fólki er gert að greiða fyrir börn sín. Svo sem kunnugt er sér ríkið skólabörnum fyrir námsbókum, í öllum almennum fræðigrein- um, sem kenndar eru í barna- skólunum. Ennfremur sér ríkis- útgáfa námsbóka um útgáfu lestrarbóka fyrir böm. Eru það þrjú lítil hefti, sem fullnægja alls ekki lestrarþörf barna yfir allan veturinn, sem eru orðin sæmilega læs. Iiins vegar er kennurum ljóst, að börnum er brýn nauðsyn meira og fjölbreyttara lestrar- efnis, en þau fá í þessum litlu lestrarbókum, bæði til að fá meiri æfingu og leikni í 'lestr inum og til þess að auka orða- forða sinn í rituðu máli. Því hefur sú regla verið tekin upp í Austurbæjarskólanum, að skólinn gengst fyrir kaupum á flestum barnabókum, sem út koma hér, auk ýmissa annarra bóka, sem hentugar eru til lest urs fyrir skólabörn. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt verða foreldrar barnanna að greiða svokallað lesbókagjald og eru það 5 krónur á barn yfir allan veturinn. Af hverri bók eru keypt 33 eintök, og eru þau svo lánuð í bekkina, og valdar efnislega, eftir því sem við á, eftir aldri og þroska barnanna. Ér þetta raun- verulega mjög mikill sparnaður fyrir heimiiin, því að á bennan hátt gefst börnunum kostur á að lesa allar helztu barna- og unglingabækur svo og þjóðsög ur og íslendingasögur, sem mörg myndu annars fara á mis við sökum hins mikla bókaverðs sem nú er. í þessu bókasafnis sem skólinn er búinn að koma upp fyrir börnin á þennan hátt, eru bækur, allt frá bókum fyrir yngstu lesendurnar, svo sem Hans og Gréta o. fl. slíkar bæk ur og það allt upp í fslendinga- sögur, svo sem Njála, íslendinga þættir o. fl. og væntanlega á þetta safn eftir að aukast ár frá ári, og jafn framt að auðgast að gæðum og fjölbreyttni. Þá ræddi skólastjóri og yfir- kennari, einnig um hið svokall- aða pappírsgjald. En það eru 3 til 5 krónur fyrir hvert barn. Er það notað til pappírskaupa fyrir börnin. Pappír þessi er að- allega notaður við teikni- kennslu, svo og við nám í landa fræði og fleiri greinum, sva sena í ýmsar vinnubækur. Eftir að blaðamönnum hafði verið skýrt frá (þessu, gengu skólastjóri og yfirkennari með þeim um allan skólann og sýndu þeim meðal annars sundlpncrina leikfimisalinn, ljósa- og læknis- stofuna, smíðaverkstæði nem- enda, og að síðustu eldhús- ið, þar sem hinar ungu húsmæð ur (11 og 12 ára) voru önnum kafnar við matreiðsluna og hrærðu rösklega í pottunum sínum svo súpan þeirra brynni ekki við. Orðaleikur PORMAÐUR hjúkrunar- *■ kvennafélagsins fer með rangt mál þar sem hún segir 21. 11. ’44 í Leiðrétting: Þetta er ekki rétt. Þvi til tilfærist þetta: í grein minni 18. 11. ’44 stendur: „Alls konar hömlur eru lagðar á námfúsa unglinga, tala þeirra takmörkuð eftir skólastofum“. Sannar formaður inn að þetta er rétt, þar sem hún segir •"5 tekin sú tala hjúkr11^"’——p inn í hann er 'húsnæði frekast hefur leyft.“ Þetta sér hver athugull les- andi. Mam'a Fr-7T—' Frú Guðbjörg Gissurardóttir Brekkugötu 20 Hafnarfirði er 50 ára í dag. Leikféiag Rykjavíkur hefur nú sýnt franska gaman- leikinn „Hann“ fjórum sinnum fyrir fullu húsi og við ágætar und irtektir. Næsta sýning er í kvöld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.