Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1944, Blaðsíða 3
ðfiðvikudagnr 22. nóv. 1944. ALfYDUBLAÐIÐ apf^«r* » w» »:«-* wi»wv» m ^vrxjpyirnr* KVaúMtn Eisenhower býsf við úrslitaor- usium fyrir vesfan Rín Varnir Þjóðverja þar miklu sterkari en á austurbakka árinnar U ISENHOWER, yfirmaður alls hers bandamanna sagði í ávarpi, sem hann flutti í Parísarútvarpið í gær, að árslitaorrustumar á vesturvígstöðvunum myndu að öllum líkmdum verða háðar vestan Rínar, með því að varnir Þjóð- verja væru þar miklu sterkari en austan fljótsins. I sambandi við þetta sagði Eisenihower, að eftir að banda mðnnum. hefði tekizt að ná á sitt vald borgunum Belfort, Metz og Aachen hefðu þeir stór { bætt aðstöðu sína vestan við f 'Rín. En jafnframt hvatti hann j allar þjóðir bandamanna táil } þess að einbeita (kröftum sín- «m til hergagnaframleiðslunn- ar, svo að herinn á vígstöðvun »ím skorti ekki neitt í orrustun »im, sem nú fæiu í hönd. Eisenhower lauk miklu lofs orði á framgöngu hermann- anna á vígstöðvunum, en sagði þó, að engar fregnir hefðu glatt aig éins mikið og fregnirnar af hinná sigursælu sókn fyrsta Sranska hersins austur af Rín. fljúgandi virki ylir Japan í gær RéSust á fSugvéla- yerksmiSjur á Kyushu REGN FRÁ LONDON seint í gærkveldi segir, að Mn. fljúgandi virkí Bandaríkja manna hafi gert mikla loftárás á fíúgvélasmiðjur i Omura á Kytishu ,sem er syðst af hinum fjórum stóru Japanseyjum. Er þetta þriðja loftárásin, sem Bandaríkjamenn gera á Kyushu en þær hafa allar verið gerðar frá flugvöllum í Kína. Um 20 japanskar flugvélar eru sagðar hafa verið eyðilagð ar í árásinni í gær en 19 lask- aðar meira eða minna. Á heim- leiðinni vörpuðu amerísku flug vélarnar niður sprengjum í Shanghai og Nanking, sem báð- ar eru á valdi Japana. Kesselring særður eða dauður! ESSELRING marskálkur, yfirmaður þýzka hersins'á ftalíu er sagður hættulega særð ur. Segir ein fregn jafnvel, að hanu sé dauður. Engar meiriháttar fregnir bár «st af .bardögum á Ítalíu í gær, ©n sagt var í fréttum í gær- kveldi, að 8. hernum miðaði stöðugt áfram og ætti ekki nema ÍIÆ km. ófarinn til Ravenna. FRAKKAR hafa nú fengið fulltrúa í Evrópuráði bandamanna í London. Er það Massigli, sendiherra Frakka þar, sem mætir fyrir hönd frönsku stjórnarinnar. Fyrsli quislingurina afbefllur norslum sljérnarvöldum Borgarstjórimn í Kirkenes ’C1 REGN frá London til blaða fulltrúa Norðmanna í Reykjavík segir, að sá fyrsti af embættismönnum Quislings hafi nú verið afhentur hinum norsku stjómarvöldum í þeim hluta Norður-Noregs, sem leyst ur hefir verið undan oki nazista. Það er borgarstjórinn í Kirke- nes, Rudolf Haugen. Það er til dæmis um frétta- burð Þjóðverja frá Norður-Nor- egi, að sagt var í Oslóarútvarp- inu 11. nóvember, að Rudolf Haugen hefði verið skotinn af bolsévikum. Hinn löglegi borgarstjóri í Kirkenes, sem Þjóðverjar hröktu frá starfi árið 1940, hef- ir nú tekið aftur við embætti sínu. Norskir sjállboðaliðar sfreyma í norska her- inn í Norður-Noregi TVT ORSKIR sjálfboðaliðar ^ streyma nú til norsku her sveitanna, sem komnar eru til Norður-Noregs, segir í fregn til norska hlaðafulltrúans í Reykja vík. f Kirkenes voru þessir sjálfboðaliðar orðnir 1500 tals- ins eftir aðeins tvo daga. Hinar norsku hersveitir í Norður-Noregi, sem eru nú þannig skipaðar bæði sérstak- lega þjálfuðum norskum her- mönnum frá Bretlandi og sjálf- boðaliðum, sem hafa verið all- an túnann á heimavígstöðvun- um berjast nú með innrásarher Rússa fyrir því að hrekja Þjóð verja vestur og suður á bóginn. Heiptarlegar lofíárás- ir á Þýikaland GÆR réðust um 1200 ame- ríiskar flugvélar