Alþýðublaðið - 24.11.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1944, Blaðsíða 7
FöstutLagnr 24. nórv. 1944. AL»YÐUBLAÐIÐ Bœrinn í dag. Næturlæfcnir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVAHPIÐ: ' 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan“ eftir Johan Bojer, m. (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 33, nr. 3, eft- ir Haydn. 21.15 Tónlistarfræðsla fyrir ung- linga (Guðmundur Matthí- asson söngkennari.) 21.40 Spumingar um fslenzkt mál (dr. Bjöm Sigfússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Píanókonsert eftir Mend- elsohn. )b Symfónia nr. 1. eftir Brahms. Samtíðin, 9. hefti, er komin út og flytur m. a.: „Ein lög, einn siður, ein stétt“ eftir dr. Björn Sigfússon. Kauðaleg lífsskoðun eftir ritstjór ann. Arnardalur (kvæði) eftir Hreiðar Geirdal. Viðhorf dagsins frá sjónarmiði K. F. U. M. eftir Magnús Runólfsson. Bæn Evu (saga) eftir Margréti ívarsdóttur. Vísindi munu gerbreyta tilverunni eftir W. Kaempffert. Merkir sam- tíðarmenn (með myndum). Ætlið þér að verða rithöfundur? eftir Sherwood Anderson. Þeir vitru sögðu. Bókafregnir, Skopsögur o. fl, Gangleri, tímarit Guðspekifélagsíná, éf nýkominn út. Ritið flytur að vanda margar greinar um áhugamál guðspekinema. Ritstjóri er Gretar Fells. Hallgrímur Helgason: Um sex ný karlakórslög Alþýðusambands- þingið Frh. af 2. síðu. an fund. Bað stjórn félagsins um leyfi til að kjósa eftir til skilinn frest, en sambandsstjórn hefur heimild til að leyfa slíkt og hefur gert það. En kommún istar, sem skipa meirihluta nú- verandi sambandsstjórnair munu hafa haft hugmynd um, að kommúnisti yrði ekki sendur á sambandsþingið frá Þórshöfn og neituðu að veita frestinn. Félagið kaus þó fulltrúa á lög- legum fundi 22. okt., (sama dag og Dyrhólahreppsfélagið) Fyrir valinu varð ágætur aldraður verkamaður, Guðmundur Einarsson. Vonaði félagið að sambandsþing myndi sýna þann skilning, að taka fulltrúann gildann. En sambandsþing feldi þennan fulltrúa frá fulltrúarétt iridum við allsherjaratkvæða- greiðslu í gær með 9517 atkvæð um gegn 8314. Mun þessi framkoma komm- únista lengi í minnum höfð, en vonandi verða einn nagl- nn í pólitíska líkkistu þeirra. Það skal aðeins sagt að þessu sinni að furðulegt er að meiri hluti fulltrúa á Alþýðusam- bandsþingi skuli láta kommún- ista hafa siig til eáns ógrímu- klædds ofbeldis og ranglætis, og fram kemur í því, að kommún- istinn úr klofningsfélagdnu í Dyrhólahreppi skuii vera tekinn inn á þingið, en verkamaður- inn frá Þórshöfn, sem þó var kosinn sama dag, synjað um full trúaréttindi. SKAGFIRSKUR BÓNDI hefir nýlega sent frá sér hefti með sex lögum frá lýð- veldishátíðinni 1944. Þessi mikli merkisbóndi hefir þar að. auki reist hagleik íslenzkra handa prýðisgóðan minnisvarða með nótnaskrift sinni, sem tek in er Ijósprentuð í alla útgáf- una, ellefu blaðsíður. Þessi fram uakssami Skagfirðingur er Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum. Lögin eru skrifuð í hefðbundn- um ,,rómönsu“—stíl norrænna karlakóra með fullum hljómum og margfléttuðum raddgangi þríhljómsins, svo sem tíðkazt hefir síðastliðinn mannsaldur. íslenzkur alþýðusöngur stendur í óbættri þakkarskuld við söng herja á borð við Jón Björnsson, en þeir hafa verið og eru enn allmargir víðsvegar um land allt. Þeirra hvatning hefir hald ið samvástarfólkinu í tryggum tengslum við heimilisiðkun og félagsiðkun söngsins. Þessi á- hugi forgöngumanna hefir svo oft fengið framrás í tilraunum til tónsmíði. Hafa þær jafnan verið í samræmi við þann söng stíl, sem algengur var orðinn og borið svápmót hans, en síður tekið'á sig mynd þess, sem bjó í hinu upprunalega tónlistar- eðli. Þessi fengur úr eigin barmi hefir jafnan örfað til dáða og vakið áhuga fyrir ný- smíð góðs félaga og samlanda. Þannig hefir slík nýsköpun opn að augu almennings fysrir sjálf stæðri skapandi viðleitni alþýð unnar og glætt ást hennar á eigin afrekum. Mörgum þeim lögum, sem þannig hafa orðið til, varð auðið langra lífdaga, þó að fleiri hafi ekki náð að lifa skáþará sínn. En menjarnar standa sem sönnun þess, hvert hugurinn leitaði og hvað hann þráði, þótt skilyrðin hafi oft hnekkt vegferð hinnar innstu löngunar að fyrihéitnu marki. Hér á tónlistarstefna framtíðar innar að gripa inn í rás þróunar Innar, bæta þar sem vangert hef ir verið og fyrirbyggja frekari vangjörðir svo sem unnt verð ur, svo að alþýðutónlistin nái að dafná í fuilum blóma með- tekinna hæfileika. Fólkið verð- ur sjálft að kunna skil á sínum eigin tónum og vera þess um- komið að láta í ljós óskir sínar á því sviði, að öðrum kostii verð ur þjóðleg og jafnframt alþýð leg íslenzk tóniist aldrei veru- leiki, heldur aðeins hugsjóna- legt heilafóstur fárra fræði- manna og erfiðlega fætt af- kvæmi misskilinna tónskálda. Til þess að þetta megi skýrast, verður að vera samræmi milli skapandi starfsemi og útgáfu- möguleika á nýjum nótnakosti, sem varðað gæti torsótta leið í stuttum áföngum, s,vo að hæg fara þróun yrði merkjanleg í rétta átt. Þessu er nú enn ekki að heilsa, en tæplega getur það átt mjög langt í land, svo knýj- andi sem nauðsyn er á leiðandi framfarasporum. Lög Jóns Björnssonar þræða ekki nýstárlegar brautir, en þau eru innlegg til viðhalds al- þýðutónlistar, en án hennar væri öll tónlist ekkert nema glysmikið hjóm útvaldra gæð- inga, forréttinda og kunnáttu- manna án ^lmennra lífsmögu- leika. Þó verður ætíð að gæta þess, að aðeins það bezta er nógu gott fyrir alþýðuna, og einnig á þessum vettvangi á það sannai'lega heima, svo fram arlega sem vakinn er vilji til vaxtar og fullkomnunar. Þess vegna verður ætið að hafa ofur litla gát á stefnu þessara mála og reyna að leiða þau í fram- faravænlegan og hreinan og beinan farveg. Nokkur atriði í þessum lögum Jóns eru því verð þess, að þeim sé veitt nokkur athygli, og mætti það máske horfa til bóta ef vel tækist, því að eftirgreindar upptalningar eru 'sameiginlegair öllum þorra þeirra laga, er út hafa komið eftir íslenzka höfunda síðustu áratugi og stafar brátt áfram af ónógri tónfræðilegri þekk- ingu. Þá ber fyrst að telja kvartsextakkord, sem er laus við óhagganleik góðrar undir- stöðu (bls. 1, 5. taktur, bls. 5, 13. taktur. Þá getur víxlun radda ekki skoðast sem heppi- leg raddfesta, ef