á ýmsa staði í Þýzkalandi. Aðalárás- unum var beint gegn olíu- vinnslustöðinni Leuna í Merse- burg, skammt frá Leipzig. Brezkar flugvélar réðust auk þess á stöðvar í Hamburg og Haimover. Mikið tjón er sagt hafa orðið í árásum þessum. ... og hljóðlega rennur í hægðum sfraumiygn Rín Myndin er tekin á austurbakka Rínar, Þýzkalandsmegin, beint á móti Strassburg (Strasbourg). stærstu borginni í Elsass. Tveir þýzkir hermenn sjást á verði á austurbakkanum. VesturvígstöÓvarBiar: Frakkar sækja norður Elsass og eru komnir inn í Hulhausen Belforf nú alveg á valdi þeirra og Melz á* valdi Bandaríkjamanna XT ÉLAHERSVEITIRNAR ÚR FYRSTA HER FRAKKA, * sem brutust fram hjá Belfort og alla leið austur að Rín, hafa nú byrjað sókn norður Rínardalinn, og eru sum- ar þeirra komnar inn í Miilhausen (Mulhouse), en aðrar hafa sótt alllangt norður fyrir hana. Þetta var sagt í fregnum frá London seint í gærkveldi, en áður hafði verið frá því skýrt, að Frakkar væru byrjaðir að* skjóta af fallbyssum af vesturhakka Rínar austur yfir fljótið. Fyrri fregnir sögðu, að Belfort væri nú algerlega á valdi Frakka og Metz að mestu leyti á valdi Bandaríkja- manna. Verjast Þjóðverjar þar aðeins í nokkrum virkjum enn. Ný sókn Rússa á eynni Ösel Þjóöverjar aö hrökl- ast burt þaöan Fkveldi sagði, að Rússar REGN frá London í gær- hefðu nú haíið sókn á hendur Þjóðverjum á eynni Ösel, úti fyrir Rigaflóa. Hefðu þeir brot izt í gegnum varnir þeirra þar og héldu Þjóðverjar ekki nema litlu svæði við ströndina. Inni á Rigaflóa hefir tveimur þýzk- um tundurspillum verið sökkt. Suður í Ungverjalandi þrengja Rússar stöðugt hring- inn um Buda Pest og er nú mest barizt fyrir norðaustan borgina. JÓÐVERJAR hafa verið hraktir úr Tirana og Durazzo í Albaníu. * Það hefir nú farið, eins og búizt var við i gær, að hinar frönsku vélahersveitir, sem- brutust aústur að Rín, myndu sækja norður Elsass, sumpart til þess að loka undanhaldsleið Þjóðverja frá Belfort, sem þær fóru fram hjá, en Þjóðverjar hafa nú verið hraktir úr, sum- part til hinis, að komast að baki þýzka hernum, sem verst-7. her Bandaríkjamanna í vesturhlíð um Vogesafjalla. Norður í Lothringen heldur 3. her Bandaríkjamanna áfram sókn sinni frá Metz inn í Saar- héraðið í Þýzkalandi og hefir tekið bæinn Saarburg. Metz má nú heita alveg á valdi Banda- ríkjamanna. Fámennar sveitir Þjóðverja verjast þar enn á nokkrum stöðum, samkvæmt fregnum frá London seint í gærkveldi, svo og í nokkrum virkjum borgarinnar. Á Aadhen-vfígstöðvunum var Skæruliðaherinn í Grikklandi verður nú afvopnaður Fyrir 10. des. n. k. P APANDROU, forsætisráð- ■*■ herra Grikkja, hefir, sam kvæmt fregn frá London í gær kveldi, boðað að gríski skæru- liðaherinn verði afvopnaður fyr ir 10. desember n. k. Skouby, hershöfðingja, sem stjórnar blönduðum her Breta og Grikkja í Grikklandi, hefir varið falin yfirumsjón með af- vopnun síkæruliðahersins. Sagt er, að ýmsir af ráðherr- um Papandrous hafi hótað að segja af sér, ef frestað yrði að afvopna skæruliðana, sem voru mjög fjölmennir í Grikklandi, og hafa farið sínu fram síðan Þjóðverjar voru reknir úr land inu, án tillits til stjórnarinnar. Áhrif kommúnista á meðal skæruliðanna hafa verið mjög áberandi. barizt af ógurlegri heipt í gær- dag og tókst Bandaríkjamönn- um að brjótast inn í Eschweil- er. Stóðu þar yfir blóðugir bar dagar er síðast fréttist. Nánari fregnir eru nú komn ar frá Geilenkirchen, sem Bret- ar tóku á sunnudaginn. Er þar allt sagt í rústum og engin lif- andi vera sást i bænum er Bret ar komu, en áður bjuggu þar 5—6000 manns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.