laglínuröddin er þar með færð í kaf (bls. 1, 9. taktur). Samstígar fimmundir álíta íslendingar sérréttindi sér til handa vegna tvísöngsins forna, en þess verður þó að gæta, að því aðeins eru samstíg ar fimmundir afsakanlegar og óaðfinnanlegar, að þær -séu í samræmi við umhverfi sitt að öðru leyti; að öðrum fcosti dagar þær uppi sem nátttröll í ein- angrun. Samstígar fimmundir má stunda sem dyggð, ef sam- kvæmni stjórnar þeirri stefnu, annars verður úr því tilviljun- arkennt handahófsbragð (bls. 1, 11. taktur, bls. 9, 11. taktur, bls. 11, 6. taktur). Biðtónar eða for- haldstónar hafa jafnan verið í miklu afhaldi sem innihalds- ríkur tjáningarmiðill heitrar til finningar, átakanleg lausnar- sókn þeirra fyllir eyrað nokk- urri ástríðu, sem þó slævist við þráfaldlega endurtekningu rómantísku stefnunnar. í þessu atriði er fólgið geysisterkt stíl atriði í'slenzkra tónbókmennta, sem við höfum tekið í arf frá síðnorrænni lýrík. Tíð notkun forhaldstóna verkar ekki kröft- uglega, heldur nánast kitlandi og æsandi með allmikilli sund- urgerð, og hún leysir því heild- ræna áferð upp í smáeiningar stakstæðra tilfinningabólstra (bls. 5, 6. taktur (einfaldur for- haldstónn), og 12. taktur (tvö- faldur forhaldstónn eða bið- tónn). Verri en samstíga fimm- undirnar eru þó samstíga átt- undir, sem nokkrum sinnum láta á sér kræla; veikir þetta raddsetninguna verulega sökum hins of nána skyldleika sam- stígra tóna, gerir hana daufa og kraftlausa (bls. 7, 6—7. takt ur, bls. 8, 9—10. taktur og 13. taktur, bls. 13, 11. taktur). Gott tilhlaup er að finna á bls. 9, „Syng íslands þjóð“; hér er raddfærslan háð sterkum ó- brotnum þríhljúmum í grunn- stöðu, og hið sama kemur fyrir á bls. 10, „eifíft vakir auglit þitt“ osf. Hér kemur einnig fram vottur að „sekvens“ eða afleiðslu, sem betur hefði hald- izt'rétt í stað þess að sveigjast til hæðar, sem of oft er síðan ítrekuð í næstu toktum. Sekvens er óhætt að flytja þrisv ar í röð (sama tónaröð með samri tónskipun á breytilegum tónsætum); skapar hann nokk- urn stíl og er þar að auki form bindandi. Tónendurtekningin á „landið mitt“ virðist mér óþörf, því að kyrrstöðu ber að forðast. Misminni hlýtur að hafa leitt til skammstöfunarinnar „rit- and“. Á bls. 9 gefur að líta vafa sama réttritun í 18. takti (dís komi í stað es í 1. tenór) og í 19. takti vantar sjöundina í for tónsníundarhljóminn við drátt- arbogann. Á bls. 9 er að finna magnlítið niðurlag í 14. takti með óuppleystum kvartsextakk ord á undan sama hljómi í grunnstöðu, og endirinn á sömu síðu er ékki nógu sterkvaxinn út úr undangengi sínu og verk- ar því sem laust viðskeyti til Mickey Rooney er öllum bíógestum að góðu kunnur. Þessi mynd af honum er ekki úr neinni kvikmynd, enda leikur hann nú ekki, því að hann er í hernum. Myndin var tekin af honum sem áhorf- anda í bíó, en við hlið hans er móðir hans. Mickey Rooney lætur bersýnilega ekki aðeins vel að leika í kvikmyndum, heldur einnig að horfa á þær. Mickey Rooney í bíó uppfyllingar. Misritun hefir slæðst með á bls 10 í 18. takti, c í stað hís í 2. bassa; í næsta takti kemur enn fyrir viðsjár- verður fersexundarhljómur cís- fís-a, og í 22. takti er ranglega skrifaður As-dúr í stað Gís-dúr og undanfari að honum. Þó sýn ist meinlegust villa í 23. takti með samstígum áttundum, óráð stöfuðum fersexundarhljómi og stökki úr honum inn í mis- hljóm (dóraínantseptakkord) sem öðlast lausn í rangstæða átt á tilbreytingarlausum hljómi (dómínantþríhljómi). Við krómatísku tóntegundaskiptin síðast á 10,. síðu er sem jörðin skríði undir fótum manns, svo snögg eru umskiptin frá H-dúr yfir í G-dúr með aðeins einum sameiginlegum hljóm. Hér hefir nú verið stiklað á hinum helztu atriðum í hand- verkslegum frágangi þessara sönglaga hins nýja lýðveldis. Margt mætti þar betur fara og þess óska allir, sem vilja velferð íslenzkrar tónlistar, að íslenzk alþýðuskáld fái sem bezta að- stöðu til þess að leggja af mörk um drjúgan skerf til viðreisnar íslenzkri söngmennt. Ef ríkið á að vera sjálfstætt og öflugt þj óðaxtákn, verða allir þættir þess að geta þolað nokkurt átak samfara hóflegri gagnrýni, og líka þeir, sem hingað til hafa legið í grafgötum óverðskuldaðs athugaleysis. Og aldrei framar megum við liggja undir ámæli orðtaksins „Holsatia non cant- at“, Holtsetar syngi ekki, eða íslendingar séu haldnir söngva trega. Öll alþýðleg tónlistarvið- leitni spornar við slíkri ásókn, og hana ber því að efla á allan hátt eftir föngum, enda þótt hún sé jafnvel litt sjálfbjarga og máske hálfvanburða í fyrstu. Slík þróun hlýtur eldskírn sína í kyrrlátri baráttu, og 'henni lvktar með óstöðvanlegum sigri gjörvallrar þjóðarinnar, þar sem allir eru virkir þátttakendur. Hallgrímur Helgason. Frh. af 2. síðu verkum leiksins, en þau eru eftir Kuhlau.“ Eins og á þessu má sjá, er það æði mikið starf, sem dr. Urbantschitsch hefir með hönd um í vetur, fyrir utan starf sitt við Tónlistarskólann. í Jólaoratoríi Tónlistar- félagsiins verða upp undir hundr að manns, og 'hlýtur það að vera feikna starf að færa upp svo stórt verk. Aðalfundur Vals Frh. af 2. síðu. 22. þ. m. Var fundurinn vel sóttur. Fráfarandi formaður, Sveirm Zoega, gaf skýrslu um starfsemi félagsins á árinu, sem var hið margþættasta í tveim af þrem höfuðknatt spyrnumótum ársins sigraði Valur, íslandsmótinu og Walt- erskeppninni. Þá var vigður á árinu skíða- skáli félagsins í Sleggjubeins- dal; er það mikið hús og vand að að öllum frágangi. Hafin var á árinu fjáröflun með happ drættd vegna væntanlegra fram kvæmda á landareign félagsins Hlíðarenda, en þar er hugsað framtíðaríþrótta'heimili Vals. Samþykkt var á fundinum, að beina því til stjómar félags ins, að hefja skautaknattledk (icehokey) innan þess, og skipa 3 manna nefnd til að sjá um allan undirbúning í því skyni. í stjórn fyrir næsta ár voru kosndr: Formaður, Þorkell Ingvars- son, en meðstjórnendur Andrés Bergmann, Hrólfur Benedikts- son, Sveinn Helgason, Magnús Bergsteinsson, Baldur Stein- grímsson og Sigurður Ólafsson. Karlmannaföl nýkomin, einhneppt, tví- hneþpt, brún, blá, rönd- ótt. Vandaðir karlmanna frakkar. Einnig drengja- föt á 12 ára og eldri. Hiíím'a h.f. Skólavörðustíg 19. Sími 3321

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.